Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1986, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1986, Síða 16
 Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál DV. LAUGARDAGUR 8. MARS1986. »■* jo-, ' <» .; Lockheed Electrafiugvélin í flugtaki. Hver urðu orlog Amelíu Earhart, uugkonunnar frægu? -Klukkan 8.43 að morgni 3. júlí 1937 heyrðu loftskeytamenn um borð í skipinu Itasca, sem lá við anker nærri Howlandeyju í Kyrrahafi. rödd Amelíu Earhart í síðasta sinn. Flug- konan fræga var þá á síðasta áfanga hnattflugs síns um miðbaug og greinilega í vandræðum. Talið er að skömmu síðar hafi hún nauðlent Lockheed Electraflugvél sinni, en hvort hún lenti á hafinu eða eyju eða rifi er enn ekki vitað. Með Earhart í þessari ferð var siglingafræðingur hennar, Fred Noonan. Ýmsar getgátur hafa verið uppi um hvarf þeirra, og ein er sú að þau hafi lent í höndum Japana og verið dæmd fyrir njósnir og tekin af lífi. - Sumir telja sig hafa séð þau í fanga- : búðum Japana, en enn hefur ekkert komið fram sem tekur af allan vafa í málinu. Frá Lae í Nýju-Gíneu 2. júlí 1937 ók Amelía Earhart Lockheed Electraflugvélinni sinni út á enda flugbrautarinnar í Lae á Nýju-Gíneu. Fyrir aftan flugstjórn- arklefann sat Fred Noonan, siglinga- fræðingur hennar. Þau voru að leggja upp í síðasta áfanga hnatt- flugs síns um miðbaug, en heildar- vegalengdin var 43.500 kílómetrar. Amelía hafði orðið fyrst kvenna til þess að fljúga ein yfir Atlantshafið og fyrsti flugmaðurinn sem flogið hafði einn frá Hawaiieyjum til Kali- forníu. Hnattflugið hafði hafist 17. mars er Earhart og siglingafræðingarnir tveir, sem voru þá með henni, flugu 3880 kílómetra leið frá San Francisco til Honolulu. Þar urðu þau hins ! vegar fyrir óhappi. Þegar fiugvélin, sem var tveggja hreyfla, var að hefja sig á loft í Honolulu sveigði hún til hliðar og skall á jörðinni. Hnattflugið hefst á nýjan leik Lockheed Electrafiugvélin þurfti viðgerðar við og 1. júní hófst hnatt- flugið á nýjan leik. Earhart hafði nú breytt áætlun sinni og flaug í austur- átt. Að þessu sinni var Noonan einn með henni því að hinn siglingafræð- ingurinn, Harry Manning, hafði hætt við þátttöku i fiuginu eftir óhappið í Honolulu. Earhart og Noonan fiugu yfir Bandaríkin. Suð- ur-Ameríku, Afríku, Asíu og Ástral- íu. Þar höfðu þau viðkomu í Darwin en héldu svo til Nýju-Gíneu. Erfiðasti áfanginn Nú var aðeins einn áfangi eftir, frá Lae til smáeyjunnar Howland, sem er aðeins 1,2 km á lengd og 0,8 km á breidd. Vegalengdin er 4113 km og yfir opið haf að fara. Bæði Earhart og Noonan höfðu lýst yfir því að þetta yrði erfiðasti áfanginn. Á Howlandeyju hafði bandaríski sjó- herinn og flugherinn látið gera flug- braut vegna hnattflugsins og til þess notið stuðnings innanríkisráðuneyt- isins. Howlandeyja er skammt fyrir norðan miðbaug. Þá höfðu fiotinn og landhelgis- gæslan lagt til tvö skip, USS Ontario og Itasca, og lágu þau við ankeri skammt frá Howlandeyju. Áttu þau að aðstoða við fjarskipti og hugsan- lega björgun, ef svo skyldi fara að Earhart og Noonan þyrftu að nauð- lendaásjónum. Fjarskipti fyrst góð Loftskeytamaðurinn í Lae var ........ . ^nnwfcrv. __ Harry Balfour og klukkan 10.22, 11.22 og 12.22 sendi hann Earhart veðurfréttir á þeirri tíðni sem hún notaði að deginum. Hann heyrði hins vegar ekki frá henni fyrr en um klukkan þrjú síðdegis. Þá kvaðst hún vera í 10.000 feta hæð en sagðist ætla að lækka flugið því að þykkir skýjabakkar væru fram undan Klukkan 5.20 talaði Earhart aftur við Balfour og sagði honum að hún væri nú í 7.000 feta hæð. Gaf hún upp staðarákvörðun. Var hún þá 1265 km frá L'ae og á réttri leið. Horace Blakeslee, skipstjóri á OSS Ontario, hafði gert sér grein fyrir því að fjarskipti við flugvélina kynnu að verða erfið. Lágtíðnimóttökutæki var í flugvélinni, en með því var ekki hægt að senda, og um borð í skipinu var ékkert hátíðnisenditæki en stefnuviti Earhart gat aðeins tekið á móti boðum frá slíku tæki. Er Earhart hafði síðast samband við Lae, klukkan 5.20, taldi hún að hún yrði yfir USS Ontario um klukk- an tíu um kvöldið. Einn mannanna um borð í.skipinu taldi sig heyra í flugvél nokkrum mínútum eftir tíu. Þá var kveikt á kastljósum um borð en engin flugvél sást. Um þetta leyti heyrði loftskeyta- maður á Naurueyju, sem er norðar, Amelíu segja að hún sæi skip fram undan. Um borð í Itasca Loftskeytamennirnir um borð í It- asca heyrðu ekkert í Earhart fyrr en klukkan 2.45 um morguninn. Þá gátu þeir greint að hún talaði um skýjað- an himin. Klukkustundu síðar heyrðist aftur til hennar, þar sem hún bað um að hún yrði kölluð upp ■ -W WTI*. ... ■- - _____________- ■- ■■ á 3105 kílóriðum á heilum og hálfum tíma. Klukkan 4.53 heyrðist aftur til hennar en þá svo ógreinilega að orðaskil urðu ekki greind. Klukkan 5.15 heyrðist hún segja að hún væri um 320 km í burtu. Hálftíma síðar kvaðst hún vera um 160 km í burtu. Svo heyrðist ekkert fyrr en klukkan 7.30 um morguninn. Þá var Amelía greinilega áhyggjufull. „Við hljótum að vera hjá ykkur en getum ekkert séð og lítið er eftir af bensíni. Erum í 1000 feta hæð.“ Klukkan 7.57 til- kynnti hún. „Fljúgum í hringi en getum ekki séð eyjuna. Get ekki heyrt til ykkar. Haldið áfram að kalla á 7500 kílóriðum annaðhvort núna eða á hálftíma fresti." Loft- skeytamönnunum var nú ljóst að hún var að reyna að nota stefnuvita sinn, en þeim hafði fram til þessa verið ólmnnugt um tíðni hans. Loftskeytamennirnir voru nú nær ráðalausir. Þó gerðu þeir það sem Earhart bað um. Klukkan 8.03 heyrðist aftur til hennar og reyndi hún þá að senda merki með því að þrýsta á hnappinn á hljóðnemanum. Hvorki þá né fyrr hafði tekist að miða út staðsetningu hennar og voru þó ný og fullkomin hátíðnitæki til þess á Howlandeyju. Síðustu boð Klukkan 8.43 heyrðist svo í Amelíu Earhart í síðasta sinn. „Erum á stað- arlínu 157-377. Endurtok þessi boð á 6210 kílóriðum." Er klukkan var orðin 10.30 um morguninn og ekki hafði heyrst frá flugvélinni aftur tilkynnti skipstjór- inn á Itasca, Warner Thompson, Honolulu að flugvél Earhart hefði sennilega lent á hafinu. . ~*»**---í^ **> Roosevelt skerst í leikinn Fregnin um hvarf Amelíu Earhart fór um öll Bandaríkin á skömmum tíma og svo um allan heim. Franklin D. Roosevelt forseti gaf þá skipun um að orrustuskipið USS Colorado, sem var með þrjár eftirlitsflugvélar um borð, skyldi hefja leit. Það var þá nærri Hawaiieyjum. Síðar bættust svo fleiri skip við og varð leitin að Amelíu Earhart og Fred Noonan ákaflega umfangsmikil en bar engan árangur. Á næstu dögum gáfu sig fram tveir menn í Los Angeles sem kváðust hafa heyrt. kallmerki Earhart, „KHAQQ“, og nokkur blöð skýrðu frá því að hugsanlega hefði heyrst til flugvélarinnar í Honolulu, á Midwayeyju og á Wakeeyju, en þar voru hátíðnistefnuvitar í eigu Pan Americanflugfélagsins. Ekki var þó fjallað meira um það sem menn höfðu talið sig hafa orðið vara við á eyjun- um og var borið við öryggisástæðum enda sumir stefnuvitar hernaðar- leyndarmál. Á þessum árum hafði fjarskipta- deild bandaríska flotans samskipti við Pan Americanflugfélagið um þróun stefnumiðunar og var það ekki fyrr en á sjöunda áratugnum að almenningur fékk aðgang að skýrsl- um um sumt það sem unnið var að á þessu sviði á þessum tíma. Mikið um málið fjallað Allmikið var fjallað um hvarf Amelíu Earhart og Freds Noonnn fram að heimsstyrjöldinni síðari en svo féll atvik þetta að mestu f gleymsku. Að styrjöldinni lokinni var aftur farið að reyna að leysa gátuna, en segja má að það hafi fyrst verjðji sjöunda áratugnum að skrið-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.