Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1986, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1986, Blaðsíða 23
DV. LAUGARDAGUR15. MARS1986. 23 Éggceti kugsað mér aðþrykkja listaverk ígöturnar með valtara Magnús Kjartansson, handhafi Mcnningarverðlauna DV fyrir myndlist, á auðvelt með að setja spvril út af laginu. Meinlaust rabb um aðferðir og markmið í myndlist snýst áður er varir upp í orðaleiki og heimatilbúna metafýsík. Gæti spyrill ekki að sér er hann farinn að svara spurningum Magnúsar, eða þá að spyrja sjálfan sig spurn- inga. Sumt er sagt í hálfkæringi, annað í fúlustu alvöru, en hvorugt útilokar hitt,- lástin lýsir listamanninum. Mvndverk Magnúsar eru sömu- leiðis ekki öll þar sem þau eru séð. í þeim stangast óræð tákn á við hversdagslega brúkshluti og áður en varir hafa þekkjanleg fyrirbæri tekið skyndilegum og óútskýran- legum breytingum. Áhorfandinn verður að leggja sig allan fram til að missa ekki af strætó hvað at- burðarásina snertir. Listin er líka listamaðurinn. Nýjustu málverk Magnúsar eru beinlínis framlenging af honum sjálfum. Hann lýsir því hvernig þau urðu til. hvernig hann byrjaði á því að maka sig litum og velta sér ofan á stórum pappírsörkunum sem liann notar. Út úr þess'um byltum á pappírnum komu form og litir sem pössuðu honum, svo og vinnu- hrvnjandi sem var honum eins eðlileg og að draga andann. Ballett Magnús líkir myndsköpun sinni við ballett og þegar ég spyr: Hvurslags ballett, þá svarar hann að bragði: „ Frá barokktímabil- inu,“ og flautar einfalt stef í þeim dúr. Eru þetta þá myndir í barokkstíl? spyr ég. „ Ætli þær flokkist ekki helst undir einhvers konar exíst- entíalisma," svarar Magnús salla- rólegur. Út af fyrir sig er ekki þörf á að skvggnast undir yfirborð þessara mynda. Litróf þeirra eitt nægir til að halda manni hugföngnum, leiða mann inn í völundarhús þeirra kenndá sem öldum saman hafa verið nátengdar litum. I vitund okkar setjum við sama- semmerki milli bláa litarins og heiðríkjunnar, sakleysisins og í seinni tíð, tregans. Rauður litur er litur byltingar og blóðsúthellinga en líka liturástarinnaro.sifrv. Fáir listamenn skrifa eins vel fyrir liti og Magnús. Spyrill man gjörla hvernig hann kompóneraði með alls kyns lituð pappírssnifsi hér í dentíð, þannig að manni fannst litir þeirra syngja saman. En hvað rekur Magnús Kjartans- son áfram ? Hvar er hans bás í samfélagsmunstrinu ? Svarið, þeg- ar það kemur, er í senn ögrandi og xkemmtilega gamaldags eins og Magnúsar er von og vísa. „Lista- maðurinn er fulltrúi hins náttúru- lega," segir hann, „gegnir því hlutverki að viðhalda andlegu jarðsambandi mannsins." Listamannsmunstur „Það sem máli skiptir er að varð- veita í sér leikþörfina," segir Magnús, „leyfa hugarfluginu að njóta sín. Listamaðurinn verður að ganga á undan með góðu fordæmi, vera sá hómó lúdens sem fylgst er með. t>ú mátt ekki halda að ég sé að setja mig á háan hest,“ segir Magn- ús og blæs frá sér vindlareyk sem sítmsamast stróknum sem stendur upp af heitu kaffinu. „Það vill bara svo til að í okkar þjóðfélagi fell ég inn í svokallað listamannsmunstur sem gerir það að verkum að fólk gerir til mín sérstakar kröfur. En þa,ð sem ég aðhefst þarf ekki að vera hótinu merkilegra en það sem maðurinn í næsta húsi er að gera eða hugsa. Það getur verið að hann sé þegar kominn hærra á þróunar- stiganum meðan ég held áfram að f'ramleiða rnyndir eins og hver önnur fabrikka.“ Meðan ég malda í móinn hugsar Magnús sig um. Segir svo: „Mynd- listin er ein leið af mörgum til þroska. en ekki sú sísta. Að kunna að sjá er eins mikilvægt og að kunna stafrófið. Eg hef hitt hámenntaða íslend- inga. að öllu leyti gott og virðing- arvert fólk, en staurblint. Það virð- ist engan greinarmun gera á metn- aðarfullu og alúðlegu handverki og argasta fúski. Svo heldur fólk að fornmenning okkar sé bara Islendingasögurnar. Hvað með hinn myndræna þátt þessarar norrænu arfleifðar, út- skurðinn, vefnaðinn og allt það ? Þar er stórkostlega frjór efnivjður fvrir hendi. Á meðan þjáumst við af minnimáttarkennd gagnvart öllu því sem kemur að utan.“ Myndmál og móðurmál ög Magnús lýsir fvrir mér sjón- menningu framtíðarinnar á ís- landi. þar sem börn læra myndmál eins og móðurmálið, þar sem hönn- un er gert eins hátt undir höfði og myndlist. þar sem hönnuðir vinna l'ullan vinnudag eins og aðrir þjóð- félagsþegnar við að kenna og skreyta mannvirki út um borg og bí. Viö verðum báðir svo upptendr- aðir af þessari framtiðarsýn að við sjáum fyrir okkur öll biðskýli bæj- arins, hvert og eitt skreytt af ís- lenskum listamanni. „Listamenn vilja alls ekkert þjást í einrúmi upp á hanabjálka þar sem gamla rómantíkin vildi hafa þá. Þeir vilja vera nýtir samfélags- þegnar. stétt með öðrum stéttum, vinna fyrir launum en ekki betla styrki. Það versta sem hægt er að gera myndlistarmönnum er ekki að svelta þá, það er að gera þá utan- gátta í þjóðféláginu og samtíman- um." Þegar spyrill nær Magnúsi aftur niður á jörðina kemur í ljós að þessar hugsjónir hans um samfé- lagslega og hugarfarslega þýðingu myndlistar eru sprottnar af per- sónulegri reynslu. Teiknaö í kreppu ..Oftar en einu sinni hefur mynd- listin hjálpað mér í sálarþrenging- um. Það má segja að ég hafi byrjað að mála og teikna upp úr kreppu unglingsáranna. Ég var mjög lítill eftir aldri. einrænn og varð þess vegna fljótt einangraður félags- lega.. Móðir mín var ekkja, vann myrkranna á milli og hafði því ekki tíma til að stappa í mig stál- inu. Ég varð að finna mér kjölfestu upp á eigin spýtur og það tókst mér í gegnum myndlist." Æ síðan hefur Magnús borið hag ráðvilltra unglinga fvrir brjósti, sérstaklega þeirra sem leiðast út í alls kvns óreglu. Hann fvlgist með þeim og hefur raunasögur að segja af unglingum sem eru búnir að brenna úr sér sálina með eiturlvfj- um. Hann telur að sjónmennt og myndlist hefði getað hjálpað þeim að ná áttum. En það var sennilega ekki tilvilj- un að Magnús fékk útrás í akkúrat myndlist en ekki annarri listgrein. Guðhrandur Magnússon, afi Magnúsar. var náinn vinur og stuðningsmaður Kjarvals og átti mikinn fjölda mynda eftir meistar- ann. Margar þeirra eru enn i eigu í'iölskyldunnar. þ.á m. Magnúsar sjálfs. En hann telur sig samt ekki eiga Kjarval neitt að þakka, nema e.t.v. olíuliti sem hann rakst á í fórum föður síns er hann var að stiga fyrstu sporin á listabrautinni. ..Pabbi málaði ekki svo mér finnst líkiegt að þeir hafi upprunalega komið frá Kjarval." Stórflatalist Kornungur og lítill eftir aldri hóf Magnús síðan nám við Mvndlista- og handíðaskólann þar sem hann tók undra skjótum framförum. Meöan hanri var þar við nám vann hann til verðlauna á alþjóðlegri sýningu myndlistarnema og þegar Myndlistarskólanum sleppti komst hann að sem nemandi hins fræga Kiehard Mortensen við Akademí- una í Kaupmannahöfn. Hvort sem það var Mortensen og hinni ftiguðu afstraksjón hans að þakka eður ei þá er það staðreynd að Magnús, ásamt Sigurði Örlygs- syni, blés nýju lífi í íslenskt. af- strtiktmálverk eftir margra ára „yfirgarig" popplistar og annarrar hálf-hluthundinnar myndlistar, En þetta nýja afstraktmálverk var öðru vísi en hið gamla. Hið gamla var eins konar vettvangur fyrir árekstra og umbreytingu forma. hið nýja dró dám af amer- ískri stórflata afstraktlist þar sem hreinir. stórir fletir áttu að hreinsa hugann. En á fyrstu málverkum Magnús- ar af þessu tagi, gerðum á árunum 1971-73. mátti sjá að listamaðurinn sætti sig ekki alveg við svona kald- hamraða myndlist. Litfletir hans voru ýfðir og hrjúf- ir. sjálfir litirnir glóðu meir en góðu hófi gegndi og stuttu síðar fór Magnús að láta eftir sér að klippa. rífa og líma pappír á myndflöt, mála svo yfir og kringum allt saman. Aftur kom innblásturinn frá Ameríku. sennilega frá listamönn- um eins og Rauschenberg og Mot- herwell. kannski allar götur frá kúbistum. hver veit. Krókarog merki Inn í þessar myndir komu svo kennimerki Magnúsar, krókurinn. SS „lógóið" og sitthvað fleira og fóru óhemjulega í fínu taugarnar á ýmsú góðu fólki. Sumir kölluðu þetta leikaras'kap. aðrir töldu þessi merki vera sölu- trikk. En aldrei kevpti Sláturfélag Suðurlands samt mynd af Magnúsi. Sjálfur var Magnús eins og sfinxinn þegar. þessi merki voru IVerð í tal við hann. fékkst í mesta lagi til að segja að þau hentuðu vel til að stemma af mvndir og ítreka flatneskju myndflatarins. Svo hélt þróunin áfram og Magn- ús hætti að líma aðföng á striga eða spjöld en kom sér upp ljós- myndatækni til að gera slíkt hið sama. Nú rýður hann ljósnæmu efni á myndflötinn og þrykkir með film- um. vinnur síðan út frá og kringum liósprentuð form og hluti. Þessi yinnumáti virðist bjóða upp á nær óendanlega möguleika. Magnús hefur eilítið blandnar tilfiriningar gagnvart fortíðinni. „Ég sé ekki eftir að hafa vasast í öllu því sem ég gerði. Ég hef hvort sem er alltaf verið mikið fyrir fikt. En ég held ég hafi verið vansæll ansi lengi á þessu tímabili. Krókur- inn góði og SS-ið. ég lít á þau sem „særð. tákn". merki fyrir aflífun aridans. En ég held ég hafi í raun ekki fundið sjálfan mig og farið að vinna i'ins og maður fyrr en í sveitinni." „Sveitin" er Búðardalur í Dala- sýslu. þangað sem Magnús fór með konu sinni. Kolbrúnu Björgólfs- dóttur keramíker, og Elsu, dóttur þeirra. árið 1980. Innri ró Kolbrún hafði fengið það verk- efni áð gera tilraunir með Búðar- dalsleir. athuga hvort hann væri nýtilegur. í Búðardal bjuggu þau hjón í þrjú ár. Kolbrún hnoðaði leir og brenndi en Magnús losaði sig við Bakkus kóng að fullu og öllu. Sá Magnús sem spyrill heimsótti í Búðardal sumarið 1983 virtist hafa öðlast innri ró og jafnaðargeð hálærðra munka. Þessi innri friður Magnúsar var honum svo dýrmæt- ur að hann var jafnvel hættur að hlusta á tónlist en var áður í hópi mestu jassgeggjara Reykjavíkur. V. Þó sagðist hann vera í gítarnámi í Búðardal. aðallega til að fá tilfinn- ingu fvrir innri hrvnjandi tónlistar. En ný myndverk Magnúsar, sem fylltu mörg herbergi þarna í húsinu við Hvammsfjörðinn, voru í hróp- andi ósamræmi við geðró gerand- ans. voldug og uppfull af kátinu og niðurbældum kvafti. Hér var komin öll orkan sem Magnús hafði áður sóað í „ein- hverja bölvaða vitleysu". En Magnús hafði ekki einasta é náð nýium tökum á málverkinu lieldur var hann í auknum mæli farinn að sýsla við keramík upp á eigin spýtur og með Kolbrúnu. Á matseölinum „Ég hef haft mikið gagn af keramíkinni. ég hef fengið útrás fyrir nýjar hugmyndir í henni. Auk þess hef ég lært mikið um liti og áferð á því að fylgjast með Kol- brúnu.” . Þau hjón hafa haldið áfram siynstarfi sem meðal annars felst í því að Kolbrún mótar ýmiss konar ílát en Magnús skreytir þau utan og innan með teikningum og litum. Stöku sinnum mótar hann einnig litlar fígúrur og furðuverur semy. Kolbrún brennir og hefur til sölu á verkstæði sínu við Vesturgötu. Ég minnist á fjölhæfni en Magn- ús ypptir öxlum. „Þetta er nokkurs konar um- burðarlyndi. Sem ev bæði minn Ivelsti kostur og veikleiki. Það er galli að því leyti að ég á erfitt með að festa hugann við eitthvert eitt verkefni heldur þarf ég að vera með margt í takinu. En hins vegar er ég mjög opinn fyrir margs konar efnivið og aðferðum. Ég gæti þess vegna hugsað mér að þrykkja verk í götur með valtara." Ég spyr um grafísk verk hans og skúlptúra í járn og leir. „Málverkið er auðvitað það senj ég þekki best. hitt er aukageta. Éf* hef nú ekkert mjög rnikið álit á grafíkinni minni, hana lærði ég að gera mér til skemmtunar. I leirskúlptúrunum fékk ég hins vegar útrás fyrir ákveðnar hug- mvndir sem tengjast máli og mál- notkun. Þetta er svona bók- menntalegt konsept, ég hef alltaf verið veikur fyrir því. Svo er Dada og Magritte einhvers staðar þarna á bak við. En að fara úr einu í annað í myndlist, þetta er ekki eins alvar- legur hlutur og menn halda. Maðuw . velur sér verk og tækni, rétt eins * ogafmatseðli." -ai Magnús Kjartansson myndlistarmadur í návígi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.