Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1986, Síða 26
26
DV. LAUGARDAGUR15. MARS1986.
Handknattleikur unglinga - Handknattleikur unglinga - Handknattleikur unglinga
Stefnum að enn frekari
eflingu handbotta á íslandi
- segir Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ
Eins og öllum er í fersku minni er
heimsmeistarakeppninni i handknatt-
leik nvlokið. Meðan keppnin stóð sem
hæst og við íslendingar fögnuðum
hverjum sigiinum á fætur öðrum tók
umsjónarmaður unglingasíðu DV Jón
Hjaltalín Magnússon, formann HSl.
tali og spurði hann ýmissa spuminga
imi mál er varða handknattleik ungl-
inga. Fer viðtalið hér á eftir.
Hver er stefna HSÍ i uppbvggingu
handknattleiks á Islandi eftir HM?
..Það er ljóst að árangur landsliðsins
í heimsmeistarakeppninni og í land-
sleikjum að undanfömu hefur skapað
áhuga hjá almenningi og unglingum
um land allt. Það var og til þess ætlast
áður en farið var í þetta verkefni.
Við höfum ákveðið að efla handbolta
á íslandi og leggja meiri áherslu á
” unglingastarfið. bæði innan HSÍ og
með aðstoð til félaganna. Þannig höf-
um við hugsað okkur að lána þjálfara
timabundið og reyna að gera sameig-
inleg innkaup á boltum með félögun-
um. Einnig komum við til með að
hafa samráð við stjómvöld um bygg-
ingu íþróttahúsa. Nú eru í byggingu
um 30 íþróttahús um allt land og til
stendur að byggja 20 til viðbótar.
Þannig er framtíðin björt ef rétt er á
málum haldið. Á síðastliðnu sumri
vomm við með handboltaskóla og er
ætlunin að halda áfram með hann og
einnig kemur til greina að sameina
hann námskeiðum Tölvuskólans.
Námskeið fvrir þjálfara yngri flokka
verða haldin í ríkari mæli og verður
reynt að fá bestu þjálfara til að leið-
beina hverju sinni."
- Nú kvarta krakkar mikið um að
mótahald sé i miklu lamasessi.
..Ég tel að revna verði að auka eftir-
lit með mótahaldi. Það mvndi reyna
meira á félögin. Ef fjárhagur samband-
sins batnar er hægt að auka á manna-
hald hjá sambandinu og við það gæfist
tírni fyrir starfsmann að sinna þessu."
- Hvað um Qölgun á leikjum hjá
yngri flokkum?
„Persónulega tel ég að besta æfingin
fvrir handboltann sé að spila hand-
bolta. Þess vegna er lífsnauðsynlegt
að fjölga leikjunum. Ég er viss um að
þannig mætti auka áhuga krakkanna.
Þó þýðir það að aukinn kostnaður
verður fýrir félögin vegna fjölgunar
ferða milli bæjarfélaga. En stefnt er
að því að gera samninga við skipa- og
flugfélög um að fá ódýrar ferðir með
því að fylla laus sæti. Einnig er að-
staða til gistingar mjög bætt og má
þar nefna gistiaðstöðu ÍSÍ í Laugardal.
Enn fremur er góð gistiaðstaða að
Varmá í Mosfellssveit og á Selfossi.
Þannig er þetta meira spursmál um
framkvæmd heldur en útgjöld fyrir
félögin."
- Nú kvarta margir þjálfarar og leik-
menn yfir því að leyft skuli að taka
leikmenn úr umferð í yngri flokkum.
Hvaða skoðun hefur þú á því?
„Handbolti er taktískur leikur og
má líkja honum við hemaðar- eða
skáklist. Alsírbúar og Kóreumenn
leika. má segja. maður á mann vöm
og oft er erfitt að meta hvort verið er
að spila 5-1 vörn eða hvort verið er
að taka leikmann úr umferð. Þetta
ætti fremur að verða til þess að leik-
menn fari að hreyfa sig meira án bolta
og þannig ættu bæði þjálfarar og leik-
menn að snúa sig út úr erfiðleikunum
og levsa þessi vandamál."
- Nú eru þjálfaramúl félaganna í
rniklum ólestri og er mikið um
ómenntaða þjálfara. Hver er stefna
HSÍ?
„Þetta mál hefur verið rætt hjá
stjórn HSÍ og stefnan verður sú að
allir þeir sem stunda þjálfun og stjóma
liðum í keppni eigi að hafa tekið
A-stigs námskeið í íþróttum. Uti á
landi ú þetta að vera bæði félögunum
sjálfum og þjálfurunum í hag. Sumir
halda að þeir þurfi ekki að fara á
námskeið. En ég tel að alltaf megi
læra meira og betur.“
Hvernig er steftiar hvað varðar
mótahald? Ert þú hlynntur því að
senda megi B-lið í keppni?
„Þau félög sem hafa mikinn fjolda
unglinga á æfingum eiga að fá að
senda fleiri flokka til keppni, sem þýðir
reyndar meiri starfsemi hjá HSÍ og
mótanefnd auk meiri kostnaðar.
Það þarf að virkja foreldra meira en
verið hefur, bæði til að starfa við mót
og hjálpa til við fjáröfiun."
- Nú er mikið um það að ungir leik-
menn hætti snemma, hvemig er hægt
að spoma við því?
í it':
Jón Hjaltalín Magnússon, þungur á brún eftir tapleikinn gegn Suður-Kóreu.
„Ég vil reyna að gera mót yngri
flokkanna veglegri. Þetta reynir á
félögin, að þau vandi til undirbúnings
eins o'g kostur er. Þarna geta foreldrar
komið inn. Einnig vilja foreldrar og
ættingjar gjaman koma og fylgjast
með bömum sínum og þá verður að
vera aðstaða til veitingasölu og úhorf-
endastæði.
Flest bæjarfélög hafa æskulýðs- og
íþróttaráð og það ætti að vera þeim í
hag að mót fari fram í íþróttahúsum
bæjarfélaganna og að aðstaða til
leikjahalds sé góð.
Ég hef ákveðna hugmynd um að efla
áhuga á handbolta í skólum í samráði
við félögin með því að kaupa bolta til
að gefa félögum og skólum. Einnig
þarf að fjölga mörkum kringum skóla
og æskulýðsheimiii. Til að fjúrmagna
þetta þarf samráð við bæjaryfirvöld á
hverjum stað. I fjáröfluninni, sem
verið hefur fyrir HM, hefur ekki verið
leitað til bæjar- eða sveitarfélaga og
vonumst við til að þau styrki félögin,
til dæmis með því að leggja til framlög
til bolfttkaupa, setja upp mörk og
kosta þjálfara."
Hvað finnst þér um þá hugmynd
að setja upp handboltabraut við fjöi-
brautaskólana?
„Ég tel þessa hugmynd góða og út
frá sjónarmiði unglinganna sjúlfra
gæti þetta örvað námsáhuga margra.
Það að koma upp íþróttabraut á
ákveðnum sviðum yrði að sjálfisögðu
að gera með hliðsjón af framtíðarstörf-
um unglinganna. Það þyrfti að athuga
hvort áhugi væri fyrir þessu. Þessar
brautir gætu ýtt undir unglinga sem
stefna að því að gera handbolta að
sínu framtíðar- eða hlutastarfi og gera
þeim kleift að mennta sig samhliða á
öðrum sviðum.“