Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1986, Page 35
DV. LAUGARDAGUR15. MARS1986.
35
Patti Davis (Reagan):
„Auðveldara að
skrífa en leika“
Patti Davis á í vandræðum með
sjálfa sig. Þegar faðir hennar var
kjörinn forseti virtist það sjálfsagt
að hennar biði frami á leiklistar-
sviðinu. En merkilegur hlutur
gerðist: það gerðist ekki neitt.
Nú gengur hún um gólf í Man-
hattan-íbúðinni sinni og segist
myndu gleðjast ef hún fengi að
vera með í pepsí-auglýsingu!
„Annað frægt fólk fær að vera
með,“ sagði hún í viðtali við blaða-
mann. „Hvers vegna ekki ég? Og
svo fær maður borgað fyrir þetta
líka; það væri gott að fá kaup.“
En á meðan enginn vill borga
henni fyrir að leika, hvort sem er
í auglýsingu eða leikriti reynir hún
að koma á framfæri bók sinni sem
hún skrifaði í iðjuleysinu öllu og
kallar Á heimavígstöðvum (Home
Front).
Vígstöðvarnar eru skáidsaga sem
fjallar um unga konu sem á íhaid-
ssaman föður sem verður fyrst
ríkisstjóri í Kaliforníu og síðar
forseti Bandaríkja Norður-Amer-
íku.
Patti, sem tók upp hið gamla
ættarnafn móður sinnar, þar eð
hún vildi ekki vera Reagan, er
gagnrýnd fyrir að vera að gefa fólki
„ástæðulausa mynd“ af forsetanum
í skáldsögu sem sé í raun rangnefni
á raunarollu úr daglega lífínu.
Pabbi hringdi
Patti Davis, sem er 33 ára, er sögð
pólitískur andstæðingur föður síns,
t.d. andstæðingur stefnu hans í
hermálum og kjarnorkumálum.
Hún viðurkennir fyrir blaðamönn-
um að væri hún ekki dóttir föður
síns hefði engin skáldsaga komið
út. Gagnrýnendur eru sammála um
rýrt bókmenntagildi textans og
litlar líkur eru á að hún fái verð-
laun. Reyndar skrifaði stúlkan
bókina ekki hjálparlaust heldur
varð hún að njóta aðstoðar rit-
færari manneskju, Maureen
Strange Forster, sem umskrifaði
hvern einasta kafla áður en útgáfa
var íhuguð.
Samt segir Patti Davis að sér
hafi fundist auðvelt að skrifa miðað
við að leika. „Þegar maður skrifar
er maður frjáls, maður lætur hug-
ann reika og ákveður sjálfur hvað
fer á pappírinn. Þegar leiklistin er
annars vegar þarf maður fyrst að
komast á samning, síðan kemur
einhver og segir hvað maður eigi
að leika. Þar næst kemur enn einn
aðilinn og segir manni hvernig."
Fyrstu dagana eftir að bók Patti
Davis kom út rigndi yfir hana
skýrslum um að Reagan- hjónin í
Hvíta húsinu væru miður sín yfir
ýmsu því sem í bókinni stendur.
En svo hringdi forsetinn í dóttur
sína, sagði henni að þau gömlu litu
á samsetninginn sem skáldskap,
meira að segja „áhugaverðan“
skáldskap.
Allt í góðu
Davis segist undrandi á við-
brögðum fólks við bókinni og því
að margir séu hneykslaðir. Hún
segist ekki hafa ætlað sér að lýsa
Patricia (,,Patti“) Davis. Myndin var
tekin fyrir sex árum. Þá var atvinnu-
lausa leikkonan og hinn illa skrifandi
rithöfundur 27 ára.
persónunum í bókinni á neikvæðan
hátt. Faðirinn sé vissulega þröng-
sýnn og gamaldags og konan hans
hálfhlægileg á köflum en ætlunin
hafi alls ekki verið að draga upp
af þeim neikvæða mynd.
„Þau eru miklir foreldrar,'* sagði
Patti Davis. „Þau mótuðust á þess-
um tíma (Víetnamtímabilið). Ég
hefði ekki getað látið þau ganga
um á gallabuxum og stígvélum,
reykjandi hass úti í bílskúr með
krökkunum."
Davis vonast til þess að bók
hennar verði filmuð af einhverri
sjónvarpsstöðinni - og ekki erfitt
að geta sér til um hver henni finnst
að ætti þá að leika aðalhlutverkið.
En þegar hún var spurð hvort hún
gæti hugsað sér að foreldrar henn-
ar, bæði fyrrverandi leikarar, léku
foreldrana í þannig mynd, þá hlær
hún bara.
Lítið um fjölskylduboð
Patti Davis fer sjaldan í heim-
sókn til pabba og mömmu í Hvíta
húsinu. Enda segir hún að það sé
þægilegra fyrir sig að lita til þeirra
gömlu þegar þau eru í Kaliforníu.
enda býr D.avis þar sjálf ásamt
manni sínum, jógakennaranum
Paul Grilley.
Hún segist halda lifandi sam-
bandi sínu við foreldrana með því
að tala við þau í síma. „Ég er með
leyninúmer," sagði hún lágri
röddu við blaðamenn og segist
stundum hafa notað það símanú-
mer til þess að fá gamla Reagan til
að ræða við sig um afvopnunarmál.
Hún gekk einhverju sinni í farar-
broddi mótmælagöngu utan við
hlið Hvíta hússins og kom svo á
fundi milli foringja friðarsinna og
fóður síns. En faðir hennar og frið-
arsinninn voru hreint ekki sam-
mála, reyndar svo ósammála að
Davis fannst að hún yrði að fá
einhvern annan en dr. Helen
Caldicott, þekktan, bandarískan
íriðarsinna til að ræða við föður
sinn.
Andstætt aðalpersónunni í skáld-
sögunni segist Patti Davis hafa
lært að forðast tiltekin umræðuefni
þegar foreldrar hennar eru annars
vegar. „Ég tala nú ekki svo mikið
við þau og hvers vegna þá að velja
umræðuefni sem leiða bara til ill-
inda? Mér finnst það heimskulegt."
-Robert Basler/Reuter.
Af hrein-
lætis-
tækjum
Hreinlæti hoíur lengst af þótt
dyggð. Að vísu hefur það farið eftir
efnimi og ástæðum hve dyggilega
menn hafa stundað þessa tegund
heilbrigðis.
Til að mynda er ekki ólíklegt að
Snorri Sturluson hafi verið með
hreinni mönnum á sinni tíð en
hann lá sem kunnugt er lon og don
í laug sinni í Reykholti.
Einnig eru til ljótar sögur af sóða-
skap íslendinga fyrr á öldum og
eru þær yfirleitt hafðar eftir er-
lendum ferðamönnum.
Það má þó vera okkur nokkur
huggun að þeir sem verst bera
Islensk tunga
Eiríkur Bryn jólf sson
forfeðrum okkar söguna komu
víst aldrei til landsins.
Hins vegar segir Jóhannes Birki-
land í Harmsögu ævi minnar að
bændur í Skagafirði hafi migið í
hendur sér ef þeim þóttu þær of
skítugar. Og svo voru þeir líka
óhreiniriframim.
Þama verður okkur fátt til hugg-
unar annað en að litast um í glæsi-
legum salemum nútímans.
Salemi og samheiti
Þetta glæsilega orð, salemi, hefur
orðið ýmsum að fótakefli. Allavega
hef ég fyrir satt að maður nokkur
norður í landi hafi vígt salarkynni í
opinberri stofnun með þessum oi’ðum:
Og að lokum býð ég öllum viðstöddum
að virða fyrir sér þessi glæsilegu sal-
emi og njóta þess sem þar er.
Uppruni þessa orðs er víst umdeild-
ur. Fyrri liðurinn er þó örugglega
þolfall af salur. Seinni liðurinn kynni
að vera dreginn af öma, sbr. að ganga
öma sinna. Öma er eignaifall fleirtölu
af orðinu örindi (= erindi) enda má
segja að menn eigi brýnt erindi þegar
þeir ganga öma sinna.
Líklega er orðið salemi minna notað
en ýms samheiti þess. Má þar nefha
snyrting, snyrtiherbergi, bað/baðher-
bergi og klósett sem er algengast.
Eldri orð eru vanhús, náðhús og svo
náttúrlegakamar.
Klósett er tökuorð úr dönsku, klo-
set; rakið til latnesku, clausus, en það
merkir eitthvað sem er lokað. Orðið
er þar með skylt klausa og klaustur.
Klósett getur eins og orðið bað
,„Á setum sínum kemst maður í andlegt samband við náttúnma,
baxii þýtt tækið sjálft og herbergið.
Framburður orðsins er dalítið sér-
stakur. Þegar sagt er til dæmis Má
ég fara á klósettið? verður framburð-
minn oflast Má ég fara á klósdið?
Óhrein orð
Orð þykja misfín. Maður hagar
orðum sínum eftir aðstceðum hverju
sinni. Vandar sig þegar umhverfið
krefst þess, bæði með skýrari fram-
burði og öðm orðalagi.
Sum orð em svo ófin að við veigmm
okkur við að segja þau. Þau hafa þá
einhveija merkingu sem við viljiun
ekki flíka. Þau fjalla um feimnismál
ogdónalegahluti.
Ágætt dæmi em orðin yfir klósett
sem talin vom hér að framan. Til
dæmis orðið snyrting eða sn>Ttiher-
bergi. Það er miklu „finna" orð heldur
en klósett enda er það notað á opin-
berum stöðum. Ég býst ekki við að
það sé á nokkrum veitingastað skilti
sem á standi KLÓSETT heldur sé þar
letrað Salemi eða Snyrting. Ástæðan
er sjálfsagt sú að klósett hefur fengið
neikvæðan merkingarblæ, ef til vill
vegna tengsla smna við klósettskál.
Orðið snyrting hefur hins vegar já-
kvæðan blæ, vísar til þess að erindið
sé bara að þvo sér um hendumar eða
mála sig.
Sögnin að skíta er eitt þessara ófínu
orða.
Þessi sögn er samgemiönsk sem
kallað er, sami stofh kemur fram í
öði-um gemiönskum málum og því
uppmnalegt í íslensku.
Þrátt fyrir aldur þess þá keniur það
í fyrsta sinn fyrir á prenti árið 1924.
Þangað til var það eitt þessara orða
sem menn notuðu í daglegu tali en
afls ekki í ritmáli.
Sá sem á af því heiðurinn að hafa
látið prenta þessa sögn fyrstur manna
var Þórbergur Þórðarson. í Bréfi til
Lámsegirsvo:
„.... Það var logn og heiður himinn.
Sól skein í suðri. Sumarfuglamir
sungu suðræn ástarljóð í runnum og
móum. Fram undan blasti við fagurt,
hérað, skrýtt skógarkjarri og grös-
ugum eldljöllum. Fjöllin vom frum-
lega gerð og einkennileg, rétt eins og
forsjónin hefði skapað þau með sám
samviskubiti út af hrákasmíð simú á
Rangúrvöllunum. Fyrir neðan skógar-
brekkumar glampar á hafið himin-
blátt, alsett eyjum og vogum, helgi
og fegurð svo langt sem augað sér.
Þetta var dásamlegur heimur. Þessi
mjúka stemning yfir hafi og hauðri,
ilmur úr grænu grasi og skógarangan.
Hvar er ég? Er ég kominn suður á
Ítalíu? Er þetta hið hinúnbláa Mið-
jarðarhaf, sem Davíð Stefánsson kvað
um pervisalegt kvæði? Eða er þetta
kannski sumarlandið, þar sem Raym-
ond drakk himnesk vín og reykti
vindla sáluhólpinna tóbakssala? Ég
settist niður í skógarrunn og skeiL A
setum sínum kemst maður í andlegt
samband við náttúruna. Hver and-
skotinn! Að baki mér kmnk;ir kvið-
fullur hrafii um heinúlisiðnað og hor-
felli. „íslenskbændamenning", tautaði
ég og gyrti brækur mínar í fussi.“
Sögnin hefur tvær merkingar.
Enginn skammast sín fyrir að hrópa
á götu á bam sitt: Ekki skfta þig út!
Sá hinn sami mundi aldrei láta sér
koma til hugar að hrópa: Komdu að
skíta!
Þó er þetta sama orðið.
Og þá er aðeins einni spumingu
ósvarað: Hvort eru það orðin sem eru
dónaleg eða við sem segjum þau?