Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1986, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1986, Side 38
DV. LAUGARDAGUR15. MARS1986. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 134., 138. og 145. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í Búðargerði 8, þingl. eign Skúla Ólafs Þorbergssonar, fer fram eftir kröfu Ara ísberg hdl. og Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri þriðjudag 18. mars 1986 kl. 15.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Frakkastíg 13, þingl. eign Ólafs E. Einarssonar, fer fram eftir kröfu Bjarna Ásgeirssonar hdl. og Kjartans R. Ólafssonar hrl. á eigninni sjálfri þriðjudag 18. mars 1986 kl. 11.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Bakkagerði 16, þingl. eign Ingimundar Konráðssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik og Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri þriðjudag 18. mars 1986 kl. 15.15. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Keldulandi 15, tal. eign Friðriks Stefánssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri þriðjudag 18. mars 1986 kl. 15.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 134., 138. og 145. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Byggðar- enda 24, þingl. eign Ólafs G. Karlssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri þriðjudag 18. mars 1986 kl. 16.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Borgartúni 26, þingl. eign Flamars hf., fer fram eftir kröfu Iðnlánasjóðs, Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Iðnþróunarsjóðs á eigninni sjálfri þriðjudag 18. mars 1986 kl. 11.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. „ V Nauðungaruppboð Eftir kröfu skiptaréttar Reykjavikur og Eimskips hf. fer fram opinbert uppboð í uppboðssal tollstjóra ÍTollhúsinu viðTryggvagötu (hafnarmegin) laugardag- inn 22. mars 1986 og hefst það kl. 13.30. Eftir kröfu skiptaréttar Reykjavíkur m.a. óinnleystar vörur, bifreiðar og áhöld úr vörugeymslum þrotabús Hafskips hf., svo sem: postulin, leirvara, rafsuðu- þræðir, bókastatíf, gítarar, tekk, stálrör, varahlutir, net, vagn, ca 200 rl. pappi, bækur, 7 pl. ryðfrrtt bandstál, notaður lyftari, leikföng, 3 Unimog bifreiðir, notaðir hjólbarðar, ca 32 bt. timbur, 110 krt. keramikvörur, 139 krt. húsgögn, 7 ks. alumíumefni, 4 p. lakkrís, parket, aftanívagn, rafmdælur, rafmvatns- dælur, suðuvélar, alls konar rafmagnsvörur, hljómvörur, teppi, lyftuefni, mælitæki, dæluhlutir, borðplötur, 18 pl. umbúðir, fittings, bátamótor, fatnað- ur, vítissóti, texfiles, snyrtivara, stálplötur, 12 bt. timbur, dýnur, vörubílspallur, bifrfjaðrir, keðjur, 3 bt. járn, malarvagn, hessian og margt fleira. Úr þb. Flóru hf. alls konar blómapottar og vasar, kerti, alls konar skrautvara og styttur, bastvörur, þurrkuð blóm, Richmar búðarkassi, efni til skreytinga, statíf, hillur, símtæki og margt fleira. Úr þb. Tónkvíslar hf. alls konar varahl. fyrir hljóðfæri, svo sem: trommulok, pokar, nótnastatíf, stólar, statíf f. hljóðfæri, setur, hreinsiefni, tónstillar, ýmsir smáhlutir f. hljóðfæri, símtæki, Sveda búðarkassi, stólar, hillur, gítar, skápar og margtfleira. Úr ýmsum dánar- og þrotabúum alls konar húsbúnaður, tæki o.fl. Eftir beiðni Eimskips hf. rafmstovesauna, vefnaðarvara, sængurvoðir, glerullar- hólkar, geymslubox, glerull, prófílar, ristar og járnskífur, álvinklar, álrör, harðvið- ur, ca 2500 kg, bambus, boltar og rær, hillur, efni úr alumíum og margt fleira, ennfremurTaylorísvél. Ávfsanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppboðshaldara eða gjaldkera. Uppboðshaldarinn í Reykjavík. Popp i Kina Rose Zhang Qiang er sautján ára og orðin frægasta poppstjarna Kinverja. Hún segist sjálf ætia að verða besti popp-söngvari heimsins. Rosa er ein örfárra söngstjarna sem komið hafa fram á sjónarsviðið í Kína siðan stjórnvöld losuðu um tökin á þjóðlif- inu og menningunni fyrir fáeinum árum. Hún býr enn í foreldrahúsum, í eins herbergis íbúð með aðgang að eldhúsi og baði á ganginum. Síöan rödd Rose fór að heyrast af hljómplötum í mars í fyrra hefur ríkis- hljómplötufyrirtækið gefið út sjö plötur og snældur með henni. Fyrsta platan seldist í yfir milljón ein- tökum. „Ég er vinsælasti popp-söngvarinn í Kina,“ sagði Rose í viðtali við blaðamenn Reuters. Hún sat á rúmi móður sinnar, klædd morgunslopp og leggur sig alla fram við að verða „stjarna“. Hún reynir að klæðast sam- kvæmt nýjustu tísku og greiðir sér óvenjulega, ef miðað er við aðrar kín- verskar konur. Svo leggur hún refaskott um hálsinn, tekur upp títinn spegil og segir: „Eg get ekki verið með öðrum en þeim fal- legu. Ef ég færi að um- gangast Ijótt fólk færi ég kannski að líkjast því.“ Rose Zhang syngur mikið um ástina. Orðið „love“ kemur oft fyrir í textum hennar og mörg laganna eru vestræn en með nýjum, kínverskum textum. Ungt fólk í Kína er þyrst í skemmtun og hefur mikinn áhuga á tískuföt- um. Þetta fólk hikar ekki við að greiða 5,50 yuan (50 kr.) fyrir snældur „Rósarinnar“, Miðaö við vestræna popp-hljómlist- armenn fær Rose ekki mikið í aðra hönd fyrir sönginn - varla meira en um 12000 kr. fyrir hverja snældu, „En hljómplötufyrirtæk- ið færir mér stundum gjafir til að hvetja mig til að halda áfram,“ segir hún. Og bendir á nýjustu gjafirnar: kæliskáp og píanó sem fylla íbúðarn- efnuna sem Zhang-fjöl- skyldan býr i. Móðir Rose Zhang var sjálf söngkona áður. Hún söng lag sem varð ákaf- lega vinsælt á sjöunda áratugnum. Það lag nefn- ist „Að hugsa um Maó formann“. Rose var upp- götvuð 1984 þegar hún tók þátt í söngkeppni, söng þá bandarískt al- þýðulag: „Jambalaya“. „Rödd hennar er eins og hljóðið í þotu sem þýtur gegnum skýin,“ sagði móðir hennar. James Kynge/Reuter. Samsetning - rafeindaframleiðsla Marel er að leita að starfsfólki til framtíðarstarfa. Okkur vantar bæði rafiðnaðarmenn og fólk til samsetningar- vinnu. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Marel, Höfðabakka 9, Reykjavík. Upplýsingar verða ekki gefnar í síma. Skrifstofustarf Laust er til umsóknar skrifstofustarf hjá Almannavörn- um ríkisins. Laun skv. launakerfi opinberra starfs- manna. Allar frekari upplýsingar um starfið veitir fram- kvæmdastjóri Almannavarna ríkisins og ber að snúa sér með umsóknir um starfið til hans. Umsóknarfrestur ertil 21. mars 1 986. Almannavarnir ríkisins. VERSLANIR! Hin sívinsœla og myndarlega FERMINGAR- GJAFAHANDBÓK kemur út 20. mars nk. Þeir auglýsendur, sem áhuga hafa á að auglýsa í FERMINGA RGJA FA HA NDBÓKINNI, vinsamlegast hafi samhand við auglýsingadeild D V, Þverholti 11, eða í síma 27022, kl. 9-17 virka daga, í síðasta lagi mánudaginn 17. mars. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 90., 99. og 101. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Ásgarði 3, Garðakaupstað, þingl. eign Ólafíu Jónsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Garðakaupstað á eigninni sjálfri mánudaginn 17. mars 1986 kl. 14.00. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Furulundi 8, Garðakaupstað, þingl. eign Geirs Björgvinssonar, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 18. mars 1986 kl. 14.30. Bæjarfógetinn i Garðakaupstað. Nauðungaruppboð annað og siðasta á hluta í Hverfisgötu 34, þingl. eign Svövu Þórðardóttur, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri þriðjudag 18. mars 1986 kl. 11.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Skúlagötu 54, þingl. eign Önnu Benediktsdóttur, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka Islands á eigninni sjálfri þriðjudag 18. mars 1986 kl. 10.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð ^ annað og síðasta á hluta í Sigtúni 25, þingl. eign Einars Ólafssonar, fer fram eftir kröfu Baldurs Guðlaugssonar hrl„ Búnaðarbanka Íslands, Sveins H. Valdimarssonar hrl. og Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri þriðjudag 18. mars 1986 kl. 14.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.