Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1986, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1986, Síða 44
Hafir þú ábendingu eða vitn- eskju um frétt - hringdu þá í síma 687858. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 3.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst, óháð dagblað LAUGARDAGUR 1 5. MARS 1 986. Fyrstaleyfi til að sjá erlenda sjón- varpsstöð -starfsmanni Hljombæjar leyfistað horfa á kristi- legastoð Rafeindavirkjar hóta að hætta störfum: Eurovisionkeppnin ekki send út í kvöld? Samgönguráðuneytið gaf í gær út fyrsta leyfið til einstaklings til að taka við erlendu sjónvarpi um gervihnött samkvæmt nýlegri reglugerð „um storfrækslu jarð- stöðva fyrir móttöku sjónvarpsefnis f' _>£ih fjarskiptatungl". Áður hafa verið gefin út takmörkuð leyfi til tilraunamóttöku. Fyrsti leyfishafinn er Þorvaldur Sigurðsson, starfsmaður Hljómbæj- ar, en það fyrirtæki kynnti Íslend- ingum fyrst þennan möguleika ein- staklinga að taka beint við erlend- um sjónvarpsstöðvum. Þorvaldur fékk reyndar mjög takmarkað leyfi í gær. Honum leyf- ist aðeins að horfa á eina stöð, New World, sem sendir út kristilegt efni. |( Samkvæmt reglugerðinni er leyfi —**bundið því skilyrði að umsækjandi hafi aflað sér heimildar rétthafa hinnar tilteknu sjónvarpsrásar um afnot hennar. Þorvaldur taldi sig einnig hafa leyfi til að horfa á Sky Chanriel en samgönguráðuneytið var ósammála. Ráðuneytið vill að Þorvaldur komi með leyfi stílað á eigin nafn. Þorvaldur lagði fram skeyti frá Sky Channei sem stílað er á Luxor. Hljómbær hefur umboð fyrir Luxor. Þorvaldur vonast til að fá á eigin nafn leyfi Sky Channel fljótlega. Reyndar gerir hann sér einnig vonir um að fá síðar á árinu leyfi frá stöðvum eins og SAT-1, Film-Net og Music Box. Samgönguráðuneytið hefur • ákveðið leyfisgjöld. Leyfi til ein- staklinga kostar 5.CXX) krónur. Leyfi til að taka við og dreifa sjónvarps- efni innanhúss kostar 6.000 krónur. Af þessum gjöldum fara 3.000 krón- ur til Fósts og síma seni eftirlits- gjald. -KMU T RAUSTIR MENN 25050 SSnDIBiLPSTÖÐin LOKI ...og svo veröur gamla krónan aftur tekin upp. Allt bendir nú til þess að rafeinda- virkjar hjá Pósti og síma og Ríkisút- varpinu láti verða af uppsögnum sem gengu í gildi um áramót en var frestað vegna umfjöllunar félags- dóms um lögmæti verkfalls sem boðað hafði verið 2. janúar. í fyrradag dæmdi félagsdómur verkafallsboðunina ólöglega. Um 120 rafeindavirkjar sögðu sig úr BSRB og gengu í Sveinafélag raf- eindavirkja í fyrra. Þeir krefjast þess að ríkið semji við félagið um kaup og kjör þeirra. Á þetta hefur ekki verið fallist. Rafeindavirkjar óskuðu eftir svörum frá ríkinu í gær og fengu þau svör að fundað yrði með þeim á mánudag. Svo virðist sem þeir sætti sig ekki við þetta svar. „Við erum hættir og við teljum þetta vera aðför að verkalýðsfélög- um í heild,“ sagði Leó Ingólfsson, varaformaður Sveinafélags raf- eindavirkja. Ef svo fer að rafeindavirkjar mæta ekki til vinnu lamast bæði Póstur og sími og Ríkisútvarpið fljótlega. Reyndar hafa ekki allir rafeinda- virkjar þessara stofnana gengið í Fjöldi fólks kom saman á Lækjartorgi síðdegis í gær til að minnast Olofs Palme. Hér. sjáum við forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, og Guðlaug Þorvaldsson fylgjast með athöfninni. Forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, Kjartan Jóhannsson al- þingismaður og Gunnar Axel, sendiherra Svía, fluttu minningarávörp. Dv-myndGVA Blíða fyrir norðan Sunnudagsveðrið verður með mjög svipuðu móti og í dag, suðlæg átt um allt land og úrkomusvæði um allt suðvestan- og sunnanvert landið. Vindhraðinn verður á bilinu 4-5 vindstig með hægari vindi fyrir norðan. Veður á sunnudag verður tiltölulega hlýtt um allt iand, 2-3 stiga hiti fyrir sunnan og vestan en 4-5 stig fyrir norðan og austan. Alskýjað verður á sunnan- og vestanverðu landinu en bjartara fyrirnorðan. -S.Konn. Sveinafélagið né sagt upp störfum. „Það er ljóst að Eurovision- keppnin er í stórhættu ef rafeinda- virkjarnir mæta ekki til vinnu. Við getum líklega ekki ráðið við hana ef þeir mæta ekki,“ sagði Eyjólfur Valdimarsson, yfirmaður tækni- deildar á sjónvarpinu, í viðtali við DV. -APH Bunaðarbankinn og Útvegsbankinn: Gamla gjaldskráin tekin upp að nýju „Við höfum ákveðið að taka upp að nýju gömlu gjaldskrána frá 17. júlí 1985 í næstu viku,“ sagði Stefán Hilmarsson, bankastjóri Búnaðar- banka Íslands, við DV. i gær ákvað bankastjóm Útvegsbankans einnig að taka upp gömlu gjaldskrá sína frá því í júlí ú síðasta ári. „Eg vil taka það skýrt fram að þessi ákvörðun er ekki tekin vegna hótana viðskiptaráðhcrra í dag- blöðum né raka hans, sem hafa annaðhvort verið engin rök eða röng, heldur gemtn við þetta vegna almennings og viðskiptavina bank- ans,“ sagði Stefán. Hann kvaðst ver óánægður með þau vinnubrögð sem beitt hefði verið gagnvart Búnaðarbankanum í þessu máli. „Mér þykja þau vinnu- brögð allt að því ósæmileg að vera með hótanir i okkar garð í blöðun- um. Ég skil ekki hverjum það á að þjóna." Fram kom hjá Stefáni að Búnað- arbankinn tók ákvörðunina tun gjaldskrárhækkunina 24. febrúar, en viku áður hafði Iðnaðarbankinn hækkað sína gjaldskrá. -ESJ. Arnarflugs- þotu breytt í hervél Arnarflug hefur selt Boeing 707-vömflutningaþotu sína. Kaup- andi er Boeing-verksnriðjumar sem hyggjast breyta þotunni í hervél, hugsanlega AWACS-þotu. Amarflugsmenn fá að taka ýmsan búnað úr þotunni áður en hún verð- ur afhent hinum nýja eiganda 30. apríl. Fær Amarflug 67 milljónir króna fyrir þotuna, að sögn Sig- hvats Blöndahl, blaðafulltrúa fé- lagsins. Sala þotunnar er liður i fjárhags- legri viðreisn Arnarflugs. -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.