Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1986, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1986, Qupperneq 10
DV.iILAiUG&RÐ&ÖUR5/ÁPRÍIí, 19áéí! Frjálst, óháð dagbiað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurogútgáfustjóri: SVEINN R.EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111 Prentun: ÁRVAKUR H F. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr. Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Aldrei er friður Þótt samið hafi verið um kjör á langflestum vígstöðv- um, verðbólgan fari minnkandi og olíukaupareikningur ársins hafi lækkað um heilan milljarð króna, fer því fjarri, að þjóðin hafi fjármál sín á þurru. Ýmis vandamál eru óleyst og hafa raunar aukizt að undanförnu. Tollalækkunin á bílum og heimilistækjum hefur þegar leitt til mikils innflutnings og gjaldeyrisnotkunar og mun áfram gera það fram eftir árinu. Þetta spillir viðskiptajöfnuðinum gagnvart útlöndum. Vaxandi halli mun svo óhjákvæmilega hafa áhrif á ýmsum sviðum. Gjaldeyrisforðinn hlýtur að rýrna og krónan að veikj- ast sem gjaldmiðill. Þar með færumst við nær gengis- lækkun, sem mundi bylta forsendum þjóðarsáttarinnar, er felst í kjarasamningunum. Ennfremur er hætt við, að enn aukist hinar miklu skuldir okkar í útlöndum. Ríkisstjórn og Seðlabanki verða að fylgjast grannt með þessu, svo að unnt verði að grípa í taumana, áður en illa fer. Vinnufriðurinn er of mikilvægur til að honum sé spillt með veikari gjaldmiðli. Og hann er of dýru verði keyptur í nýrri skuldasöfnun í útlöndum. Tollalækkunin hefur ekki eins alvarleg áhrif á af- komu ríkisins. Hinn aukni innflutningur mun vafalítið bæta ríkissjóði upp minnkun tekna af hverri innfluttri einingu. Reynslan sýnir, að lækkun tolla hefur til- hneigingu til að auka tekjur hins opinbera. Ríkið er þó í miklum fjárhagsvanda vegna skuld- bindinganna, sem það hefur tekið á sig í kjölfar kjara- samninganna. Aðilar vinnumarkaðsins ætla að útvega því 600 milljónir úr lífeyrissjóðunum, en sjálft þarf ríkið að ná í 1200 milljónir að auki vegna skuldbindinganna. Þessar upphæðir bætast við 800 milljón króna hall- ann, sem fyrir var á fjárlögum þessa árs. Þannig þarf ríkið að ná sér í tvo milljarða fyrir utan það, sem fæst úr lífeyrissjóðunum. Samanjagt þýðir þetta 2,6 milljarða aukna samkeppni á lánamarkaði og háa raunvexti. Ríkissjóður hefur um langt skeið haft forustu í að halda uppi háum raunvöxtum með sífellt bættum til- boðum við útgáfu skuldabréfa. Vextirnir eru nú 9% og að auki 1%, sem felst í eignaskattsundanþágu skulda- bréfaeigenda. Samtals borgar ríkið 10% raunvexti. Seðlabankinn styður verðgildi ríkisbréfanna með því að bjóða sjálfvirka innlausn þeirra gegn vægu gjaldi. Þar með eru skírteini ríkisins orðin að hálfgerðum bankaseðlum, sem fólk getur notað fyrirvaralaust og samt haft mun betri ávöxtun en bankarnir bjóða því. Hætt er við að nú gerist tvennt. í fyrsta lagi telji ríkið sig þurfa að bjóða enn betur til að ná í eitthvað af milljörðunum. Og í öðru lagi telji útgefendur skulda- bréfa sig þurfa að bjóða enn betur en þeir gera nú - til að keppa við hin gulltryggu skuldabréf ríkisins. Ekki er einfalt fyrir ríkið að létta sér þennan róður með því að taka mikið af fénu að láni í Seðlabankanum. Það jafngildir í rauninni aukinni seðlaprentun og rýrir verðgildi hverrar krónu. Þar með erum við enn komin að hættunni á gengislækkun, bara úr annarri átt. í öllu þessu, sem hér hefur verið rakið, gildir hin almenna regla, að handaflsaðgerðir stjórnvalda á einu sviði leiða óhjákvæmilega til afleiðinga á öðrum sviðum og að þessar afleiðingar geta unnið á móti árangri aðgerðanna-jafnvel gert ástandið verra en það var. Þannig er engin ástæða fyrir ríkisstjórnina að sofna á verðinum, þótt nú sé stund milli stríða. Fjármálaslag- urinn vinnst aldrei í eitt skipti fyrir öll. Jónas Kristjánsson ífátækt eða ríkidæmi Líf flestra fellur óumflýjanlega í skorður vanans. Reyndar finnst mér sjálfum að mér hafi gengið illa að festast í neti hversdagsvenjanna - þrái þær jafnvel á stundum, þegar ekkert í lífinu virðist lengur nagl- fast og venjulegt. Jafnframt því að ég berst hatrammlega gegn vanan- um um leið og mér dettur í hug að hann sé að gera líf mitt leiðinlegt. Vaninn er atvinnan, heimilislífið, skemmtamr - kannski fyrst og fremst hugarfar og hugsanir sem stangast þó í það endalausa á. Fæstir eru heilsteyptir í hugsun, fæstir lifa í samræmi við kenningu eða heimspeki, jafnvel þótt við höld- um því fram að sú sé einmitt reynd- in. í raun og veru miðast allt líf nútímamannsins við kaup og sölu. Jafnvel einfaldar hugmyndir þarf að selja á markaðstorgi fjölmiðlun- arinnar. Við erum ofurseld pening- um - að minnsta kosti hér á Vest- urlöndum - og höfum verið það sl. tvær aldir. Að eignastglingrið Peningar. Mat á fjármurium. Endalaus samanburðarfræði sem skortur á peningum veldur. Trúlega snýst líf fæstra um það að „lifa“, heldur um það að „komast yfir“ hluti, eignast eitthvað sem almennt er talið nauðsynlegt eða að minnsta kosti fúllkomlega sjálfsagt. Þetta með að „komast yfir“ og eiga til hnífs og skeiðar, eiga fyrir salti út á grautinn, o.s.frv., gildir að minnsta kosti um þau okkar sem ekki fæddust rík eða græddist fé fyrir einhverja tilviljun. í allri okkar peningjahyggju hefur margur tamið sér að líta auðmagnið homauga og jafnvel sem uppsprettu alls ills. Peningar ekki af hinu illa En peningar, auður og gróði eru ekki af hinu illa. Ekki í sjálfú sér. „Fátæktin er versti glæpurinrí1 stendur á góðum stað. Það sem illt er og afleitt í sambandi við auð er aðeins misskipting hans. Ríkt fólk, sem lifir i sínu ríkidæmi umkringt fátæklingum, verður sjálfkrafa að sekum mönnum. Fátæktin er óþolandi ástand. Raunveruleg fátækt. Hún er meðal annars óþolandi vegna þess að hún steypir okkur í sama mót. Ríki- dæmið gerir okkur kleift að vera öðruvísi - að rækta okkur sjálf og hefj a okkur yfir múginn. Þess vegna viljum við öll verða rík. Við viljum vera öðruvísi. Áhugi á jöfnuði hverfur Hinir ríku vilja ekkert fremur en viðhalda ríkidæmi sínu. En það merkilega gerist í þjóðfélaginu - þegar jöfnuður hefur orðið og flestir eiga til hnífs og skeiðar, þá minnkar almennur áhugi á að viðhalda jöfn- í talfæri Gunnar Gunnarsson uði og réttlæti. Allt í einu kæra menn sig ekki um að standa vörð um þann rétt sem barist var fyrir. Það spretta í staðinn upp hug- myndir um nauðsyn þess að hver og einn passi sjálfan sig; og í þeirri baráttu verða flestir undir. Þar sem þjóðfélagsauðinum er misskipt mæta þeir ríku öfund og hatri. Samt vilja þeir fátæku í því þjóðfélagi líkjast þeim. I okkar þjóð- félagi er fátækur maður eiginlega ríkur, ríkur maður sem er þó alls ekki ríkur. Innri mótsetningar mannanna færast yfir á þjóðfélagið, sem verður tvístígandi og ráðvillt; tvískinnungsháttur okkar birtist oft í viðhorfum okkar til tekjujöfnunar: við viljum ekki sjá spretta upp fá- tækrahverfi hér á íslandi. Við setj- um á stofn félagsmálastofnanir til að þeir sem undir lenda fái þó skyrtu á kroppinn og graut á diskinn. Við réttum þeim sem undir hafa lent í bili örlítinn styrk, en tökum fram um leið að alls ekki megi kaupa neitt ullabjakk og óþarfa fyrir styrkinn okkar. („Ekki dettur mér í hug að bótmæla fátæktamótum þeim sem þar bar á góma, en þorir virkilega enginn nema ég að segja það að þær séu til komnar svo fjár- styrkurinn fari ekki til áfengis- kaupa?“ - Magnús Bjarnfreðsson í. DV-kjallara 3.apríl sl.) Við setjum styrkþeganum skilyrði - stimplum hann um leið því að örlæti okkar eru takmörk sett; ekki satt. Vel að vinningi komin Þegar harðnar í ári eflast happ- drættin og getraunirnar. Trúlega vegna þess að í raun veita þessi fyrirbæri okkur ódýra skemmtun og spennu í líf okkar. En einnig vegna þess að stöku vinningur, vinningur sem getið er um á prenti, óvænt gróðalind, er nokkurs konar vöm hins ríka gegn öfund þess fá- tæka. Og við kunnum ótal sögur af því hvemig sumir bræður okkar og systur hófust upp úr fátæktar- basli til heiðarlegs ríkidæmis og betra lífs. I miðju hversdagslífsins erum við svo einnig á valdi endalauss tví- skinnungs. Við felum hátekju- mönnum að semja um laun til þeirra lægst launuðu. Og það er helber dónaskapur að hafa á þessu orð - benda á ósamræmi þess að félag tuttuguþúsundkrónamanna ráði sér einn hundraðogfimmtíuþúsund- krónamann til að segja sér hvemig á að komast af á lægstu laununum. Hvaðan kemur lífsgleðin? Peningar. Við viljum eignast þá til að kaupa þetta dót sem í raun og vem ætti að vera ókeypis: menntun, ferðalög, aðbúnaður. Við viljum fæst lifa þessu eina lífi upp á þau bíti að öðlast aldrei skilning á því sem gerist í okkar heimi. Við viljum sjá sjálf, kanna, ferðast, verða fullgildir meðlimir í samfélagi upplýstra. Fátæktin sviptir fólk þessum forsendum, fátækt fólk er ekki bara hungrað og klæðlítið, sljótt af eintóna fátækt lífsins: það er andlega svelt og rænt þeim möguleika að geta verið uppréttur, forvitinn maður sem fylgist með í iðu heimsins. Fátækur maður hefur engan möguleika á að verða eins og við öll viljum í raun og veru verða. Fátækt fólk, eða kannski ætti maður heldur að tala um peninga- laust fólk, eða úrræðalaust fólk - það öfundast út í þá ríku. En þolir þá samt nokkuð bærilega, vegna þess að þeir eru fordæmi: svona vil ég vera, svona vil ég búa, svona ætla ég að verða; einhvem tíma. Og flestir fátækir þola mönnum ríkidæmi hafi þeir unnið fyrir því um eigin daga, hafi þeir krækt í ríkidæmi sitt í samræmi við lög og reglur þjóðfélagsins; en ætli flestir líti ekki erft ríkidæmi hornauga. Við erum öll fjárhættuspilarar - og finnst næsta skítt að náunginn á það til að standa upp frá borðinu í miðju spili, vegna þess að hann er í gróða. Og við erum jafnan til í að vera sáttfús, uppfull af einhverri speki um að „ekki geta allir grætt“, einhverjir „verða að tapa“ - værí reyndar fróðlegt að frétta hvaðan sú speki er ættuð. Mergurinn málsins er víst sá, að einhverju sinni hélt mannfólkið að hver væri sinnar gæfu smiður og að hver og einn byggi sjálfur til lífsgleði sína. Nú virðumst við trúa því að hver og einn verði að borga fyrir lífsgleðina, lífsskilyrðin. Við virðumst trúa því nú orðið að blóm vaxi ekki í görðum og á engjum, heldur í blómabúðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.