Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1986, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1986, Qupperneq 15
DV. LAUGARDAGUR 5. APRÍL1986. 15 talið minna, um 10%, en þar þóttu mér þó afleiðingarnar miklu augljós- ari en annars staðar i Suður-Evrópu þegar ég fór þama síðast um. Á því eru sérstakar skýringar, fátækt er þar miklu meiri en annars staðar í Evrópu, opinberar bætur minni og svo er það eitt sérportúgalskt fyrir- bæri að atvinnufyrirtæki skulda starfsmönnum sínum laun langt aft- ur í tímann. Tugþúsundir Portúgala eiga margra mánaða laun inni hjá vinnuveitendum sínum en reyna frekar að skrimta upp á vonina en að segja upp vinnunni. Þó að velsæld teljist miklu minni í Suður-Evrópu en norðar í álfunni blasir við manni víðar ömurleiki nyrðra en syðra. Margar borgir Norður-Evrópu hafa tekið á sig mynd ömurleika, hnign- unar og meira vonleysis en mætir manni sunnar i álfunni. Sennilega eru nokkrar borgir Bretlands, Belgíu og Norður-Frakklands hvað dapur- legastir staðir í álfunni þessi misser- in. í Bretlandi hefur Liverpool mátt þola hvað mesta hnignun, atvinnu- leysi og örbirgð. Nýlega var haft eftir yfirvaldi þar að bílaumferð væri ekki lengur vandamál í Liverpool, í fyrsta sinn síðan skömmu eftir stríð. Heil hverfi hafa lagst af, önnur eru í niðurníðslu og miðborgin verður sífellt drauga- legri. Atvinnuleysið er sagt um og yfir 30% í sumum hverfum. í athugun sem Efnahagsbandalag- ið lét gera fyrir nokkru á fátækt í löndum bandalagsins lentu á botnin- um, Liverpool, Belfast og Napolí. Eftir að Portúgal gekk í bandalagið má vafalítið setja Lissabon í þennan hóp. Fleiri borgir Bretlands og nokkrar borgir annars staðar í Norður-Evrópu virðast taka á sig meiri þriðja heims svip hvert misseri sem líður án þess að atvinnuleysi linni. í Bretlandi og Frakklandi er líka áberandi, að atvinnuleysið hefur bitnað til muna harðast á lituðu fólki, sem safnast hefur í einstök hverfi nokkurra stærri borga. Þann- ig eru nokkur hverfi í Bretlandi þar sem meira en helmingur svartra mamia og kvenna hefúr ekki vinnu en í hverfum hvítra í nánd er at- vinnuleysi miklu minna og sums staðar má sjá nokkum uppgang í atvinnulífi. Sá bati sem orðið hefur á efhahags- lífi í Norður-Evrópu síðustu tvö árin eða svo hefur ekki dregið úr at- vinnuleysi, það hefur aldrei verið meira. Batinn hefur sums staðar komið fram í aukinni fjárfcstingu en þau batamerki sem mæta augunum eru hins vegar aukin neysla þeirra ríkustu. í stærri borgum Evrópu má sjá svo ekki verður um villst að mikill fjöldi fólks hefúr meiri fjárráð en var fyrir skemmstu. Ekki er langt síðan merkja mátti deyfð í glæsilegum verslunargötum. Ferð um stórborgir Frakklands, Spánar og Þýskalands, svo nokkuð sé nefnt, skilur hins vegar eftir imynd uppgangs og mik- illa fjárráða. Þeim fjölgar hins vegar ört sem enga vinnu hafa haft í ár eða meira og efnahagur þeirra fer víðast versnandi þrátt fyrir atvinnu- leysisbætur, sem orðnar eru þungur baggi í ríkisbúskap flestra Evrópu- landa. Þrátt fyrir sæmilegan vöxt í efna- hagslífi margra Evrópulanda er ekkert útlit fyrir að verulega dragi úr atvinnuleysi. Hluti kjósenda og stjómmálamanna virðist í rólegheit- um vera að sætta sig við það sem hluta af evrópsku þjóðlífi að sjötti eða sjöundi hver maður hafi enga vinnu. í Norður-Evrópu, enn frekar en sunnar i álfunni, er byrðum atvinnu- leysisins svo ójafnt dreift að flestir þekkja enga atvinnuleysingja en aðrir þekkja fáa sem hafa vinnu. Það er algengt í borgum Norður- Evrópu að fólk komið undir þrítugt hafi aldrei unnið fyrir kaupi alla ævina. Milljónir unglinga hafa leit- að sér að vinnu misserum saman án nokkurs árangurs. Það virðist lík- legt að milljónir manna úr nokkrum árgöngum muni aldrei vinna fyrir sér. Þeir sem missa vinnuna eftir fimmtugt geta líka eins reiknað með að hafa lokið sínu dagsverki í at- vinnulífmu ef ekki breytir verulega um pólitíska vindátt i álfúnni. Þjóðfélög Suður-Evrópu virðast hafa meiri sveigjanleika til þess að mæta atvinnuleysi til skamms tíma að minnsta kosti, en þjóðfélög hér norðar í álfúnni. Þó norðanmenn hafi meiri peninga til þess að greiða þeim sem enga vinnu hafa þá virðist ekki líklegt að mönnum takist að kaupa sig frá ógnum atvinnuleysis um langan tíma. Úti á jöðrum þess- ara þjóðfélaga er að myndast nýr menningarheimur þeirra sem aldrei hafa unnið og ekki búast við að fá vinnu um ævina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.