Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1986, Blaðsíða 11
DV,LAtíGARDAaUJi'5,'4í?K|li.l986.i íí Jesús frá Nasaret Páskarnir eru kærkomnir frídag- ar, sér í lagi þegar veðurguðirnir leika við hvem sinn fmgur og sjón- varpið, sá svarti tímaþjófur, neyðist til að loka vegna forfalla rafeinda- virkja. Það þarf ekki að vorkenna neinum sem ó annað borð hefur vit á því að skreppa til fjalla, á hestbak eða hressandi göngutúr í þessu yndislega veðri sem hefur strokið okkur um vangann undanfarna daga. Það hlýtur að eiga bágt það fólk sem ekki kann gott að meta eða hefur ekki rænu á að gleðjast yfir því að vera til í svona veðri. Sumir em löglega forfallaðir. Blessaðir prestarnir þurftu víst að sinna guðspjallinu, námsmennimir bókunum sínum og auðvitað eru þeir til sem ekki eiga heimangengt vegna lasleika eða ómegðar. Og svo voru þeir sem þurftu að mæta í fermingarveislur eða halda þær. Er það annars ekki til of mikils mælst að bjóða heilsuhraustu fólki í ferm- ingarveislur um hábjartan daginn, þegar bæði fermingarbörnin og gestirnir þjónuðu skaparanum mun betur með því að heilsa upp á hann út í sköpunarverki náttúrunnar heldur en innan imi tertubotnana og svínasteikurnar? Hefur engum dottið i hug að halda fermingar- veislu í skíðabrekkunum? Eða geta menn kannski ekki komist í kris- tinna manna tölu öðru- visi en i sparifötunum? Fermingin Annars er ekki meiningin að hafa ferminguna í flimtingiun. Hún er kirkjuleg athöfn sem þorri fólks tekur alvarlega. Börnin taka ferm- ingunni að minnsta kosti með þolin- mæði, sum jafnvel hátíðlega, þótt maður efist um að þau séu öll klór á því hvaða tilgangi hún þjónar. Það er nefnilega eins með ferming- una og jólahaldið að trúin og kristn- in fer stundum fyrir ofan garð og neðan í öllu umstanginu. Og eru þó bæði foreldrar og prestar allir af vilja gerðir til að leiða óstáipuð- um unglingunum það fyrir sjónir að helgistundin sé í kirkjunni en ekki í veislunni á eftir. Ég leyfi mér að fullyrða að fæstir vita lengur til hvers nauðsynlegt er að halda yfirflæðandi og útbelgd- ar veislur í tilefni af trúarathöfn, sem fermingarbarnið skilur ekki fyrr en löngu seinna. Og stundum aldrei. Eitt er víst að kirkjan og trúin þarf ekki á þessari eyðslusemi sóknarbarnanna að halda og reynd- ar gildir það sama um jólin sem um ferminguna, að tilstandið er alger- lega í öfugu hlutfalli við þá fá- breytni sem Kristur boðaði. Þáð sáum við glöggt í sjónvarps- þáttunum um Jesú frá Nasaret. Kenningar hans eru einfaldar, lífe- stíllinn sem hann boðaði var ein- faldur, allt sem hann sagði var einfalt og auðskilið. Þess vegna er kristindómurinn svo áhrifamikill sem raun ber vitni, þess vegna lifir guðsorðið, af því að það er laust við prjál og punt. Skriftað á tyllidögum Nú er það fjarri mér að fara að predika gegn rausninni og velgjörð- unum, sem sjálfsagt stafa af góðum hug til þess og þeirra sem gáfu okkur trúna. Vonandi er enginn að bjóða í hnailþórutertur til að létta á samviskunni, þótt það sé sosum ekki verri syndakvittun en hvað annað. Að minnsta kosti ef menn meina eitthvað með því þegar þeir biðjast fyrirgefningar. En einhvern veginn finnst manni að guði sé betur þjónað með því að rækta garðinn sinn hvunndags heldur en að safna syndunum á bak við sig og skófla þeim til skrifta á tyllidögum. Ekki þekki ég heldur neitt fermingarbarn, jafnvel þótt þau séukomin til ára sinna, sem liefur öðlast hina einu og sönnu trú í gjöfugri fermingarveislu. Trúin og trúarþörfin hefur og nuin nálgast þau öðru- vísi og víst er um það að oftast kemst maður í meiri nálægð við kristindóminn í kyrrþey heldur en við skálaglamur og gjafakvnstur. Auðvitað er það ekki kirkjunni að kenna þótt fermingartilstandið leiðist út í öfgar. Prestarnir eru ekki öfundsverðir af því hlutverki að predika guðsorðið þegar enginn mó vera að því að hlusta á þá. En það er hins vegar ástæðulaust að vorkenna þeim lífsstarfið, það starf að boða guðstrú. Guðstrúin er ef til vill- eina haldreipið í hverfulum heimi og það þarf enginn að skamm- ast sín fyrir að játast þeirri trú sem Jesús Kristur boðaði. Um aldir hafa lærðii' menn og leikir lagt út af orðum Jesú og ég ætla mér ekki þá dul að bæta þar neinu merkilegu við. En mér býður i grun að sjónvarpsþættirnir óður- nefndu hafi komið ýmsu fieiru til skila en prestar og predikarar, klerkar og kennimenn, páfar og postular hafa lagt af mörkum í aldanna rás. Þeir hafa vissulega mátt þola margt guðleysið og talað fyrir daufum eyrum. En þeir hafa holað steininn og enginn verður óbarinn biskup. Ævintýrið um góða manninn Hins vegar er það nú einu sinni svo að sjónvarpið er máttugt og þegar hvalrekar berast á fjörur þess er ekki að sökum að spyrja. Þætt- irnir um Jesú frá Nasaret voru þeirrar gerðar. Þó var þessi mvnda- röð um Jesú ekki íburðarmikil og ekki var hún skrumskæld. Satt að segja sýnist manni að áhrifamáttur hennar hafi verið í því fólginn að þar var það eitt gert að halda sig stíft við ritninguna. Jesús kom til dyranna eins og hann er klæddur. ímyndin ekki upphafin. persónan ekki ýkt. boðskapurinn ekki stíl- færður. Samt komst flest til skila. Ekki Ellert B. Schram skrifar: dýrðin, heldur mátturinn í orðum hans. Dýrðin kemur seinna og er huglæg og afstæð og birtist hvorki í fermingarveislum né sjónvarps- þáttum. Okkur finnst að örlögin hafi verið frelsaranum grimm og samferða- menn hans ennþá grimmari. Við hneyksjumst á efasemdunum og krossfestingunni og veltum því fvrir okkur hvérs vegna þetta ævintýri um góða manninn skyldi ekki hafa happy ending eins og öll önnur ævintýri. Okkur finnst að Jesús hefði geta verið klókari í viðskipt- um sínum við Oldungaráðið og Rómverjana og liann heföi getað sölsað undir sig vöidin og lifað lengur í boöskap sínum. Við spyrj- um eins og ræninginn ó krossinum: Hann sem gat geft kraftaverk á öðrum, hví skyldi hann ekki geta bjargað sjálfum sér? En Jesús var ekki Simon Bolivar eða Che Guevara. Né heldur Super- man eða Basil fursti sem sleppa með skrekkinn. Hann var hvorki skæru- liðaforingi né lýðskrumari á nú- tímavísu, sem sóttist eftir völdum fyrir sjálfan sig. Áhrif hans og boðskapur öðluðust eilíft líf í kross- festingunni. dauðanum og uppri- sunni. Hann varð máttugri og hættulegri andstæðingum sínum og efasemdarmönnunum eftir dauð- ann. af því andinn og kenningin lifði þótt líkaminn væri grafmn. Karlinn á kassanum En við getum spurt: Hvað hefði orðið um þennan mann ef hann hefði predikað kenningar sinar í dag? Hefðum við brugðist öðruvísi við heldur en samtíðarmenn Jesú á dögum Pontíusar Pílatusar? Ef ein- hver kæmi og teldi okkur trú um að besta ráðið við kinnhestinum væri að snúa hinum vanganum að árásarmanninum? Við héldum að maðurinn væri klikk. Eða ef ein- hver segði okkur að við skyldum elska náungann meir en sjálf okk- ur? Við héldum að maðurinn væri með minnimáttarkennd! Hvað gerum við andspænis fram- úr- stefnumönnum eða spámönnum sem segjast vera konungar og guðs útvöldu svnir? Brosum í kampinn og biðjum um að fá að hevra annan. Sannleikurinn er sá að það hefur verið útilokað fvrir valdhafana og sauðsvartan almúgann þá og nú og alla tíð að viðurkenna og skilja þá órannsakanlegu vegi sem messíasar mannkynssögunnar hafa viljað leiða lýðinn eftir. Jesús var í augum samferðamanna sinna vafasamur karakter, sem tók sjálfan sig alvar- lega og predikaði á kassa eitthvað sem fólk hafði ekki áður heyrt og tók misjafnlega trúanlegt. Alveg eins og allir hinir spámennirnir sem Gvðingarnir biðu eftir og bíða enn eftir. Hefur karlinn á kassanum nokkurn tímann verið talinn til hirðarinnar? Og svo var þessi ómenntaði smiðs- sonur frá Nasaret leiddur fyrir æðsta ráðið og nánast boðið upp á að biðjast afsökunar á sjálfum sér til að valdhafarnir gætu gert Gyð- ingunum þann grikk að sleppa honum lausum. Klækjarefurinn hefði haft vit á því að brjóta odd af oflæti sínu, stjórnmálamaðurinn hefði kunnað að snúa sér út úr klípunni. Skæruliðaforinginn hefði haft lag á því að særa fylgismenn sína tii uppreisnar. En hvað gerði Jesús? Sagði þann sannleika sem hann taldi réttan og sannan: ég er konungur. guðs útvaldi sonur. Þetti hefði ekki þótt diplómatiskt svar frammi fvrir Kaila-Magnúsi. Napóleön. ekki einu sinni fyrir franian Reagan okkar eða Gor- batsjov. Þetta hefði þótt steigurlæti í meira lagi. ef ekki fyndið. og af því valdhafar hafa aldrei verið gefn- ir fyrir fyndni hefði enginn þeirra hlegið frekar en Pontíus og örlögin orðið þau sömu. En það merkiieg- asta við þennan kotung er þrátt fyrir allt að enginn hefur borið konungdóminn jafnlengi og enginn hefur ríkt út fyrir gröf og dauða. nema þessi eini kóngur. sem mátti gjalda sannleikans með krossfest- ingu. Upphaf og endir Og þarna sáum við aumingja Júdas Iskaríot. frægasta svikara allra tíma. og Pétur postula. fræg- asta guðsmann allra tíma að Jesú frótöldum og báðir eru þeir gcrðir brevskir. sem þeir sjálfsagt voru. af því þeir voru mannlegir eins og við 511. Kannski skiljum við þá betur vegna þess að þeir voru eins og fermingarbörn nútímans. guð- hræddir án þess að þekkja guð sinn. fallvaltir af því að samfélagið byrgði þeim sýn. Júdas gekk út og hengdi sig. Hvað hafa ekki margir fetað í fótspor hans með því að bregða um sig hengingarólinni í styrjöldum mannkynssögunnar, í þeirri mi- skildu trú að með því björguðu þeir heiminum og frelsaranum? Pétur lifði afneitunina af og boðaði guðstrú með þeim árangri að enn þurfum við að kristna fólk og skíra og ferma til að vera viss um að Kristur hafi fyrirgefið okkur. Eins og Pétri. Einhver sagði um daginn í blaða- grein að þættirnir um Jesú hefðu ekki verið spennandi af því við vissum endinn fyrirfram. Svona eru viðhorfin nútildags. Vídeó-öldin segir til sin. En vitum við endinn? Er píslargöngunni og sögu Jesú Krists lokið? Því fer víðs fjarri. Ef einhver saga er spennandi, æsi- spennandi, þá er það einmitt þetta ólýsanlega og óendanlega ævintýri um guðsoninn, sem á sér hvorki upphaf né endi, sem fylgir okkur frá vöggu til grafar og er nægtarbrunn- ur alls þess sem skiptir móli. EUert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.