Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1986, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1986, Blaðsíða 24
? V' 24 \ DVjLAUGAíIDAGUíIö; APRÍL1986. Erlend bóksjá Erlend bóksjá Erlend bóksjá Erlend bóksjá ELÍZABETU BOWEN VMmHUAiiLKMH.VNIXt; ELIZABETH BOWEN. Höfundur: Victoría Glendinning. Penguin Books. 1985. Skoðanir eru mjög skiptar um gildi verka írska rithöfundarins Elizabeth Bowen, sem lést fyrir þrettán árum, þá á áttræðisaldri. Þó munu flestir sammála um að ein af skáldsögum hennar, The Death of the Heart (1938), og smásögurnar muni halda nafni hennar á lofti um ókomin ár. Ævisöguhöfundurinn og gagn- rýnandinn Victoria Glendinning, sem hefur samið þessa ævisögu Bowen, segir hana vera í hópi tíu mikilvægustu skáldsagnahöf- unda þeirra er ritað hafi á enska tungu á þessari öld austan Atl- antsála. Það megi nefna hana í sömu andrá og Virginiu Woolf, enda sé Bowen í reynd hlekkur- inn sem tengi saman höfunda tveggja tímabila þ.e. Woolf við höfunda eins og Iris Murdoch og Muriel Spark. Svo sem við er að búast er hér fjallað um Bowcn af kunnáttu og ritleikni sem einkennt hefur aðrar ævisögur sem Victoria Glendinning hefur skrifað. Hún segir jafnt sögu konunnar og rithöfundarins og tengir það tvennt saman en Bowen byggði mjög á sínu nánasta umhverfi við sagnagerð sína. '3 ELVIS AND ME. Höfundar: Priscilla Beaulieu Presley og Sandra Harmon. Arrow Books, 1986. Bandaríska stúlkan Priscilla Beaulieu var aðeins fjórtán ára þegar hún hitti fyrst rokkkóng- inn Elvis Presley, átrúnaðargoð unglinganna á þeim tíma. Þá var hann við herþjónustu í banda- ríska hernum í Vestur-Þýska- landi. Þessi fundur varð upphaf fjórt- án ára náins sambands. Þau urðu fljótt elskendur og síðar hjón en skildu árið 1973. Þá höfðu þau eignast eina dóttur, Lísu. Priscilla hefur nú sett saman bók um sambúðina með Elvis. Þar segir hún frá þeim miklu áhrifum sem rokkkóngurinn hafði á líf hennar allt þar til hún krafðist skilnaðar til þess að geta lifað sem sjálfstæður einstakl- ingur. Það kemur ekki margt á óvart í þessari bók sem virðist samin af einlægni. Hér kemur enn fram að auður og frægð nægir ekki til lífsfyllingar. Elvis reyndi að bæta upp tómleika og einmanaleika með lyfjum. Hann varð fangi eitursins og féll í valinn á besta aldri. Aftáningum og utan- gavdsfolki í London INSIDE OUTSIDER - THE LIFE AND TIMES OF COLIN MACINNES Höfundur: Tony Gould. CITY OF SPADES ABSOLUTE BEGINNERS MR. LOVE AND JUSTICE Höfundur: Colln Maclnnes. Penguin Books, 1985 og 1986. Á sjötta áratug aldarinnar var mikil gerjun meðal ungs fólks á Vesturlöndum. Þá komst á legg kynslóð sem hafði enga persónulega reynslu af síðari heimsstyrjöldinni. Þessu unga fólki fannst að sér þrengt í því samfélagi sem byggt var upp eftir styrjöldina og leitaði eigin leiða. Táningar urðu í fyrsta sinn að- greindur hópur. Rokkið var tónlist þeirra. Uppreisnarmaðurinn James Dean fyrirmyndin. I Bandaríkjunum varð ein skáld- saga öðrum fremur tákn táningsins á þessum árum: Catcher in the Rye (Bjargvættur í grasinu) eftir Saling- er. í öðrum löndum birtust einnig um þetta leyti skáldsögur þar sem táningar fóru með aðalhlutverkið og sem af sumum var Iíkt við skáldsögu Salingers. í Danmörku var það Den kroniske uskyld eftir Klaus Rifbjerg. Og á Englandi Absolute Beginners eftir Colin Maclnnes. Hvorug þess- ara skáldsagna hafði þó áhrif í lík- ingu við sögu Salingers. Einfari Colin Maclnnes var af enskum kominn en alinn upp í Ástralíu. Hann starfaði sem rithöfundur og gagnrýnandi. Hvergi var hann þó í föstu starfi heldur lausamennsku hjá tímaritum og breska útvarpinu, BBC. Foreldrar Colins slitu samvistum meðan hann var á unga aldri en móðir hans giftist aftur og fluttist með nýjum eiginmanni sínum til Ástralíu. Sextán ára að aldri hélt Colin til Englands á ný og bjó þar síðan. Tony Gould, bókmenntaritstjóri tímaritsins New Society, rekur náið líf og starf Colins í ævisögunni Inside Outsider sem kom fyrst út árið 1983. Þar kemur ljóslega fram að Colin var sérstæður og að mörgu Ieyti frá- hrindandi persónuleiki, ekki síst þegar líða tók á ævi hans. Hann var einfari, átti hvergi heimili, tengdist engum varanlegum böndum en átti þeim mun fleiri skyndisambönd, sérs- taklega þó við unga pilta af afrísku og vesturindisku ætterni, en af þeim var mikið í London þegar á sjötta áratugnum. Hann drakk mikið og varð þá tilætlunarsamur og rudda- legur jafnt við vini sína sem ókunn^ uga. í London umgekkst hann öðrum fremur þá sem á einhvern hátt voru utangarðs í þjóðfélaginu: svarta og þeldökka innflytjendur sem margir Bretar höfðu þá þegar horn í síðu, smákrimma, vændiskonur og mellu- dólga. Og táninga sem lifðu á mörk- um þessara undirheima stórborgar- innar. Lundúnaskáldsögurnar Fyrsta skáldsaga Maclnnes sem vakti athygli er einmitt úr þessum sérstæða heimi. City of Spades nefn- ist hún og lýsir þar lífi þeldökkra innílytjendanna í London. Þessi saga, sem kom fyrst út árið 1957, er sú fyrsta af þremur sem nefndar hafa verið „Lundúna-skáldsögur" Mac- Innes. Hinar eru Absolute Beginners (1959) sem áður var nefnd og fjallar um nokkra táninga og Mr. Love and Justice (1960) þar sem söguhetjurnar eru vændiskonur og melludólgar og lögreglumenn sem eru að eltast við þau fyrrnefndu. Penguin hefur nú gefið þessar þrjár skáldsögur út að nýju ásamt ævisögunni. Absolute Beginners vakti mikla Hver sagði hvað? THE PENGUIN DICTIONARY OF POLIT- ICAL QUOTATIONS Safnaö hefur Roberf Sfewart. Penguln Books, 1986. „Kjósið Verkamannaflokkinn og búið til loftkastala. Kjósið íhalds- flokkinn og þið getið búið í þeim!“ Þessi slagorð, smíðuð af sjónvarps- manninum David Frost, voru aldrei notuð í kosningabaráttu í Bretlandi en hefðu vafalaust átt vel við. Þau er að finna í þessari fróðlega saman- safni áhugaverðra ummæla um stjórnmál. Hér er bæði að finna fleyg ummæli, sem margir kannast við, og önnur sem færri hafa séð. Höfundurinn hefur lagt mikla áherslu á að fara rétt með upphafsmenn þekktra yfir- lýsinga og kemur þar sumt á óvart. Það kemur til dæmis í Ijós að þótt ummælin um „járntjaldið" milli austurs og vesturs séu yfirleitt rakin til Fulton-ræðu Winstons ChurchiII árið 1946 þá var þetta hugtak notað löngu fyrr. Elsta tilvitnunin hér er í Ethel Snowden, enska kvennrétt- indakonu, sem notaði þetta orð í bók um heimsókn sína til Sovétríkjanna árið 1920: „Loksins erum við komin bak við jámtjaldið!" Ummæli eru hér flokkuð eftir höf- undum en í lok bókarinnar er allítar- leg lykilorðaskrá sem er afar gagnleg til að finna öll tilfærð ummæli um ákveðin málefni. Svo sem vænta má af enskri bók eru ummæli eftir enska menn og ameríska hér í miklum meirihluta, en þó er víða leitað fanga. Hér má finna ummæli eftir stjórnmálamenn að sjálfsögðu, fræðimenn, rithöf- unda, skemmtikrafta og marga fleiri, þar á meðal ýmsa sérvitringa sem komist hafa knálega að orði. Hér er margt vel sagt og annað hnyttilegt. Sumar tilvitnanirnar koma á óvart. Það mætti til dæmis ætla að óreyndu að eftirfarandi ummæli væru eftir einhvern forsvarsmann friðarhreyf- klæði.“ Höfundurinn? Jú, hershöfð- ingar: „Sérhver byssa sem hleypt er af, sérhvert herskip sem er sjósett, sérhver eldflaug sem skotið er á loft er, þegar allt kemur til alls, þjófnað- ur frá þeim sem eru hungraðir og fá ekki mat, eru kaldir og fá ekki Dlí’TIOMRY ÖF inginn og forsetinn Eisenhower. Margt er hér neikvætt um stjórn- mál og stjórnmálamenn. Skoskur maður, John Arbuthnot, segir til dæmis: „Allir stjórnmnálaflokkar deyja að lokum af því að éta eigin lygar.“ Krústjoff sagði stjórnmálamennina vera alls staðar eins: „Þeir lofa því að byggja brýr jafnvel þar sem engin eráin.“ Göbbels taldi að stjómmálin rækt- uðu það versta í skapgerð manna. Og fyrsti markgreifinn af Halifax lét þau orð falla að flestir gengu í stjórn- málaflokk af fáfræði en skömmin kæmi í veg fyrir að þeir gengju úr þeim! Það er vafalaust þarft fyrir stjórn- málamenn, ekki síður en aðra sem áhuga hafa á mannlegu samfélagi, að glugga í bók af þessu tagi. Það er við hæfi að vitna þar um til ummæla Michaels Foot: „Menn í valdastöðum hafa engan tíma til að lesa. Samt eru menn sem lesa ekki óhæfir að fara með völd.“ BS.NDARÍKÍN PAPPÍRSKILJUR lO.Jean M. Auel: THE CLAN OF THE CAVE 1. Danielle Steel: BEAR. FAMILY ALBUM. 2. Alice Walker: RIT ALMENNS EÐLIS: THE COLOR PURPLE. 1. Isak Dinesen (Karen Blixen): 3. Sidney Sheldon: OUT OF AFRICA og SHADOWS IFTOMORROW COMES. ON THEGRASS. 4. John D. MacDonald: 2. Connell Cowan og Melvin THE LONELY SILVER RAIN. Kinder: 5. Elmore Leonard: SMART WOMEN, FOOL- GLITZ. ISH CHOICES. 6. Erich Segal: 3. Richard Bach: THE CLASS. THE BRIDGE ACROSS 7. Louis L’Amour: FORE VER. DUTCHMAN’S FLAT. 4. Michael Drosnin: 8. Louis L’Amour: CITIZEN HUGHES. RIDING FORTHEBRAND. 5. M.Scott Peck: 9. Valerie Sherwood: THE ROAD LESS TRAVELED. WINDSONG. (Byggt á New York Times Book Review). athygli á Maclnnes fyrstu árin eftir að hún kom út, sérstaklega vegna þess hversu vel honum þótti takast að lýsa viðhorfum táninga til hinna fullorðnu og þjóðfélagsins á þessum tíma. Hafi Maclnnes fallið í gleymsku síðustu einn til tvo áratug- ina eða svo þá mun nú væntanlega úr því bætt um sinn með kvikmynd sem gerð hefur verið eftir þessari táningasögu hans og frumsýnd var nýlega. Þessi mynd er reyndar þegar komin hingað til lands. Af skáldsögunum þremur er Ab- solute Beginners tvímælalaust sú sem ber aldurinn best, kannski í og með vegna þess að hún er merkur vitnisburður um tímabil sem mörgum er enn hugleikið. City of Spades er út af fyrir sig forvitnileg þótt tímans rás hafi óneitanlega heflað af henni nýstárleikann. Þriðjasagan erþeirra slökust. Hún virkar oft á tíðum frem- ur sem upplýsingarit um viðhorf og lífsstíl vændiskvenna og verndara þeirra en skáldsaga um einstaklinga. Ævisöguna er afar nytsamlegt að hafa við höndina við lestur skáld- sagnanna: þar eru þær settar í sögu- legt samhengi, sýnt fram á hversu vel Maclnnes þekkti til þess veru- leika sem hann var þar að lýsa, og reyndar einnig hversu dýru verði sá lærdómur hans var keyptur. Umsjón: Elías Snæland Jónsson GILBERT AND SULLIVAN Höfundur: Hesketh Pearson. Penguln Books, 1985. Nöfn Gilbert og Sullivan eru svo nátengd í hugum flestra að annar er ekki nefndur nema hinn sé hafður með. Með samstarfi sínu skópu þeir fjórtán léttar óperur sem margar hverjar eru færðar upp enn í dag og njóta vinsælda. Sambúð þeirra félaga var hins vegar síður en svo auðveld. Þvert á móti var hún æði stormasöm á köflum, og um tíma var um vin- slit að ræða. Hesketh Pearson, sá ágæti ævisöguritari, rekur þessa storma af nákvæmni og skilningi og skýrir þá. Þeir félag- ar voru gjörólíkrar skapgerðar. Gilbert, sem samdi textann, var afar skapheitur maður (frægt dæmi er rakið í bókinni þegar Gilbert kom öskureiður á skrif- stofu Saturday Review og spurði um ritstjórann. „Hvað viltu honum?“ var spurt. „Ég ætla að berja hann,“ svaraði Gilbert. Ritstjórinn var auðvitað ekki við). SuIIivan hafði hins vegar drauma um að semja tónlist við alvöruþrunginn texta, „grandó- peru“ og þótti niðurlægjandi að semja tónlist við alþýðlega söng- texta Gilberts - gerði það fyrst og fremst vegna peninganna og þeirrar frægðar sem vinsældum verka þeirra fylgdi. Þetta allt saman rekur Pearson skilmerkilega i bók sinni, segir margar frábærar sögur af þeim félögum, lýsir sundurlyndi þeirra og samvinnu sem þrátt fyrir alla erfiðleika skilaði skemmtilegum verkum sem sum halda enn gildi sínu einni öld síðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.