Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1986, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1986, Síða 4
4 t-‘ u !■;/.; ] oac! ■ ••') j/j DV. LAUGARDAGUR 5. APRÍL1986. Stiórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Hugmyndimar um lækkun vaxta á 20% skuldabréfunum: Maigir eigendanna stórtöpuðu áður Skuldabréf útgefin fýrir 11. ágúst 1984 bera örugglega 20% vexti Þær hugmyndir að knýja með einhveijum hætti fram lækkun vaxta á skuldabréfum, sem út hafa verið gefin vegna íbúðaviðskipta á undanfömum árum og bera nú samningsbundið 20% vexti, hafa vakið gríðarlegan urg hjá eigendum bréfanna. Á undanfömum misser- um hefur verðbólga verið langt umfram þessa vexti og á þeim tíma hafa margir eigendanna stórtapað á miklum vaxtamun. Þetta er að vísu alls ekki einhlítt, því íbúðaviðskiptin hafa farið fram við mjög mismunandi aðstæður og á tímum mismunandi verðbólgu- hraða. í ýmsum tilfellum hafa samn- ingsaðilar kosið að halda sig við þessa 20% reglu og meta þá meiri eða minni verðbólgu á samningstí- manum inn í kaupverð eða útborg- un. Aðrir hafa samið um 20% vexti á eftirstöðvum söluverðs ibúða, en þó aldrei hærri vexti en hæstu skuldabréfavexti að fyrirmælum Seðlabankans. Enn aðrir hafa sa- mið um eftirstöðvamar á skulda- bréfum án vaxta og þá hækkað kaupverð eða útborgun í staðinn. Það, að þessir samningsbundnu vextir eru nú orðnir að álitamáli í umræðum eftir síðustu vaxtaák- vörðun Seðlabankans um 15,5% skuldabréfavexti, byggist íyrst og fremst á því að einhverjir telja óeðlilegt að skuldabréfavextir geti Fréttaljós Herbert Guðmundsson verið hærri en Seðlabankinn ákveð- ur hæsta á hverjum tíma. Raunar ákvað Seðlabankinn tvenns konar skuldabréfavexti 1. apríl, eins og hann hefur gert misserum saman. Skuldabréf útgefin fyrir 11. ágúst 1984 bera sem sé 20% vexti, ná- k. æmlega sömu vexti og umdeildu bréfin. Sumir lögmenn telja að ekki sé hægt að fá niðurstöðu í þessu máli nema með úrskurði Hæstaréttar. Jón Steinar Gunjilaugsson hæsta- réttarlögmaður er þeirra á meðal. Hann bendir annars vegar á ákvæði okurlaga um að vextir megi ekki vera hærri en Seðlabankinn ákveð- ur á þeim tíma sem til skuldar er stofnað. Hins vegar komi til útlistun Ölafslaga á vöxtum og verðbótum. Þá eru margir lögmenn þeirrar skoðunar að halda eigi þá megin- reglu í heiðri að staðið skuli við gerða samninga. DV hefur ekki fundið lögmann sem álítur þann möguleika vænlegan fyrir ráðherra að breyta vöxtum á gerðum samn- ingum með lögum. „Ég tel það engan veginn víst að lagasetning af þessu tagi standist," sagði Jón Steinar, „og það myndi ekki auð- velda dómstólum úrlausn málsins, heldur flækja það enn.“ HERB Fra frægum b'gtúnsfundi húsbyggj- enda með ráðamönnum. Þar var ekki síst rætt um lán og lánakjör. Enn er togast á um hagsmuni, núna meðal annars um hagsmuni lántak- enda og lánveitenda í íbúðaviðskipt- um. Kæra vegna prófkjörs Alþýðuflokksins á Akranesi: Fylgteftir með opin- berri máls- höfðun? Frá Haraldi Bjarnasyni á Akranesi: Guðmundur Vésteinsson, bæjarfull- trúi á Akranesi, hefur nú lagt fram til bæjarfógetans á Akranesi beiðni um opinbera rannsókn á því er hann tilgreinir í beiðninni, annars vegar aðdróttunum stjómar Sementsverk- smiðju ríkisins í garð bæjarstjórnar Akraness og sín sem bæjarfulltrúa og hins vegar meintum ólögmætum af- skiptum þriggja forráðamanna Se- mentsverksmiðjunnar, Gylfa Þórðar- sonar framkvæmdastjóra, Braga In- gólfssonar efnaverkfræðings og Gunnars Sigurðssonar tæknifræð- ings, af undirbúningi Alþýðuflokks- ins á Akranesi fyrir komandi bæjar- stjómarkosningar. Guðmundur Vésteinsson hefur ve- riðbæjarfulltrúi fyrir Alþýðuflokkinn á Akranesi sl. 16 ár, en í opnu próf- kjöri hjá flokknum fyrir skömmu hafnaði hann í þriðja sæti en Gísli S. Einarsson, verkstjóri hjá Sements- verksmiðjunni, í 1. sæti. Guðmundur krefst þess í beiðni sinni til fógeta að mál þetta verði kannað rækilega og því fylgt eftir með opinberri málshöfðun á hendur þeim sem gerst hafi brotlegir við lög eða sterkur gmnur leiki á að brotið hafi gegn lögum. Þá krefst hann þess að þáttur Gísla S. Einarssonar, yfir- verkstjóra hjá Sementsverksmiðj- unni, í þessu máli verði einnig tekinn til rannsóknar á sama hátt. í beiðni sinni rekur Guðmundur málavexti og segir þar ástæðu þessa vera ágreining milli bæjaryfirvalda á Akranesi og Sementsverksmiðju rík- Guðmundur Vésteinsson (t.h.) afhendir Sigurði Gizurarsyni bæjarfógeta beiðni sína um opinera rannsókn. isins vegna vanefnda hins síðar- nefnda á að uppfylla starfsleyfi verk- smiðjunnar frá 16. október 1981 og þá sérstaklega þess atriðis að hætt verði skolun ryks til sjávar en í starfs- leyfinu átti slíku að vera hætt 1. ágúst 1982. Þá rekur Guðmundur gang mála og telur fram samþykktir bæjar- stjórnar í þessum málum verksmiðj- unnar. Þá lætur Guðmundur fylgja með beiðni sinni bréf sem Sementsverk- smiðjan sendi bæjarstjórn Akraness þann 4. febrúar sl. og undirritað er af Ásgeiri Péturssyni, formanni stjórnar verksmiðjunnar, en í 3. grein þess bréfs stendur: „Haldi bæjarstjórn áfram ósanngjarnri kröfugerð á hend- ur verksmiðjunni á næstu árum umfram önnur atvinnufyrirtæki sem rekin eru í bænum hlýtur að því að koma að frumframleiðsla hennar, gjallbrennslan, verði lögð niður og gjallið flutt inn. Það hefði að sjálf- sögðu mjög alvarlegar afleiðingar fyrir atvinnulífið í bænum ef stór hluti verksmiðjunnar yrði þannig lagður niður. Vegna samkeppnisað- stöðu á markaðnum gæti það hins vegar orðið óhjákvæmilegt." Þessi grein bréfsins er sú er vegur þyngst þegar Guðmundur talar um aðdróttanir verksmiðjunnar í sinn garð og bæjarstjórnar en Guðmundur hefur verið talsvert í forsvari fyrir bæjarstjóm í þessum málum og verið fyrsti flutningsmaður tillagna þar að lútandi. Sigurður Gizurarson bæjarfógeti sagði að fyrsta skrefið í þessu máli væri að teknar yrðu skýrslur heima í héraði en algengt væri að svona mál væm síðan send saksóknara ríkisins til umsagnar og af því réðist framhald þess. Þá sagði Sigurður að hugsanlcgt væri að hann viki úr sæti dómara í þessu máli þar sem hann væri í stjórn Dómarafélagsins ásamt Ásgeiri Pét- urssyni, stjómarformanni Sements- verksmiðjunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.