Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1986, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1986, Síða 3
DV. LAUGARDAGUR12. APRÍL1986. 3 Frétlir Fréttir Krabbameins- sjúklingar í vanda Fólk sem þjáist af krabbameini á í fá hús að venda með sín sálrænu og félagslegu vandamál. Þetta á að vísu ~ ekki við um alla krabbameinssjúkl- inga. Þeir sem eru með krabbamein í hálsi hafa myndað með sér samtökin Ný rödd, þeir sem eru með sjúk- dóminn í ristli og er svokallað pokafólk hafa myndað samtök og einnig hafa konur stofnað Samhjálp kvenna, samtök kvenna með brjóst- krabba. Þá hafa foreldrar bama með krabbamein stofnað samtök. Öll þessi samtök stefna að þvi að styðja og styrkja sína meðlimi og véita þeim félagslega og sálræna hjálp í angist þeirra og örvæntingu. „Þeir sem em svo óheppnir að fá annað krabbamein en í háls, ristil og brjóst eiga í engin hús að venda. Það er sorgleg staðreynd. Þjóðarátakið gegn krabbameini, sem fram fer um helgina, gerir okkur vonandi kleift að bæta ástandið. Ég vil að í framtíð- inni skapist sú aðstaða hér í Krabba- meinsfélaginu að sjúklingarnir geti leitað til okkar með sín vandamál, af hvaða tegund sem þau eru,“ sagði Snorri Ingimarsson, forstjóri Krabba- meinsfélags íslands. Krabbameinið hálfgerð holds- veiki í fjölskyldunni Að sögn Snorra eru það ekki bara sjúklingarnir sjálfir sem eiga erfitt, heldur einnig ástvinir og ættingjar. „Það fólk þarf líka að styrkja. Stund- um hringja ættmenn til okkar í örvæntingu sinni og vita ekkert hvernig þeir eiga að umgangast krabbameinssjúklinginn. Einu sinni var hringt og spurt hvort sótthreinsa þyrfti disk krabbameinssjúklings eftir notkun," sagði Snorri. Snorri sagðist vel skilja þá angist og hræðslu sem grípur krabbameins- sjúklinga og ættmenn þeirra. „Þeir sem em með krabbamein einangrast oft frá íjölskyldu sinni, þeir verða nokkurs konar holdsveiki í fjölskyld- unni. Það er vonlaust fyrir krabbameins- sjúklinga að beijast fyrir betri að- stöðu, fjárhagslegri og sálrænni, einir sér. Eðlilegast væri að Krabbameins- félagið styddi þá og styrkti," sagði Snorri. -KB Mývatn: Dorgveiðikeppni í fyrsta sinn Ákveðið hefur verið að efna til dorgveiðikeppni í Mývatni í dag laug- ardag, 12. apríl. Verður það í fyrsta sinn sem slík keppni fer fram hér á landi. Upphaflega hafði verið ákveðið að dorgveiðikeppnin færi fram 29. mars sl. Þá reyndist ekki unnt að láta menn reyna með sér í íþróttinni vegna snjóalaga á ísnum. En nú á sumsé að bæta úr þessu og hrinda keppninni í framkvæmd. Hún mun standa frá kl. 11 í dag til kl. 15. SNÆFELLS JÖKULS JIS 5 Lftrar SKOLAÐUR VIKUR WASHED PUMICE Blómavikur til blöndunar í pottamold • Kornastærð 4—20 mm • Blöndunarhlutfall 40% vikur, 60% mold • Eykur loftstreymi að rótunum • Bætir súran jaröveg • Tvöfaldar þyngd sína með vatnsdrægni • Mlðlar vatnl út f þurrki v»v> Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sfmi 10600 DAGHVERN SENDIR HÚN SILLA FJÖLDA ÍSLENDINGA ÚR LANDI Á hverjum degi kemur fjöldi íslendinga í söluskrifstofuna Lækjargötu, hver með sfnar sérþarfir. Allir vilja þeir fá bestu þjónustu sem völ er á. Sillu og samstarfsmönnum hennar finnstgaman í vinnunni. Af langri reynslu og fagþekkingu leysa þau hvers manns vanda. Og Sillu líkar vel við fólk sem vill fara eigin leiðir! Söluskrifstofur Flugleiða eru ferðaskrifstofur ótæmandi möguleika. í ár er framboðið meira en nokkru sinni áður. Við fljúgum til 21 viðkomustaðar í 15 löndum. Getum boðið sumarhús í Þýskalandi og Austurríki, flug og bíl í 7 Evrópulöndum og húsbáta í Englandi, Skotlandi, írlandi og Frakklandi. Þó er fátt eitt talið því við getum pantað framhaldsflug, bílaleigubíla og hótel hvar sem er í heiminum. Næst þegar þú ætlar úr landi, komdu við hjá Sillu. Þú kemur örugglega til baka. Síminn á söluskrifstofunni í Lækjargötu er 690100 FLUGLEIDIR JS ÓSA/SlA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.