Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1986, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1986, Blaðsíða 18
18 DV. LAUGARDAGUR12. APRÍL1986. Rokkspildan Rokkspildan Rokkspildan Rokkspildan MT- ekki Menntaskóli Tálkna- fjarðar heldur skammstöfun músík- tilrauna árið 1986. Tilraunir þessar eru nú haldnar í fjórða sinn og hefúr líklega aldrei verið jafnveglega að þeim staðið. Þar ræður mestu um að Ríkisút- varpið hefur tekið keppnina upp á arma sína. Rás tvö er að þessu sinni annar framkvæmdaaðalinn og hafa starfsmenn stöðvarinnar verið iðnir við að kynna þessar tónlistartilraun- ir. Morgunþátturinn á fimmtudaginn var til dæmis svo að segja undirlagð- ur fréttum af keppninni. Skiptir engu þó að annar stjómandi þáttarins sé jafnframt kynnir á tilraunakvöldun- um. Vel gert. Holdsveikigrýlan Eitt fer þó ægilega í taugamar á mér. Það er klisjan „lifandi tónlist". Þetta orðasamband hefur heyrst í ýmsum útgáfúm í gegnum árin og nú síðast sem stuðningshróp: „Styðjum íslenska tónlist!" Það em kannski ekki orðin sjálf sem taka hvað mest á taugamar held- ur hvemig þau em notuð. Þetta hljómar eins og neyðaróp: „Styðjum holdsveika til sjálfsbjargar" eða eitt- hvað þvíumlíkt. íslensk popptónlist á að vera sjálfsagður hlutur. Og þó hún sé það ekki er alger óþarfi að gera fyrirbærið að einhverri grýlu. Með því næst enginn árangur. Eg endur- tek: ENGINN. En hér var ekki ætlunin að fara út í fræðilegar útlistingar á lifandi eða dauðri tónlist. Höldum okkur við ef- nið. Þrjú stig fyrir það Sjö sveitir höfðu skráð sig til leiks á fimmtudagskvöldið en þegar til kom urðu þær fimm. Þar af vom aðeins tvær sem upphaflega höfðu tilkynnt þátttöku. Þetta vom Rocket írá Vík í Mýrdal og Drykkir innbyrðis frá Akureyri. Við bættust svo Þema frá Akranesi, Fyrirbæri úr Reykjavík og Sex púkar, einnig úr Reykjavík. Hljómsveitin Fyrirbæri, sem á ættir að rekja í Hagaskólann, reið á vaðið. Lögin urðu flögur eins og lög (keppn- innar) gerðu ráð fyrir. Þrátt fyrir ungan aldur vom piltamir hinir bröttustu en nokkuð misjafhlega heyrðist í þeim félögum. Hljómborðið svo að segja yfirgnæfði allt og lítið sem ekkert heyrðist í frægasta liðs- Púkamir sex byggðu allt sitt á kröftugum bassa og trommuleik og var keyrslan í góðu lagi. Söngvarinn var einkar frískur og lagði sig greini- lega allan fram. Lög púkanna voru nokkuð keimlík en tónlistin skar sig úr því sem heyrst hafði fyrr hjá hin- um. Kvöldið hefði orðið líflausara án Púkanna. Brandararnir bestir Og þá var komið að gestum að gefa sveitunum atkvæði. Á heildina litið var meðalmennskan allsráðandi. Út- setningar voru afar keimlíkar, dans- taktur- bassi og trommur kryddaður með gítar og hljómborði. Engin sveitanna skar sig verulega úr, nema ef vera skyldi Rocket sem mér fannst áberandi slökust. Það var því úr vöndu að ráða fyrir flesta. Fjöl- margir aðdáendur úr Mýrdalnum virtust þó ekki í neinum vafa. Á meðan atkvæði voru talin lék Possabillies með kómíkerinn Jón Ól- afsson í broddi fylkingar. Hann og Stefán höfðu fengið í lið með sér Bítlavinina Rafn og Harald auk ann- ars pilts sem ég man ómögulega hvað heitir. Possabillies voru að hita upp fyrir tvenna hljómleika kvöldið eftir (í gærkveldi) og gerðu það með sóma. Jón var í aðalhlutverki, mjög lið- tækur píanóleikari, en brandararnir hans eru mun betri en söngurinn. Það er greinilegt að Possabillies eiga ýmislegt ósagt í íslenskri dægur- tónlist. Þeir eru í örum vexti, eins og einhvem tímann var sagt um Kröflu. Veinandi Víkurbúar Eftir nokkra bið stigu kynnamir Ásgeir og Gunnlaugur á sviðið til- búnir með úrslitin. Baráttan um annað sætið hafði verið svo hörð að telja þurfti atkvæðin þrisvar. Þá kom í ljós að þar sátu Skagamennimir og stúlkan í Þema. Pent klapp og gestir biðu spenntir eftir framhaldinu. Það kom ekki á óvart. Mýrdalsmennirnir í Rocket höfðu unnið yfirburðasigur, fengu rúmlega þúsund stigum meira en Þema. Rútubílafarmurinn veinaði af fögnuði og þögull minnihlutinn gekk út. Þrátt fyrir slík úrslit er maður ó- bugaður. Það á ýmislegt eftir að gersist enn í þessari stórskemmtilegu keppni. -ÞJV manni sveitarinnar. Sá heitir Krist- ján Eldjárn og tilkynntu rásarkynn- arnir stoltir að hann léki á gítar í topplaginu La Líf. Fíl al afturábak. Þema frá Akranesi steig næst á sviðið og skartaði sveitin söngkonu. Þema mun vera sprottin úr hljóm- sveitinni Winston light orchestra sem Drykkir innbyrðis Næstir vom Rocket frá Vík í Mýr- dal. Þeir vom á ensku línunni og aldeilis engir unglingar að sjá. Burt- séð frá því var tónlist sveitarinnar afar litlaus. Lög eins og Mystery, Going insane og Loneliness, allt aðinn yfirgnæfði gjörsamlega urrið í rútunum tveim sem biðu úti á plani. Drykkir innbyrðis var tvímælalaust besta nafh kvöldsins. Álíka ferskt og Skriðjöklanafnið góða. Tónlistin bar þess merki að sveitin hefur aðeins æft í þrjá mánuði, fönkyfirbragðið í Rúnar Friðriksson, söngvari hljóm- sveitarinnar Drykkir innbyrðis. Nafnið var tvímælalaust númer eitt en sveitin sjálf komst ekki í úrslit. Gitarleikari Rocket slær á létta strengi. Anna Halldórsdóttir, söngkona Skagasveitarinnar Þema, í góðum fílingi. Frammistaða hennar og annarra liðsmanna kom sveitinni í úrslit. kom fram nokkrum sinnum í Roksý á dögunum. Tónlist Þema var á dansl- ínunni og vom lögin þeirra fjögur mjög misjöfn að gæðum. Best var lag- ið Allt eða ekkert þar sem gítarinn og hljómborðið nutu sín vel. 3 stig fyrir það. þreytulegir rokkarar, mnnu átaka- laust í gegn. Eldflaugin klykkti þó út með hressum rokkara í sönnum Dagsbrúnaranda, The working men, og var það þeirra langbesta lag. Að því loknu reis hálfur salurinn úr sætum og fagnaði óskaplega. Háv- anda Pax Vobis leyndi sér ekki, sumt var ágætlega gert, annað síður. Síðastir á dagskrá vom Sex púkar, ættaðir úr Reykjavík. Sú sveit hljóp í skarðið með aðeins dags fyrirvara sem verður að teljast afrek út af fyrir sig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.