Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1986, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR12. APRlL 1986.
9
Ferðamál Ferðamál Ferðamál
Á PUTTANUM
UM EVRÓPU
- ódýrasti ferðamátinn
Fólk hefur aldrei þurft á leiðbein-
ingum að halda um það hvemig það
eigi að haga sér við að eyða sem
mestum peningum, flestir komast
yfir slíkt hjálparlaust. Ferðir sem
miðast við að ferðalangurinn hafi
fremur þröngan {járhag njóta nú
vaxandi vinsælda enda má með út-
sjónarsemi ferðast í langan tíma vítt
og breitt um heiminn fyrir sama verð
og þriggja vikna ferð á sólarströnd
kostar.
Að ferðast ódýrt gerir ákveðnai'
kröfur til ferðalangsins. Hann verð-
ur m.a. að vera fær um og viljugur
til að ferðast sjálfstætt og vera sí-
fellt vakandi fyrir leiðum til að draga
úr ferðakostnaði, velja alltaf ódýr-
asta ferðamátann, ódýrasta gistimá-
tann, ódýrasta matinn og loka
augunum þegar gengið er fram hjá
dýrum verslunum, veitingastöðum
og 5 stjömu hótelum. í staðinn nýtur
hann ánægjunnar við að geta ferð-
ast og flakkað á milli landa að eigin
geðþótta og sjá og upplifa hluti sem
hinn venjulegi túrhestur kemst aldr-
ei í snertingu við. Ódýrast er
auðvitað puttaferðalagið og í bók,
sem sérstaklega er ætluð til upplýs-
ingar fyrir þá sem hyggja á slíkt
ferðalag í Evrópu er áætlaður kostn-
aðurinn við slíkt ferðalag. Minnsti
kostnaðurinn er hjá þeim sem taka
með sér tjald og sofa alltaf undir
berum himni. Svona gæti kostnað-
aráætlunin litið út:
Gisting ................... 0,-
Aðalmáltíð, afgangur
notaður í morgunverð ....148,50
Tóbak og/eða kaffi ........30,-
178,50 pr. dag eða 1247,- á viku
Við þessa upphæð bætast svo 535;-
krónur fyrir fargjöldum, lestar- og
ferjuferðum.
Samkvæmt kostnaðaráætlun Ferða-
síðunnar er hægt að ferðast um fyrir
1.782 krónur á viku með fmmstæð-
asta ferðamátanum, en fyrir 6.549
krónur á viku með því að leyfa sér
svolítil þægindi.
Gisting á farfuglaheimilum og
ódýrum gistiheimilum er einnig ódýr
og gengur vel fyrir þá sem vilja svo-
lítið meiri þægindi en tjaldlifhaður
býður upp á. Þessir útreikningar
gera þó ráð fyrir að ferðalangurinn
sofi undir berum himni þegar tæki-
færi er til þess í góðu veðri, en leiti
í hús þegar illa viðrar.
Gisting ................ 207,-
Aðalmáltíð ............. 207,-
Morgunverður ............. 30,-
Tóbak og/eða kaffi ....... 59,-
503,- pr. dag eða 3.521,- á viku.
Við þessa upphæð bætast svo
1.175,- fyrir fargjöldum og skoðunar-
ferðum.
Þriðja leiðin er auðvitað sú besta
og þægilegasta, ef þú hefur efni á
henni. En hér er gert ráð fyrir að
þú gistir á hótelum í ódýrari kantin-
um og hafir efni á að kaupa þér eina
góða máltíð á dag á ódýrum mat-
sölustað. Þannig ertu eftir sem áður
algjörlega sjálfráður hvemig þú
hagar ferðalaginu en losnar við
óþægindi sem óhjákvæmilega verða
af því að vera i mánaðartjaldútilegu
eða deila svefnplássi með mörgum á
farfuglaheimili.
Gisting ...................445,-
Aðalmáltíð ............... 237,-
Morgunverður
(imiifalinn eða ávextir) .. 30,-
Tóbak og/eða kaffi ........ 59,-
772,- pr. dag eða 5.404,- á viku.
Við þessa upphæð bætist svo 1.
145,- í fargjöld og annan kostnað við
að gera ferðina ánægjulega.
Hér á landi em seld tvenns konar
afsláttarkort sem koma sér mjög vel
þegar ferðast á ódýrt. Annars vegar
er það stúdentakort sem kostar 200
krónur og fæst keypt hjá Ferðaskrif-
stofu stúdenta, en gegn framvisun
slíks skírteinis fæst ýmiss konar af-
sláttur af fargjöldum og aðgangseyri
að söfhum o.fl. Sá galli er á gjöf
Njarðar að einungis skólafólk getur
keypt slík kort, en til er önnur út-
gáfa sem allir yngri en 25 ára geta
notað og veitir svipaðan afslátt.
Annað nauðsynlegt afsláttarkort er
alþjóðlegt farfuglakort sem veitir
handhafa aðgang að farfuglaheimil-
um um allan heim, en þau nálgast
nú töluna 5200. Þetta kost kostar 600
krónur og veitir einnig 5-10% af-
slátt af fargjöldum og aðgangseyri
að ýmsum stöðum. Um bæði kortin
gildir að best borgar sig að veifa
þeim sem mest, því maður veit aldrei
hvar hægt er að spara sér dýrmætan
farareyri með afslætti af þjónustu
og vöru. -S.Konn.
Kostaboð flugfélaganna
finnast á jörðu niðri
Farþegar í pólarflugi SAS frá Tokýó
koma til Kaupmannahafnar um sex-
leytið í morgunsárið. Þar tekur
lúxusbíll á móti þeim og flytur þá á
Hótel Skandinaviu þar sem þeim er
boðið í sánabað með nuddi og síðan
borða þeir dæmigerðan danskan
morgunverð. Tími er til þess að slappa
af og jafnvel halla sér um stund ef
þess er óskað. Síðan er viðkomandi
ekið aftur í lúxusbílnum út á flugvöll
f tæka tíð til að ná flugvélinni til Lon-
don kl. 09.40. Vélin lendir í London
kl. 10.30 og farþegamir eru úthvíldir
og vel fyrirkaliaðir.
í beinu flugi frá Tokýó koma far-
þegamir hins vegar til London kl.
05.55 sem þykir alls staðar óguðlegur
lendingar- eða brottfarartími.
Frá þessu kostaboði SAS og raunar
fleirum er sagt frá í grein í mjög við-
lesnu erlendu dagblaði. Greinin
nefriist Kostaboð flugfélaganna
finnast á jörðu niðri.
Sagt er frá ýmsum kostaboðum sem
flugfarþegum er boðið upp á á hinum
ýmsu flugleiðum. En, segir í grein-
inni, mestu kostaboðin er þó að finna
hjá þeim flugfélögum sem flytja far-
þega milli tveggja erlendra flughafna
með viðdvöl í heimalandi flugfélags-
ins, eins og t.d. með Flugleiðum á
leiðinni Inndon Reykjavík New
York eða með KLM á leiðinni Manc-
hester-Schiphol-Singapore.
Síðan segir: „Skemmtilegur ferða-
máti er að fljúga til New York frá
London með Flugleiðum og notfæra
sér 24 klst. viðdvöl í Reykjavík. Þetta
er jafnvel enn betra þegar komið er
frá New York.
Á austurleið er komið til Reykjavík-
ur um 7 árdegis," segir í greininni. „Þá
er hægt að byrja á þvi að fá sér sund-
sprett i náttúrlega upphitaðri sund-
laug hótelsins, snæða morgunverð og
hvíla sig fram að hádegi. Þá má fara
í búðarferð þar sem hægt er að gera
rífandi góð kaup í ullarfatnaði og
Spánverjar búast við mikilli aukn-
ingu ferðamanna í ár. Þeir eiga von á
45 milljónum ferðamanna. I fyrra tóku
þeir á móti 43 milljónum ferðamanna,
samkvæmt upplýsingum frá ferða-
málayfirvöldum á Spáni.
Yfirvöld á Spáni hafa ráðið átta
þúsund nýja öryggisverði sem eiga að
gæta ferðamanna í Miðjarðarhafs-
i iTé ■ Fi 'ánm I ti i
skreppa í skoðunarferð að heitum
hverum. Möguleiki er á að fara til
London síðdegis eða halda kyrru fyrir
um nóttina og fara næsta rnorgun."
Við gleðjumst alltaf þegar fjallað er
um „okkar fólk“ á jákvæðan hátt í
erlendum blöðum og íslensk fyrirtæki
eru talin upp sem jafnokar erlendra
risafyrirtækja eins og t.d. hollenska
flugfélagsins KLM. -A.Bj.
borgum landsins fyrir hugsanlegum
sprengjuárásum baska.
Samkvæmt fréttastofu Reuters
sprengdu hryðjuverkamenn baska
nítján sprengjur á spönskum sumar-
dvalarstöðum á sl. sumri. Sprenging-
amar ollu eignatjóni en ekki slysum
á fólki.
______‘Mt'1-----------------
Fleiri ferðamenn til Spánar
Svæðisstjórn málefna fatlaðra Norðurlandi eystra
Vistheimilið Sólborg
ÞROSKAÞJÁLFAR!
Laus staða deildarstjóra frá 1. júní.
Lausar stöður deildarþroskaþjálfa og þroskaþjálfa á
deildum.
Upplýsingar veittar í síma 96-21755 virka daga frá
10-16.
Verið velkomnir norður, þroskaþjálfar.
Forstöðumaður.
j», SELJUM NÝJA
f| OG NOTAÐA (
W BÍLA
Tegund Árg.
BMW 520i automatic 1984
BMW518 1984
BMW518 1982
BMW323Í 1981
318i ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ 1982
BMW 316 ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ 1980
BMW315 1982
Renault20TL 1977
RenaultTraffic 1984
Renault4Van 1982
Opið laugardag 1 —5.
KOMIÐ SKOÐIÐ OG REYNIÐ VIÐSKIPTIN
^ KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 686633/^^^