Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1986, Síða 8
8
DV.LAUGARDAGUR 12. APRÍL1986.
Ferðamál I Ferðamál Ferðamál Ferðamál
Reiðufé, ferðatékkar eða greiðslukort?
Fyriiliyggja og spamaður
haldast í hendur
Allir sem ráðgera ferðalög til út-
landa standa frammi fyrir þeirri
spurningu hvernig haga skuli gjald-
eyrismálum. Flestir taka með sér
slatta af peningum, nokkur greiðslu-
kort og hefti af ferðatékkum og vona
svo að vel úr rætist. Fæstir hugsa út
í þann kostnað sem það hefur í för
með sér að skipta röngum gjaldmiðli
á röngum stað og óheppilegum tíma.
En það er þessi þrenns konar
greiðslumáti sem kemur til greina;
reiðufé í erlendum gjaldmiðli, einum
eða fleiri, ferðatékkar eða greiðslu-
kort.
Hættan við reiðufé
Flestir munu vera sammála um að
ekki er skynsamlegt að ferðast um
með stórar fúlgur í reiðufé, bæði
vegna þess hve það er óþægilegt og
ekki síst vegna þess að alltaf er ein-
hver hætta á að týna veskinu sínu,
að maður tali nú ekki um þá ógnar-
öldu rána og innbrota sem gengur
yfir ferðamannastaði yfir háanna-
tímann. Þjófarnir vita sem er að
sumir eru óvarkárir og gevma mikil
verðmæti þar sem tiltölulega auðvelt
er að komast að þeim. Ferðatékkar
hafa ýmsa kosti umfram reiðufé, þar
sem þeir eru óruggari, en fyrsta regla
ferðamannsins er að skrá hjá sér öll
númer á tékkunum og greiðslukort-
um svo að auðvelt verði að tilkynna
þjófnaðinn og fá skaðann bættan og
hægt sé að loka úttekt á greiðslu-
kortum. Ef korthafi hefur allar
upplýsingar um kortið sitt á það ekki
að taka nema um 5 klukkustundir
að loka á úttektarheimild alls staðar
í heiminum.
Tvöföld þóknun: Ónauðsynlegt
en algengt
Önnur mikilvægasta regla ferða-
mannsins er að athuga vel hvar og
hvenær skipt er yfir’í annan gjald-
miðil en þann sem viðkomandi hefur
undir höndum, t.d. þegar verið er að
feröast á milli margra landa. Þumal-
fingursreglan er sú að skipta aldrei
peningum yfir í þriðju myntina. Setj-
um sem svo að þú sért staddur í
Þýskalandi með ferðatékka í pund-
um og hugsir þér að ferðast áfram í
gegnum Frakkland. Ef þú nú ferð í
banka og lætur skipta pundunum í
franka þýðir það að þú þarft að borga
tvöfalda þóknun því bankinn skiptir
pundunum fyrst yfir í mörk og svo
yfir í franska franka og tekur tvö-
falda þóknun fyrir vikið. Ef mögulegt
er borgar sig að bíða þangað til kom-
ið er yfir landamærin inn í Frakk-
land. Annað atriði, sem vert er að
gefa gaum að, er á hve mörgum stöð-
um unnt er að skipta tékkunum, svo
þið lendið ekki í vandræðum með
tékka sem enginn kannast við. Það
borgar sig að hafa frekar fleiri tékka
með lægri upphæðum en fáa með
háum upphæðum, það eru meiri líkur
til þess að þú haldir í við eyðsluna
með því móti og losnir í leiðinni við
að ganga um með mikið reiðufé.
Hugsaðu málið
áður en þú skiptir
Ekki er síður mikilvægt að velja
vel þann stað sem tékkum eða seðl-
um er skipt yfir í reiðufé, eða annan
gjaldmiðil. Venjulega gefst best að
fara í stóru bankana því þóknunin
þar er einna lægst. Hlaupið ekki á
næsta stað sem þið sjáið, s.s. járn-
brautarstöð, hótel eða á þar til
gerðar skrifstofur sem opnar eru all-
an sólarhringinn. Þóknunin getur
verið 3-5% hærri en í stóru bönkun-
um. Áður en lagt er upp í ferðalagið
hafa margir fyrir sið að skiþta eins
miklu reiðufé og þeir hafa handbært
yfir í ferðatékka eða seðla. Þetta er
í raun ekki mjög viturlegt, nema þú
sért viss um að nota alla upphæðina.
Þegar einni mynt er skipt yfir í aðra
þarf að greiða þóknun og með því
að taka hóflega áætlað reiðufé með
þér og nota greiðslukort getur þú
komist hjá talsverðu tapi sem þú
verður fyrir með því að skipta af-
ganginum aftur yfir í krónur.
Kostir og gallar greiðslukorta
Samkvæmt upplýsingum frá Amer-
ican Express er notkun á reiðufé
ennþá u.þ.b. 50% af eyðslu ferða-
manna, ferðatékkar hafa um 25-30%
hlutdeild og greiðslukort um 15-20%
htut sem heldur eykst. Greiðslukort
hafa marga kosti, þau eru þægileg
og auðveld í meðförum en notkun
þeirra í útlöndum hefur þó sína galla.
Venjulega er búið að skila seðlinum
inn til banka 3 dögum eftir að versl-
un hefur átt sér stað og þar er
upphæðin umreiknuð yfir í dollara
og er svo aftur umreiknuð yfir í krón-
ur hér heima. Staða dollarans
gagnvart viðkomandi mynt og breyt-
ingar á gengisþróun geta því orðið
korthafa bæði til góðs og ills. Góð
regla er að hafa a.m.k. tvenns konar
greiðslukort, þar eð gildi þeirra er
mismunandi eftir löndum. Mjög nyt-
samleg nýjung fyrir ferðamenn og
greiðslukortahafa eru sjálfsalar sem
nú eru komnir víða. Visa hefur nú
þegar um 2000 slíka sjálfsala í notk-
un og gert er ráð fyrir að þeir verði
orðnir 4000 áður en árið er á enda.
Til að geta nýtt sér þessa þjónustu
verður korthafi að hafa svokallað
„pin-númer“ á kortinu sínu og verða
þessi nýju kort komin í notkun hér
á landi fyrir sumarið. Korthafi getur
þannig stungið kortinu sínu inn í
sjálfsalann og tekið út ákveðna upp-
hæð í peningum. Kerfi eins og þetta
getur þannig dregið verulega úr
notkun ferðatékka og losað ferða-
menn við þá fyrirhöfn sem fylgir því
að gera áætlun um fjárþörf og eilífar
skiptingar á milli gjaldmiðla.
Hugsaðu málið því vel áður- en þú
tekur gjaldeyri og sérstaklega hvaða
greiðslumáti hentar þér og ferða-
máta þínum. Starfsfólk á ferðaskrif-
stofum og í gjaldeyrisdeildum
bankanna ætti að geta gefið þér góð
ráð ef um er beðið. En þegar upp er
staðið er það fyrst og fremst fyrir-
hyggja og örlítil umhugsun sem sker
úr um það hvernig farareyririnn nýt-
ist þér. Fyrirhyggja tryggir hag-
kvæmasta gjaldmiðilinn.
-S.Konn.
HÆTTULEGAR HITAEININGAR í HEIMSREISUM
Þegar við erum á heimavelli vitum
við hve margar hitaeiningar eru í
matnum sem við snæðum. Þar með er
auðveldara að forðast að innbyrða
meira magn af þeim en leyfilegt er á
degi hverjum.
En þetta getur verið mjög erfitt þeg-
ar verið er á ferðalögum erlendis og
staðið frammi fyrir alls kyns útlendum
réttum sem eru yfirfullir af hitaeining-
um. Það er enginn vandi að varast að
fylla sig af steiktu fleski í morgunmat
eða að drekka sterka bjórinn um há-
degisbilið. í hálfþott af sterkum bjór
getur verið hvorki meira né minna en
sjötti hluti þeirra hitaeininga sem eiga
að nægja þér yfir daginn!
Það er ekki víst að allir geri sér ljóst
að einn diskur af spánska þjóðarrétt-
inum paella inniheldur allt að 800
hitaeiningar. Ef forrétturinn gazpacho
er látinn fylgja bætast 150 hitaeining-
ar við. Þær geta hæglega farið upp í
400 ef rækjumar em steiktar upp úr
smjöri. Glas af þurrn hvítvíni inni-
heldur 95 hitaeiningar en vínblandan
„sangria" er hættuminni því hún inni-
heldur ekki nema 50 hitaeiningar.
Hættumar em líka á Ítalíu. I einum
diski af spaghetti bolognese em 800
hitaeiningar. Til em ýmsir gómsætir
réttir úr kálfakjöti sem innihalda ekki
nema 450 hitaeiningar með grænmeti.
Sakleysislegur réttur eins og Parma
skinka með melónu inniheldur meira
en 300 hitaeiningar og í ábætisréttin-
um zabaglione em hvorki meira né
minna en 765 hitaeiningar.
Franskur matur er ekki hættu-
minni, þekktur fyrir fitandi eiginleika
sína. Allt er baðað í smjöri, rjóma og
olíu. Kunnur franskur réttur, Coq au
vin, inniheldur 610 hitaeiningar og
profiteroles, sem em kremfylltar
vatnsdeigsbollur með súkkulaðibráð,
em stórhættulegar og innihalda yfir
500 hitaeiningar hver bolla!
Frakkar hafa á undanfömum árum
verið að snúa sér frá þessari fitandi
fæðu og flestir kannast við „nýju
frönsku línuna". Þá em notaðar létt-
ar, hveitilausar sósur, sem hvorki
innihalda smjör eða rjóma, og áhersla
lögð á neyslu grænmetis og ferskra
ávaxta, létt kjöt og fisk. Þessi matur
er hins vegar oft mun dýrari en hinn
sem er meira fitandi.
í Ameríku er þessi hitaeiningabar-
átta ekki alveg eins erfið. Þar er
almenn megrun landlæg og allflestir
matsölustaðir bjóða upp á „eftirlæti
þeirra sem em í megrun“. Sá réttur
er oftar en ekki einhver útgáfa af kota-
sælu sem bragðbætt er með ananas.
Það gefur þó altént viðkomandi tæki-
færi til að borða hitaeiningafátækan
mat. 1 Bandaríkjunum er í tísku að
drekka ölkelduvatn eða sótavatn og
það em engar hitaeiningar í því.
Mörg af stóm hótelunum í Banda-
ríkjunum bjóða upp á sykursnauðar
matvömr auk sérstaks heilsufæðis, að
ógleymdri kotasælunni sem er mjög
vinsæl vestanhafe. Hótel Sameinuðu
þjóðanna hefúr látið útbúa langan
matseðil í samráði við bandarísku
heilbrigðisstofnunina þar sem er að
finna sælkeramat sem bæði er hitaein-
ingasnauður og saltlítill en ríkur af
treíjaefhum. Dæmigerður málsverður
af þeim matseðli gæti hljóðað upp á
rækjukokkteil, nautasteik, niðursneitt
kiwi og fersk jarðarber í eftirrétt. Þessi
máltíð inniheldur ekki nema 550 hita-
einingar. -A.Bj.