Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1986, Síða 11
I)V. LAUGARDA.GljR. ip. APRÍL1986.
11
Ég mætti á mannamót um daginn,
sem gerist stöku sinnum. Skrafaði
við fólkið og hlustaði, ráfaði á milli
og reyndi að átta mig á því hvað
væri efst á baugi. Þetta var svona
huggulegt selskap af góðu fólki,
sem telst ekki til neinnar stéttar
eða þjóðfélagsstiga öðruvísi en að
vera eins og fólk er flest, í fastri
vinnu, með heimili og sæmilega
nóg til að bíta og brenna.
En hvað var fólkið þá að tala um?
Einn hafði ákveðnar meiningar um
ríkisstjórnina og hafði allt á horn-
um sér, annar lýsti því fjálglega
hvaða vandræði hlytust af tolla-
lækkuninni á bílunum, sá þriðji
sagði farir sínar ekki sléttar af við-
skiptum við opinbera stofnun. Sá
fjórði kvartaði undan heilsunni og
sá fimmti sagði kjaftasögur af ná-
unganum. Frekar illkvittnar og
meinfýsnar, sem eru bestu kjafta-
sögurnar. Þetta var sem sagt
almennt rabb um daginn og veginn,
ekkert sérstakt á dagskrá og flestir
í góðu skapi, enda boðið upp á
kokkteil og fólkið að skemmta sér.
Ekki veit ég hvort það er sér-
þjóðleg árátta hjá íslendingum að
velta sér upp úr áhyggjum, vanda-
málum eða vandræðum annarra.
En hitt er ljóst að íslendingar eru
að minnsta kosti mjög framarlega
á því sviði. Það er nánast fyndið
hvað fólk leggur sig fram um að
ræða áhyggjur sínar, svo ekki sé
talað um hvað því er mikið niðri
fyrir þegar það fer að hafa skoðan-
ir á vandamálum þjóðarinnar eða
misgjörðum annarra.
Áhyggjurnar drepa okkur
Einhverntímann var sagt: Ástæð-
an fyrir því að fleira fólk deyr út
af áhyggjum heldur en vinnu sinni
er sú að áhyggjurnar hvíla þyngra
á þeim en vinnan. Ekki veit ég
hvort þetta er rétt með vinnuna,
því mér sýnist fólk gera lítið annað
en vinna daginn langan. En hitt
er rétt með áhyggjurnar. Við erum
stöðugt að hafa áhyggjur: áhyggjur
af fjármálunum, börnunum, bíln-
um. Og ef ekki okkur sjálfum þá
höfum við áhyggjur af öðrum. Ut-
varpið dengir yfir okkur fréttum
af slysum og stríðum, þjóðfélags-
fræðingar segja okkur að tuttugu
prósent þjóðarinnar séu undir fá-
tæktarmörkum, fyrirtæki fara á
hausinn og allt er meira eða minna
í lamasessi. Það er ekki nema von
að menn leggist í þunglyndi þegar
yfirþyrmandi tíðindi verða heimil-
isgestir á sjónvarpsskjánum og
allir í kringum mann eru barma-
fullir af vandamálum og heilagri
reiði út í vondu mennina sem eru
að eyðileggja allt fyrir góðu mönn-
unura.
Við erum víst öll undir þessa sök
seld. Þegar grannt er skoðað er
maður stöðugt að hafa áhyggjur
af einhverju, sérstaklega morgun-
deginum. Hver á að keyra barnið
á dagheimilið? Hvernig á að leysa
verkefnið í vinnunni? Hvernig á
öngla saman fyrir næstu útborgun?
Og svo fá áhyggjurnar útrás í
nöldri og nuddi út í heimilisfólkið:
hvar er blaðið frá því í gær, af
hverju er maturinn ekki tilbúinn,
er ekki hægt að þagga niður í þess-
um krakka og svo er skammast og
bölvað á háa céinu, þannig að há-
reystin berst yfir í næstu íbúðir.
Sannleikurinn er sá að við erum
svo upptekin við að tala um það
versta að við gleymum að njóta
þess besta. Dagsins í dag. Gleymum
að lifa lífinu. Og einn góðan veður-
dag uppgötvum við að tíminn er
floginn framhjá og við höfum ekki
mátt vera að því að njóta hans.
Hnyttinn maður sagði einu sinni:
Mikið lifandis skelfing eru dagarn-
ir langir og líflausir þegar allt
gengur snurðulaust og ekkert fer
úrskeiðis! Er þetta ekki einmitt
mergurinn málsins? Þegar allt er
með felldu erum við alveg miður
okkar i tilbreytingarleysinu. Eða
hvernig mundi fara fyrir fjölmiðl-
unum ef engir væru glæpirnir og
hvernig færi fyrir kokkteilpartíun-
um ef ekki væri hægt að lýsa
áhyggjum sínum af þessu eða hinu?
Og það væri aldeilis voðalegt ef
ekki væri hægt að segja kjaftasög-
ur af óförum annarra. Fólk mundi
sennilega drepast úr leiðindum ef
ekkert væri að! Sem betur fer kom-
ast fáir í þá neyð. Manni leggst
alltaf eitthvað til.
Sjálfum sér verstir
Ég var staddur í kirkju um dag-
inn og í miðri messu tók litill
krakki upp á því að grenja af slík-
um krafti að presturinn missti
nánast þráðinn. Ég geri ráð fyrir
að það hafi fleiri en ég látið þetta
fara í taugarnar á sér. Ekki síst
veslings móðirin, sem sat þarna
varnarlaus meðan hún vildi ekki
þagga niður í barninu með því að
kæfa það. Krakkinn þagnaði áður
en yfir lauk, en mér þykir líklegt
að kirkjuferðin verði aðstandend-
um barnsins minnisstæð fyrir þessa
sjálfsbjargarviðleitni barnsins til
að vekja á sér athygli frekar en
athöfnin sem var tilefni kirkjuferð-
arinnar.
Gamlir vinir mínir brugðu sér í
utanlandsreisu fyrr í vetur. Það
átti að vera skemmtiferð og var það
áreiðanlega. En helsta umræðuef-
nið eftir að heim kom var ekki
góða veðrið, kyrrlátir dagar eða
sögulegir áningarstaðir. Þessum
vinum mínum var það efst í huga
að þeir þurftu að bíða á Kastrup í
Ellert B. Schram
skrifar:
fimm klukkutíma, sem varð til þess
að þeir misstu af næstu vél og svo
koll af kolli. Ferðasagan gekk út á
að lýsa þessum vandræðum.
Um páskana var yndislegt veður
og ákjósanlegt skíðafæri. I skíða-
löndunum gátu menn notið sólar
og útiveru og heilbrigðrar hreyf-
ingar. Samt hitti ég þar fólk, sem
var upptekið af því að bölva biðröð-
inni og bílastæðunum og hóta því
að koma aldrei aftur. Sem var auð-
vitað hótun, sem kom þeim sjálfum
verst.
Og ferðalangurinn sem átti nóg
af peningum. Hann talaði mest
allra um hvað allt væri dýrt, tímdi
engu og fór heim í fúlu skapi.
Já, fólki finnst það mikið til-
breytingarleysi, langir og líflausir
dagar þegar ekkert fer úrskeiðis.
Það er alveg voðalegt áfall og eng-
inn veit í rauninni hvað hann á að
taka sér fyrir hendur ef vandamál
og áhyggjur eru ekki til staðar.
Þess vegna er um að gera að búa
þau til.
Meinfýsin kimnigáfa
Annars er rétt að viðurkenna eitt.
Maður þrífst á þessu vandamál-
astandi, sérstaklega púkinn í
manni. Þegar barnið í kirkjunni
færðist í aukana eftir því sem meir
var sussað á það hætti ég að láta
það fara í taugarnar á mér og
fannst þetta'dálítið fyndið hvernig
krakkinn lét.
Ég hafði, ykkur að segja, lúmskt
gaman af því þegar ég sá virðuleg-
an borgara renna sér augsýnilega
í fyrsta skipti á skíðum eins og
belja á svelli. Aumingja manninum
hefur ekki verið hlátur í huga. Það
hlær enginn að sjálfskaparvítinu,
en það gerði ég og allir hinir, af
því illkvittnin dillar okkur.
Mér finnst það líka grátbroslegt
þegar einhver tryllist í umferðinni
lokaður inni í sínum eigin bíl, án
þess að það snerti nokkurn mann
og enginn heyrir til hans. Og er
það ekki kómískt i meira lagi þegar
dagfarsprútt fólk fer að taka sig
alvarlega út af engu.
Ég er áreiðanlega ekki einn um
það að hlæja að óförum annarra.
Meinfýsin kímnigáfa loðir við
marga. Kannski þess vegna eru
kjaftasögurnar svo vinsælar sem
raun ber vitni. Kannski þess vegna
eru vandamálin svona eftirsótt
umræðuefni að menn vilja velta sér
upp úr þeim. Velta sér upp úr að-
hlátrinum ef ekki öðru.
Mikið rétt, stundum gerum við
axarsköft eða þá að áhyggjurnar
eru eðlilegar. Stundum verðum við
fyrir aðkasti, mætum mótlæti eða
eitthvað bjátar á, sem erfitt er að
sætta sig við. Lífið er ekki alltaf
dans á rósum. En hvað með það?
Öll él birtir upp um síðir. Og hver
er það sem man út af hverju var
rifist í síðasta mánuði, jafnvel í síð-
ustu viku? Er ástæða til að gera
veður út af öllum sköpuðum hlut-
um sem leysast oft af sjálfu sér eða
læknast með tímanum? Ef við bros-
um í umferðinni á lifsleiðinni og
hættum að taka hlutina of alvar-
lega komast áreiðanlega flestir að
þeirri niðurstöðu að dagarnir eru
hvorki langir né líflausir þótt
áhyggjunum sé sleppt.
Heimatilbúin vandamál
Sumum kann að þykja þessar
vangaveltur meinlausar. Þær risti
ekki djúpt í alvörugefinni umræðu
um lífsins gagn og nauðsynjar. En
er ekki stundum gott að líta sé
nær? Almenningur fær nóg af
brjálæðinu í Líbanon, pólitískri
þrætu og frásögnum af heimsböl-
inu. Og allir fá að vita að Clint
Eastwood er orðinn borgarstjóri i
villta vestrinu. En þegar allt kemur
til alls er þessi sami almenningur
upptekinn af sínum eigin nafla,
sínu daglega, hversdágslega lífi.
Upptekinn af sér og sínum.
Og þá er spurningin þessi: Gerir
það mikið til þótt menn séu mátu-
lega kærulausir og láti hverjum
degi nægja sína þjáningu? Eru
áhyggjurnar ekki heimatilbúið
vandamál sem fólk er að kalla yfir
sig af miskilinni hræðslu við langa
og líflausa daga? Hvernig væri að
reyna að lifa lífinu í stað þess að
vera sífellt að tala um það? Hvern-
ig væri að byrja strax í dag, varpa
af sér áhyggjunum og vandamálun-
um og reikna með því að heimurinn
farist ekki þótt ábyrgðartilfinning-
unni sé gefið frí? Þessi dagur
kemur aldrei aftur. Það gleymist
stundum.
Til hvers?
Einu sinni hafði ég forystu í mik-
ilvægri nefnd, sem fjallaði um
mikilvægan málaflokk. Mér þótti
nokkuð til þessarar virðingarstöðu
minnar koma og hafði stöðugar
áhyggjur af velferð og framgangi
mála ef mín naut ekki við á löngum
og ströngum fundum. En svo gerð-
ist það fyrir misskilning að aðrir
tóku við þessari mikilvægu nefnd
og ég uppgötvaði skyndilega að ég
var ekki ómissandi. Nefndarstörfin
ganga áfram eins og ekkert hafi í
skorist og ég man varla lengur í
hverju ég var að stússast eða út á
hvað mikilvægið gekk. Mér er jafn-
vel til efs að nokkur annar muni
einu sinni eftir því að ég hafi ein-
hverntímann skipt þama máli.
Á hverjum degi falla menn frá
og sumir þeirra hafa meira að segja
verið hinir merkilegustu menn. Við
syrgjum þá í andlátinu. Við lesum
um þá í minningargreinunum. En
svo? Svo líða árin og það fennir í
sporin og áður en varir eru þeir
flestum gleymdir og nýir menn eru
komnir í staðinn, sem fylla skörðin
líkt og hinir látnu hafi aldrei verið
til.
Og þá veltir maður fyrir sér öllum
þeim áhyggjum sem mikilvægir og
minna mikilvægir menn hljóta að
hafa haft á langri ævi og maður
spyr sjálfan sig: Til hvers þessar
áhyggjur? Er ekki eins gott að nota
löngu og líflausu dagana betur?
Ellert B. Schram
LANGIR OG LÍF
LAUSIR DAGAR