Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1986, Qupperneq 19
DV. LAUGARDAGUR12. APRlL 1986.
19
FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTAN
Austurstræti 17, III. hæð,
s.26278
„Við erum hér að kynna fólk fyr-
ir framtíðina og kynna hvað við
stöndum fyrir. Andstæðingar okk-
ar vilja kjósa um menn en við um
málefni," sagði Bjami P. Magnús-
son, efsti maður á framboðslista
Alþýðuflokksins, er hann ávarpið
fundarmenn á fyrsta formlega
kosningafundinum í kosningabar-
áttunni sem nú er að hefjast.
Fundurinn var haldinn á veit-
ingastaðnum Sprengisandi. Tæp
200 manns mættu til að hlýða á
frambjóðendur flokksins. Margir
máttarstólpar flokksins voru mætt-
ir. Hannibal Valdimarsson var
meðal þeirra. Einnig voru þarna
mættir Magnús H. Magnússon,
fyrrverandi ráðherra flokksins,
Bjarni Guðnason, fyrrverandi al-
þingismaður og svo að sjálfsögðu
formaðurinn, Jón Baldvin Hannib-
alsson.
Kaupleiguíbúðir
Alþýðuflokkurinn hefur hug á
því að gjörbreyta húsnæðismálum
hér á landi. Lögð hafa verið fram
fjölmörg þingmál til að leggja
áherslu á þetta. Eitt þessara mála
fjallar um kaupleiguíbúðir. Ragn-
heiður Björk Guðmundsdóttir, sem
skipar 3. sæti listans, gerði þetta
að umræðuefni. Hún sagði að nú
væri svo komið að fjölmargir væri
knúðir til að kaupa sér húsnæði
þó þeir hefðu ekki bolmagn til þess.
Kaupleiguíbúðir væri fyrirkomu-
lag sem vert væri að íhuga. Hún
nefhdi dæmi um 2,3 milljóna króna
íbúð. Hana væri hægt að eignast á
30 árum með þvi að greiða mánað-
arlega 6.754 krónur.
Þetta fyrirkomulag gerir ráð fyrir
að Húsnæðisstofhun láni um 80%
af byggingarkostnaði og viðkom-
Kosningaslagurinn hafinn:
fiskbúð. bifreiðaverkstæði, bilamálun,
bjórpubb, pylsuvagn, prentsmiðjur,
kjötvinnsla, harðfiskverkun og -sala,
ryðvarnarskáli, matvöruverslun með
kjötvinnslu, óskast strax, bakari,
snyrtistofa, þungavinnuvólar: t.d. jarð-
ýtur, payloader, o.fl.,
Vegna mikillar eftirspurnar getum við
bætt við okkur ýmsum fyrirtækjum á
söluskrá.
Opið alla daga frá kl. 9
til 17 og laugardaga frá
kl. 9 til 16.
Sölumenn:
Magnús Sigurjónsson hs. 79542
Birgir Þorvaldsson hs. 15299.
Hannibal Valdimarsson og eiginkona hans, Sólveig Ólafsdóttir.
Til sölu eru nú þegar eftir-
talin fyrirtæki:
•yndís Schram sagði að það hefði myndast djúp á milli fátækra og ríkra
lorginni. DV-mynd KAE
Vínveitingastaðir, barnafataverslanir,
vefnaðarvöruverslanir, fataverslanir,
videoleigur, sjoppur, kjörbúðir með
kvöldsöluleyfi, kjötverslanir, matvöru-
verslanir með videoleigum, bygginga-
vöruverslanir, heildsölur margs konar,
Oddaaðstaða
Bjami P. Magnússon lagði
áherslu á að Alþýðuflokkurinn
gæti náð oddaaðstöðu í borgar-
stjórn. Ef enginn einn flokkur næði
hreinum meirihluta væri nóg fyrir
Alþýðuflokkinn að ná inn 2 til 3
borgarfulltrúum. Til þess að svo
gæti orðið yrðu allir jafnaðarmenn
að styðja flokkinn. Flokknum hefði
áður tekist að sýna fram á mikið
fylgi í skoðanakönnunum. Það
væri ekkert því til fyrirstöðu að
ná 30% fylgi núna. „Þá á ég einnig
við stuðning frá Bandalagi jafnað-
armanna, því öll erum við jafnað-
armenn. Við eigum möguleika á
því að verða sterkt afl,“ sagði
Bjarni.
Bjarni benti einnig á að jafnræði
og lýðræði væri í fyrirrúmi. Á lista
flokksins væri skiptingin milli
kynjanna jöfn. Einnig væri öllum
stuðningsmönnum flokksins boðið
til að mæta á fundi á næstunni til
að móta stefnu flokksins í borgar-
málum.
Djúp á milli hinna ríku og fá-
tæku
„Nýlega voru vegfarendur spurð-
ir um borgarmálin í sjónvarps-
þætti. Það kom í ljós að fáir höfðu
svör á reiðum höndum. Svo virðist
sem fólk setji ekki samhengi á milli
lífskjara og stjómunar í landinu,"
sagði Bryndís Schram, sem skipar
annað sæti á lista flokksins.
Hún gerði að umræðuefni að fólk
yrði að íhuga hverjir stjómuðu
landinu og borginni því þeir hefðu
stöðugt áhrif á líf fólks frá vöggu
til grafar. Reyndar talaði fólk úti
á landi um velsæld í Reykjavík.
Það væri vissulega rétt. Hér væri
verið að byggja verslunarhallir og
næg atvinna. En það væri einnig
annað líf. Heilsulaust fólk, ein-
stæðar mæður og aldraðir lifðu
ekki við góð kjör. Það væri komið
djúp á milli hinna ríku og fátæku.
Á þessu þyrfti að taka. Auka þyrfti
samhjálp í þjóðfélaginu. Jafnaðar-
mennskan væri rétti valkosturinn
í þeim efnum.
Bryndís fjallaði einnig ítarlega
um nýja stefnu í húsnæðismálum
aldraðra og ungra. Nú væri svo
komið að eldra fólki reyndist erfitt
að losna úr sínu húsnæði til að
komast yfir í þjónustuíbúðir. Þetta
mætti leysa með því að veita ungu
fólki lán frá Húsnæðisstofnun, sem
um nýbyggingarlán væri að ræða,
til að kaupa húsnæðið af eldra fólk-
inu. Það gæti síðan keypt sér
búseturétt í þjónustuíbúðum eftir
ákveðnum reglum.
Fíkniefnavandamáiið
Halldór Jónsson læknir, sem
skipar 5. sætið á lista flokksins,
gerði fíkniefnavandamálið að um-
ræðuefni. Hann sagði að líkur
væru á því að þetta vandamál ætti
eftir að stækka á næstu ámm. Sér-
staklega ætti það eftir að aukast í
Reykjavík. Á þessu máli yrðu borg-
aryfirvöld að taka með festu.
fátækt. Hér væri einhver maðkur
í mysunni því þjóðartekjur hér
væm meðal þeirra sem hæstar ger-
ast. Skýringin á þessu væri auðvit-
að sú að ójöfnuðurinn væri mikill
og blasti við hvar sem á væri litið.
Hér væri fólk sem vissi ekki aura
sinna tal á meðan lágtekjufólkið
ætti ekki fyrir nauðþurftum. Samt
væri það þetta fólk sem legði mest
til í formi skatta. „Einstæðar mæð-
ur geta ekki sinnt börnum sínum
og gamla fólkið á ekki til hnífs og
skeiðar," sagði Kristín. „Pening-
arnir eru til en skipting kökunnar
er bara ekki réttlát."
andi sveitarfélag 20%. „Þetta
markar tímamót í húsnæðismálum
og gerir okkur kleift að koma þaki
yfir höfuðið,“ sagði Ragnheiður.
Breytum hrakspánum
í lok fundarins flutti formaður
flokksins, Jón Baldvin Hannibals-
son, hvatningarorð. Hann sagði að
lykilatriðið væri að flokkurinn
kæmist í oddaaðstöðu í borgar-
stjórn. Nú væru 49 dagar til
kosninga. Þá daga ætti að nota til
að láta allar hrakspár um fylgi
flokksins verða sér til skammar.
-APH
Fátækt þjóðarskömm
Kristín Arnalds kennari og 4. mað-
ur á lista sagði að það væri þjóðar-
skömm að hér á landi væri til
Magnús H. Magnússon og Jón Baldvin mættu á fundinn.
Alþýðuflokkurinn stefnir að
oddaaðstöðu í borgarsQóm