Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1986, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1986, Blaðsíða 20
20 DV. LAUGARDAGUR12. APRÍL1986. Opna skákmótið í New York: Smejkal og Sax duttu í iukkupottinn Helgi Ólafsson slakaði á klónni í lok skákmótsins í New York, sem lauk á þriðjudag. Er þrjár umferðir voru eftir var hann 'einn efstur og gat gert sér góðar vonir um að hreppa sigurlaunin eftirsóknarverðu, sextán þúsund Bandaríkjadali, sem efsta sætið gaf í aðra hönd. En Helgi hætti að tefla og efnishyggjan náði á honum tökum, þrjú stutt jafntefli urðu til þess að hann missti af efsta sætinu til Ungverjans Sax og Tékk- ans Smejkal. Þeir hlutu 7 v. af 9 mögulegum en Helgi, Fedorowicz (Bandaríkjunum) og Júgóslavamir Barlov og Djuric deildu 3.-6. sæti með 6 'A v. í 7. -19. sæti með 6 v. voru Jón L. Árnason, Cheorghiu (Rúmeníu), Garcia (Kólombíu), Ftacnik (Tékkó- slóvakíu), Hulak (Júgóslavíu), Adorjan (Ungverjalandi), Murey og Grúnfeld (ísrael) Lobron (V.-Þýska- landi) og Bandaríkjamennimir de Firmian, Benkö, Benjamin ogDlugy. Margeir Pétursson hlaut 5'A v. og Karl Þorsteins fékk 5 v. Tæplega hundrað skákmenn tóku þátt í efsta flokki en í heild vom um þúsund skákmenn samankomnir á Penta hótelinu - teflt var í sjö öðrum flokk- um og jafhvel „minni spámenn" börðust grimmt um vegleg verðlaun. Spennan var mikil í síðustu um- ferðinni enda til mikils að vinna. Rétt eins og á Reykjavíkurskákmót- inu á dögunum lauk mörgum skákum á efstu borðunum með jafn- tefli en þó ekki öllum eins og Helgi hafði vonast eftir. Hann lagði lín- umar með því að semja við Júgó- slavann Djuric ef'tir aðeins átta leiki og örfárra mínútna taflmennsku og það með hvítu mönnunum. Þar með lagði Helgi örlög sín í hendur keppi- nautunum sem létu ekki happ úr hendi sleppa. Smejkal bar sigurorð af Murey sem tefldi allt að því „ben- óníska“ byrjun. Og Sax vann Benkö eftir miklar sviptingar. Taugaspenn- an hafði sín áhrif í þeirri skák. Sax fómaði manni en grimmdin var ekki Skák JÓN L. ÁRNASON meiri en svo að hann bauð jafhtefli um leið. Benkö hefði áreiðanlega þegið boðið hefði það komið nokkr- um leikjum fyrr en fyrst hann sá fram á að verða manni yfir tók hann þann kostinn að tefla áfram - og tapaði. I endataflinu réð hann ekki við peðafylkingu Ungverjans með riddara sínum. Sax og Smejkal tefldu tvær hálf- tímaskákir að mótinu loknu til að skera úr um það hvor teldist sigur- vegari. Þúsund dalir til viðbótar vom lagðir undir og sjá mátti stór- meistarana skjálfa er tíminn var tekinn að styttast. Fyrri skákinni lauk með jafhtefli og þeirri seinni einnig. Er tíminn var svo styttur niður í 5 mínútur á kepp- anda reyndist Smejkal slyngari, enda er hann annálaður tímahraks- skákmaður. Smejkal hlaut því efsta sæti og samtals 13.500 dali en Sax fékk þúsund dölum minna. Báðir mega vel við una. Nærri lætur að verðlaun þeirra svari til a.m.k. fimm- faldra meðalárslauna í heimalöndum þeirra þar sem verðlag er lægra en við eigum að venjast hér véstar í álfu. Við íslendingamir tefldum alltof gloppótt að Helga undanskildum. Það var ekki fyrr en í lok mótsins sem við hinir komumst í gang. T.a.m. átti Margeir nokkrar lengstu skákir mótsins í lokaumferðunum og hann naut sín er hann var orðinn einn eftir uppi á sviði - rétt eins og á millisvæðamótinu í Biel. Karl tefldi við hvem stórmeistarann á fætur öðrum og má sæmilega við þau vopnaviðskipti una þótt hann geti auðvitað betur. Helgi byrjaði hins vegar með mikl- um látum og hafði hlotið 5 v. eftir 6 umferðir. Hann var þá einn efstur og ekki fór framhjá okkur félögum hans að nokkurs taugatitrings gætti. Það er erfitt hlutskipti að vera for- ystusauður í slíku móti og eins og dæmin sanna er algengt að menn taki upp á því að tefla langt undir styrkleika. Það er ómögulegt að segja hvað hefði gerst ef Helgi hefði reynt en það gerði hann ekki. Samdi um stórmeistarajafhtefli við Benja- min, Smejkal og Djuric í síðustu skákunum. Þessar þrjár skákir voru til samans 32 leikir og geri aðrir betur! En hræddur er ég um að ís- lenskir áhorfendur hefðu orðið móðgaðir. Hér kemur ein skáka Helga úr fyrri hluta mótsins. Hann yfirspilar íslandsmótið í sveitakeppni: utilokunaraðferðin ^ •• BAR AVOXT Leikur Delta og Pólaris á Islands- mótinu um páskana var sýndur á sýningartjaldinu, enda einn af lykil- leikjum mótsins. Bjöm Eysteinsson landaði skemmti- legum þremur gröndum fyrir Delta í spilinu í dag. Vestur gefur/allir á hættu: Norour + 9754 V KG1072 0 K2 4 104 Au>tub * D8632 V D 0 G1064 + 876 SumjK + ÁG v Á3 0 Á9853 + KG53 1 lokaða salnum sálu n-s Ásmundur Pálsson og Karl Sigurhjartarson en a-v Þorlákur Jónsson og Þórarinn Sigþórsson. Þar gengu sagnir á þessa leið eftir pólar- laufinu: Vestur Norður Austur Suður pass pass pass 1G pass 2L pass 2T pass 2H pass 2G pass 3H pass pass Ég er ekki vel að mér í pólarlaufinu en geri ráð fyrir því að Ásmundur hafi ætlað að reyna geim ef makker ætti annan hvom hálitinn. Ásmundur fékk níu slagi eftir laufútspil og í fijótu bragði er ekki hægt að sjá að vömin gæti betur. f opna salnum valdi Guðmundur Her- mannsson að gefa pósitífa sögn á norður- spilin og eftir það gaf Bjöm ekki eftir geimið; þar sátu n-s Guðmundur og Bjöm Eysteinsson en a v Guðlaugur R. Jó- hannsson og Öm Amþórsson: Vtstur + K10 V 98654 0 D7 + ÁD92 NÝ BRIDGEBÓK Nýlega kom út íjórða bók íslenska bridgesafhsins en svo nefhir bridge- meistarinn Siguijón Þór Tiyggvason útgáfu sína. Að þessu sinni velur Sigurjón að endurútgefa 30 greinar úr Bridge en svo nefndist bridgeblað það sem Jón Ásbjömsson hélt úti á árunum 1971- 1974. Sigurjón nefiiir bókina Bridge, 30 greinar og er hún vissulega fengur fyrir flesta bridgemenn. Þrír af okkar bestu bridgemeisturum eiga greinar í bókinni, Jón Ásbjömsson, Guðmund- ur Pétursson og Karl Sigurhjartarson, auk annarra. Efiiinu má skipta í aðalatriðum í kerfi og sagnvenjur, fræðsluefhi og skemmtiefrii. M.a. er bláa laufinu og Acol lýst. Vissulega vel til fúndhr útgáfa því Bridge Jóns Ásbjömssonar var ágætt blað sem synd var að lagði upp laup- ana á sínum tíma. fSLENSKA BRIDDSSAFNIÐ 4 Vestur Norður Austur Suður pass pass pass 1L pass 1H pass 2T pass 2S pass 3G pass pass pass Áhorfendur biðu spenntir eftir útspilinu því Bjöm átti vissulega möguleika þótt erfitt væri að koma auga á níunda slaginn. Guðlaugur spilaði út hjartasexi, lítið úr blindum og Bjöm drap með ásnum. Hann spilaði síðan meira hjarta, Guðlaugur stakk á milli og Öm kastaði laufaáttu (fiá- vfsun). Einhverjar vangaveltur vom hjá áhorfendum um að auðvelt væri að vinna spilið með því að spila strax laufi á tíuna. Það er rétt, þ.e.a.s. ef vestur drepur strax á drottningu. Ef hann gefúr hins vegar gengur sú leið ekki. Bjöm tók nú eitt hjarta í viðbót og Öm kallaði í spaða með tvistinum meðan Bjöm kastaði tígli. Bjöm spilaði nú laufatíu og Öm drap eftir nokkra umhugsun á drottn- ingu. Hann spilaði nú spaðakóng sem Bjöm drap á ásinn. Hann spilaði nú laufa- kóng, sem Öm gaf. Bjöm var nú á krossgötum í spilinu. Hann gat reynt að fella ás og níu saman í laufinu meðan hann átti innkomu á tígul- ás. Það var hins vegar ekki líklegt að Öm hefði kastað frá fjórlitnum í upphafi. Hins vegar var hann búinn að missa af því að prófa hvort tígullinn félli þvi hann átti enga ömgga innkomu. Útilokunaraðferð- in sagði Bimi því að spila spaðagosa og þegar tían kom frá vestri var spilið unnið. Spennandi spil og Delta græddi 10 impa. Barðstrendingafélagið í Reykjavík Mánudaginn 7. apríl lauk 5 kvölda barómeterkeppni félagsins (30 pör). Sigurvegarar urðu Sigurbjöm Ár- mannsson og Helgi Einarsson með 480 stig. Staða efetu para: stig 1. Sigurbjörn Ármannsson - Helgi Einarsson 2. Þórarinn Árnason - 480 Ragnar Björnsson 3. Edda Thorlacius - 273 Sigurður ísaksson 4. Jónína Halldórsdóttir - 213 Hannes Ingibergsson 211 5. Friðjón Margeirsson - Valdimar Sveinsson 171 6. Jónas Jóhannsson - Guðmann Hauksson 106 7. Gunnlaugur Þorsteinsson - Hermann Ólafsson 78 8. Þorsteinn Þorsteinsson - Sveinbjörn Axelsson 74 Bridge Stefán Guðjohnsen Mánudaginn 14. apríl kl. 19.30 hefst 2ja kvölda firmakeppni. Spilað er í Síðumúla 25. Dagana 18. og 19. apríl verður farin keppnisferð til Patreksfjarðar og Tálknafjarðar. Frá Bridgefélagi Tálknafjarðar Úrslit í páskatvímenningi félagsins urðu sem hér segir (spilað á 7 borðum): 1. Guðm. S. Guðmundss. - stig Ólafur Magnússon 2.-3. Ágúst Pétursson - 177 Ingv. Magnúsd. Patrf. 2.-3. Ölöf Ólafsd. - 169 Bjöm Sveinsson 4. Þórður Reimarsson - 169 Ævar Jónasson 5. Geir Viggóson - 165 Símon Viggósson 164 Nýlokið er tveggja kvölda butler- tvímenningskeppni. Úrslit urðu þar (spilað á 5 borðum): stig 1. Guðlaug Friðriksd - Steinberg Ríkharðsson 46 2. Guðm. S. Guðmundss. - Ólafur Magnússon 32 3. Þórður Reimarsson - Ævar Jónasson 8 Frá Bridgesambandi íslands Undanrásir íslandsmótsins í tvi- menningskeppni verða spilaðar um næstu helgi (12. - 13. apríl) í Gerðubergi í Breiðholti. Spilamennska hefst kl. 13 og verða spilaðar tvær lotur á laugardag. Þriðja lotan hefet svo kl. 13 á sunnudag og lýkur spilamennsku um kl. 18 þann dag. Þegar þetta er skrifað voru yfir 120 pör (240 manns) skráð tilþátttöku sem er algjör metþátttaka á íslandi í einni keppni. Spilað verður eftir Mitchell- tvímenningsfyrirkomulagi, 28 spil í hverri lotu, alls 84 spil í undanrásum. 24 efetu pörin öðlast síðan rétt til þátt- töku í úrslitakeppninni sem verður spiluð á Loftleiðum helgina 26. - 27. apríl. Bridgesamband íslands hefur valið landslið íslands 1986. Eru þau skipuð eftirtöldum spilurum: í opnum flokki, sem spilar á Norðurlandamótinu í Noregi: Jón Baldursson, Sigurður Sverrisson, Þorlákur Jónsson og Þór- arinn Sigþórsson. 1 kvennaflokki, sem einnig spilar í Norðurlandamóti kvenna í Noregi: Esther Jakobsdóttir, Valgerður Kris- tjónsdóttir, Dísa Pétursdóttir og Soffia Guðmundsdóttir. Þær Dísa og Soffia eni frá Akureyri. I yngri flokki, sem keppir á Evr- ópumóti yngri landsliða í Ungveija- landi: Karl Logason, Svavar Bjömsson, Jakob Kristinsson og Júl- íus Sigurjónsson. Auk þeirra mun Ragnar Magnússon taka sæti í liðinu. Fyrirliði í Noregi verður Bjöm The- odórsson og fyrirliði í Ungverjalandi verður Ólafur Lárusson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.