Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1986, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1986, Qupperneq 24
24 DV. LAUGARDAGUR12. APRÍL1986. Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn Besti harðfískur í heimi Úti í hinum stóra heimi eru til svokallaðar „delekatessen“versl- anir. Smáverslanir þessar selja ýmiss konar matvörur. Sumar verslanirnar eru sérhæfðar og selja t.d. eingöngu pylsur eða osta, svo eitthvað sé nefnt. Að Framnesvegi 44 í Reykjavík er verslunin Svalbarði og er hún sannkölluð „delekatessen“búð. Kaupmennirnir í Svalbarða heita Björgvin Magnússon og Hallur Stefánsson. Þeir félagar hafa sér- hæft sig í sölu á harðfiski. Verslunin Svalbarði er án efa eina sérverslunin í heiminum sem selur harðfisk. Þeir félagar selja aðeins fyrsta flokks vöru. Harðfiskurinn kemur vestan af fjörðum og er hann verkaður á gamla mátann, þ.e.a.s. hann er úti- þurrkaður. Hér er því um úrvals- vöru að ræða. Nú orðið er farið að vélþurrka harðfiskinn í auknum mæli áður en hann er bragðbættur með salti og sykri. Þessi harðfiskur er oftast of þurr og bragðlítill og jafnast ekki á nokkurn hátt við gæðaharðfiskinn frá þeim félögum Björgvini og Halli, kaupmönnun- um í Svalbarða. Enda hefur harð- fiskurinn frá þeim félögum náð óhemjuvinsældum. Fólk kemuralls staðar að til að kaupa sér harðfisk. Fregnir af þessum úrvals harðfiski hafa borist víða. Kráareigandi nokkur í Vestur-Berlín kynntist harðfiskinum frá þeim félögum gegnum íslenskan stúdent, sem bjó hjá systur hans. Hann varð svo hrifinn að hann lætur senda sér harðfisk með reglulegu millibili og býður helstu gestum sínum á kránni upp á harðfiskinn. Þá fær aðstoðarsj ávarútvegsráðherra Noregs sendingu frá þeim félögum öðru hverju. Islendingur nokkur, búsettur í Bandaríkjunum, bað þá félaga að senda sér harðfisk með hraði og einn kassa af Prince Póló. Já, það eru margir sólgnir í harð- fiskinn frá þeim félögum. Fyrir jólin höfðu þeir ekki undan að senda harðfisk til íslendinga bú- settra erlendis. Sem dæmi um það magn sem þeir selja þá nota þeir árlega um 150 tonn af blautfiski - hvorki meira né minna. Hver er svo galdurinn? Jú, eins og áður sagði þá er harð- fiskurinn útiþurrkaður og er aðeins notað fyrsta flokks hráefni eða vestfirskur bátafiskur. Þá geyma þeir félagar harðfiskinn í frysti þar til hann er settur í búð- ina. Hallur hefur hannað sérstaka vél til að valsa fiskinn eftir sérstakri aðferð. Þá geta þeir boðið við- skiptavininum allar gerðir af harðfiski, þ.e.a.s. feitan, magran, mikið þurrkaðan, barinn eða óbar- inn, roðflettan eða með roði. Þeir Hallur og Björgvin selja ýmsar aðrar vestfirskar úrvalsvör- ur, eins og ekta hnoðmör, hákarl frá Hnífsdal og ekki má gleyma þorskhausum. Þá bjóða þeir upp á kofareyktan rauðmaga frá Húsa- vík og er hann hreint afbragð. F. HÁmiittit 1 i»v' m Hmm | Wf Björgvin raðar harðfiski gluggann. Hallur var með venjulega ný- lenduvöruverslun hér áður fyrr. Fyrir nokkru lokaði hann búðinni og fóru þeir félagar að vinna í JL- húsinu. En þegar margir smákaup- menn voru að loka og gefast upp í samkeppninni við stórmarkaðina hættu þeir félagar í JL-húsinu og fóru að selja harðfisk og aðrar úrv- alsvörur. Verslunin Svalbarði á Framnes- veginum er vinaleg, lítil verslun sem minnir á liðna tíð. Húsið er byggt af Vélstjórafélagi íslands árið 1932 og þar var verslun og bakarí á sínum tíma. Það verður enginn svikinn af að heimsækja þá félaga og höndla harðfisk heimsins besta harðfisk. Einar og Höskuldur geta rólegir haldið áfram að selja ítölsk vín. Eru ítölsku vínin örugg? Sem kunnugt er af fréttum hafa eitruð ítölsk vín komist á markað. Danska matvælaeftirlitið hefur fundið tréspíritus í ítölskum vermút. ítalir eru mestu vínframleiðendur í heiminum og framleiðslufyrirtækin fjölmörg. A síðustu árum hefur gæðaeftirlit á vínum á Ítalíu verið hert allverulega. Er unnið að því að koma upp svipuðu kerfi og er í Frakklandi. Þrátt fyrir hert eftirlit gerist slys sem þetta, þ.e.a.s. fram- leiðendur koma víni, sem blandað hefur verið i tréspíritus, á markað. Til þess að fá gott verð fyrir vín verður það að uppfylla vissar kröfur, svo sem um styrkleika, lit, bragð og efnasamsetningu. Það er því mikil freisting hjá framleiðendum að setja aukaefni í vínin til að hækka verðið. En upp koma svik um síðir og í þessu tilviki hefur það kostað mörg manns- líf. Það eru einkum smáfyrirtæki sem UMSJÓN: SIGMAR B. HAUKSSOISI freistast til að grípa til örþrifaráða. Vínin frá þeim fara oftast á innan- landsmarkað eða til landa Eíhahags- bandalagsins. Þau vín, sem hér eru á markaði, eru öll frá virtum fyrir- tækjum, mætti t.d. nefna Martini og Rossi. Hjá þessu fyrirtæki er mjög öflugt innra eftirlit á allri fram- leiðslu. Sama má segja um hið virta fyrirtæki Ruffino. Þessi fyrirtæki flytja út mestan hluta framleiðslu sinnar og því er allt eftirlit sérlega strangt. Sömu sögu er að segja um fyrirtækin Antinori, Fratelli Pasqua og Villa Banfi. Okkur Islendingum ætti því að vera óhætt að drekka hin ljúfu ít- ölsku vín. Þess má einnig geta að eftir að fréttin um hin eitruðu ítölsku vín barst út hafa ýmis fyrirtæki víða um heim látið rannsaka ítölsku vínin sérstaklega, má t.d. nefna áfengi- seinkasölu Svía. Þá hafa ítölsk yfirvöld brugðist hart við og er talið að í það minnsta einn ráðherra verði að segja af sér. Rétt er þó að ráðleggja fólki, sem er á leið til útlanda, að drekka ekki ódýr ítölsk vín frá óþekktum fyrir- tækjum. / Amsterdam Amsterdam er nú orðin vinsæll áningarstaður íslenskra ferða- manna. Frægust er borgin fyrir hin stórkostlegu listasöfn. Það er svo sannarlega þess virði að heimsækja Amsterdam, þó ekki sé nema til að kynnast söfnunum. Það sem gerir þó Amsterdam ólíka öllum öðrum borg- um í Norður-Evrópu er hið austur- lenska yfirbragð. Holland er gamalt nýlenduveldi og eru því þúsundir Asíubúa búsett í landinu, aðallega fólk frá Indónesíu. Eitt af því sem fr heillandi við þjóðir Asíu er að þær ytja matarmenningu sína með sér hvert sem er. Kínverskir og indver- skir veitingastaðir eru í nær öllum borgum heims. í Amsterdam er óvenju mikill fjöldi „Asíu“veitingastaða og það sem meira er, margir mjög góðir. Mest ber á indónesískum veitingahúsum sem eðlilegt er. Indónesískur matur er ljómandi góður og gaman að borða hann. Þeir sem snætt hafa indónes- ískan mat kannast eflaust við svokallaða „rijsttafel" sem er hrís- grjón með 14-20 smáréttum. , - Rijsttafel gefur ágæta mynd af indónesískri matargerðarlist. Indó- nesískur matur er ólíkur þeim kínverska. Það sem einkennir indónesískan mat er kókosmjólk sem er mikið not- uð, svo og kjúklingar, svínakjöt og grænmeti. Maturinn er gjarnan kryddaður með sambal sem er sterk- i|r pipgr. Ask Eins og áður sagði er mikill fjöldi indónesískra veitingahúsa í Amst- erdam. Þau eru vitaskuld misgóð eins og gengur og gerist. DJAWA við Korte Leidsedwarstaad nr. 18 (rétt hjá Leidseplein) er heppilegur ef margir eru saman því staðurinn er rúmgóður og verðið hagstætt. Starfsfólkið er sérlega hjálplegt og tilbúið að leiðbeina gestunum um leyndardóma indónesískrar matar- gerðarlistar. Sumir segja þó að SAMA SEBO sé besti indónesíski veitingastaðurinn í Amsterdam. Eigandinn, Sebo Woldr- ingh, sér um matreiðsluna og er hann hreinn snillingur. Það er ekki auð- hlaupið að því að fá borð á SAMA SEBO. Seinast þegar Sælkerasíðan var í Amsterdam var allt fullt þrjú kvöld fram í tímann - þannig að það er vissara að panta borð tímanlega - síminn er 246016. í Amsterdam eru vitaskuld mörg kínversk veitingahús. Rétt hjá kon- ungshöllinni er eitt aldeilis frábært, svo ekki sé meira sagt, en það heitir CHINA CORNER. Stór hluti gest- anna er Kínverjar og þeir sækja ekki nema „ekta“ kínversk veitingahús. Á CHINA CORNER er matreitt samkvæmt Canton-aðferðinni í kín- verskri matargerð. Á matseðlinum eru yfir 160 réttir. Auðvitað koma allir kokkarnir frá Kina og eitt af því sem einkennir staðinn er að boð- ið er upp á „ekta“ k-ínverskan mat en ekki mat sem er aðlagaður hefur verið smekk Vesturlandabúa. Meðal rétta á seðlinum mætti Matreiðslumeistarinn á „The Tando- or“ með rauðakjúklinga, þ.e.a.s. kryddaða kjúklinga, tilbúna í ofninn. nefna „kjúkling með sojabaunasósu" sem er aldeilis frábær. Þá eru á seðl- inum ýmsir fágætir réttir eins og t.d. froskalæri og „Tio Pan“ sem eru ýmsir réttir bornir fram á logandi heitum járndiski. En óvenjulegasti rétturinn var þó „fiskhausastappa með kínakryddi" - bragðsterkur réttur en góður. Já - það verður eng- inn svikinn af að heimsækja hinn ágæta kínveska veitingastað, CHINA CORNER. Heimilsifangið er: Damstraat 1 og síminn: 228816. Rétt hjá CHINA CORNER er jap- anski veitingastaðurinn EDO sem er við Dam 9, eða í Hotel Krasnapol- sky. Kokkurinn stendur við borðið og matreiðir allt fyrir raman gestinn. Þessi matreiðsluaðferð kallast „hibachi" og er mjög vinsæl í Banda- ríkjunum. Segja má að kjarninn í matreiðslunni sé að láta hráefnið njóta sín til fulls. Fiskréttirnir eru ljómandi. Einn rétturinn er t.d. lax, kolkrabbi og hörpuskelfiskur. Á boð- stólum eru japanskar drykkjarvörur, japanskt te, plómuvín og hinn ágæti japanski bjór, Kirin. Þá er í Amsterdam kóreskur veit- ingastaður við Prins Hendikkage 16. Síminn er 223267. Það er gaman að kynnast kóreskri matargerðarlist en hún er eiginlega blanda af kínveskri og japanskri matargerð og einnig gætir mongólskra áhrifa. Kóreskur matur er vel kryddaður. Vinsæll rétt- ur er „bulgogi" sem er glóðarsteikt kjöt, aðallega andakjöt, kjúklingur, nauta- og svínakjöt með sérlega bragðgóðum sósum. Hægt er að fá nokkurs konar „sýnishornamatseð- il“ og fær'þá gesturinn sína ögnina af hverju. Kóreubúar eiga það sam- eiginlegt með okkur Norðurlandabú- um að þeim finnst gott að fá sér snafs með matnum. Þeirra brennivín er þó sennilega „hollara" en okkar því það er unnið úr hinni hollu ginseng-rót. Kóreskur matur er, eins og áður sagði, bragðmikill en svo sannarlega spennandi. Við Leidseplein 19 var nýlega opn- aður indverskur veitingastaður sem hefur náð miklum vinsældum og heitir hann THE TANDOOR. Þar er matreitt samkvæmt hinni svoköll- uðu „tandoor“aðferð sem er upp- runnin í Norður-Indlandi. Kjötið er marinerað í kryddsósum sem oft eru gerðar úr jógúrt og síðan er kjötið steikt í hlöðnum steinofni. Á THE TANDOOR er einnig á boðstólum mikið úrval frábærra grænmetis- rétta. Þessi staður býður upp á sérstaklega góðan indveskan mat, enda vinsæll, og því rétt að panta borð. Síminn er 234415. Já, það má segja að það sé hægt að kynnast Asíu í Amsterdam.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.