Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1986, Page 27
DV. LAUGARDAGUR12. APRÍL1986.
27-
Handknattleikur unglinga - Handknattleikur unglinga - Handknattleikur unglinga
Svipmyndir úr
leikjum helgarinnar
Opnað fyrir hornamann. Það er margt sem þeir geta gert, strákarnir i 6.
flokki. Oft voru tilþrifin mikil.
Stjörnuleikmaður í 2. flokki kvenna í dauðafæri í horninu. Þvi miður skaut
hún fram hjá markinu að þessu sinni.
Titli fagnað í leikslok. Fögnuður Víkingsstelpnanna varð mikill eftir sigurinn
á Haukum í 2. flokki kvenna.
Sigrún Olafsdöttir í miðju og Margrét Hannesdóttir t.h. ásamt fyrirliðanum,
önnu Maríu Bjarnadóttur.
„Sigurinn er þjálfar-
anum að þakkau
- sögðu Sigrún Ólafsdóttir og
Margrét Hannesdóttir úr Víkingi
Eftir verðlaunaafhendinguna í 2.
flokki kvenna ræddi unglingasíðan
við Sigrúnu Ólafsdóttur, markvörð
Víkings, og Margréti Hannesdóttur.
Andlit þeirra ljómuðu þar sem þær
virtu fyrir sér verðlaunabikarinn.
- Hvernig líður ykkur að sigri
loknum, stelpur?
„Okkur líður alveg æðislega vel,“
sögðu þær Sigrún og Margrét. „Við
áttum alls ekki von á þessu. 1 haust
ætluðum við að komast í úrslit. Þeg-
ar við vorum komnar í þau var
stefnan sett á verðlaunasæti og þá
fyrst fórum við að hugsa um að ls-
landsmeistaratitill væri möguleiki
þegar við vorum öruggar í úrslita-
leikinn. Þetta er þjálfaranum,
Þorsteini Jóhannessyni, að þakka.
Nú, fyrirliðinn á afmæli í dag þannig
að þetta er góð afmælisgjöf handa
henni. Nú ætlum við bara að setja
stefnuna á íslandsmeistaratitil á
næsta ári,“ sögðu þær Sigrún og
Margrét að lokum.
Svekkjandi að tapa
- segja þeir Rögnvaldur Johnsen og Bragi
Pálsson úr 6. flokki Stjörnunnar
Þeir Rögnvaldur Johnsen og Bragi
Pálsson voru að vonum niðurlútir
eftir tapleikinn gegn HK. En þeir
voru fljótir að ná sér og fengust til
að ræða við blaðamann unglingasíð-
unnar.
- Hvernig var að tapa þessum leik,
strákar?
„Það var mjög svekkjandi," sögðu
þeir._„Þetta er að vísu góður árangur
en betra hefði verið að vinna. Við
erum samt ánægðir, þetta er fyrsta
árið okkar í handbolta. Við áttum
ekki von á þessu í haust. Við byrjuð-
um illa í 1. umferð en höfum síðan
bætt okkur mikið og náðum því að
komast í úrslit. Þetta varð alltaf
betra og betra og endar svo með öðru
sætinu. Það er fínt.
Við höfum æft þetta einu sinni í
viku og oft fengið aukaæfíngar.
Þjálfarinn, Erla Rafnsdóttir, er góð-
ur.
Bragi Pálsson og Rögnvaldur Jo-
hnsen úr 6. flokki Stjörnunnar. Þeir
stóðu sig vel um helgina, eins og
reyndar allir strákarnir.
6. flokkur karla:
HK eignast sína fyrstu Islandsmeistara
Úrslitakeppnin í 6. flokki karla fór
fram í Ásgarði í Garðabæ. Leikimir
voru mjög skemmtilegir á að horfa
og fjölmargir áhorfendur voru komn-
ir til að fylgjast með. Þarna mátti
sjá leikmenn sem eflaust eiga eftir
að láta að sér kveða í framtíðinni.
Hörð barátta var í öllum leikjunum
og var hver leikur úrslitaleikur.
HK-strákarnir léku af miklu ör-
yggi og sigruðu alla andstæðinga
sína. Þeir höfðu meistaraheppnina
með sér í leik sínum gegn UBK þar
sem þeir skoruðu sigurmarkið á
lokasekúndum leiksins.
Stjörnumenn urðu í öðru sæti, sigr-
uðu UBK og Selfoss en töpuðu gegn
HK í spennandi leik. Selfyssingar
stóðu sig vel og náðu þriðja sætinu
á undan UBK sem tapaði öllum leikj-
um sinum naumlega og hefði með
meiri heppni náð lengra en raun
varð á.
6. flokkur HK, íslandsmeistarar 1986. Talið frá vinstri, efri röð: Þorsteinn Einarsson, formaður handknattleiksdeild-
ar, Sigurður T. Valgeirsson þjálfari, Gunnleifur Gunnleifsson, Gunnar Ingvarsson, Sæþór Ólafsson, Guðmundur,
Gunnar örn, Pétur Oli, Pétur, Þór Ásgeirsson þjálfari. Neðri röð: Einar Freyr Sverrisson, Geir Ómarsson, Atli Þór
Alfreðsson, Hafþór Hafliðason fyrirliði, Jón Þorgrímur Stefánsson, Gunnar Már Sverrisson, Einar Valur Þorvarðar-
son og Atli Kristjánsson.
Lið Grinda?
víkur
sigraði
í 4. flokki
kvenna
Úrslit í 4. flokki kvenna fóru fram á
Selfossi. Þar léku allir við alla þannig
að leikir urðu margir á livert lið.
Úrslit í 4. flokki kvenna:
Grótta-UMFG 4-6
Grótta-KR 4-8
Grótta-Selfoss 2-3
Grótta-Fram 6-B
Grótta-Fylkir 4-4
UMFG-KR 7-5
UMFG-Selfoss 4-3*.
UMFG-Fram 8-4
UMFG-Fylkir 9-3
KR-Selfoss 7-5
KR-Fram 8-6
KR-Fylkir 7-7
Selfoss-Fram 7-9
Selfoss-Fylkir 13-2
Fram-Fylkir 5-4
Staðan:
UMFG 5 34-19 5 0 0 10
KR 5 35-29 3 1 1 7
Fram 5 30-33 2125
Selfoss 5 31-24 2 0 3 T
Grótta 5 20-27 0232
Fylkir 5 20-38 0 2 3 2
Lið Grindavíkur var öruggur sig-
urvegari í 4. flokki kvenna og bar
sigur úr býtum í öllum leikjum sín-
um. KR-stelpurnar stóðu sig einnig
vel en töpuðu óvænt stigi gegn Fylki
í síðasta leik sínum.
Úrslita-
leikir
halda
áfram
um helgina
Úrslitaleikir halda áfram um helg-
ina - þeir hófust reyndar í gærkvöldi.
Úrslitaleikir í 4. flokki karla fartr
fram í Ásgarði í Garðabæ. Þar leika:
A-riðill: Selfoss, Stjarnan, Grótta,
Þór, AK, og Þór, Ve.
B-riðill: Fram, Valur, Týr og Vík-
ingur.
Stjarnan varð íslandsmeistari í 4.
flokki í fyrra. Keppni í 3. flokki karla
fer fram í Seljaskóla. í A-riðli leika,
UBK, KR, Selfoss og Þór, Ak.
í B-riðli eru Stjarnan, Haukar, lR
og Ármann.
FH varð íslandsmeistari í fyrra.
Leikir í 5. flokki karla fara fram á
Akranesi.
í A-riðli leika Stjarnan, Fram, Týr,*
UMFA og Þór, Ákureyri. 1 B-riðli
eru Valur, Grótta, ÍA, ÍR og Höttur.
íslandsmeistri í 5. flokki 1985 varð
UMFA.
3. flokkur kvenna leikur í Keflavík.
A-riðill: Stjarnan, Víkingur, ÍR,
Haukar og Þór, Ak.
B-riðill: UMFN, Týr, ÍBK, FH.
Grótta varð íslandsmeistari í fyrra.