Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1986, Side 35
DV. LAUGARDAGUR12. APRÍL1986.
35,
Eiserfeld 31. mars 1986
I síðustu grein dáðist ég þessi
ósköp að veðrinu - vor væri í lofti
og fuglar syngjandi. - Það er eins
með veðrið og íslensku vegina. Ef
svo vill til að stuttur vegarkafli er
holufár þá fer maður að dást að því
hvað vegurinn upp í Borgarfjörð
sé yfirhöfuð góður um þessar
mundir - innan skamms hefur því
hraðinn aukist að mun - en fyrr
en varir hrekkur bíllinn úr gír um
leið og hann fer ofan i drulludrag.
- íslenskan veg má ekki lofa - ekk-
ert fremur en veðrið. - Þegar sólin
skín inn um gluggann að morgni
lofar maður blessaða blíðuna, um
hádegi þykknar síðan upp og
skömmu síðar er farið að snjóa eða
rigna.
Veðurguðirnir eru óútreiknan-
legustu höfuðskepnur jarðar sem
hvorki má lofa né lasta. Einn dag-
inn finnst manni þeir sanngjarnir
og þakkar þeim innvirðulega fyrir
rausnarskapinn eins og mér varð á
um daginn. - Mér hefndist náttúr-
lega fyrir. f dag er páskadagur og
nú snjóar látlaust. Sem dæmi um
úrkomuna má geta þess til fróð-
leiks að í þorpi hér skammt frá, sem
að vísu liggur 300 m hærra en Eis-
erfeld, þurfti snjóplógurinn að fara
um allar götur í morgun. Eins og
veðrið lofaði góðu hér á dögunum;
enda gekk þá bjartsýnisalda yfir
alla. Páskarnir eru á hinn bóginn
harla daufir. Fólk heldur sig mest
inni við og reynir að hlúa að stofu-
blómunum sem hafa einnig lagst í
þunglyndi. Á meðan verða sumar-
blóm í görðum, sem á síðustu
dögum hafa verið að rembast við
að springa út, að taka ákvörðun
upp á sitt eindæmi um það hvort
þau eigi að skríða aftur inn í lauka
sína eða taka þátt í þeirri tíma-
skekkju sem hófst í nótt sem leið.
- Þá var klukkunni breytt, þ.e. flýtt
um eina klukkustund; það þýðir
að skollinn er á „sumartími". Samt
snjóar án afláts.
Lítil þúfa að morgni
- James Bond að kveldi
Páskahelgin hér er að mínum
dómi ekki alveg eins hátíðleg og
heima á Fróni. Heilagleikinn
kannski eitthvað minni, a.m.k. á
meðal lúterskra hér í Eiserfeld. f
kaþólsku bæjunum í nágrenninu
er a.m.k. meiri kirkjusókn.
Föstudagurinn langi var t.d. ekki
sorglegri en það að bensínstöðvar
voru opnar og sömuleiðis ísbúðin.
Andaktin í kvöld, á sjálfan páska-
Hjalti Jón Sveinsson
skrifarfrá Þýskalandi.
aaginn, er eKKi mein en svo a „ras
1“ í sjónvarpinu að klukkan 20.15,
á besta útsendingartíma strax að
loknum fréttum, verður James
Bond á skjánum í myndinni „You
only live twice“, eins og hún heitir
á frummálinu. Á hinn bóginn var
sýnt íslenskt sjónvarpsleikrit í
morgun snemma ó þessari sömu
rás, kl. 10.15 á nýja sumartímanum
á meðan stór hluti þjóðarinnar svaf
væran. Það var hið snotra verk
Ágústs Guðmundssonar „Lítil
þúfa“, ef mig misminnir ekki ís-
lenskt heiti þess. Auðvitað var hún
með þýsku tali. Ankannalegt var
að heyra leikenduma fara með
þýskan texta lýtalaust. Er það
staðreynd að Þjóðverjar eru snill-
ingar í því að hljóðsetja erlendar
kvikmyndir á þennan hátt um leið
og þeir reyna að velja samsvarandi
raddir fyrir hvem og einn. - Hin
„listræna blekking" var nær algjör
að þessu leyti í morgun.
Af eggjum og páskahérum
Það er óhætt að fullyrða að há-
tíðleiki páskanna sé meiri á íslandi
en meðal Þjóðverja. - Það fer meira
fyrir bakgrunni þeirra, minning-
unni um upprisu Krists. Hvort sem
menn trúa henni eða ekki, þá er
biblíusagan falleg og við hæfi að
rifja hana upp árlega í vetrarlok.
Þessa upprifjun helgisögunnar
finnst mér vanta hér - kannski af
meðfæddri íhaldssemi. Hér snýst
allt um páskaegg og páskahéra úr
súkkulaði. Póskaeggin frá Mónu,
Freyju og Síríus duga ekki til. Úr
súkkulaðinu eru ekki síður steyptir
hérar í ýmsum stærðum. Tengslin
þarna á milli em í því fólgin að
eggin eru tákn frjósemi og hérinn
er einn vorboðanna. Hér er siður
að á páskadagsmorgun fái bæði
börn og fullorðnir sérstaka páska-
bakka, eða körfur hlaðnar lituðum
hænueggjum, súkkulaðieggjum í
ýmsum stærðum og síðan páska-
hérum. Fólk skiptist gjarnan á
smágjöfum en á síðustu árum er
það farið að ganga út í öfgar á
heimilum. Piltkorn í næsta húsi
mátti t.d. velja á milli þess hvort
það fengi í páskagjöf vikudvöl á
hestabúgarði eða skjátölvu. Þetta
er dæmi um öfgar nútímaþjóðfé-
lags.
- Það snjóar enn og James Bond
er að byrja í sjónvarpinu. - Sá á
kvölina sem á völina, ég á a.m.k. í
mesta basli með að taka ákvörðun
um hvort ég eigi að horfa á þennan
riddara atómaldar skjóta bófa og
fleka fagrar konur ellegar fletta í
biblíunni og lesa söguna af upp-
risunni. - Hvort er vænlegra til
þess að gleyma ósanngjörnum veð-
urguðum? Hjalti Jón Sveinsson.
Dansi, dansi dúkkan mm...
Fyrir stuttu var sýnt í sjónvarpi
frá úrslitakeppni í svokölluðum
Free Style dansi; öðru nafni dans
með frjálsri aðferð.
Ekki ætla ég að fjalla um dans-
ana sem dansaðir voru. Ungir
krakkar iðka að sjálfsögðu þá
danslist sem þeim þóknast án af-
skipta málfræðinnar. Og mín vegna
mega menn dansa allsberir með
hvaða aðferð sem er og það jafnvel
þótt þeir vinni á opinberri skrif-
stofu til að afia sér aukaskildings.
En nöfn danshópanna vöktu at-
hygli mína. Þeir hétu flestir erlend-
um nöfnum. Kynnirinn lenti til að
mynda í stökustu vandræðum því
íslensk tunga
að erlend nöfn fylgi. Hitt er annað
mál að mér finnst það lýsa litlu
hugmyndaflugi, minnimáttar-
kennd og ósjálfstæði gagnvart
hinum erlendu fyrirmyndum.
En ef til vill er ekki við öðru að
búast á þessum síðustu og verstu.
Er þetta af hinu illa?
Þá vaknar spurningin hvort þetta
sé slæm þróun.
Því er illt að svara til hlítar.
Þessi fáu nöfn ein sér gera ekkert
illt, skemma hvorki nútíð né fram-
tíð íslenskrar tungu. Þetta er tíska
sem líður hjá fyrr en varir.
Ef hins vegar allar tískusveiflur
eru undir sömu sök seldar, að fá
erlend heiti, þá lítur málið öðruvísi
út. Um það ætla ég þó ekkert að
fullyrða, maður málar ekki skratt-
ann á vegginn að óþörfu. Þó er
alveg ljóst að erlend máláhrif eru
mikil á vissum tiskusviðum.
Ekki veit ég hvort unnt væri að
sporna við þessu ef menn kysu það.
tískusveiflur unglinga og annarra
fara sínar eigin leiðir og taut og
raul úr munni mólverndunar-
manna hafa takmörkuð áhrif.
Ég hef áður látið í ljós þá skoðun
mína að íslendingar læri nú meira
um íslenska tungu og bókmenntir
en nokkru sinni áður. Það er því
ekki kunnáttuleysi sem ræður.
Kannski er um að ræða þverrandi
virðingu manna fyrir uppruna sín-
um og sameiginlegum arfi.
En nóg um það.
Á eignast lamb
Þessa fyrirsögn gat að líta í einu
dagblaðanna nýlega.
Hún minnti mig á eftirfarandi
samtal tveggja manna. Annar
sagði: Á á Á á á. Og hinn svaraði
að bragði; Á, á Á á Á á!
Þetta þýðir Árni ó Á (bæjarnafn)
á á (kind). Og svar hins mannsins
verður auðskilið.
Þetta á er nefnilega vandræða-
orð. Það getur brugðið sér í margra
kvikinda líki og og sumir líta jafn-
vel ekki ó þetta sem orð eins og
einn gamall nemandi minn sem
átti að orðflokkagreina setning-
una. Hann er á leið heim til sín.
Þegar kom að áinu sagði hann: Á
er ekki orð, það er stafur!
Áðurnefnd fyrirsögn væri vita-
skuld mikil tíðindi ef hún færði
sannar fréttir. Að rennandi vatn
fæddi af sér lömb mundi ón efa
rústa landbúnaðinn í landinu ó
örfáum dögum. Það yrði ekki þver-
fótað fyrir lambakjöti og ekki yrði
nokkur lifandi leið að niðurgreiða
öll þau ósköp.
En það sem blaðamaðurinn átti
við var þetta: Ær eignast lamb.
Orðið ær beygist þannig í eintölu:
ær - w
ó
á
ær.
Það beygist reyndar alveg eins
og orðið kýr:
kýr
kú
kú
kýr.
Þessi orð beygjast afar óreglu-
legri beygingu en samt ætti engum
að vera vorkunn að leggja hana á
minnið. Því þótt kindur og beljur
séu ágætlega nothæf orð er engin
ástæða til að gleyma hinu sem við
teljum vera okkar ær og kýr.
Eiríkur Brynjólf sson
einn hópanna kallaði sig The Black
Widows. Hann var ýmist kynntur
á ensku eða íslensku (Svörtu ekkj-
urnar). Aðrir hópar voru m.a.
Coma, Wet Paints, Perfect og As-
teka.
Af hverju erlend heiti?
Hvernig skyldi svo standa á því
að alíslenskir danshópar kalli sig
útlenskum nöfnum?
Svörtu ekkjurnar voru að þvi
spurðar hví þær kölluðu sig Black
Widows. Svarið var á þá leið að
nafnið hæfði dansinum þeirra.
Sjálfsagt gott og gilt en hvers
vegna hæfir Black Widows betur
en Svörtu ekkjurnar? Það er mér
hulin ráðgáta.
Þessir dansar eru innflutt tíska
og því i sjálfu sér ekkert óeðlilegt