Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1986, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1986, Page 44
LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1986. Bankarnir fá upp í 30% víxilvexti Vextir á almennum víxlum í bankakerfinu eru nú 15,25% á ári og 15,5% á almennum skuldabréf- um. Þessir vextir gilda þó aðeins varðandi lán sem tekin eni beint. Sé um að ræða sölu á víxlum og skuldabréfum á annan skuldara eru teknir allt aðrir vextir. Þá gildir svokallað kaupgengi sem breytist jafnvel daglega. I gær jafngilti kaupgengi í einum bankanna 30’’í, ársvöxtum af 100.000 króna víxli til 45 daga. Tveir bankar, Búnaðarbankinn og Landsbankinn, kaupa ekki við- skiptavíxla og bréf á kaupgengi, heldur taka þeir 19,5% ársvexti af víxlunum og 20% af skuldabréfun- um. Þama er komin þriðja útgáfan af vaxtatöku vegna þessara penin- gapappíra. Vaxtamunurinn er gríðarlegur og eins og sjá má þurfa menn að greiða nær tvöfalda al- menna víxilvexti vegna viðskipta- víxla í öðrum en tveim fyrrnefndu bönkunum og einnig í stærstu sparisjóðunum. bað er þannig engin smásporsla sem bankakerfið hefur upp úr þess- um víxlaviðskiptum á meðan verð- lag stendur þvi sem næst í stað. Aftur á móti gefur það augaleið að svo ógnarlegur fjármagnskostnaður i viðskiptum hlýtur að ýta undir það að verðlag hækki svo um munar. í viðskiptalífinu benda menn jafh- framt á að sumir bankamir hafa samið í stórum stíl við lántakendur um svokallaða víxlakvóta gegn því að lántakendumir útvegi á móti jafnvel nokkru hærrí innlán á al- mennar sparisjóðsbækur. Næstum 10 milljarðar króna standa inni á - **siíkum bókum svo að kvótabækum- ar geyma vafalaust einhverja millj- arða. Bankakerfið greiðir nú aðeins 8-8,5% ársvexti á þessar innstæður á sama tíma og það tekur allt upp í 30% ársvexti af viðskiptapappí- rum. -HERB Geriö verðsamanburö og pantiö úr LOKI Þetta ku heita að fara huldu höfði! Erlendur Einarsson, forstjóri Sambandsins, ber plastmöppu fyrir andlit sitt er hann gengur úr dómsalnum. Verjandi hans, Jón Finnsson, fer á undan. í pakkanum eru skjöl kaffibaunamálsins. Dv-mynd kae. Eriendur reyndi að hylja andlit sitt kaffibaunamálið þingfest í Sakadómi Erlendur Einarsson, forstjóri Sambandsins, reyndi sem best hann gat að forðast myndavél ljósmynd- ara DV er kaffibaunamálið var þingfest fyrir Sakadómi Reykjavík- ur klukkan tíu í gærmorgun. Ákæmskjalið var þar formlega birt hinum ákærðu. Um leið og DV-menn birtust í for- stofu dómsalarins skömmu fyrir klukkan tíu, þar sem hinir ákærðu biðu þess að dómþing yrði sett, sneri Erlendur sér undan myndavélinni. Ekki fékkst leyfi til að mynda í réttarsalnum en þegar Erlendur kom þaðan út huldi hann andlit sitt með plastmöppu. Fjórir af fimm sakborningum voru viðstaddir þingfestinguná, auk Er- lends, þeir Hjalti Pálsson, Gísli Theódórsson og Amór Valgeirsson. Sigurður Ámi Sigurðsson var er- lendis. Verjendur þriggja vom einnig í salnum, hæstaréttarlögmennimir Jón Finnsson, Ragnar Aðalsteins- son og Guðmundur Ingvi Sigurðs- son. Af ákæruvaldsins hálfu sækir málið Jónatan Sveinsson. Dóms- forseti er Sverrir Einarsson en meðdómendur tveir löggiltir endur- skoðendur, Sigurður Stefánsson og Jón Þ. Hilmarsson. Næsta dómþing verður ekki fyrr en í september, nánar tiltekið þann fimmta. Þá á Erlendur að mæta til yfirheyrslu. -KMU - sjá nánar bls. 2 Veðrið á morgun: Síðbúið páska- hret Um helgina er gert ráð fyrir norð- austanátt um allt land og snjókomu fyrir norðan. Það léttir smám saman til á Suðurlandi en veður fer kóln- andi. -A.Bj. Annað verkfall um næstu helgi „Það segir sína sögu að viðræð- umar strönduðu þegar við kröfð- umst þess að kjör okkar yrðu ekki verri en Sóknarkvenna. Það er nú ekki stórmannlegt að láta stranda á því,“ sagði Sigurður Guðmunds- son, formaður Félags starfsfólks í veitingahúsum, í viðtali við DV. í gær fóm félagsmenn í sólar- hringsverkfall, 500 til 600 að tölu. Þeir hafa boðað til annars verkfalls um næstu helgi. Það á að standa yfir í tvo sólarhringa. Ófaglært starfsfólk í veitingahúsum hefur m.a. krafist þess að lágmarks- laun verði 25 þúsund krónur. -APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.