Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1986, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1986, Side 3
DV. LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1986. 3 Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Mikill áhugi á söngvakeppninni: „Reykjavík verður eins og draugabær Hneyksli Við erum komnir í sumarskap og langar að ,,hneyksla6í Reykvíkinga. r &H&CS V6Í °Pið frá W' 14.00-23.31 V % /A, <5 O- e< ,i mmr j______■ » - það verða ekki maigir á ferii utanhúss í kvöld þegar sjónvarpað verður beint frá söngvakeppninni í Bergen Gífurlegur áhugi er hér á landi á Evrópusöngvakeppninni í Bergen. Það stefnir nú í það að flestallir íslend- ingar sitji límdir fyrir ffaman sjón- varpstækin sín kl. 19 í kvöld, þegar bein útsending hefst frá Grieg-höll- inni. Margir spá ICY-flokknum og Gleðibankanum sigri í keppninni. Það verða örugglega ekki margir á ferli á götum úti þegar keppnin fer ffam. „Reykjavík verður örugglega eins og draugabær, svipað og þegar Helgi Hjörvar las söguna um Bör Börsson hér um árið. Þá sást hvergi hræða á götum úti,“ sagði Þorkell Þorkelsson, forstjóri biffeiðastöðvarinnar Bæja- leiða. „Ég reikna ekki með að það verði margir biffeiðastjórar við vinnu, þegar atkvæði verða talin. Áhuginn á keppninni er mikill hér á stöðinni, eins og hjá flestum íslendingum. Þeir bíl- stjórar, sem verða við akstur, hlusta á beina útsendingu í biffeiðum sín- um,“ sagði Þorkell. Tómir strætisvagnar „Það má fastlega búast við því að bílstjórar okkar aki tómum vögnum um bæinn á þeim tíma sem útsending- in fer ffam. Nei, við fellum ekki niður ferðir. Lífið verður að hafa sinn gang þótt sungið sé í Bergen," sagði Sveinn Bjömsson, forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur. 25 vagnar verða á ferð- inni í kvöld. „Það er búið að byggja upp geysilega spennu fyrir þessa keppni. Fjölmiðlar hafa verið yfirfullir af fféttum frá Bergen síðustu daga, þannig að allir íslendingar eru vel með á nótunum," sagði Sveinn. Matsölustaðir tómir DV hafði samband við marga mat- sölustaði í gær til að kanna hvort margir væru búnir að panta borð í kvöld. „Það stefnir í mjög rólegt kvöld hjá okkur. Ég man ekki eftir öðru eins. Það verða fáir hér hjá okkur i mat,“ sagði veitingamaður á Hótel Holti. „Það verður nær tómt hjá okkur í kvöld og kannski ekki nema eðlilegt. íslendingar taka nú í fyrsta skipti þátt í söngvakeppninni," var svarið sem við fengum hjá Amarhóli. „Það var erfitt að fá fólkið til að vinna. Allir vildu vera heima hjá sér og horfa á söngvakeppnina. Það em ekki margir sem em búnir að panta borð. Við vonum bara að ICY-flokk- urinn fari með sigur af hólmi með Gleðibankann, þannig að fólk komi eftir beinu útsendinguna til að fagna sigri,“ sagði annar eigandi veitinga- staðarins Við Sjávarsíðuna. Skjálfti var kominn í eigendur Sjall- ans á Akureyri í gær, því að Krútt- magakvöld fer þar ffam í kvöld. Það mátti heyra auglýsingar í útvarpi í gær, þar sem konum var bent á að sýnt yrði fiá söngvakeppninni í Berg- en í sjónvarpstækjum í Sjallanum. Lítið um poppkornsát í bíóum DV hafði samband við nokkur kvik- myndahús í Reykjavík í gær til að kanna hvort sýningar yrðu felldar nið- ur. Svo er ekki en eigendur húsanna reikna ekki með mörgum á 5, 7 og 9 sýningar. Nokkuð hefúr verið um það að fólk hafi hringt í leikhúsin til að kanna hvort sýningar yrðu ekki felldar nið- ur. Nokkuð var um afpantanir hjá Leikfélagi Reykjavíkur og DV hefur frétt að nokkrir handhafar gulra korta hjá Þjóleikshúsinu hafi ákveðið að sleppa sýningu til að geta séð söngva- keppnina. Eins og sést á þessu verða ekki margir á ferli utanhúss í kvöld. Menn verða fyrir framan sjónvarpstækin sín. -sos „Ég fékk mér GoldStcir EIRÍKUR HAUKSSON SÖN6VARI myndbandstðeki til að missa ekki af Eurovision. Þetta eru frábær tæki 09 á fínu verði!1 Aðeins kr. 35.980,- stgr. GoldStar hefur alla möguleikana * 83 rásir. * 12 forvalsstillingar. * 14 daga upptökuminni með 4 mismunandi tímum. * Föst dagleg upptaka. * Allt að 4 tima samfelld upptaka. * Létt rofar. * Þráðlaus fjarstýring með 13 stjórnaðgerðum. * Truflanalaus samsetning á mynd i upptöku. * 5-föld hraðleitun fram og til baka. * Kyrrmynd. * Sjálfvirk spólun til baka. * Rafeindateljari. * Teljaraminni. * Skýrt ljósaborð sem sýnir allar aðgerðir tækisins. * Þú getur horft á eina rás, meðan þú ert að taka upp af annari. * Með E.T.R. rofanum geturðu tekið upp i ákveðinn tíma, V-z—4 klst., að þvi loknu slekkur tækið sjálft á upptökunni. Síðasta sending seldist upp á 2 dögum. Næsta sending væntanleg eftir örfáa daga. Tökum á móti pöntunum. VIÐ TÖKUM VEL A MOTI ÞER 19 SKIPHOLTI SÍMI 29800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.