Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1986, Síða 4
'4'
DV. LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1986
Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál
Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Skoðanakönnun DV sýnir aukið fylgi stjórnarinnar.
Skoðanakönnun DV:
Meirihluti ríkis-
stjómarinnar eykst
Meirihluti ríkisstjómarinnar meðal
landsmanna hefur vaxið að undan-
fömu. Fylgi ríkisstjómarinnar meðal
þeirra, sem taka afstöðu, er meira nú
en verið hefur siðan í maí 1984. Þetta
sýnir skoðanakönnunin, sem DV gerði
um síðustu helgi.
Af öllu úrtakinu í könnuninni segj-
ast 44,7 prósent vera íylgjandi ríkis-
stjóminni. Það er aukning um 9,7
prósentustig, síðan DV gerði könnun
í janúarlok. Andvígir stjóminni eru
24,7 prósent, og hefúr fækkað um 6,3
prósentustig síðan í janúar. Óákveðnir
em nú 20,7 prósent eða 6 prósentustig-
um minna en var i janúar. 10 prósent
vildu ekki svara spumingunni en vom
7,3 prósent í janúar.
Af þeim, sem taka afstöðu, em því
64,4 prósent fylgjandi stjóminni en
vom 53 prósent í janúar. Andvígir rík-
isstjóminni em nú 35,6 prósent en
vom 47 prósent í janúar.
Stjómin hefur mjög aukið hlut sinn
að undanfömu. Meirihluti hennar var
til dæmis mjög tæpur í skoðanakönn-
Ummæli fólks í konnuninni:
Uppsveifla
í landinu
Karl á Reykjavíkursvæðinu sagði,
að það væri uppsveifla í landinu en
ný stjóm mundi eyðileggja hana, þeg-
ar hann svaraði spumingunni í
skoðanakönnun DV um fylgi stjómar-
innar. Annar sagði, að víst væri, að
vinstri menn mundu ekki gera betur.
Karl á Reykjavíkursvæðinu kvaðst
fylgjandi stjóminni með semingi. Ann-
ar sagðist sáttur við stjómina -
verðbólgan hefði minnkað. Kona á
Reykjavíkursvæðinu sagði, að ríkis-
stjómin hefði gert lítið fyrir sig. Kona
á Blönduósi sagðist vilja hafa stjóm-
ina, því að menn vissu, hverju þeir
slepptu, ekki hvað þeir hrepptu. Karl
á Fáskrúðsfirði sagði, að ríkisstjómin
hefði kýlt verðbólguna niður á kostn-
að fólksins. Það væri ekkert afrek.
Kona á Reykjavíkursvæðinu sagðist
ekki geta annað en verið á móti stjóm-
inni. Önnur sagðist vilja hafa stjóm-
ina eins og hún væri. Kona á
Skagaströnd kvaðst enga skoðun hafa
á þessari ríkisstjóm. Karl á Hvamms-
tanga kvað stjómina fyrir neðan allar
hellur. Karl á Akureyri sagði, að ríkis-
stjómin væri stórgóð. Kona á Húsavík
kvaðst óákveðin. Það virtist sama,
hveijir væm við völd. Kona í sveit
sagði, að ekki væri nema gott að segja
um þessa stjóm. Kona á Reykjavíkur-
svæðinu kvaðst hlynnt stjóminni eftir
kjarasamningana. Áður hefði hún ve-
rið á móti henni.
-HH
un DV í september 1985. Um áramótin
1984-1985 var stjómin í minnihluta.
Hún hafði töluverðan meirihluta
landsmanna á bak við sig í upphafi
kjörtímabilsins. - Sjá nánar í með-
fylgjandi töflum og súluriti.
Urtakið í skoðanakönnuninni var
600 manns, og var jöfn skipting milli
kynja. Helmingur úrtaksins er á
Reykjavíkursvæðinu og helmingur því
utan þess. Spurt var: Ertu fylgjandi
eða andvígur ríkisstjóminni? .jjH
Niðurstööur skoðanakönnunarinnar um fylgi rikisstjómarinnar urðu þessar.
Til samanburðar eru niðurstöður fyrri DV-kannana á kjörtímabilinu:
Nú Jan. '86 Sept. '85 Júní '85 Mars ‘85 Jan. '85 Okt. '84 Mai '84 Mars'84 Okt. '83
Fylgjandi 268 eða 44,7% 35% 34,8% 36,7% 40% 35% 34% 49,5% 56,8% 48,2%
Andvígir 148 eða 24,7% 31% 32,7% 31,3% 37,8% 41% 38,5% 23,7% 17,2% 27,7%
Óákveðnir 124 eða 20,7% 26,7% 27,5% 23,7% 15,8% 13,3% 16,8% 19,2% 21,5% 20,7%
Svara ekki 60 eða 10% 7,3% 5% 8,3% 6,3% 17,7% 10,7% 7,7% 4,5% 3,5%
Ef aðeins eru teknir þeir. sem tóku afstöðu , verða niðurstöðurnar þessar:
Nú Jan. '86 Sept. ‘85 Júni '85 Mars ‘85 Jan. '85 Okt. '84 Mai '84 Mars '84 Okt. '83
Fylgjandi 64,4% 53% 51,6% 53,9% 51,4% 46,1% 46,9% 67,7% 76,8% 63,5%
Andvígir 35,6% 47% 48,4% 46,1% 48,6% 53,9% 53,1% 32,3% 23,2% 36,5%
Súluritið sýnir hversu margir voru fylgjandi og andvígir ríkisstjórninni í skoðanakönnunum DV á kjörtímabilinu.