Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1986, Qupperneq 8
8
DV. LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1986.
Ferðamál Ferðamál Ferðamál Ferðamál
„Eg er búin að týna flugmiðanum!“
Strandaglópur. Farseðillinn týndur, flugvélin farin og engir peningar fyrir nýjum miða. Vertu viss um að flugfélagið taki
ábyrgð á miðunum og endurgreiði þá eða hjálpi til þegar slík óhöpp henda ferðalanginn. Mynd VHV
Það að týna flugmiða er svipað og
að glata reiðufé því erfitt er að koma
í veg fyrir að þjófur eða óheiðarlegur
finnandi snúi sér að næsta flugfélagi
og fái miðann endurgreiddan eða selji
hann á svörtum markaði. Það geta
jafnvel liðið allt að 6 mánuðir frá því
að tilkynnt er um skaðann og þar til
viðkomandi fær endurgreiðslu frá
flugfélaginu.
Tilkynnið óhappið strax
Fyrsta skrefið er að tilkynna missinn
og fylla út þar til gerð eyðublöð. Þetta
er ekki hægt að gera í gegnum síma
og tilkynningin verður að berast til
þess flugfélags sem í upphafi seldi mið-
ann, jafnvel þótt hann gildi á mörgum
leiðum. Til að geta fyllt eyðublaðið
út þarftu að hafa ákveðnar upplýsing-
ar tiltækar, s.s. flugnúmerin, dagsetn-
ingu og staðinn þar sem miðinn var
keyptur og númer á greiðslukorti ef
miðinn var greiddur með þeim hætti.
Ef miðinn var keyptur hjá ferðaskrif-
stofu ætti að vera auðvelt að verða sér
úti um afrit sem sýnir allar nauðsyn-
legar upplýsingar.
Öryggi greiðslukorta
Gjaldið sem greiða verður þegar slík
tilkynning er lögð inn er á bilinu frá
400,- krónum og upp í rúmar 2000,-
krónur ( 10-50 $). Sumstaðar þarf að
staðgreiða þessa upphæð en í öðrum
tilvikum er hægt að fá hana dregna
frá endurgreiðslunni. Það sem öllu
máli skiptir er hvort búið er að nota
miðann eða fá hann endurgreiddan.
Þar eð fæst flugfélög taka nokkra
ábyrgð á því að farþegar ffamvísi rétt-
um persónuskilrikjum og víða á
leiðum innanlands er þess jafhvel ekki
krafist er tiltölulega auðvelt að mis-
nota flugmiða. Eitt ráðið við því að
tryggja sig gegn óhöppum sem þessum
er að greiða með greiðslukorti því þá
fer endurgreiðsla beint inn á það
greiðslukortsnúmer sem skráð er á
flugmiðann en er ekki greidd út.
A flugleiðum milli landa eru minni
líkur á að hægt sé að misnota fiug-
miða sem týnst hafa því sýna þarf
vegabréf og venjulega er nokkuð vel
fylgst með að farþegar séu þeir sömu
og skráðir eru á farseðlana. Þegar
flugmiði týnist á miðri leið verður
ferðamaðurinn þyí að kaupa nýjan
miða og bíðaejljr endurgreiðslp þar p
til ferðimú lj|cí® Þegar önnur lÍiðin ‘
af miða, sem feyptur var með afslætti,
týnist getur það haft mikinn kostnað
í för með sér því það er mun dýrara
að kaupa miða aðra leiðina og oft jafn-
dýrt og báðar leiðir á tilboðsverði. Það
er þó nokkur huggun að flest flugfélög
bæta mismuninum við endurgreiðslu.
Kynnið ykkur skilmála
Hægt er að tilkynna glataða flug-
miða í allt að ár eftir að óhappið á sér
stað. En það borgar sig ekki að bíða
því um leið og búið er að tilkynna
óhappið fer númerið á miðanum sjálf-
krafa inn á svartan lista í tölvukerfi
flugfélagsins og er því ómögulegt fyrir
óviðkomandi aðila að nota miðann eða
fá hann endurgreiddan.
Athugið að ef þið eruð að ferðast
erlendis á eigin vegum og skiptið við
lítil flugfélög, sem bjóða ýmiss konar
afslátt og ódýrar ferðir, þá fylgir oft
sá böggull skammrifi að flugfélagið er
ekki ábyrgt fyrir miðum sem týnast
eða er stolið. Kynnið ykkur því þetta
atriði hjá þeim flugfélögum sem þið
ætlið að fljúga með.
-S.Konn.
Um leið og þú pantar'farmiðana í
- „500 dollara á dag“-ferðina með Gyðju
hafsins leynir sér ekki hvað um er að
vera. Þú færð miðana aflienta í sér-
stöku leðurveski frá Cartier sem
framleiðir og selur einhveija dýrustu
skartgripi í heimi. I veskinu er einnig
listi þar sem beðið er um upplýsingar
um eftirlætisvínin þín og hvað þú kýst
helst að borða. Einnig er spurt um
hvaða íþróttir þú kýst að stunda, hvað
þig langar til þess að sjá í landi og
yfirleitt hvernig þú kýst að eyða dög-
unum um borð í lúxusskipinu.
Upplýsingunum er síðan komið til
skipsins í gegnum gervihnött þannig
að þegar þú kemur um borð er allt til
reiðu. Eftirlætisdrykkimir þínir eru í
bamum þínum og biytinn hefúr þegar
látið skrá þig í sána og nudd. Hann
hefúr einnig fengið gestaaðild að golf-
Þýska farþegaskipið Evrópa frá Bremen liggur þama fyrir utan Vestmannaeyjar. Hvenær skyldu Islendingar eignast nýtt farþegaskip?
Ekki verið að horfa í aurana:
Nóg af fólki sem vill greiða offjár fyrir lúxusferðir
og tennisklúbbum á þeim stöðum þar
sem höfð verður viðdvöl.
Svona umhyggja er ekki ókeypis. Sjö
daga sigling um Miðjarðarhafið,
Karabíska hafið eða með ströndum
Suður-Ameríku kostar 8700 dollara
fyrir tvo eða sem samsvarar kr. 355.185
ísl. kr.!
En þá er líka allt innifalið; kokdillar
fyrir allar máltíðir, sem eru eingöngu
sælkeramáltíðir, og úrvalsvín og alls
kyns skemmtiatriði. Séð er um að bar-
inn í klefanum þínum sé jafnan búinn
eftirlætisdrykkjunum þínum og þér er
heimilt að hringja í herbergisþjón-
ustuna jafnt á nóttu sem degi og biðja
um það sem hugurinn gimist, einnig
kampavín og kavíar!
Það er auðvitað til mikils hagræðis
að þurfa ekki sífellt að vera með budd-
una á lofti. Það var einmitt það sem
farþegar með Eddunni forðum ræddu
mikið um. Þó farið sjálft væri ekki svo
dýrt þurfti að greiða fyrir hvaðeina
sem fólk fékk um borð - og það dýru
verði!
Ekki vantar farþega
Þeir sem gera út þetta forláta skip
hafa tvö skip í förum, Gyðju hafeins 1
og Gyðju hafcins 2. Það var næstum
þvi fullbókað í allar ferðirnar i fyrra.
Það er nóg af fólki sem er reiðubúið
að greiða háar fjárhæðir fyrir að þurfa
ekki að vera innan um almenna sólar-
landaferðalanga og kýs heldur að vera
með öðrum moldríkum ferðalöngum í
fámennum hópum.
Gyðjumar taka ekki nema 116 far-
þega hvor og eru með 80 manna áhöfn.
Skipin eru 4.253 tonn og 344 fet á lengd
og geta þess vegna lagst að bryggju í
hvaða höfh sem vera skal.
Annað lúxusskip f förum með auð-
menn heitir Evrópa og er gert út frá
Bremen. Það er 33 þúsund tonna skip
sem tekur 600 farþega. Sögur segja að
um borð fái hver farþegi helmingi
meira rúm en í nokkru öðru farþega-
skipi. Skemmtistaðimir í skipinu em
allir á afturdekki en farþegaklefamir
á framdekki. Þannig em farþegamir
hvorki ónáðaðir af dynjandi diskó-
hljómlistinni né vélamiði begar þeir
ganga til náða. Þeir sem ferðast með
Evrópu em aðallega þýskumælandi
en skipið siglir um Kyrrahafið og kem-
ur víða við. Það leggur einnig leið sína
um norðurhöf og hefur oft komið til
íslands.
Astarlíf hvalanna skoðað
Ein aðalferðin í ár, sem boðið er upp
á með Evrópu, er 27 daga sigling sem
farin verður í maí. Farmiðinn kostar
182.250 íslenskar krónur fyrir mann-
inn í tveggja manna klefa. Þar í er
allt innifalið nema drykkimir. Far-
þegamir em fluttir frá Frankfurt
flugleiðis til Anchorage í Alaska þar
sem þeir stíga á skipsfjöl. Fyrst er siglt
til Jökulflóa og fylgst er með ástarleik
hvalanna. Þá er haldið til Vancouver
þar sem farþegar geta heimsótt heims-
sýninguna. Síðan er siglt til Balboa í
Panama með viðkomu í San Francisco
og Los Angeles. Síðan heim til Frank-
furt með flugi.
Heimsreisa með Drottningunni
Ef ykkur hefur ofboðið verðið á lúx-
usferðunum með Gyðjum hafsins eða
Evrópu eigið þið eftir að heyra rúsín-
una í pylsuendanum. 96 daga heims-
reisa með stærsta farþegaskipi heims,
Queen Elizabet 2, kostar í aldýrustu
lúxusíbúðinni hvorki meira né minna
en 55.050 pund sem okkur reiknast til-
að sé hvorki meira né minna en 3,4
milljónir! En þá er líka um að ræða
sér íbúð með eigin verönd!
Cunard skipafélagið er að keppa við
flugfélögin um.farþegana og reynir að
lokka þá til sín með fargjöldum sem
erlendis eru talin „ódýr“, en sennilega
hefði enginn íslendingur efhi á taka
sér slíkt far. Þó veit maður aldrei.
Hægt er að komast frá Southampton
til New York og til baka aftur fyrir
rúml. 97 þús. kr. fyrir tvo.
Leiguflug með Concorde
Frá öllum þessum kostaferðaboðum
fyrir ríka fólkið er sagt í ferðagrein í
New York Herald Tribune. Fyrir utan
þessar lúxussiglingar er sagt frá því
að nú er farið að leigja Concordþotur
út í alls kyns lúxusferðir. Breska flug-
félagið British Airways ku búið að
kaupa sjöunda Concordinn sinn til
þess að anna dagsferðuym með þessum
hljóðfráu vélum til ævintýrastaða eins
og íslands (er fyrst f upptalningunni),
Leningrad, Kaíró eða Aþenu.
Dagsferðin til Islands kostar 635
pund eða 39.500 kr. en ekki er getið
um hvað boðið er upp á annað en
„Víkingahátíð" í ferðinni. Kaíróferðin
er dýrari, kostar 835 pund eða 52 þús-
und pund. Það er hins vegar kostaboð
og boðið upp á ýmislegt. Það er hins
vegar betra að vera vel fyrirkallaður
þegar lagt er upp í slíka dagsferð til
þess að njóta hennar nægilega vel.
Fyrst er boðið upp á stórsteikar-
morgunverð í þotunni en flugið til
Kaíró tekur 3 tíma. Pýramídamir eru
heimsóttir, farið í grafhýsi Keopspýr-
amídans, komið við hjá Sphinxinum
og hádegisverður snæddur á Holiday
Inn. Þá er farið á markaðinn, borgin
skoðuð og komið aftur til London um
kl. 21.30. Á heimleiðinni er snæddur
fimm rétta hátíðamatur.
Marga fysir að fljúga með Concord-
inum, segir í greininni, en hafa ekki
efni á að nota hana í langferðum og
vilja því gjarnan komast í svona dags-
ferðir!
Það var vinsælt hér áður og fyrr að
„sigla“ með Gullfossi en sfðan honum
var lagt hafa siglingar með ferðafólks
aflagst hjá „einni af mestu siglinga-
þjóðum heims“. Tilraunin með
Edduna mistókst, enda var þar ekki
um farþegaskip til úthafssiglinga að
ræða. Það næsta sem íslendingar
komast því að sigla milli landa er að
, notfæra sér færeysku feijuna Smyril.
En það er heldúr ekki farþegaskip í
þeim skilningi.
-A.Bj.