Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1986, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1986, Qupperneq 9
DV. LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1986. 9 Ferðamál Ferðamál Ferðamál RANGE ROVER Bildshöfða 16, símar 681530 og 83104. árg. 1978, 2ja dyra, grár, beinskiptur, 4ra gíra með yfirgír, ekinn 100 þús. km. Mjög góður og fallegur. Verð kr. 475 þús. Góð kjör. TÖGGURHE UMBOÐ FYRIR SAAB OC SEAT Næturferð í lest Fyrir þá sem taka lestarferðir fram yfir flug er mjög líklegt að þannig hitt- ist á að ferðast sé að næturlagi. Þetta á sérstaklega við um þá sem ferðast þvers og kruss um Evrópu á svoköll- uðum Interrail miðum. Bæði sparar næturferðin dýrmætan tíma og þannig gefet betri kostur á að nýta dagana á hveijum viðkomustað og ferðamaður- inn sparar sér oft skilding við að þurfa ekki að greiða fyrir gistingu á hóteli eða gistiheimili. Næturferð í lest býður upp á fjóra möguleika: 1) Sitja uppi í sætinu alla nóttina. Flestum þykir þetta fremur þreytandi nema þeim allra hörðustu sem geta sofið við erfiðustu aðstæður. Þó eru líkur á því að skoðunarferðin daginn eftir geti reynst erfið en þetta er tvi- mælalaust ódýrasti kosturinn. 2) Keypt sæti sem hægt er að leggja niður. Þetta er mjög góður kostur ef þú ert einn af þeirn heppnu og nærð í slík sæti. I sex sæta klefa er hægt að draga öll sætin út og mynda stórt rúm en hve mikill hluti af því svefti- plássi kemur í þinn hlut veltur á hve margir eru í klefanum eða hve tillits- samir samferðamenn þínir eru. 3) Svefiisæti sem eru sæti á daginn en ágætis rúm yfir nóttina. Á öðru far- rými eru 6 slík sæti í hveijum klefa en 4 á fyrsta farrými. Fyrir u.þ.b. 500,- krónur færðu lak, teppi og kodda og aðgang að baðherbergi. Slíkir klefar hafa allir farangurshillur en það borg- ar sig samt að taka öll verðmæti og stinga undir koddann. Útlit og þæg- indi klefa sem þessara eru þó mjög mismunandi eftir löndum, t.d eru þeir mjög góðir í Sviss og Þýskalandi en fremur óaðlaðandi og þröngir á Spáni og Ítalíu. Eini gallinn við þetta er sá að yfir háannatímann er nauðsynlegt að panta fram í tímann, í minnsta lagi 5 klukkustundum fyrir brottför. 4) Svefhklefar. Svefhvagnar eru auð- vitað þægilegastir en þeir eru jafn- framt mun dýrari en svefiisæti. Þeir eru þó mjög mismunandi eftir löndum en yfirleitt eru tvenns konar gjald- skrár. í Vestur-Evrópu eru það kojur með sængurfötum, vaskur, sápa og heitt vatn og stundum sérsalemi en í Suður-Evrópu, að maður tali ekki um austurblokkina, eru þægindin ekki svona mikil. Að meðaltali kostar svefnklefi rúmar 1000,- krónur og er verðið breytilegt eftir þeirri vegalengd sem þú ætlar að ferðast. Nokkur heilræði *Oft em lestir komnar á stöðina allt að klukkutíma fyrir brottför. Ef þú hefur átt erfiðan dag er gott að vera kominn snemma og geta komið sér vel fyrir í rólegheitum. *Ef þú ert í svefnklefa reyndu þá að ná í efri koju því hún er venjulega rýmri og næðið er meira. Áður en þú ferð um borð leitaðu þá eftir gulri rönd utan á vögnunum en hún táknar að í klefanum sé svefhsæti eða fyrsta far- rými. *Ef þú ferðast að næturlagi yfir landa- mæri mun eftirlitsmaðurinn taka vegabréfið þitt og miðann svo ekki þurfi að vekja þig upp um miðja nótt. Það þarf varla að taka það fram að þetta á ekki við þegar farið er um landamæri landa í Austur-Evrópu. Þar vekja landamæraverðimir þig upp eins oft og þeim sýnist. *Fæstar lestir hafa matarvagna eða bar opinn að næturlagi. Ef þú ert einn af þeim sem verður banhungraður um miðnætti eða hefúr það fyrir sið að fá þér koníaksstaup fyrir svefriinn skaltu hafa með þér nesti. *Bestu lestimar til að sofa í em þær sem ekki fara yfir „erfið“ landamæri og stoppa ekki á nokkurra tíma fresti. Hér á eftir fer listi yfir nokkrar góðar „svefnlestir" í Evrópu. Amsterdam-Kaupmannahöfn Amsterdam-Munchen Barcelona-Genf Barcelona-Madrid Barcelona-Nice Barcelona-París Basel-Hamborg Brussel-Genf Brussel-Hamborg Hamborg-Munchen Heidelberg-Lugano London-Edinborg Malmö-Stokkhólmur Madrid-Lissabon Milano-París París-Amsterdam París-Chamoinx París-Munchen París-Nice Róm-Nice Vín-Köln Vín-Frankfurt Vín-Lindau Vín-Feneyjar -S.Konn. Viðskipti og ferðalög: Dagleg eyðsla ferðalangs í viðskiptaerindum í 14 Evrópulöndum Fólk sem tekur þátt í svokölluðu athafhalífi, stundar verslun og við- skipti, þarf mikið að ferðast starfsins vegna. Þetta fólk, sem á ensku fellur undir „business travellers" hefur orðið til þess að í ferðamannaiðnaðinum og hjá öllum stærri flugfélögum má alltaf finna sérfargjöld og skilmála sem sér- staklega er ætlað að þjóna athafna- fólkinu og skyldi engan undra því þeim fjölgar sífellt sem ferðast vegna viðskiptaerinda. Hér á eftir fer listi yfir daglegan kostnað athafhamanns- ins í 14 Evrópulöndum, þau 7 dýrustu og 7 ódýrustu. Það vekur athygli að Finnland, Noregur og Svíþjóð eru dýr- ust samkvæmt athugun tímaritsins en Danmörk lendir í hópi þeirra 7 ódýr- ustu. í tölunum sem fara hér á eftir og eru fengnar að láni úr tímaritinu Business Traveller er miðað við dagpeninga í helstu verslunar- og iðnaðarborgum viðkomandi landa. Upphæðin felur f sér greiðslu fyrir eins manns herbergi með baðherbergi á fyrsta flokks hóteli og innifaldar eru einnig máltíðir og þjónustugjöld. Upphæðin felur einnig í sér eyðslu í skemmfönir og annað það sem athafanafólki kynni að detta f hug að gera sér til dundurs, en allt í hófi eins og gefur að skilja. ljFinnland 10.332,- 2)Noregur 10.143,- 3) Svíþjóð 9.198,- 4) Belgía 9.072,- 5) Lúxemborg 7.938,- 6) Holland 7.875, 7) Bretland 7.812,- Ódýrustu löndin DGrikkland 4.032,- 2) Júgóslavía 4.662,- 3) Tékkóslóvakía 5.418,- 4) Portúgal 5.607,- 5) A-Þýskaland 6.111,- 6) Búlgaría 6.174,- 7) Danmörk 6.615,- Um næstu helgi munum við birta sambærilegar tölur yfir borgir í Asíu og Ástralíu. -S.Konn. Citroen BX 16 TRS árg. 1983, 5 dyra, silver, beinskiptur, 5 gíra, ekinn að- eins 26 þús. km. Mjög fallegur bíll. TÖGGURHF UMBOD FYRIR SAAB OG SEAT Bíldshöfða 16, símar 681530 og 83104. Saab 99 GL ðrg. 1979, 2ja dyra, Saab 900 GLE árg. 1982, 4ra dyra brúnn, beinskiptur, 4ra gira, ekinn 98 Ijósblár, ekinn 78 þús. km, sjálfskiptur þús. Verö 140 þús. + vökvastýri. Mjög góður bíll. Verð 390 þús. Saab 900 GLE árg. 1982, 4ra dyra, Saab 900 GLE árg. 1981, 4ra dyra, Ijósblár, beinskiptur, 5 gíra + vökva- silver, sjálfsk. + vökvastýri, litað stýri, ekinn 48 þús. km. MJög fallegur gler, ekinn aðeins 60 þús. km. Bíll í bill. Verð 390 þús. algjörum sérflokki. Verð 345 þús. Opið laugardag kl. 12-16. Ath. breyttan opnunartíma. TÖGGURHE UMBOÐ FYRIR SAAB OG SEAT Bíldshöfða 16, símar 681530 - 83104.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.