Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1986, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1986, Síða 10
10 DV. LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1986. , -—— ; i i! Frjáist,óháÖ dagblaði Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÖSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLT111 Prentun: ÁRVAKU R H F. - Askriftarverð á mánuði 450 kr. Verð i lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. DV Steingrímur uppsker Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Framsóknarflokkurinn uppskera ríkulega vegna batn- andi ástands í efnahagsmálum, samkvæmt skoðana- könnun DV. Þeir eru margir, sem hafa tekið undir ummæli forsætisráðherra þess efnis, að Framsókn eigi að standa eða falla eftir því, hvernig staðan er í efna- hagsmálunum. Fylgisauking Framsóknar samkvæmt skoðanakönnuninni skýrist á þennan veg einan. Sam- kvæmt skoðanakönnuninni er Framsókn komin með meira fylgi en hún fékk í síðustu þingkosningum. Þetta eru töluverð umskipti frá því, sem var í fyrra. Nú er annað mál, að efnahagsbatinn er ekki sérstaklega Stein- grími að þakka. En sú var tíð, að sums staðar voru kóngar teknir af lífi, ef illa áraði. Nú er forsætisráð- herra verðlaunaður fyrir það, að olíuverð hefur lækkað og verð á fiskafurðum okkar erlendis hefur hækkað. Nú er hann verðlaunaður fyrir kj arasamningana, sem aðrir menn áttu auðvitað mestan þátt í að gera á þann veg sem varð. Hitt er rétt, að ríkisstjórnin var þessu sinni með í leiknum. Stjórnin bauð snemma fram að- gerðir til að auðvelda svona kjarasamninga og bætti við nýjum aðgerðum, þegar samningamenn óskuðu. Þegar niðurstöður þessarar síðustu skoðanakönnun- ar eru bornar saman við niðurstöður könnunar DV í janúar, blasir við, hve hinum óákveðnu hefur fækkað. Hlutfall þeirra hefur minnkað úr um 41 prósenti af úr- takinu í könnuninni í um 32 prósent. Miklu um þessa breytingu veldur vafalaust, að sveitarstjórnarkosningar nálgast. Spennan í pólitíkinni er aftur meiri, og fólk skipar sér fremur en áður í flokka. Það er alvarlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn, að hlutur hans minnkar nú mikið, þegar litið er til þeirra, sem taka afstöðu. Aðrir ílokkar græða á fækkun hinna óá- kveðnu. Sjálfstæðisflokkurinn er nú aftur kominn niður í það fylgi, sem hann fékk í síðustu þingkosningum. Raunar var flokkurinn jafnvel neðar fyrir ári. Breyting- in er ekkert endanlegt áfall. En athyglisvert er, að það er Framsókn, ekki Sjálfstæðisflokkurinn, sem græðir nú á kjarasamningunum og batnandi stöðu efnahags- mála. Aiþýðuflokkurinn bætir nokkru við sig frá janúar- könnuninni og er fyrir ofan það, sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Þó er langt frá því, að Alþýðu- flokkurinn hafi náð því 20 prósent fylgi, sem hann hafði í skoðanakönnunum fyrir ári. Þá var flokkurinn um skeið annar stærsti flokkurinn. Alþýðubandalagið eykur fylgi sitt nokkuð en er fyrir neðan kosningafylgið. Samtök um kvennalista tapa nokkru en eru fyrir ofan fylgið í síðustu kosningum. Bandalag jafnaðarmanna virðist hins vegar ekki eiga sér viðreisnar von. Það nær ekki helmingi þess fylgis, sem það fékk í síðustu þingkosningum, og dytti út af þingi samkvæmt þessum tölum. Sundrungin í flokknum hefur ergt kjósendur. Þeir telja Bandalag jafnaðar- manna ekki mikils virði við þessar aðstæður. Flokkun- um gæti því fækkað á næstunni. Niðurstöður skoðanakönnunarinnar eru því, að sveiflan er til Framsóknarflokksins vegna efnahagsmál- anna, en Sjálfstæðisflokkurinn tapar og stjórnarand- staðan hjakkar hér um bil í sama farinu. Þetta þarf ekki að koma á óvart, þegar skoðað er, að fyrri ríkis- stjórnir græddu jafnan, ef þær gerðu eitthvað. Haukur Helgason. íslenskt riddaralið til að tryggja varnir landsins! Riddaralið er lausnln „íslendingar eru svo uppteknir af sjálfum sér að þeir líta naumast til annarra landa,“ sagði svissneskur rithöfundur sem hefur lagt leið sína til íslands nokkrum sinnum - og er sjálfur áhugasamur um þessa þjóð sem mænir stöðugt í eigin barm. „Þið talið um sjálf ykkur eins og þið séuð sérstakt íyrirmyndarríki, þjóðin útvalin til að fá að búa hér utan alfaraleiðar þar sem náttúran er gjöful og fólkið gáfaðast i heimi, fallegast og best. Hvað er svona merkilegt við það að vera íslending- ur?“ Svisslendingurinn hefur víða ve- rið. Hann hefur klofað til allra heimsálfa, heimsótt mörg lönd, smá og stór, og hefur á takteinum lýsingu á sérhverri þjóð. Stundum svo neyð- arlegar að ég reyni að heyra ekki hvað hann segir. Ég trúi ekki nema mátulega á fólk sem er jafiian til- búið til að gefa heilu þjóðunum sameiginlega einkunn: Islendingar eru svona, Danir öðruvísi, Amerík- anar hinsegin og Færeyingar spaugsamir. En sá svissneski er úr landi sem er umkringt, landamærin snúa til allra átta - og ef hægt er að tala um land sem er opið gagnvart útlöndum, þá er það Sviss, þessi miðstöð al- þjóðapólitíkur og viðskipta. En Svisslendingar eru enn sömu dalakarlamir og þeir hafa alltaf ver- ið - virðast ekki hætis hót alþjóð- legri eða heimsborgaralegri en við hér úti. ísland jafnan nærri „ísland er jafrian á vörum ykkar,“ sagði svissneski rithöfundurinn. „Þið talið um íslenskt fólk, ekki fólk, íslenska menningu, ekki menningu íslenskt landslag, ekki bara lands- lag. Þið horfið á myndlist, en aðeins íslenska myndlist og vitið því ekkert um list annarra landa...“ Og maður- inn skammaði mig og aðra landa lengur en ég nennti að sitja undir. En það er bara hressandi að heyra frá útlendu fólki kveða við annan tón en oftast heyrist þegar útlend- ingar eru hér að koma sér vel. íslanclssöngurinn - hið endalausa sjálfshól sem svo iðulega heyrist í fjölmiðlum, og þá jafnan gripið til í talfæri Gunnar Gunnarsson erlendra manna sem í svip gefa okk- ur gaum - sá söngur er vissulega þreytandi: Hin stórbrotna náttúra sem er enn tiltölulega ómenguð, gestrisnin sem er landlæg, fegurð kvenna hér, gáfur okkar og óskiljan- leg atorkusemi. Island í draumum okkar og hugs- unum er eflaust torskilið aðvífandi heimshomaflakkara. Hann hefur vanist því, þessi frá Sviss, að fara oftar yfir landamæri en við sýslu- mörk. Hann gerir engan greinarmun á því hvort harrn er að tala við mann sem býr í Zurich eða Hamborg, Mílanó eða Genf. Evrópa er um okk- ar daga ein stór heild - sem eflaust yrði torvelt að sundra. Svisslending- urinn sækir til annarra V-Evrópu- landa í atvinnuleit, starfar jafnvel í mörgum löndum. Við erum enn til- tölulega utanveltu hér úti í hafi, fátítt að fólk starfi til jafns hér heima og erlendis - og erum í flestum tilvik- um frernur þiggjendur í alþjóðasam- starfi en þátttakendur. í heimspólitík höfum við ekkert að segja - dönsum bara með stóru Nató-þjóðunum; gegnum aldimar hafa nágranna- þjóðir okkar annast íslensk utan- ríkismál og alþjóðaviðskipti. Það er eins og við höfum ekki gert okkur grein fyrir að þau mál em fyrir löngu komin í okkar hendur og okkur ber að marka eigin afstöðu, eigin stefhu. Og sú stefna þarf hvorki að vera sniðin í samræmi við hagsmuni hemaðarbandalags né einhverra af- vopnunarsinna í öðrum löndum. íslenska riddaraliðið „Þið eigið að stofha íslenskt ridd- aralið,“ sagði sá svissneski um daginn, þegar honum hafði verið boðið á hestbak (og auðvitað hrifist mjög af „íslenska hestinum" í „ís- lenskri náttum“); - „þið eigið að efla eigin vamir, hafa eftirlitsstöðvar með ströndum, senda ríðandi sendi- boða landshoma á milli - ekki vegna þess að loftskeyti séu ekki ódýrari og þægilegri, heldur til að viðhalda íslenskri hefð...það er það sem þið verðið að snúa ykkur að af alefli núna: viðhalda íslenskri hefð. Ekki vegna þess að sú hefð sé betri eða merkilegri en eitthvað útlent, heldur vegna þess að þið emð farin að glata séreinkennum. Það er það versta sem fyrir hverja þjóð kemur. Og þið emð uppfull af Islandi um þessar mundir vegna þess að þið óttist að þið séuð að tapa því...“ sagði sá sviss- neski og virtist vera farinn að tala gegn sjálfum sér. „Nei,“ sagði hann. „Ég vil ekki að þið gleymið því sem íslenskt er; þvert á móti. Það þarf að rótfestast í ykkur á jákvæðan máta - að ykkur finnist það sjálf- sagt. Sem stendur finnst mér þið uppfull af tilfinningaróti, óvissu um framtíðina - og eins og þið vitið ekki að hveiju þið eigið að einbeita ykkur.“ Kosningamál Það er þægilegt að ferðast um heiminn og segja heilu þjóðunum til syndanna - benda þeim á hvemig þær eigi að lifa. Þjóðir samanstanda af einstaklingum og ótal félögum ekki einhverri þjóðarsál sem hugsar sjálfstætt og fyrir alla þá sem til- heyra þeirri sál. Þess vegna tala allir umhlaupandi vegprestar fyrir dauf- um eyrum. En mér fannst hugmynd Svisslendingsins um riddaralið góð. Ég sé fyrir mér þjóðarvakningu kringum öflugan og lærðan reið- skóla - og fólk af báðum kynjum og á öllum aldri flengríðandi á milli landshoma í öllum veðrum leggjandi af mörkum sinn skerf til að tryggja vamir landsins. Gæti ekki einhver flokkurinn gert þessa hugmynd að kosningamáli?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.