Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1986, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1986, Qupperneq 11
DV. LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1986. 11 Sériegur Deiwinski Matthías Á. Mathiesen utanríkis- ráðherra hefur afþakkað komu Edwards Derwinskis hingað til lands. Ætlunin var að Derwinski kæmi hingað til að halda uppi frek- ara málþófi í Rainbowmálinu svonefnda. Derwinski hefur um all- langt skeið verið sérlegur ráðgjafi Schultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, í þessu máli. Hann heíur reynzt ráðhollur eins og staða máls- ins ber með sér. Hún er nefnilega óbreytt frá því sem var þegar til- raunir til lausnar hófust. fslenzk stjómvöld hafa frá upphafi verið of lin. Bandaríkjamenn hafa verið látnir komast upp með alls konar moðreyk undir því yfirskini að verið væri að leysa málið. Látið líta svo út í fyrstu var látið líta svo út að verið væri að rannsaka hvort unnt yrði að ná fram lagabreytingu í bandaríska þinginu. Breyta átti lög- unum frá 1905, sem gera þá kröfu að aðeins bandarísk skipafélög ann- ist flutninga sjóleiðis fyrir banda- ríska herinn ef þau óski þess. Mjög snemma varð Ijós að tilraunir til lagabreytingar yrðu árangurslausar. Allar slíkar hugmyndir mættu mjög öflugri mótspyrnu í bandaríska þinginu. Þingmenn rituðu Caspar Weinberger vamarmálaráðheiTa bréf og vömðu við því að reynt yrði að kmkká í einokunarlögin. Þing- mennirnir sökuðu íslenzku skipafé- lögin um að hafa tekið of hátt gjald fyrir flutningana. Auk þess væm hagsmunir bandarískra sjómanna og annarra Bandaríkjamanna í húfi því auðvitað hefúr Rainbowmálið aldrei snúist eingöngu um fsland og Rain- bow. Dómur var síðan Rainbow í hag, stjómvöldum bannað að bjóða út, „lausnin" góða farin fyrir lítið. Þá lá næst fyrir að áfrýja. Ekki dugði annað en að geta sagt fslendingum að reynt hefði verið til þrautar. Þar var niðurstaðan á sömu lund og kom víst engum á óvart. Á þeim mánuðum sem liðnir em frá því að dómur áfrýjunardómstóls- ins var kveðinn upp hefur fátt eitt gerzt og ekkert markvert fyrr en utnaríkisráðherra tók sig til og af- þakkaði Derwinskisendinguna. Diplómatískt sjónarspil Þar er loks stigið það skref sem vísir menn hafa haldið fram að stíga hafi þurft miklu fyrr við rekstur þessa máls. Bandaríkjamenn em lít- ið gefhir fyrir að láta hlut sinn eða gefa eftir. Þeir skilja manna bezt þgar hagsmimum er teflt saman en Laugardags- pistillinn ÓSKAR MAGNUSSON lendingum þótt ljóst kunni að vera að við séum í einu og öllu að fara að alþjóðareglum. Taka ekki rökum Hvalafriðunarmenn hafa með sér öflug og öfgafull samtök. Þeir hafa yfir vemlegu fjármagni að ráða. Þeir geta beint því öllu í eitt verk- efni ef þeim býður svo við að horfa. Samt sem áður er allt á huldu um raunverulegt afl þeirra og áróðurs- mátt. Hann hefur þó heldur styrkzt en hitt á undanfómum mánuðum í kjölfar aðgerða Frakka gegn Green- peace sem frægar urðu. Hvalafriðun- armenn hafa litinn áhuga á að hlusta á sjónarmið veiðiþjóðanna. Vel flutt mál ná ekki í gegn, þeir taka ekki rökum. Fyrir hálfu ári beittu þeir sér fyrir póstkortaflóði i íslenzka sendiráðið í Washington. Enn em slík kort að trúar landluktra ríkja sem aldrei hafa séð sjó nema í gjafapakkningu uppá grín. Þar sitja líka bandarískir náttúrufriðunarmenn sem fulltrúar ýmissra vanþróaðra ríkja. Sjónar- vottum þykir spaugilegt þegar þessir Bandaríkjamenn kveða sér hljóðs undir fánum einhverra Afríkuríkja og klifa á orðunum: „My govem- ment“. En þorri fólks stendur í þeirri meiningu að Alþjóða hvalveiðiráðið sé álíka virðuleg samkunda og alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna. Svo er því miður ekki. Gefa í skyn brot En þrátt fyrir að hvalveiðiráðið sé hálfgert skrípafyrirbæri á köflum hefur ráðið, ekki enn að minnsta kosti, lagst gegn hvalveiðum íslend- inga í vísindaskyni. Við erum því í raun ekki að brjóta neinar alþjóða- samþykktir þótt við hefium þær Önnur félög Önnur bandarísk skipafélög, sem sigla á öðrum leiðum, hafa af þvi mikla hagsmuni að óbreyttu ástandi sé viðhaldið. Þar er um að ræða miklu meiri flutninga heldur en það smáræði sem íslenzka dæmið snýst um. Þá hafa fulltrúar sjómannafélag- anna frá öndverðu verið andsnúnir öllum breytingum á núverandi fyrir- komulagi og beitt sér gegn því. Gerðu sér aldrei vonir? Bandaríkjamenn létu Islendinga loks vita að lagabreyting mundi reynast ókleif, löngu eftir að þeim var það ljóst sjálfúm. Raunar er óvíst að Bandaríkjamenn hafi nokkurn tímann gert sér vonir um að unnt yrði að breyta lögunum. Á meðan öllu þessu vatt fram voru vitaskuld sífelldar viðræður í gangi. Hugmyndir komu snemma fram um að skipta flutningum að einhverju leyti á milli íslenzkra skipafélaga og Rainbow-skipafélagsins. Þá vildu Is- lendingar ekki sætta sig við néitt minna en jafnan rétt að öllu leyti og kröfunni um að flutningarnir yrðu boðnir út var áfram haldið fram. -■I Smugan sem var-ekki til Birtist þá Edward Derwinski með lausnina. Eftir allt þetta japl höfðu Bandaríkjamenn fúndið smugu í ein- okunarlögunum sem enginn hafði tekið eftir áður af þeirri einföldu ástæðu að umrædd smuga var aldrei til. Flutningamir skyldu nú boðnir út, orðið skyldi við kröfu íslendinga. Forráðamenn Rainbow skipafé- lagsins fóm umsvifalaust fram á að lögbann yrði lagt við slíku hátta- lagi. Við því máttu menn svo sem búast og auðvitað gerðu Banda- ríkjamenn sér manna bezt grein fyrir því að málshöfðun væri óhjákvæmi- leg ef gripið yrði til þessarar „lausn- ar“. Það var það sem þeir vildu allan tímann. Háðulegur málflutningur Málflutningurinn var húðulegur. Undirritaður fylgdist með því þegar lögmaður Rainbow og dómarinn hröktu málflutning stjórnarinnar. Matthias vill ekki tala við mig. þangað til verður þeim trauðla þok- að. Því er haldið fram að Rainbow- viðræðumar hafi frá upphafi aðeins verið diplómatiskt sjónarspil til þess sviðsett að lúta íslendinga halda að eitthvað hafi raunvemlega verið aðhafst. Matthías Á. Mathiesen virðist nú hafa dregið tjaldið fyrir á þessari leiksýningu. Ný uppfærsla hlýtur að vera í uppsiglingu. Af ís- lands hálfu hefur nýr maður tekið við aðalhlutverki. Réttast væri að svo færi líka um hitt aðalhlutverkið. Mublur og hvalur Hvalir hafa nú aftur komið upp á yfirborðið, þó ekki sé til annars en að blása. Mublukona í Bandaríkjun- um vill ekki selja íslenzk húsgögn vegna þess að með því muni stutt við bak á ægilegum hvaladrápurum. Þess verður raunar að geta að um- rædd mublukona hefur aldrei selt svo mikið sem eina koju og allt óvíst um hver árangur hennar hefði getað orðið. En afstaða þessarar konu er sennilega nokkuð gott dæmi um þann tilfinningahita sem einkennir hvalamálið. Magnús Gústafeson, forstjóri Coldwater Seafood, dóttur- fyrirtækis Sölumiðstöðvarinnar í Bandaríkjunum, benti til dæmis á það, að vist gæti verið að unnt væri að sannfæra umrædda konu, en þá væm bara allir hinir eftir. Afstaða viðskiptamanna okkar Höfundur þessa pistils hefur áður á það bent, að það sem meginmáli skipti sé raunar ekki endilega af- staða bandarísks almennings heldur miklu frekar afstaða þein-a fyrir- tækja sem mest kaupa af okkar útflutningsafurðum í Bandaríkjun- um. Þannig skiptir meginmáli hvemig einn stærsti fiskkaupandi okkar, Long John Silver veitinga- húsakeðjan, lítur á múlið. Hvalafrið- unarmenn beina spjótum sínum að þeim og öðrum viðskiptamönnum okkar. Þeir, sem af okkur kaupa, hafa fyrst og fremst viðskiptahags- muni að leiðarljósi en ekki hagsmuni fámennrar eyþjóðar. Þeir kæra sig ekki um að taka neina áhættu sem ekki verður nauðsynlega að taka. Og forsvarsmenn þessara fyrirtækja hafa fyrir mörgum mánuðum lýst yfir þessari stefnu sinni. Þeir hafa látið á sér skiljast að þeir muni ekki heyja neina réttlætisbaráttu með ís- berast þótt í minna magni sé. í dreifiritum frá Greenpeace er þess gætt að minnast vandlega á skepnu- skap Islendinga jxítt aðalefni dreifi- bréfs kunni að vera annað eins og sakir standa. Samstaða of seint? Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra hefur veitt hvalafriðunar- mönnvun virðingarvert viðnám. Hann hefúr varpað fram hugmvnd- um mn samstöðu nokkurra þjóða til að verjast viðskiptaþvingunum og aðgerðimi af því tagi. Slíkt samstarf er langt undan ef það á annað borð verður að veruleika sem gagn er að. Ráðherrann ræðir úrsögn úr Alþjóða hvalveiðiráðinu. Slíkar hugmvndir eru góðra gjalda verðar. Hvalveiði- rúðið er slíkur hænsnahópur að ástæðulaust er að eyða fé og íyrir- höfn í þátttöku i því. Þar koma saman alls konar móðursjúkir nútt- úruvemdímnenn og talsmenn aftur- hvarfs í svaðið og ráðskast með hagsmuni þjóða. Aldrei séð sjó Á þingi hvalveiðiráðsins sitja full- veiðar eins og til hefur staðið. Úti i heimi horfir málið allt öðmvísi við. Þar er hiklaust gefið í skvn að við séum að fara gegn alþjóðasamþykkt- um og það látið liggja á milli hluta hvort nokkur úrskurður hafi gengið þar um. Sennilega er kjami þess máls sá að tillfinningaheita útlend- inga varðar í raun ekkert um al- þjóðasamþykktir. Þeir mundu halda uppteknum hætti, jafnvel þótt sam- þykkt yrði skýlaus stuðningur við hvalveiðar. Mublukellingar ráða Mótspyma sjávarútvegsráðherra er skiljanleg. Hann hefur líka þjóð- ina ú bakvið sig eins og fram hefur komið i skoðanakönnun DV. Það er skiljanlegt að hann íhugi úrsögn úr hvalveiðiráðinu. En ráðherrann veit lika betur en ég hvaða hags- munir em í húfi. Hami mun ekki fórna stærstu mörkuðum okkar fyrir hvalveiðistolt. Því miður er það svo að vísindalegar hvalveiðar verður ekki hægt að stunda að gagni hér. Fvrir því munu sjá landluktir friðun- arsinnar og bandarískar mublukell- ingar. -óm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.