Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1986, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1986, Qupperneq 14
14 DV. LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1986. Hirohito 85 ára: Fangi á heföar- tindi í 60 ár Japanskeisari, Hirohito, varð 85 ára þann 29. apríl. Og hann getur líka haldið upp á sextíu ára starfsaf- mæli. í tilemi af hvoru- tveggja afmælinu verður haldin mikil veisla í Japan. For- sætisráðherra landsins, Yasuhiro Nakasone, hefur verið helsti hvatamaður þess að haldin verði mikil veisla - en keisarinn sjálfur hefði víst helst viljað sleppa öllu húllumhæi: hann vill helst fá að lifa og hrærast í friði í sínu horni á bak við háa múra umhverfis höll- ina í miðborg Tokýo. En undirbúningur vegna hinnar miklu veislu hefur staðið lengi. Og enginn hefur í alvöru tekið til- lit til þess að afmælisbarnið sjálft vill helst halda upp á hið tvöfalda afmæli með því að halda áfram að dunda í garðinum sínum, snæða miðdegisverð með fjölskyldunni, horfa á uppáhaldsþættina sína í sjónvarpinu (tvær sápuóperur sem eru endalaust á dagskrá japansks sjónvarps) og rölta kannski út á svalir þrisvar eða fjórum sinnum og veifa til fólksins. En Japanskeisari verður stund- . um að fara eftir því sem aðrir vilja og ákveða. Forsætisráðherrann vill veislu og þá verður veisla. Auglýsing fyrir Nakasone Menn eru fyrst og fremst að halda upp á það að Hirohito hefur verið keisari í sextíu ár. Svo lengi hefur ekki nokkur önnur sála setið í há- sæti þjóðar sinnar. Reyndar er sjálft afmælið ekki fyrr en þann 26. des- ember næsta vetur, en Nakasone vill ekki og þorir ekki að bíða svo lengi með hátíðahöldin því hann skiptir það miklu að fá að vera með í veisl- unni. Þá munu augu umheimsins beinast að Japan og óvíst er hvort Hirohito keisari Nakasone verður í embætti forsætis- ráðherra í desember á þessu ári. Það er jafnvel fremur trúlegt að karlinn sá verði oltinn úr sessi. Þess vegna var afmælið þann 29. apríl núna tvö- falt. Nakasone var ekki einn um að núa saman höndum í æsingi vegna veisl- unnar. Þegar upp gýs spenningur í kringum kóngafólk, margfaldast sal- an í minjagripum. Japanskir versl- unarmenn og minjagripasalar hafa beðið eftir þessu tækifæri lengi. Þeir reiknuðu strax með að geta rakað saman milljónum með því að þrykkja mynd af keisaranum sem víðast, allt frá ruggustólum til vekjaraklukkna. Og fjármálaráðuneytið í Japan reiknaði með því að græða eitthvað líka - aðallega með því að selja minnispeninga með mynd keisarans. Og um það mál hafa menn rifist heift- arlega í Japan. Þar í landi sýna menn aldrei mynd af þjóðhöfðingjanum. Hann er ekki á peningum, frímerkj- um eða póstkortum. En nú á að breyta til - þrátt fyrir mótmæli. Þeir sem mótmæla, segja að myndir af keisaranum á peningum og frímerkj- um minni þá um of á þá tíma, þegar myndir af keisaranum voru á hvers manns náttborði og í hverjum skóla. Þá urðu börnin að hneigja sig fyrir myndinni af keisaranum á hverjum degi. Og þegar sprengjunum rigndi yfir japanska barnaskóla í heims- styrjöldinni tókst iðulega ekki að bjarga neinu úr fallandi byggingun- um nema myndinni af keisaranum. Ábyrgð keisarans í september 1945 nam aldraður her- bíll staðar utan við sendiráð Banda- ríkjanna í Tokýo. Út úr bílnum steig miðaldra herramaður, klæddur rönd- óttum buxum og svörtum jakka. Pípuhatturinn virtist of stór miðað við fuglslegan kroppinn og signar axlimar. Þessi litli maður gekk hik- andi inn í anddyri sendiráðsins þar sem hershöfðingi einn bauð hann velkominn. Og svo var honum vísað inn til mannsins sem réð yfir Japan þá stundina. Herramaðurinn, sem kom í sendiráðið, var Hirohito keis- ari hins fallna, japanska herveldis. En ráðamaðurinn bandaríski var fulltrúi Bandaríkjaforseta í Japan, MacArthur hershöfðingi. Eftir fund þeirra sagði MacArthur: - Ég var innilega hrærður. Hann var réttborinn keisari en mér fannst að á þessari stundu hefði ég hitt fyr- ir kurteisasta heiðursmanninn í Japan. MacArthur var fyrst og fremst hrærður yfir því að keisarinn vék sér ekki undan ábyrgð sinni, ábyrgð á pólitískum og hernaðarlegum á- kvörðunum, sem Japan hafði tekið í stríðinu. Og vera má að MacArthur hefði orðið enn dýpra snortinn af litla manninum, hefði hann vitað, að fyrir þennan fund þeirra var keisaranum uppálagt að láta alls ekki í það skína að hann bæri minnstu ábyrgð á því sem gerst hafði. En Hirohito keisari axlaði sína ábyrgð og varð þar með trúfega til þess að viðhalda keisara- stofnuninni í Japan um næstu framtíð. MacArthur er látinn, eins og flest- ir þeir sem horfðu upp á eða tóku þátt í blóðbaðinu á Kyrrahafssvæð- inu. Eini maðurinn, sem var í aðalhlutverki i hildarleiknum og enn tórir, er Hirohito. Eftir stríðið var Hirohito sakaður um að vera beinlínis ábyrgur fyrir árásarstyrjöld Japans. Um leið og MacArthur hafði sett upp hernáms- búðir sínar í Tokýo, fór fólk að mótmæla utan við bandaríska sendi- ráðið í borginni, krefjast þess að Hirohito keisari yrði dæmdur fyrir stríðsglæpi. Margir áhrifamiklir Bandaríkja- menn vildu og leggja niður keisara- dæmið. En MacArthur hershöfðingi, sem og margir borgaralegir ráðgjafar Trumans forseta, litu svo á að yrði keisaranum hrundið úr hásæti og keisaradæmið lagt niður myndi verða óeirðasamt '4 landinu og Bandaríkjamenn baka sér vandræði. Keisarinn sat því áfram í hásætinu, varð tákn einingar þjóðarinnar - og situr enn. „Guðdómlegur“ Keisarinn er enn tákn þjóðarein- ingar. Og margir fullorðnir Japanir líta á hann sem meira en keisara. í augum þeirra öldruðu Japana er hann mergurinn í þjóðarsálinni og þeir dýrka hann eins og helgan mann eða öllu heldur helgidóm. Um þessar mundir er verið að sýna um allt í Japan kvikmyndir af keisaranum og margir áhorfendur bresta í grát þeg- ar þeir líta blíðlega manninn á hvíta tjaldinu. í Japan er það flokkur „frjálsra demókrata" sem fer með stjómar- taumana. Sá flokkur skipaði nefnd í að undirbúa sextíu ára afrnæli Hiro- hito í hásæti. Flokkurinn stefnir að endumýjun stjómarskrárinnar, og talar um Japani sem „þjóðlega fjöl- skyldu" með „hreint blóð“, leidda áfram af keisaranum. Af þessu leiðir að Japanir telja sig allt öðruvísi þjóð en Vesturlandamenn. En ekki hugsa allir í Japan á þessa lund. Á þingi sitja líka sósíalistar. Þeir líta svo á að keisarann hefði átt að draga fyrir rétt sökum þátttöku sinnar í stríðsundirbúningi og fram- kvæmd styrjaldarinnar. En meirihluti Japana vill hafa sinn keisara. 84% þeirra líta svo á að keisarinn eigi áfram að vera tákn fyrir Japan út á við. Þessi mikli meirihluti hefur orðið til þess að jafhvel þeir sem eru lengst til vinstri í japönskum stjómmálum hafa end- urskoðað afstöðu sína til keisarans, vegna þeirrar rótfestu sem keisarinn greinilega hefur í japanskri þjóðar- sál. En afstaða kynslóðanna er í grund- vallaratriðum ólík. Þeir eldri líta nánast á keisarann sem guðdómleg- an. En það dettur þeim yngri ekki í hug að gera. Þeir yngri, um það bil 60% þjóðarinnar, taka keisarann hreint ekki svo alvarlega. Haffræðingur Það er ekki margt vitað um einka- líf keisarafjölskyldunnar. Keisarinn tekur einungis þátt í örfáum opin- berum athöfnum á hverju ári. Þess á milli ver hann tíma sínum í að kanna lífríki sjávar. Hann er viðurkenndur haffræðingur og sinnir vísindunum í eigin tilraunastofum innan hallar- múranna. Hirohito keisari fæddist inn í keis- arastofnunina og hefur ekki séð svo mikið af lífi fólksins utan múra. En nú spá menn því að hefðir og siðir í kringum japanska keisarastólinn breytist með næstu kynslóð. Núver- andi krónprins varð fyrstur til þess í fjölskyldunni að giftast út fyrir jap- anskt hefðarstand og sonur hans mun sennilega gera slíkt hið sama. En nútíminn hefur náð í skottið á japönsku keisarafjölskyldunni með einu móti: Vikublöðin hafa byrjað að hundelta keisarafjölskylduna upp á vestrænu; hefðu þau beitt aðferðum sumra vestrænna fjölmiðla fyrir styrjöld hefði verið litið á það hátta- lag sem alvarlega móðgun við keisara og þjóð. Fjölmiðlarnir hafa mestan áhuga á Hiro, sonarsyni keisarans og manni númer tvö í röðinni upp að hásæt- inu. Hiro er kominn á giftingaraldur og vikublöðin velta mjög vöngum yfir hverri hann helst ætti að gift- ast. Og setja fram kröfur á hendur væntanlegri keisaraarfabrúði: hún á að tala mörg erlend tungumál. Hún verður að vera lægri en 163 cm (Hiro er 163 cm). Hún verður að vera jap- önsk og jómfrú í gamaldags merk- ingu þess orðs. Tímarit fyrir alla Nýtt hefti á blaðsölustöðum nuna. 4. HEFTI - 45. ÁR - MAl 1986 - VERÐ KR. 160 Skop .................................. 2 Hvers vegna menn berja konur sínar .... 3 Hvað þýða draumarnir? ................. 9 Góðráðtiltölvunotenda ................ 15 Kossinnogsagahans .................... 17 Einn til atlögu við sjóræningja ...... 22 Rugluð Rúmenía Ceausescus ......,.... 29 Ótrúlegt en satt: Skórinn sem kom úr heiðskíru lofti ... 35 Fórnarlambið ......................... 38 Siglingará þurru landi .............. 41 Hugsun í orðum ....................... 46 Hvað þýða draumarnir? Bls. 9 Kossinn og saga hans Bls. 17 Siglingar á þurrulandi Bls. 41 Syndin er að breytast Bls. 68 Hvers VEGNA MENN BERTA KQNtin SINAR Bls. 3 Helstu trúarbrögð heims: Gyðingdómur ............................ 48 Úrvalsljóð ............................ 66 Syndin erað breytast ................... 68 Völundarhús ........................... 76 Postojna -Arnarhellarnir undursamlegu ........... 77 Ungafólkiðogumferðin ................... 85 Kolefni: Efni sem líkaminn hafnarekki .......... 88 Framliðnirviljaendurnýjast ............ 93

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.