Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1986, Blaðsíða 15
DV. LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1986.
15
Argentína:
íbúar Buenos Aires göptu af undr-
un þegar þeir fyrst heyrðu það:
Alfonsin forseti kom í sjónvarpið og
sagði að Buenos Aires, oft kölluð
Paris Suður-Ameríku, væri ekki
lengur höíúðborg Argentínu, heldur
litla, syfjulega bæjarholan Viedma
sem er nærri þúsund km fyrir sunnan
Buenos Aires við ósa fljótsins Rio
Negro (Svartá).
Alfonsin sagði í sjónvarpsræðu að
Viedma yrði höfuðborg vegna þess
að það þyrfti að efla lýðræði í
landinu og það þyrfti að efla ímynd-
unarafl og andlegt þrek Argentínu-
manna.
Alfonsín hafði hugsað sér að til-
kynna útnefningu nýju höfuðborgar-
innar (Bonn Argentínu, eins og
einhver nefndi hana) á 207 ára af-
mæli Viedma. En einhver embættis-
maður lak í hlöðin og fréttirnar fóru
að berast - Alfonsín varð að koma á
skjáinn og skýra frá fyrirætlun sinni.
Nú tala menn í Argentínu almennt
um Viedma - hlið mót framtíðinni,
endurheimt Patagóníu, hinni víð-
áttumiklu og dreifðu byggð Argent-
ínu þar sem leynast svo margir
fjársjóðir: úran, olía, málmar og ak-
urjörð. í þennan hluta landsins
fengust áður engir til að flytja nema
Skotar, Englendingar, Walesmenn
og Þjóðverjar. Verkamennirnir yfir-
leitt frá Chile, Kóreu og öðrum
Asíulöndum. Nú ætla Argentínu-
menn sjál&r að dragnast þangað út
og byggja upp landsvæðið - byggja
það upp innan frá.
„Við skulum sýna heiminum að við
erum einhvers megnugir," segja
menn núna. En hið skulduga land
verður auðvitað að fá hjálp að utan,
ætli það að lyfta grettistaki og skjóta
stoðum undir erfiðan efnahag sinn.
Og hin utanaðkomandi hjálp merkir
aðeins eitt: frekari erlend lán. Al-
fonsín ætlar að fá tvo milljarða
dollara hjá Alþjóðabankanum. „Það
er bara smáræði, ætlað í nauðsyn-
lega fjárfestingu sem mun borga sig
margsinnis,“ segja þeir sem trúa á
Patagóníuævintýri Alfonsíns.
Buenos Aires er orðin að ígerð á
þjóðarlíkamanum. Vöxtur hennar er
óstjómlegur og óviðráðanlegur. Og
borgin hefur náð sér í sjálfvirkt
einkaleyfi á allan ijárhagslegan vöxt
- til risaborgarinnar fer allt fé. Því
verður að breyta. f borginni búa 35%
af íbúunum. Þeir nota 39% af orku
landsins. Þar eru 45% allra iðnaðar-
og verslunarmanna landsins og 48%
iðnverkamanna.
Stoltir og hræddir
í Viedma eru menn stoltir og
hræddir. Menn sjá fyrir sér fjöl-
menna þjóðflutninga frá Buenos
Aires til smáborgarinnar fyrir sunn-
an - herfylki atvinnuleysingja og
kerfiskalla, möppudýra með skjala-
bunka sína og stirðnuð vinnubrögð.
f Viedma eru tvö kvikmyndahús
núna, eitt leikhús, þrjú hótel og 15
leigubílar. Og auðvitað er marga far-
ið að klæja í lófana.
Alfonsín ætlar sér stórhreingem-
ingu innan kerfisins. Og flutningur
fólks til Viedma og Patagoníu á að
gerast smám saman. En strax á næsta
ári er ætlunin að forsetinn sjálfur
fari tvisvar í viku til Viedma og
starfi þar. Alfonsín hefur sagt að í
Viedma ætli hann að afhenda eftir-
manni sínum völdin árið 1989.
Buenos Aires - ekki lengur höfuöborg Argentínu.
Ný höfuðborg
FRANSKT SUMAR
1986
Innkaupastjórar athugið!
Erum að taka upp frábæru
frönsku sumarleikföngin frá
Úrvalið hefur aldrei verið meira.
Hafið samband í síma 91- 37710 eða komið og skoðið úrvalið
ÍIH INGVAR HELGASON HF,
RBS VONARLANDI V/SOGAVEG, SÍMI 37710.
FÓSTRA ÓSKAST
til starfa við leikskóla Ölafsvíkur. Fóstrumenntun áskil-
in. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna.
Allar nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri í síma
93-6153.
Bæjarstjórinn Ólafsvík.
BORGARNES
RITARI ÓSKAST
Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Vesturlandi óskar að
ráða ritara í hálft starf. Vélritunarkunnátta og góð ís-
lenskukunnátta áskilin. Laun samkvæmt launakerfi
ríkisins. Umsóknir berist fyrir 15. maí. Frekari upplýs-
ingar veitir Eyjólfur í síma 93-7780.
Svæðisstjórn Vesturlands,
Gunnlaugsgötu 6a,
Borgarnesi.
LOPI - LOPI
Þriggja þráða plötulopi, 1,0 sauðalitir, að auki rauðir,
bláir og grænir litir. Opiðfrá kl. 8-5 mánudaga-föstu-
daga og laugardaga kl. 10-12. Sendum í póstkröfu
um landið.
ULLARVINNSLAN LOPI SF.,
Súðarvogi 4,
104 Reykjavík.
Sími 30581.
æ
BÍLASALANBUK
Skmifunni 8 Simi88-84-77.
M. Benz 280 SE árg. 1978, vínrauður, sjálfsk., vokva-
stýri, aflbremsur, rafdrifnar rúður, centrallæsingar,
sóllúga, 6 cyl., útvarp + kassetta, vetrardekk. Verð
kr. 680.000.
Toyota Hilux X-cab árg. 1984, dísil, rauður, spil o.m.
fl., 5 gira, bíll í sérflokki, skipti á ódvrari.
Ford Country Sedan árg. 1967, ekinn 70.000 milur, Ijós-
blár, 8 cyl., 2 eigendur frá upphafi, útvarp + kassettu-
tæki. Endurbyggður fyrir tveimur árum. Sjón er sögu
ríkari. Skipti á ódýrari.
BÍLASALAN BUK
Skeifunni 8 Sími 68-64-77.