Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1986, Blaðsíða 16
16
DV. LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1986.
Rokkspildan Rokkspildan Rokkspildan Rokkspildan
Það voru alíslenskir aðalsmenn
sem stigu upp á svið Tónabæjar og
tóku við sigurlaunum úr hendi Þor-
geirs rásarstjóra. „Sigurvegarar í
MT 1986 eru: GREIFARNIR“ - hafði
kynnirinn tilkynnt ekki löngu áður.
Flestir viðstaddra og vitaskuld
Greifarnir sjálfir réðu sér ekki fyrir
kæti. Sigurinn hafði komið fimm-
menningunum gjörsamlega í opna
skjöldu. „Við höfðum auðvitað gert
okkur vonir. En við reiknuðum aldr-
ei með sigri,“ sögðu þeir eins og
sigurvegurum er tamt á stundum sem
þessari.
Þrátt fyrir hæverskar yfirlýsingar
bar flestum saman um að Greifarnir
hefðu verið vel að sigrinum komnir.
Hefst nú sagan um drauminn sem
varð að veruleika.
Falskt píanó og
stríðsáratrommur
I dag eru Greifarnir fimm: Gunnar
Hrafn Gunnarsson, Jón Ingi Valdi-
marsson, Sveinbjörn Grétarsson,
Kristján Viðar Rafnsson og Felix
Bergsson heita þeir fullum nöfnum.
Þeir hafa ekki alltaf verið svona
margir. Það er einnig stutt síðan að
þeir tóku sér aðalstign.
Ævintýrið byrjaði samt ekki í
öskustó heldur i rúmgóðri stofu í
Kópavoginum. Þar sátu Kristján,
Jón Ingi og Sveinbjörn fyrir tæpum
Greifarnlr flytja Sólskinssönginn í sigurvimunni.
DV-mynd G.Bender.
Draumur aðalsmannanna rættist
þremur árum og létu sig dreyma um
frama í tónlistarheiminum.
„Við sáum fljótlega að það þýddi
ekkert að sitja bara og byggja skýja-
borgir. Við ákváðum að gera eitt-
hvað í málinu.
Fyrstu hljóðfærin voru ekki beint
beysin. Við notuðum falskt píanó og
tengdum gítarinn og bassann í gegn-
um ggmalt lampaútvarp. Síðar
áskotnaðist okkur trommusett sem
fannst á bæ einum í Kelduhverfi. Það
var nothæft þó ekki væri það beinlín-
is nýtt. Bassatromman var til dæmis
fyllt með dagblöðum frá 1940 og guð
veit hvað.“
Um svipað leyti og
stríðsáratrommurnar komu í leitirn-
ar bættist trommuleikari í hópinn.
„Upp frá því kölluðum við fjórmenn-
ingamir okkur Special Treatment."
Tvær keppnir til
Þessi nýja sveit kom fyrst fram á
útihátíðinni í Atlavík 1984. Þeir voru
þátttakendur í hinni árlegu hljóm-
sveitarkeppni. „Okkur tókst bæri-
lega þar þó ekki kæmumst við í
úrslit,“ rifja þeir upp. „Það var mjög
erfitt að spila í fyrsta skipti fyrir
6000 manns.“
Frá útihátíðinni lá leiðin í Fjöl-
brautaskólann við Ármúla. „Við
vorum eins konar skólahljómsveit
Ármúlaskóla þennan vetur samhliða
náminu. Eftir áramótin tókum við
þátt í Músíktilraunum og lentum í
öðru sæti á eftir Gypsy.
Um sumarið héldum við svo tvenna
tónleika á Húsavík. Auk þess spiluð-
um við á bindindismótinu í Galtalæk
og tókum aftur þátt í hljómsveita-
keppninni í Atlavík. Að þessu sinni
lentum við í þriðja sæti.“
Felix fannst í söngleik
„Þegar hér vr komið vorum við
ennþá á Special Treatment línunni.
Textamir voru enskir, rétt eins og
nafnið. Við komum aftur í bæinn í
haust en fengum ekkert æfingahús-
næði. Um áramótin fengum við svo
loksins inni í Víkingsheimilinu."
Og nú fóru hjólin að snúast. „í febr-
úar skelltum við okkur í stúdíó. í
ffamhaldi af því ákváðum við að
nota frekar íslenska texta en enska,
ef ske kynni að það yrði okkur til
ffamdráttar. Síðast en ekki síst á-
kváðum við að ráða söngvara í
sveitina. Okkur var bent á Felix
Bergsson og eftir að hafa skoðað
myndbönd með honum frá verslunar-
skólasöngleikjum höfðum við
samband við hann.“
Felix þáði boðið og um leið var
nafninu breytt. „Við sáum að það
passaði ekki að syngja á íslensku og
heita ensku nafni. Greifamir var ein
tillaga af mörgum og það nafn sem
okkur leist best á.“
Norðanmenn héldu nú aftur í stúd-
íó, að þessu sinni undir nýju nafni
og með nýjan söngvara. 1 sömu viku
tóku piltarnir þátt í undanrásum
Músíktilrauna og fóru í sjónvarps-
upptöku. Sjö dögum síðar stóðu þeir
á sviðinu í Tónabæ sem yfirlýstir sig-
urvegarar.
Veruleikaborgir
Sigurinn er sætur. Skyndilega em
Greifunum allir vegir færir. Verkefhi
eru næg; tónleikar, böll og utan-
bæjarpiltamir hafa þegar skuld-
bundið sig til að taka þátt í
hátíðarhöldum í tilefni af 200 ára
* afmæli borgarinnar.
Þeirra skýjaborgir eru að sönnu
ekki svo gamlar. Það munar einum
hundrað níutíu og sjö árum. En
ffaminn er eins raunverulegur og
öndvegissúlurnar við borgarmörkin.
Draumurinn er oðinn að veruleika.
-ÞJV
Bless í bili,
B U B B I
Hvað skyldu komast margir inn
á Hótel Borg? Eigi veit ég það svo
obboðslega gjörla. Hitt veit ég að
varla hefði verið hægt að bæta
mörgum við allan þann fjölda sem
fyllti salinn á fimmtudagskvöldið.
Klisjan „fullt hús“ lýsir ástandinu
engan veginn.
Tilgangur þessarar samkomu var
ekki bara að halda verkalýðsdag-
inn hátíðlegan. Það var meira gert
í leiðinni. Fólk var komið til að
hlýða á og sjá fremstu trúbadora
landsins leiða saman hesta sína.
Það er ekki á hverjum degi sem
slíkt skeður og alls ekki verra að
svoleiðis stórviðburð beri upp á
hátíðisdag verkalýðsins. Félagam-
ir báðir tilheyra jú alþýðunni og
hafa oftar en ekki staðið í forsvari
fyrir sitt fólk.
Meira að segja Gleðibankinn
Alltof langt mál yrði að fara að
telja upp allt sem skeði þetta kvöld.
Stiklum því á stóru. Tveir upprenn-
andi tónlistarmenn, Bjarni
Tryggvason og Guðjón Guðmunds-
son, komu fram ásamt félögunum
tveim og fluttu eigið efni. Þeim
tókst báðum mjög vel upp og upp-
skám kröftugt lófatak gesta. Vert
er að gefa þessum piltum gott auga
í framtíðinni.
Efnisskrá Bubba og Megasar
spannaði vítt svið. Lögin vom frá
ýmsum tímum, ýmist eftir þá sjálfa
eða aðra. Viðstaddir vom ófeimnir
við að koma með tillögur: Grísa-
lappalísa, Fatlafól, meira að segja
var beðið um GLEÐIBANKANN!
Og sá gestur var sannarlega bæn-
heyrður.
Þegar allt var loks um garð geng-
ið áttaði maður sig á hvað þetta
var í rauninni gleðileg stund.
Kveðjustund. Þetta vom síðustu
tónleikar Bubba hér að sinni. Alls
er óvíst hvenær hann og Megas
hittast aftur og taka nokkur lög.
En þeir verða á stjái hvor í sínu
lagi. Bubbi er heldur ekki alfarinn
þó hann snúi sér nú að öðru. Við
lifum á þessum kveðjutónleikum
þar til við hittumst næst.
Bless í bili, Bubbi.
-ÞJV
Bubbi stigur niður af stólnum og heldur baksviðs. Þetta voru síð-
ustu tónleikar hans hér að sinni. DV-mynd G. Bender.