Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1986, Qupperneq 18
18
DV. LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1986.
Erlend bóksjá
Erlend bóksjá
Erlend bóksjá
Erlend bóksjá
HANDBOQK
A GUIDE TO SOUTH AFRICA’S
EVERYDAY RACIAL POUCIES
ROGER OHOND
Aðskilnaðar-
stefnan
THE APARTHEID HANDBOOK.
Höfundur: ROGER OMOND.
Penguin Books, 1986.
Sá frumskógur laga og reglu-
gerða, sem hvíta minnihluta-
stjórnin í Suður-Afríku hefur
sett á undanförnum áratugum til
þess að halda kynþáttunum að-
skildum og öllum öðrum en
hvítum mönnum í undirgefni, er
skýrður í þessari bók suðuraf-
rísks blaðamanns, sem nú starfar
við The Guardian í Bretlandi.
í bókinni eru tekin fyrir öll svið
suðurafrísks þjóðfélags og áhrif
lagavefs aðskilnaðarstefnunnar
skýrð með spurningum og svör-
um og dæmum úr raunveruleik-
anum. Sú mynd sem við lesturinn
fæst af ástandinu er enn óhugn-
anlegri vegna þess að hér eru
staðreyndirnar einar látnar tala.
Fáránleiki kerfisins kemur svo
greinilega í ljós í þeim hundruð-
um dæma, sem frá er sagt í
bókinni, þar sem hatrammlega er
deilt um það fyrir dómstólunum
hver sé hvítur og hver ekki.
Minnir þar margt á andlega ætt-
ingja suðurafrískra valdhafa í
Þriðja ríkinu.
THÍ PEUCAH HISTORYOf
G • R • E • E • K
LITERATURE
Grískar perlur
THE PELICAN HISTORY OF GREEK
LI1 ERATURE.
Höfundur: Peter Levi.
Penguin Books, 1985.
Prófessorinn og ljóðskáldið
Peter Levi fjallar í þessari bók
sinni um það besta sem skrifað
var á gríska tungu til forna allt
frá Hómer til Plútark. Þar spann-
ar hann líklega ríflega eitt
árþúsund.
Eins og Leví tekur sjálfur fram
í formála bókarinnar er hér ekki
um að ræða tæmandi upptaln-
ingu í alfræðistíl heldur sam-
fellda frásögn af og yfirlit um
verk allra helstu stórmenna þessa
blómaskeiðs grískra bókmennta
og heimspeki. Hann rekur í
stuttu máli inntak verka þeirra
höfunda, skálda og heimspekinga
sem mestu máli skipta og sýnir
fram á hvað sameinar þá og hvað
aðgreinir. Jafnframt skýrir hann
samhengi verkanna við samtíð
höfundanna og sögulegar stað-
reyndir.
Fyrst og síðast er þessi bók
Levi afar læsileg umfjöllun um
sum helstu stórvirki heimsbók-
menntanna en einnig önnur verk
sem gnæfa hátt upp úr meðal-
mennsku aldanna þótt þau nái
ekki til þeirra hæða þar sem snill-
ingar á borð við Hómer, Plató,
Shakesapeare og höfund Njálu
hafast við í fámennum félags-
skap.
Goðsagnir um hetjur
og guði jarðarbúa
A DICTIONARY OF WORLD MYTHO-
LOGY
Höfundur: Arthur Cotterell.
Oxford University Press, 1986.
Það skiptir engu hvort litið er til
evrópskra vígamanna, amerískra
indíána, mongólskra hirðinga, ástr-
alskra frumbyggja, afrískra negra.
Þessir og aðrir hlutar mannkynsins
eiga það allir sameiginlegt að hafa
skapað, þróað og varðveitt kynslóð
af kynslóð goðsagnir í vanmúttugri
tilraun til þess að skýra það sem
þeir skildu ekki: lífið, dauðann, nátt-
úruöflin.
Hinar fornu goðsagnir hafa víða
misst veruleikagildi sitt í samfélagi
nútímans, en lifa áfram sem menn-
ingárlegur arfur og oft á tíðum
áhrifamiklar skáldlegar frásagnir.
Aðrar goðsagnir, magnaðar af fjöl-
miðlum eins og sjónvarpi, kvikmynd-
um og blöðum, hafa tekið við af þeim
mörgum. Rambo hefur leyst Ódysseif
af hólmi í vitund nýrra kynslóða.
En hin forna þekking lifir enn í
A Dictionarv of
World
Mythology
m . . „ „ .. C9m
Arthur(i)tteRii
bókum. Erfitt er að ímynda sér betra
yfirlit yfir goðsagnir jarðarbúa í
jafnknöppu formi og í þessari bók
eftir Arthur Cotterell. Hann hefur
samið margar bækur um foma menn-
ingu austurasiskra þjóða og er rit-
stjóri alfræðiritsins „Encyclopedia
of Ancient Civilizations". Þessi bók,
sem nú birtist í fyrsta sinn í pappírs-
kilju, er aukin og endurbætt útgáfa
rits sem upphaflega var gefið út 1979.
Cotterell skrifar fróðlegan inngang
um goðsagnir almennt og þýðingu
þeirra en sjálfu uppsláttarritinu er
skipt niður landfræðilega í sjö meg-
inkafla: Vestur-Asíu, Suður- og
Mið-Asíu, Austur-Asíu, Evrópu, Am-
eríku, Afríku og Eyjaálfu. Stuttur
formáli er í upphafi hvers kafla.
Höfundinum tekst bæði að koma
staðreyndum sem og hinu ævintýra-
lega og skáldlega til skila. Hér er
mikil þekking saman komin í stuttu
máli.
Goðsagnir hinna ýmsu þjóða og
þjóðarbrota eru um margt ólíkar.
Samt er það einna forvitnilegast að
sjá hversu margt er þó sameiginlegt
með þeim hugmyndum sem forfeður
mannkynsins gerðu sér hver í sínu
horni um lífið, dauðann, náttúruna
og guðina.
,,Hugleysingjar“ sem
hristu upp í Tékkum
THE COWARDS
Hölundur: Jósel Skvórecký.
Penguin Books, 1985.
Eftir atburði ársins 1956 í komm-
únistaríkjum varð nokkur tilslökun
í sumum ríkjum Austur-Evrópu. Sú
brcyting fólst meðal annars í því að
farið var að leyfa útgáfu bóka sem
áður hafði verið hafnað af forlögum
kerfisins. Ein þeirra var skáldsaga
sem ungur Tékki hafði skrifað
skömmu eftir lok síðari heimsstyrj-
aldarinnar, nánar tiltekið á þeim
tímum þegar kommúnistar voru að
taka völdin i landinu í sínar hendur
(1948-1949), en geymt í skrífborðs-
skúffu sinni í áratug eða svo.
Skáldsagan nefndist Zbabélci og
birtist hér í enskri þýðingu.
METSÖLULISTAR - PAPPÍRSKILJUR
DANMÖRK BANDARÍKIN
1. FayWeldon: VENINDER. (1). 1. Mary Higgins Clark: STILLWATCH.
2. Isabel Allende: ÁNDERNES HUS. (4). 2. Barbara Taylor Bradford: HOLDTHE DREAM.
3. Karen Blixen: DEN AFRIKANSKE FARM. (2). 3. Michael Korda: QUEENIE.
4. Judith Thurman: KAREN BLIXEN. (3). 4. Colleen McCullough: A CREED FORTHE THIRD MILLE-
5. Carsten Jensen: SJÆLEN SIDDER1 ÖJET. (9). NIUM. 5. AliceWalker:
6. Alice Walker: FARVEN LILLA. (6). THE COLOR PURPLE. 6. DanielleSteel:
7. Karen Blixen: BREVE FRA AFRIKA. (7). FAMILY ALBUM. 7. Dick Francis:
8. Frans Lasson og Clara Selborn: KAREN BLIXEN. (5). PROOF. 8. Sidney Sheldon: IFT0M0RR0W COMES.
9. Karen Blixen: SYV FANTASTISKE FORTÆLLIN- GER. (8). 9. JanetDailey: THEGLORY GAME. 10. Elmore Leonard:
10. Mario Puzo: SICILIANEREN. (10). (Tölur innan sviga tákna röð viðkom- GLITZ. Bækur almenns eðlis: 1. Isak Dinesen (Karen Blixen): OUT OF AFRICA AND SHADOWS ONTHEGRASS. 2. Connell Cowan og Melvin Kinder: SMART WOMEN, FOOLISH CHO- ICES. 3. M.ScottPeck: THEROAD LESSTRAVELED. 4. Leo F. Buscaglia: LOVING EACH OTHER. 5. Judith Thurman: ISAK DINESEN: THE LIFE OF A STORYTELLER.
andi bókar á metsölulistanum vikuna á (Byggt á New York Times Book Revi-
undan. Byggt á Politiken Söndag). ew).
Umsjón: Elías Snæland Jónsson
Höfundurinn, Jósef Skvórecký,
hélt að nú væri hans tími kominn.
Það sem hann vissi ekki fyrr en síðar
var að kerfispostularnir höfðu
ákveðið að gefa skáldsöguna út til
þess að sýna fram á hvílíkt skaðræði
hlytist af auknu frjálsræði í menn-
ingarmálum. Og viðbrögðin urðu
samkvæmt því. í blöðum og á fundum
var svívirðingum hellt yfir höfund-
inn. Sala bókarinnar var bönnuð.
Skvórecký missti starf sitt við bók-
menntatímarit í Prag. Honum var
úthýst.
Tíu ár liðu og kommúnismi Dúb-
sjeks kom til skjalanna: það voraði
í Prag. Skáldsaga Skvórecký var
gefin út að nýju og varð fyrsta met-
söluskáldsaga eftirstríðshöfundar í
landinu. En þegar sovésku skrið-
drekarnir kæfðu frjálsræðið síðari
hluta árs 1968 féll Skvórecký aftur í
ónáð og flutti þá til Vesturlanda í
útlegð.
Um hvað fjallar svo þessi forboðna
og vinsæla skáldsaga?
Hún segir frá unglingspilti, Danny
að nafni, og félögum hans á þeim
átakadögum i maí 1945 þegar sovéski
herinn er að hrekja þýska nasista frá
Tékkóslóvakíu. Það sem kerfisstjór-
unum fannst óþolandi helgispjöll var
hverjum augum Danny, og reyndar
fleiri söguhetjur, líta þessa frelsun
Rauða hersins.
Staðreyndin er nefnilega sú að
Danny hefur meiri áhuga á að spila
á saxófóninn sinn jasslög og komast
í návígi við draumadísina sína, Irenu
(sem reyndar er að bíða eftir fréttum
af unnusta sínum sem er úti að
stríða), en að berjast við Þjóðverja.
Hann er jafnframt áhorfandi að hug-
leysi og tækifærismennsku, þar sem
hver reynir að bjarga sjálfum sér sem
best hann getur.
Skáldsagan sver sig að nokkru í
ætt við þær skáldsögur aðrar frá
sjötta áratugnum þar sem lýst er
uppreisnargjörnu ungu fólki sem ber
litla virðingu, svo ekki sé meira sagt,
fyrir þeim sem eldri eru og lítur á
athafnir þeirra með samblandi af fýr-
irlitningu og vorkunnsemi. En hér
er þetta unga fólk í miðri hringiðu
stríðsátaka og stjórnmálaumbylt-
inga sem flækir enn frekar hin
persónulegri vandamál.
Skvórecký hefur haldið áfram að
skrifa skáldsögur eftir að hann flutt-
ist til Vesturlanda (hann hefur um
árabil verið prófessor í bókmenntum
við háskólann í Tórontó). En honum
hefur reynst erfitt að skrifa aðra
skáldsögu sem jafnast á við þessa.
JUMKV
WIIJJUI s.
IUIUUHGIIS
INTftÖOUCTIÖN 8Y At.LEN GINSBER
I eitrinu
JUNKY.
Höfundur: William S. Burroughs.
Penguin Books, 1986.
Þessi fyrsta bók bandaríska rit-
höfundarins William S. Burro-
ughs (upphaflega útgefin árið
1953) er ein af þekktari frásögn-
um bókmenntanna af lífi í eitr-
inu. Burroughs segir hér frá eigin
reynslu: hann var um árabil eit-
urlyfjaneytandi sem hafði ofan
af fýrir sér með því að selja öðrum
eitur og stela, einkum af drukkn-
um mönnum.
Hér lýsir hann sjálfum sér og
öðrum eiturlyfjaneytendum og er
sú frásögn öll hin óhugnanleg-
asta hvort sem umhverfið er New
York, New Orleans eða Mexíkó-
borg: heimur fórnarlamba eitur-
lyfjanna virðist alls staðar vera
í grundvallaratriðum eins.
Allen Ginsberg ritar formála að
bókinni sem reyndar á upphaf
sitt í bréfum sem Burroughs
skrifaði honum um lífið í eitrinu.
Við lestur Junky verða margar
aðrar og nýrri bækur um hlið-
stæð efni sem barnaskólalesning.
fjtá
Stefna Owen
A UNITED KINGDOM.
Höfundur David Owen.
Penguin Books, 1986.
Leiðtogi flokks þess sem nefnist
The Social Democratic Party og
stofnaður var fyrir nokkrum
árum af klofningsmönnum úr
breska Verkamannaflokknum, er
David Owen, sem var utanríkis-
ráðherra lands síns á árunum
1977 til 1979. Owen tók við leið-
togaembættinu árið 1983.
Sem flokksleiðtogi hefur hann
síðustu árin útfært stefnu flokks
síns í hinum ýmsu málum, bæði
í ræðu og riti. Þessi bók er safn
slíkra greina þar sem tekið er á
mörgum sviðum þjóðmála.
Kjarninn í boðskap Owens er þó
sá að vandamál Breta séu fyrst
og fremst slæmri stjórn landsmál-
anna í þrjá áratugi að kenna.
Leiðin út úr ógöngunum sé að
taka upp hlutfallskosningar til
þingsins og veita bandalagi jafn-
aðarmanna og frjálslyndra
brautargengi, í það minnsta að
því marki að það komist í sam-
steypustjórn.
Núverandi kosningalög i Bret-
landi byggja á einmenningskjör-
dæmum og eru því mjög óréttlát,
sérstaklega gagnvart minni
flokkum eins og bandalaginu sem
hefur margfalt fleiri atkvæði á
bak við hvern þingmann en
Ihaldsflokkurinn og jafnvel
V erkamannaflokkurinn.
Owen er gagnrýninn á margt í
bresku þjóðlífi og kemur með
ýmsar tillögur til úrbóta, eins og
títt er um stjórnarandstæðinga.