Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1986, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1986, Qupperneq 19
DV. LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1986. 19 í drauma- landinu Ég er að hugsa um að skrifa honum Tómasi Izquierdo og bjóða honum að búa hjá mér um hríð - nú eða þá að skipta við hann. Sá býr á Kúbu og hefur ekki sigið blundur á brá í fjörutíu ár, að sögn DV á mið- vikudaginn var. Það hlýtur að vera hreinn hryllingur fyrir manninn að geta aldrei tekið sér eftirmiðdags- síestu eins og allir hinir - íyrir nú utan önnur óþægindi sem þessu hljóta að fylgja í nokkum veginn normal samfélagi. Ég meina það. Or því að yfir fjöru- tíu læknar hafa ekki getað ráðið bót á þessum kvilla finnst mér tími til kominn að manninum verði komið í umhverfi þar sem litið er á svona nokkuð sem stórkostlegan kost en ekki hræðilegan sjúkdóm. Já, manneskja, sem steinsefur á meðan Gösta Ekman dröslast með h'k um allar trissur á skerminum og rumskar varla að lokinni Innrásinni frá Mars, getur ekki annað en öfund- að hann Tómas pínulítið. Þetta var ég allavega að hugsa á meðan ég las frásögnina af honum og velti því jafnframt fyrir mér hvað ég hefði nú séð og heyrt í fjölmiðlunum síðustu dagana. Niðurstaðan var því miður sú, að þrátt fyrir heilmikinn áhuga og góðan vilja hafði ég oftar en ekki horfið yfir í draumalandið löngu fyr- ir tímann. Þú vinnur of mikið, sagði ég við sjálfa mig; ásakandi en um leið stolt eins og sönnum vinnusömum íslend- ingi ber. Éitt andartak flaug mér svo sem í hug að fjölmiðlamir væru kannski bara svona svæfandi og leiðinlegir, en auðvitað er málið ekki alveg svo einfalt. Að kvöldi 1. maí rann svo loks upp fyrir mér ljós. Eftir að hafa fyrst hlaupið lafinóð á milli Lækjartorgs og Hallærisplans, blakandi eyrum, og síðan hlustað á gesti Ragnheiðar Davíðsdóttur á rás tvö í útvarpinu, var ég ekki í nokkrum vafa um að íslenska þjóðin ein gæti komið hon- um Tómasi til bjargar og boðið honum aðstæður við hæfi. Allir sem skrifuðu í blöðin 1. maí og allir ræðumenn dagsins í Reykja- vík (sem voru reyndar eintómir kvenmenn) voru ofsalega sammála um að maður yrði að leggja nótt við dag til að ná endum saman; að eng- inn lifði á daglaununum og tvær fyrirvinnur dygðu varla til. Sem sagt „drauma“landið fyrir Tomma svefii- lausa. Hér gæti hann atast á tvöfold- um vöktum í brjáluðum bónus án þess að nokkrum þætti það skrýtið. Honum yrði sennilega bara boðin aukavinna á þriðju vaktinni. Konan hans þyrfti líklega ekki að vinna nema eina vinnu og ég spái því að þau gætu keypt sér litla blokkaríbúð fyrir aldamót. Að vísu fylgja sjúk- dómnum, sem allir hér þyrftu helst að vera haldnir, fylgikvillar á borð við minnistap og síminnkandi sjálfe- traust, en ég heyrði nú ekki betur á fyrmefndum konum en að slíkt væri bara til bóta ef maður ætlaði að halda sönsum í sumum fyrirtækjum hér um slóðir. Ég var óvenjulega vel vakandi á sunnudagskvöldið síðasta, enda margt sem freistaði í sjónvarpinu. Ég horfði meira að segja á Dagskrá næstu viku, aldrei þessu vant, og þar upplýsti leiklistarráðunautur stofh- unarinnar áhorfendur um að nú ættu þeir að fá að sjá fjögur sjón- varpsverk Jökuls heitins Jakob- ssonar í bunu og þeir skyldu endilega nota tækifærið og tékka á samhenginu í þeim. Þetta væri voða algengt í útlandinu og þætti gott. Veskú! Það er auðvitað þakkar vert að sjónvarpið skuli splæsa á okkur svona þemaviku en ég held að þeir í útlandinu láti yfirleitt fylgja lauf- létta úttekt á viðkomandi höfundi, eða a.m.k. huggulegan inngang. Al- veg er ég t.d. handviss um að ekki hefði þurft að margbiðja mann á borð við Svein Einarsson að taka slíkt að sér. Ég er reyndar jafnviss um að hann (eða einhver annar) tæki að sér að flytja fróðlegan og skemmtilegan eftirmála ef sjónvarp- ið sæi að sér í tíma. Ég meina einfaldlega eitthvað í þeim dúr að nú eruð þið búin að sjá fjögur sjón- varpsleikrit Jökuls og hvað fannst ykkur? Tókuð þið eftir þessu eða hinu? Eruð þið sammála því að ... Því ekki að bjóða nokkrum áhorf- endum í sjónvarpssal að ræða um verkin. Einhveijir þeirra mættu jafnvel vera yngri en sextán og eldri en sextíu - mín vegna. HILDUR FINNSDÓTTIR FÁRAST YFIR FJÖLMIÐLUM Svona mætti raunar fjalla um verk fjölmargra höfunda í ýmsum grein- um og ég efast ekki um að við áhorfendur kynnum að meta vel matreidda leiðsögn í bókmennta- fræði, leikhúsfræði, listfræði o.s.frv. sem hlyti að fylgja í kaupbæti. Og það þýðir ekkert að væla um að fólk- ið vilji ekki svona lagað. Það er nefiiilega svo að fólkið vill nánast hvað sem er, svo framarlega sem það er almennilega gert. Nú, og hver náði betur til fólksins en Jökull þeg- ar honum tókst best upp? Elskuðum við hann ekki einmitt fyrir mann- eskjulegheit og oft grátbrosleg en öllum skiljanleg viðbrögð litla mannsins svokallaða í hörðum heimi? Væri ekki bara ráð að tékka á þessu og heiðra þannig minningu skáldsins? Ég ætla að geyma mér að geð- vonskast yfir Kólumbusi en verð þó að segja að sem óvirkum Gaflara fannst mér ansi skítt að þeir skyldu ekki splæsa skoti á sæfarann sigla seglum þöndum inn á Hafnarfjarðar- höfh. Svona rétt í lokin langar mig til að minna á ellefta boðorðið sem rifj- aðist upp fyrir mér 1. maí og ég hef áreiðanlega ekki verið ein um að margbrjóta upp á síðkastið: Eigi skaltu gimast launaskrið náunga þíns! NU eR þÉK Hingað til hefur ekki verið á allra færi að fjárfesta á þann hátt sem hagkvæmastur hefur verið á hverjum tíma. Til að koma til móts við almenning hefur KAUPÞING HF. hafið sölu svonefndra EININGABRÉFA sem ALLIR ráða við. Við kaup á EININGABRÉFUM nýtur þú HÁMARKS ÁVÖXTUNAR, tekur LÁGMARKS ÁHÆTTU og ert með ÓBUNDIÐ FÉ. Einfaldara getur það ekki verið. — HVERNIG ER ÞETTA HÆGT? Þú verður ásamt fjölmörgum öðrum einstaklingum þátttakandi í stórum sjóði sem kaupir verðbréf með hæstu mögulegri ávöxtun — verðbréf sem að öðrum kosti væru einungis innan seilingar mjög fjársterkra aðila. MARGT SMATT GERIR EITT STÓRT. í þessum sjóði vegur þitt fé jafn þungt og þeirra sem meira hafa handa á milli. Að baki EININGABRÉFUNUM standa örugg veð eða aðrar jafngildar tryggingar. Hringdu í síma 686988 og fáöu nánari upplýsingar. NAFNVEXTIR HELSTU SPARNAÐARFORMA: Spamaöarform Nafnvextir Raunvextir • Almennir sparisióösreikningar 8,0—9,0% • Sérreikningar banka 12,0—13,0% • 6 mán. verðtryggöir reikningar 15,4—15,9%* 3,0—3,5% • 18 mán. verötryggöir reikningar 19,8—20,4%* 7,0—7,5% • Spariskfrteini rfkissjóós 19,8—22,1%* 7,0—9,0% • Bankatryggö skuldabréf 23,2—24,3%* 10,0—11,0% ■ EININGABRÉF 31,0%* nú 17% * Miöaö við 12% árlega veröbólgu. AtttÍHADTAc,oSÖGN KAUPÞING HF Húsi verslunarinnar “23T 68 69 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.