Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1986, Side 20
20 DV. LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1986.
Einvígi Ásgeirs Sigurvinssonar og Sören Lerby í Berlín:
Fagnar Asgeir sigri ems og
Jesse Owens gerði 1936?
- þegar hann var fýrsti maðurinn til að ögra stolti Adotfs Hitlers sem ætlaði að sýna umheiminum hvers
Þjóðverjar væru megnugir í íþréttum
að verða fleiri íslendingar í sviðsljósinu í dag held-
ur en ICY-hópurinn sem mun syngja í Evrópusöngva-
keppninni í Grieg-höllinni í Bergen. Knattspyrnukappinn
Ásgeir Sigurvinsson verður einnig í sviðsljósinu en þó
ekki í Bergen. Hann verður á ferðinni á ólympíuleikvang-
inum í V-Berlín, þar sem Stuttgart mætir Bayern
Munchen í bikarúrslitaleik V-Þýskalands.
Það verða 91.000 áhorfendur saman
komnir í dag á ólympíuleikvanginum
fræga þar sem Adolf Hitler, einræðis-
herra Þýskalands, hélt þrumandi ræðu
við opnun ólympíuleikanna 1936. Einn
kunnur einvaldur verður mættur til
leiks í dag eins og fyrir 50 árum. Það
er Franz „Keisari" Beckenbauer,
landsliðseinvaldur v-þýska landsliðs-
ins. Hann mun verða vitni að einvígi
tveggja bestu knattspymumanna í
V-Þýskalandi, þeirra Asgeirs Sigur-
vinssonar og danska landsliðsmanns-
ins Sören Lerby. Leikmannanna sem
Beckenbauer vildi gjaman tefla fram
í v-þýska landsliðinu í HM-keppninni
í Mexíkó.
„Þetta er sannkallaður draumaúr-
slitaleikur. Tvö bestu félagslið V-
Þýskalands eigast við. Liðin sem hafa
orðið V-Þýskalandsmeistarar þrjú
undanfarin ár. Bæði liðin hafa leikið
mjög vel að undanfömu og því má
reikna með íjömgum og skemmtileg-
um leik,“ sagði Beckenbauer í blaðvið-
tali 1. maí.
Loftbrú til Berlínar
Geysilegur áhugi er fyrir leik hinna
tveggja frægu knattspvmufélaga frá
Suður-Þýskalandi. Uppselt er á leik-
inn. Um 20 þús. stuðningsmenn
Stuttgart og sami fjöldi frá Múnchen
hafa verið að tínast til Berlínar tvo
sl. daga. Flugfélagið Lufthansa og
önnur flugfélög hafa haldið uppi loft-
brú til Berlínar og þá hafa fjölmargir
langferðabílar með stuðningsmönnum
félaganna farið í gegnum A-Þýska-
land, eftir hraðbrautinni E 51.
Einvigi Asgeirs og Lerby
Blöð í V-Þýskalandi hafa verið upp-
full af frásögnum um bikarslaginn í
Berlín, vangaveltum og menn hafa
spáð. Blöðin slá því upp að á ólvmpíu-
leikvanginum fari fram einvígi tveggja
bestu miðvallarspilara í V-Þýskalandi,
íslendingsins Ásgeirs Sigurvinssonar
og Danans Sören Lerby.
Leikmenn Stuttgart og Bayem fóm
fljúgandi til Berlínar í gær og tóku
þeir þá létta æfingar á ólympíuleik-
vanginum.
„Það er mikil spenna í lofti. Það er
greinilegt að til mikils er ætlast af lið-
unum,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson í
samtali við DV.
Ásgeir sagði að hann og Karl
Allgöwer hefðu átt við smávægileg
meiðsli að stríða eftir hinn fjöruga
leik gegn Bremen um sl. helgi. „Eg
fékk þá spark í hnésbót. Við verðum
þó tilbúnir í slaginn."
„Jú, það hefúr verið mikið talað um
hin og þessi einvígi inni á vellinum.
Einvígi á milli mín og Ix-rby, marka-
einvígi sóknarleikmanna, þeirra
Klinsmann og Pasic, gegn Bayem-
leikmönnunum Dieter Höness og
Michael Rummenigge. Það hefur verið
mikið rætt og ritað um leikinn," sagði
Ásgeir.
Asgeir sagði að liðin lékju ólík leik-
kerfi. Bayem leikur t.d. svæðisvöm
en Stuttgart maður gegn manni.
„Þetta verður tvímælalaust skemmti-
legur og spennandi leikur og leikmenn
liðanna em ákveðnir í að standa sig
vel. Spumingin er aðeins hvemig
menn em upplagðir þegar út í slaginn
er komið. Viljinn er alltaf fyrir hendi
til að gera sitt besta, en það getur
margt komið upp á. Sumir leikmenn
ná sér ekki á strik. Það fer þá eftir
hvemig leikurinn spilast og þróast,"
sagði Ásgeir.
Bæjarar bjartsýnir
„Við erum staðráðnir í að vinna
tvöfalt - bæði deild og bikar. Þó svo
að Stuttgart hafi fært okkur V-Þýska-
landsmeistaratitilinn á silfurfati um
sl. helgi með því að leggja Bremen að
velli skuldum við Stuttgart ekkert.
Þeir fá ekkert í staðinn frá okkur,“
sagði Udo Lattek í blaðaviðtali.
Happatala Stuttgart
„Við leggjum allt í sölumar til að
fara með bikarinn heim til Stuttgart.
Það verður ekkert gefið eftir. Við
misstum af baráttunni um meistaratit-
ilinn með slöku gengi um mitt tímabil
í Bundeslígunni," sagði Ásgeir.
Ásgeir sagði að það væm nú tvö ár
liðin síðan Stuttgart varð v-þýskur
meistari. „Nú viljum við fá bikarinn.“
Menn í Stuttgart hafa verið að leika
sér að tölum að undanfömu. Þegar
Stuttgart var meistari 1984 voru 32 ár
síðan félagið varð síðast meistari. Nú
er bent á að Stuttgart, sem hefúr tvisv-
ar orðið bikarmeistari, hafi fyrst unnið
bikarinn 1954 þannig að 32 ár séu síð-
an. Stuttgartbúar hafa tröllatrú á að
talan 32 sé happatala.
Sorgarsaga Bremen
- Nú þakka leikmenn Bayem ykkur
fyrir að þeir era V-Þýskalandsmeistar-
ar?
„Já, en þeir geta einnig hrósað happi
því að Bremen hrundi á endasprettin-
um. Ég vil ekki meina að Bremen
hafi misst af titlinum í Stuttgart. Leik-
menn liðsins gerðu það á heimavelli
Þeir berjast um völdin á miðjunni í Berlín í dag, Ásgeir og Lerby. Þessi mynd birtist utan á hinu fræga íþróttablaði Kicker.
sínum með því að gera þar jafntefli
gegn Gladbach og Bayem í tveimur
síðustu heimaleikjum sínum. Þeir mis-
notuðu t.d. vítaspymu gegn Bayem,
vítaspymu sem gat fært þeim meist>
aratitilinn.
Lokasprettur Bremen var mikil
sorgarsaga því að félagið hefði verið
vel að meistaratitlinum komið. En
svona er knattspyman. Það var átak-
anlegt að sjá hvemig leikmenn
Bremen féllu saman eftir tapið gegn
okkur. Þeim dugði jafhtefli. Við lékum
á fullu og náðum að sýna mjög góðan
leik. Það var hart barist og það hefði
ekki verið sanngjamt ef við hefðum
slakað á og tekið áhættu fyrir bikarúr-
„Því miður var
amma Ásgeirs
ekki þýsk“
- segir landsliðsþjáffari V-Þýskalands
Ásgeir Sigurvinsson, sem átt hefúr
hvern stórleikinn á fætur öðmm að
undanfömu með Stuttgart, er talinn
einn besti knattspymumaður V-
Þýskalands og ef hann væri V-Þjóð-
veiji fengi hann það hlutverk að
stjórna v-þýska landsliðinu í HM-
keppninni í Mexikó.
Frans Beckenbauer, landsliðsein-
valdur V-Þýskalands, sagði í viðtali
við „World Soccer“ á dögunum að
aðeins tveir leikmenn í V-Þýska-
landi gætu leikið sama hlutverk fyrir
lið sitt og Michel Platini leikur fyrir
franska landsliðið. Það væm þeir
Ásgeir Sigurvinsson og Sören Lerby,
sem væm hvorugur V-Þjóðverji.
Horst Köppel, þjálfari v-þýska liðs-
ins, sá Ásgeir eiga snilldarleik með
Stuttgart gegn Bremen um sl. helgi.
í viðtali við Kicker sagði hann: Ás-
geir er leikmaður sem við gætum
notað i Mexíkó, en því miður var
amma hans ekki þýsk. Hann vill
ekki gerast v-þýskur ríkisborgari.
Þess má geta að ástæðan fyrir því
að Köppel minntist á ömmu Ásgeirs
er að það var skrifað um það í blöð-
um í V-Þýskalandi ekki alls fyrir
löngu að Ásgeir væri gjaldgengur í
v-þýska landsliðið á HM i Mexíkó,
þar sem amma hans heföi verið þýsk.
-SOS
slitaleikinn gegn Bayem,“ sagði
Ásgeir.
Bayern fékk eftirlíkingu
Þess má geta að forráðamenn v-
þýska knattspymusambandsins vom
búnir að reikna með því að Bremen
mundi tryggja sér meistaratitilinn.
Þeir vom mættir með sigurskjöldinn
til Stuttgart. Aftur á móti var farið
með eftirlíkingu af honum til
Múnchen þannig að leikmenn Bayem
hömpuðu eftirlíkingunni sl. laugar-
dag.
Vildu fá Asgeir aftur
Eins og hefur komið fram í blöðum
framlengdi Ásgeir samning sinn við
Stuttgart til 1989 fyrir nokkmm dög-
um. Aður hafði Bayem Múnchen haft
samband við Ásgeir og óskað eftir því
að hann kæmi aftur til félagsins. Ás-
geir fór frá félaginu fyrir fjórum árum
eftir óánægju með framkomu þjálfar-
ans, Pal Csemai.
- Verður Ásgeir í hefndarhug þegar
hann leikur gegn Bayem í V-Berlín í
dag?
„Þessa spumingu kannast ég við.
Ég hef oft verið spurður þannig sl.
fjögur ár. Nei, ég hef einskis að hefha.
Dæmið gekk ekki upp hjá mér þegar
ég var hjá Bayem. Síðan ég fór frá
Bayem hef ég oft sannað og sýnt að
ég er leikmaður sem Bayem gat not-
að. Ég fer ekki í hefhdarhug inn á
ólympíuleikvanginn í Berlin. Ég mæti
til leiks til að gera mitt besta í sam-
vinnu við félaga mína. Við stefnum
allir að sama takmarkinu: Að fara
heim til Stuttgart með bikarinn lang-
þráða,“ sagði Ásgeir.
Spumingin er því hvort Ásgeir og
félagar hans fara eins ánægðir út af
ólympíuleikvanginum og bandaríski
blökkumaðurinn Jesse Owens gerði
1936. Þá hrelldi hann Hitler með því
að hverfa á braut með fjóra verðlauna-
peninga á ólympíuleikunum.
-SOS
Þeir leika
Samkvæmt upplýsingum, sem
DV fékk frá Berlín í gær, verða
lið Stuttgart og Bayem þannig
skipuð. Innan sviga má sjá hve
mörg mörk markahæstu leikmenn
liðanna skomðu í Bundeslígunni:
Stuttgart
Armin Jáger
Rainer Zietsch
Giinther Scháfer
Karl-Heinz Förster
Michael Nushöhr
Andreas Múller
Guido Buchwald
Karl Allgöwer (21)
Ásgeir Sigurvinsson (9)
Júrgen Klinsmann (16)
Predrag Pasic (5)
Bayern
Jean-Marie Pfaff
Klaus Augenthaler
Norbert Eder
Hans Pflúgler (6)
Norbert Nachtweih
Lothar Mattháus (10)
Sören Lerby (8)
Reinhold Mathy
Roland Wohlfarth (13)
Dieter Höness (15)
Michael Rummenigge (19)
• Bayern skoraði 82 mörk í Bund-
eslígunni, fékk á sig 31. Stuttgart
skoraði 69 en fékk á sig 45.
• Markatala Bayern í bikarkeppn-
inni er 14-3, en Stuttgart 19-6.
-SOS