Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1986, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1986, Síða 21
DV. LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1986. 21 EVRORSKRA SJONVARRSSTÖÐVA -| *9*8*6 Snorri Sturiu- son og Icy hittust í Bergen - sigurlíkur Gleði- bankans verulegar Eiríkur Jónsson, DV, Bergen: „Við vorum i fiskiveislu með nokkrum þátttakendum frá Suður- Evrópu og þeir höfðu mestar áhyggj- ur af því hvar við ætluðum að halda Eurovision keppninna að ári ef við ynnum,“ sagði Guðrún Bjarnadóttir, eiginkona Egils Eðvarðssonar, í samtali við DV í Grieg-höllinni í gær. Þá stóðu yfir lokaæfingar vegna söngvakeppninnar sem send verður um gjörvalla Evrópu í kvöld. Icy-hópurinn var sjötti í röðinni og söng Gleðibankann með miklum til- þrifum á sviði Grieg-hallarinnar við góðar undirtektir viðstaddra. Það var meira að segja blistrað er síðustu tónar stórhljómsveitarinnar, undir stjórn Gunnars Þórðarsonar, dóu út. „Ég er ekkert stressaður,“, sagði Gunnar Þórðarson í samtali við DV. „Ég er búinn að æfa þetta svo vel, það getur ekkert farið úrskeiðis.“ Hefðirðu frekar viljað stjórna eigin lagi hér á sviðinu í Bergen? „Það hefði sossum verið nógu skemmtilegt en Gleðibankinn er fínn fulltrúi." Pálmi, Helga og Eiríkur Hauksson gengu á vit Snorra Sturlusonar í gær. Snorri stendur í öllu sínu veldi i aðeins nokkurra metra fjarlægð frá hótel Rosenkrantz þar sem íslend- ingarnir búa. Eru því fleiri íslending- ar í sviðsljósinu hér í Bergen en IcY-hópurinn. Ýmis stórtíðindi hafa dregið nokk- uð úr þeirri athygli er söngvakeppn- in vekur. Geislavirk ský frá Kiev í Rússlandi valda Norðmönnum áhyggjum, forsætisráðherrann hefur sagt af sér og svo unnu Norðmenn Argentínu í knattspyrnuleik á mið- vikudagskvöldið. Klæðnaður íslensku keppendanna hefur mælst vel fyrir, enda prýddur silfurtölum er Jens Guðjónsson hannaði. Samkvæmt nýjustu spám veðmangara í London á Gleðibank- inn eftir að lenda í fimmta sæti ásamt með lögum frá Spáni og Frakklandi. Sviss er spáð fyrsta sæti, Belgíu öðru, Ehglandi þriðja og Irlandi fjórða. Það er ýmislegt sem bendir til þess að Áse Kleveland, kynnirinn í söngva- keppninni í kvöld, verði áfram í sviðsljósinu. Hún er hugsanlega næsti menningarmálaráðherra Noregs. Gunnar Þórðarson stendur í skjóli Ase, sem er þama að kynna Gleðibankann á aðalæfmgunni sem fram fór í gær. DV-símamynd GVA Icy-hópurinn er ekki eini þekkti fulltrúi íslands í Bergen um þessar mundir. Snorri Sturluson heldur uppi okkar merki í borginni og hefur gert um nokkurt skeið. Styttan af Snorra Sturlusyni stendur skammt frá hótel Rosenkrantz þar sem Helga, Éiríkur og Pálmi búa. DV-símamynd GVA Verður kynnirinn menningarmálaráðherra? Eiríkur Jónsson, DV, Bergen: armálaráðherra í stjórn Gro Harlem í Noregi og hefur látið stjórnmál til Áse Kleveland, er verður kynnir í Brundtland er tekur við völdum í sín laka. Hún var meðal íinnars aðal- beinni útsendingu í Söngvakeppni Noregi eftir helgi. ræðumaður á útihátíðarhöldum evrópskra sjónvarpsstöðva, verður Áse Kleveland er þekkt söngkona verkalýðsins í Bergen 1. maí. að öllum líkindum gerð að menning-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.