Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1986, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1986, Side 25
25 DV. LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1986. Hin hliðin Hin hliðin Hin hliðin • Berg Guðnason lögfræðing langar mest til að hitta Gaddafi, ieiðtoga Lýbíu. Uppboð Eftir beiðni lögreglustjórans i Reykjavík fer fram opinbert uppboð að Borgar- túni 7 (baklóð) laugardaginn 10. maí 1986 og hefst það kl. 13.30. Seldir verða margs konar óskilamunir, sem eru í vörslu lögreglunnar, svo sem: reiðhjól, úr, skartmunir, fatnaður og margt fleira. Greiðsla við hamarshögg. Uppboðshaldarinn í Reykjavík. Vantar þig rafvirkja? Talaðu þá við okkur. Nýlagnir - breytingar og viðgerðarþjónusta RAFBJARG HF, Smiðshöfða 6. - S. 685955. f HAFNARFJÖRÐUR - Lmatjurtagarðar Leigjendum matjurtagarða í Hafnarfirði er, bent á að síðustu forvöð að greiða leiguna er föstudaginn 9. maí nk., eftir þann dag verða garðarnir leigðir öðrum. Bæjarverkfræðingur. ÓSKILAMUNIR Hjá lögreglunni í Kópavogi eru í óskilum reiðhjól, úr og fleira. Munir þessir verða til sýnis á lögreglustöð- inni, Auðbrekku 10, mánudaginn 5. maí til 10. maí nk. Þeir munir sem ekki verður vitjað verða seldir á opin- beru uppboði laugardaginn 31. maí nk. kl. 13.30. Lögreglan í Kópavogi. Eg myndi kanna gullforða íslendinga Bergur Guðnason „Það er að vísu ákaflega mikið að gera hjá mér núna en ég er samt að hugsa um að slá til. Jú, við skulum bara hella okkur í þetta,“ sagði Bergur Guðnason lög- fræðingur þegar slegið var á þráðinn til hans i vikunni. Bergur er í sviðsljósinu þessa dagana en eins og fram hefur komið í fréttum hefur hann komið við sögu sem veijandi þess fólks sem hefúr verið að leita réttar síns í tengslum við okurmál- ið fræga. Bergur er ekki einungis kunnur sem lög- fræðingur. Hann var um árabil snjall handknattleiks- maður og lék fjöldann allan af leikjum með meistara- flokki Vals. FULLT NAFN: Bergur Guðna- son ALDUR: 46 ára MAKI: Hjördís Böðvarsdóttir BÖRN: Fimm talsins BIFREIÐ: Mercedes Benz, 280 SE árgerð 1981 LAUN: Góð laun HELSTI VEIKLEIKI: Góðsemi HELSTI KOSTUR: Bjartsýni MESTA GLEÐI í LÍFINU: Þeg- ar ég varð fyrst íslandsmeistari með meistaraflokki Vals i hand- knattleik árið 1973. MESTU VONBRIGÐI í LIFINU: Þegar Valur tapaði úrslitaleikn- um í Evrópukeppninni í hand- knattleik. HELSTU ÁHUGAMÁL: Lög- fræði, golf og knattspyma BESTA BÓK SEM ÞU HEFUR LESIÐ: Guðfaöirinn eftir Mario Puzo BESTA HLJÓMPLATA SEM ÞÚ HEFUR HLUSTAÐ A: Safn- plata með tónlist eftir Grieg lógfræðingur sýnir á HVAÐ MYNDIR ÞÚ GERA EF ÞÚ YNNIR TVÆR MILUJÓNIR í HAPPDRÆTTI? Ég hugsa að ég myndi fara í hnattreisu HVAÐ MYNDIR ÞÚ GERA EF ÞÚ YRÐIR ÓSYNILEGUR í EINN DAG? Ég myndi skoða mig um í peningageymslum Seðlabankans og athuga gull- forða íslendinga í leiðinni UPPÁHALDSMATUR: Svína- bógur, enginn vafi UPPÁHALDSDRYKKUR: 12 ára gamalt Ballantines viskí U PP AHALDSSKEMMTISTAÐ- UR: Sati-ingfellows í London UPPÁHALDSBLAÐ: DV og Mogginn, einu blöðin sem ég les. UPPAHALDSTÍMARIT: News- WGGk UPPÁHALDSSTJÓRNMÁLA- MAÐUR: Davið Oddsson borg- arstjóri Umsjón Stefán Kristjánsson UPPÁHALDSHLJÓMSVEIT: Stórsveit Gunnars Þórðarsonar UPPÁHALDSSÖNGVARI: Kristián Jóhannsson UPPÁHALDSFUGL: Valur UPPÁHALDSLITUR: Rautt og hvítt HVER VAR FYRSTI BÍLLINN SEM ÞÚ EIGNAÐIST OG HVAÐ KOSTAÐI HANN? Það var Volkswagen árgerð 1960 og hann kostaði 450 gamlar krón- ur. MEÐ HVAÐA SKEPNUR sér hSna hliðina VILDIR ÞÚ HELST BÚA EF ÞÚ VÆRIR BÓNDI? Ég hugsa að ég mvndi velja mér hestana HVAÐA PERSÖNU LANGAR ÞIG MEST TIL AÐ HITTA? Gaddafí Líbýuleiðtoga HLYNNTUR EÐA ANDVÍGUR RÍKISSTJÓRNINNI: Hlvnntur HLYNNTUR EÐA ANDVÍGUR NÚVERANDI MEIRIHLUTA í BORG ARSTJÓRN: Hlynntur honum HVAÐ VILDIR ÞÚ HELST GERA EF ÞÚ STARFAÐIR EKKI SEM LÖGFRÆÐINGUR? Ég hugsa að ég myndi helst vilja starfa sem golfkennari HVAR VILDIR ÞÚ HELST BÚA EF ÞÚ ÆTTIR EKKIHEIMA Á ÍSLANDI? í Mónakó MYNDIR ÞÚ TELJA ÞIG GÓÐ- AN EIGINMANN? Svona i meðallagi FALLEGASTI STAÐUR Á ÍS- LANDI: Ásbyrgi FALLEGASTI KVENMAÐUR SEM ÞÚ HEFUR SÉÐ: Kim Novak FALLEGASTA LAND SEM ÞÚ HEFUR FERÐAST TIL: Aust- urríki FYLGJANDI EÐA ANDVÍGUR BJÓRNUM: Fylgjandi honum HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA í SUMARFRÍINU? Fara til Spán- ar HVERT YRÐI ÞITT FYRSTA VERK EF ÞÚ YRÐIR HELSTI RÁÐAMAÐUR ÞJÓÐARINN- AR? Koma á menntuðu einveldi ANNAÐ VERK: Skipa mennt- aðan einvald HVAÐA RÁÐHERRAEMB- ÆTTI MYNDIR ÞÚ VELJA ÞÉR EF ÞÉR STÆÐI ÞAÐ TTL BOÐ A? Ég held að ég tæki utan- rikisráðherrann. Það er þægi- legt starf HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA Á MORGUN: Vinna við gerð skattframtala _gK. BRAUTARHOLTI 33 - SÍMI: 6212 40 VW GoH árg. 1984, ekinn 40.000 MMC Pajero órg. 1983, ekinn km, drappl. Verð kr. 330.000,- 43.000 km, rauður. Verð kr. 530.000,- MMC Colt GL árg. 1983, ekinn 11.000 km, gullsans. Verö kr. 260.000,- VW Jetta GL órg. 1982, ekinn VW Jetta CL1600 árg. 1986, ekinn 69.000 km, gullsans. Verð kr. 8.500 km. Verð kr. 410.000,- 240.000,- G0TT ÚRVAL NÝLEGRA BÍLA Á STAÐNUM TÖLVUVÆDD ÞJÖNUSTA RUMCÓÐUR SÝNINCARSALUR — REYNDIR SÖLUMENN — OPIÐ: Mánud.—föstud.kl. 9.00—19.00. Laugard. kl. 10.00—19.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.