Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1986, Qupperneq 29
DV. LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1986.
29
Knattspyrna unglinga - Knattspyrna unglinga - Knattspyrna unglinga
2. flokkur A:
Leikur hinna
glötuðu tækifæra
Fram-Víkingur skildu jöfh, 0-0
Barist um boltann við vítateig Fram í leik Vals og Fram í 3. fl. A. Á myndinni eru frá vinstri: Steinar Guðgeirsson,
Fram, Sigurjón Hjartarson, Val, Haukur Pólmason, Fram, Guðbjartur Auðunsson, Fram, Kristbjörn Orri Guðmunds-
son, Val, Gunnar Mór Másson, Val, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Fram, og Arnar Sigtryggsson, Fram. DV-mynd HH
3. flokkur A
Þrumumark Einars Dan. kom
Valsstrákunum á sporið í 3-0
sigri gegn Frömuram
- Framdrengurinn Auðunn Olafsson ökklabrotnaði.
Fram og Víkingur léku í 2. fl. A 26.
spríl sl. og gerðu liðin markalaust jafn-
tefli. Þrátt fyrir markalausan leik var
hann íjörugur og skemmtilegur. Bæði
liðin fengu mýgrút marktækifæra -
Framarar þó öllu fleiri og áttu alls 4
stangarskot. En það er ekki nóg að fá
færin, það verður víst að nýta þau.
Annars áttu markverðir beggja liða
góðan dag, þeir Axel Axelsson í Vík-
ingsmarkinu og Stefán Lúðvíksson hjá
Frömurum.
Af öðrum Víkingum voru mest áber-
andi þeir Stefán Aðalsteinsson, traust-
ur miðvörður, og miðvallarleikmenn-
imir Jóhannes Bjömsson, Hörður
Theódórsson og Guðmundur Péturs-
son.
Hjá Fram var aftasta vömin traust
með þá Hergeir Elíasson og Lúðvík
Þorgeirsson sem bestu menn. Bjami
Jakob Stefánsson átti góðan leik sem
tengiliður, vann mikið og byggði upp
spil. I framlínunni var Amljótur Dav-
íðsson bestur, ásamt Þórhalli Víkings-
syni. Jónas Bjömsson og Jónas
Guðjónsson hafa oftast verið betri en
i þessum leik.
Leikur B-liða: Fram-Víkingur 3-3.
Úrslit leikja
Úrslit annarra leikja í Reykjavíkur-
mótinu hafa orðið sem hér segir:
2. flokkur:
Þróttur-Fylkir (A) frestað
KR-Víkingur (A) 2~2
KR-Víkingur (B) 2-4
ÍR-Fylkir (A) 0-3
Leiknir-KR (A) 0-4
ÍR Þróttur (A) 3-0
3. flokkur:
Fylkir-ÍR (A) 2-3
Víkingur-Fram (A) 1-1
Víkingur-Fram (B) 2-4
KR-Leiknir (A) 4-0
KR Leiknir (B) &-2
4. flokkur:
Fram-Víkingiu* (A) 6-1
Fram-Víkingur (B) 6-3
Ármann-Fylkir (A) 0-15
ÍR-Þróttur (A) 4-0
5. flokkur:
Víkingur-Fram (A) 1-9
Víkingur-Fram (B) 2-6
Fylkir-Ármann (Árm. mœtti ekki)
Þróttur-ÍR (A) 0-3
Þróttur-ÍR (B) 1-0
Fram-Valur 4-0
Framarar kafsigldu Val í 2. fl. A. 23.
apr. sl. með 4-0 sigri og áttu Valsstrák-
amir aldrei möguleika. Mörk Framara
skomðu: Jónas Bjömsson 2, Jónas
Guðjónsson 1 og Bjami Jakob Stef-
ánsson 1 mark. Valur teflir ekki fram
B-liði í 2. flokki.
-HH
harka!
Unglingasíðan
hafði samband
við Karólínu M.
Jónsdóttur,
form. FÍKK (Fél.
ísl. knatt-
spyrnukvenna)
og spurði hana
hvort eitthvað
nýtt hefði gerst
í sambandi við
knattspyrnumál
kvenna innan
Vikings en eins
og menn rekur
minni til ákvað stjórn knatt-
spyrnudeildar Víkings í janúar sl.
að leggja niður kvennaknatt-
spyrnu innan félagsins. Karólína
hafði þetta að segja:
„FÍKK sendi stjóm knattspymud.
Víkings yfirlýsingu og báðum við hana
að endurskoða afstöðu sína. Þetta mál
var síðan tekið upp á aðalfundi deild-
arinnar og var samþykkt að einungis
2. fl. kvenna héldi áfram.
Ég fyrir mitt leyti er hissa á við-
horfi þessara manna. Ástæðuna fyrir
hrakförum stúlknanna tel ég vera að
þær hefúr vantað góðan talsmann inn-
an Víkings sem fleytti þeirra málum
fram.
Það er eftirsjá að Víkingsstúlkunum
í 1. deildinni og ekkert lið kemur upp
úr 2. deild í staðinn.
Að vísu er það sárabót að 2. flokkur-
inn fær að starfa áfram. En ég hef á
tilfinningunni að hér hafi verið beitt
óþarfa hörku. Jafhrétti þarf að ríkja
innan félaganna en í þessu tilviki ból-
ar lítið á því,“ sagði Karólína að
lokum -HH
Valsmenn fengu Framara í heim-
sókn 23. apríl sl. Hliðarendastrákamir
tóku hressilega á sínum stóra og sigr-
uðu nokkuð örugglega, 3-0.
í fyrri hálfleik léku Framarar gegn
strekkingsvindi og sóttu því Vals-
strákamir öllu meir. Þó beittu
Framarar skyndiupphlaupum af og til,
sem sköpuðu talsverða hættu við Vals-
markið, en höfðu ekki boimagn til að
nýta þau.
Á 25. mín. áttu Valsarar vel útfært
upphlaup sem endaði með þrumu Ein-
ars Daníelssonar frá vítateigi eftir
góða sendingu frá Gunnlaugi Einars-
syni.
Eftir markið tóku Framarar mikinn
fjörkipp og áttu góðar sóknarlotur en
skorti kraft til að reka endahnútinn á
þær.
Á 28. mín. sóttu Valsstrákamir stíft.
Boltinn barst fyrir mark Fram og til
Skúla Egilssonar sem var óvaldaður á
markteig og fór því létt með að bæta
við 2. marki Vals. Það sem eftir var
til hálfleiks var nokkurt jafhræði með
liðunum, fleiri urðu mörkin ekki og
staðan því 2-0 Val í hag.
Valsstrákamir komu mjög ákveðnir
til leiks í síðari hálfleik og gerðu oft
rnjög harða hríð að Frammarkinu og
það var árangur á 18. mín. því þá
bætti Sigurjón Hjartarson, framherji
Vals, við 3. markinu eftir að vöm Fram
hafði opnast illa. Eftir markið var eins
og leikmenn sættu sig við orðinn hlut.
Lokatölur þessa leiks 3-0 fyrir Val,
verða að teljast réttlát úrslit. Vömin
traust, miðjan sterk og sóknin beitt
með þá Einar Daníelsson og Sigurjón
Hjartarson sem fremstu menn. Gunn-
laugur Einarsson tengiliður stjómaði
leik sinna manna af mikilli festu.
Framstrákamir eru sennilega flestir
á fyrra ári í 3. fl. og skorti því líkams-
styrk. - Þeir áttu og í erfiðleikum að
finna leiðina að marki Vals að þessu
sinni en þeir em léttleikandi og eiga
áreiðanlega eftir að sýna í sér tenn-
umar í sumar. Bestir Framara vom
Haukur Pálmason, Anton Markússon
og Hólmsteinn Jónasson.
Dómarinn, Anfinn Jensen, leyfði
helst til mikið í leiknum. Einn Fram-
ara, Auðunn Ólafsson, ökklabrotnaði
og varð að fara á sjúkrahús. Leiðin-
legt atvik og verður hann sjálfsagt
lítið með í sumar.
Athygli vakti að einn línuvörður var
dómara til aðstoðar - hinn margreyndi
Daníel Benjamínsson. Slíkt er ný-
breytni sem vert er að lofa.
Leikur B-liða: Valur-Fram 5-4.
HH
Oþarfa
Karólína
- Hún hefur látið svona síðan
strákurinn hennar komst í
drengjalandsliðið í knatt-
spymu....
D0MARAH0RNIÐ
Magnús V. Pétursson spurður - Minmsstætt atvik
Við spyrjum Magnús V. Pétursson
milliríkjadómara 2ja spuminga er
varða dómgæslu:
1) Fríspark er dæmt á sóknarliðið
í vítateig. Gústi „sweeper" stillir
boltanum upp og virðist ætla að
spyma fram völlinn úr frísparkinu.
En Gústi er hugmyndaríkur leik-
maður og breytir skyndilega um
ákvörðun og sendir þess í stað bolt-
ann til Steins markvarðar sem var
allsendis óviðbúinn og þrátt fyrir
góð tilþrif Steins rann boltinn
óhindrað í markið. Hvað á að dæma?
2) Gústi er aftur á ferðinni undir
lok leiksins. Hann nær boltanum
eftir tæklingu við einn frramherja
andstæðinganna utan eigin víta-
teigs. Enn hyggst Gústi senda
boltann til markvarðar - þeir em
nefnilega góðir vinir - en tekst ekki
betur til en svo að boltinn hafnar
hjá andstæðingi sem var fyrir innan
vömina og þakkaði sá kærlega fyrir
sig og skoraði mark. Var sá sem
skoraði rangstæður?
Svör Magnúsar em þessi: Spurn-
ing 1) Þar sem spyman er fram-
kvæmd innan vítateigs skal hún
endurtekin, hvort sem markvörður
snertir boltann eður ei. Boltinn er
ekki kominn í leik fyrr en utan víta-
teigs. Framkvæmi Gústi spymuna
aftur á móti utan vítateigs og mark-
vörðurinn snertir boltann, sem síðan
fer í markið, dæmist mark. Ef boltinn
Magnús V. Pétursson millirikjadóm-
ari, hefur sinnt dómgæslu 1. deildar
í 30 ár.
hins vegar rennur óhindrað í markið
dæmist homspyma.
Spuming 2) Markið er fullkomlega
löglegt. Ef annars vegar framherji
spymir boltanum inn fyrir vöm and-
stæðinganna og boltinn snertir
vamarmann á leiðinni og hafnar hjá
sóknarmanni sem er einn og óvald-
aður fyrir innan vömina þá er
rangstaða. Þá vitum við það.
Eftirminnilegt atvik, Magnús?
„Það hefur margt eftirminnilegt
skeð gegnum tíðina. En það atvik
sem mér dettur svona fyrst í hug
þessa stundina var þegar dómaratríó
fór héðan til að dæma Evrópuleik í
Glasgow. Leikurinn var milli Celtic
og írska liðsins Highbumia. Einar
Hjartarson dæmdi en við Valur
Benediktsson vorum línuverðir. Það
var þéttsetinn völlur, milli 60 og 70
þúsund áhorfendur.
Þegar um það bil 30 mínútur vom
liðnar af leiknum birtist allt í einu
þessi líka gríðarstóri hundur, á stærð
við meðalkálf, og kom hann skokk-
andi til mín og fór að stjaka mér til.
Ég verð að segja eins og er að mér
leist síður en svo á blikuna því
hvutti var ófrýnilegur með afbrigð-
um og lét mjög illa.
Utlitið var ekki gott því áhorfend-
ur vora famir að fylgjast meira með
mér og hundkvikindinu en leiknum.
Að síðustu tók ég á mig rögg, vék
mér að honum og sagði byrstur: „I
am just a linesman, there is the re-
feree,“ (Ég er bara aumur línuvörður
- þessi þama er dómarinn) og benti
ég með flagginu á Einar.
Það var eins og Snati skildi þetta
því hann tók á rás til Einars og
þjarmaði hastarlega að honum og
hljóp hringi í kringum hann og var
ófrýnn mjög. Ég sárvorkenndi Ein-
ari því staðan var erfið. Að lokum
stóð Einar kyrr og mátti sig hvergi
hræra því hundkálfurinn þrengdi
sífellt hringinn. Ég sé endalokin
ennþá ljóslifandi fyrir mér: Einar
náfölur og flautaði meðan loft entist
því skelfingin var svo mikil en nú
stöðvaðist leikurinn.
Lögreglumenn komu til skjalanna
og handsömuðu ófriðarsegginn og
þungu fargi var létt af vini mínum
Einari sem fylgdi hersingunni út að
hliðarlínu. Ég tók eftir að Einar var
byrjaður að jafna sig því hann var
þungur á brún þegar hann vísaði
seppa burt af vellinum.
Þessi uppákoma kostaði 10 mín.
töf á leiknum og veitti Einari svo
sannarlega ekki af þeim tíma til að
ná sér eftir ósköpin. Endalokin urðu
góð og við lukum okkar störfum með
ágætum, held ég. En þessu atviki
gleymi ég aldrei. -HH.
0-0
- Hann er i sérstöku uppáhaldi
hjá þeim þessa stundina þvi
hann beit nefnilega dómarann