Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1986, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1986, Qupperneq 44
> Hafii þú ábendingu eða vitn- eskju imt frétt - hringdu þá í síma 687858. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greiðast 1.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 3.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1986. Páll Pétursson Framsoknarflokki: „TVímælalaus «fcraustsyTirlýsing‘ ‘ „Þetta eru mjög ótvíræðar niður- stöður sem sýna að stjómin stendur nokkuð vel. Fólk metur það við hana hve vel hefur tekist í slagnum við verð- bólguna og er greinilega ánægt með breytt ástand í efnahagsmálum" sagði Páll Pétursson í forsvari fyrir Fram- sóknarflokkinn. „Eg myndi telja þetta eðlilegt ástand hja Framsókn og ber þessum niður- stöðum saman við tölur um væntan- legt fylgi í þingkosningum. Ég tel að þetta sé tvímælalaus traustsyfirlýsing á Framsóknarflokkinn og ríkisstjórn- ina,“ sagði Páll. -S.Konn. ---- Kjartan Jóhannsson Alþýðuflokki: Efnahagsað- stæðurhafaáhrif „Ég geri ráð fyrir að þaö hafi ein- hver áhrif á afstöðu fólks til ríkis- stjómarínnar að ytri efnahagsaðstæð- ur hafa batnað," sagði Kjartan Jóhannsson, þingmaður Alþýðu- flokksins, um niðurstöður könnunar- acrí- .ipnar í DV í dag. „Annars held ég að sveiflur í sjtoð- anakönnunum gefi enga raunverulega vísbendingu um nið'arstöður i kosn- ingum, nema að slíkar kannanir séu framkvæmdar rétt fyrir kosningar. Fylgismunstrið getur breyst hvenær sem er,“ sagði Kjartan. -KB Olafur G. Einaisson Sjálfstæðisflokki: Hvatning „Þessi niðurstaða er vottur um stuðning fólksins við efnahagsstefriu rikisstjórnarinnar sem innsigluð var með kjarasamningunum fyrr á árinu,“ Igegir Ölafur G. Éinarsson, formaður þingflpkks Sjálfstæðisflokksins, um stóraukið fylgi við ríkisstjórnina í skoðanakönnun DV. „Þetta er stjórnarílokkunum hvatn- ing til þess að hvika hvergi frá þeim stefnumiðum sem fylgt hefur verið og halda ótrauðir áfram við að hemja verðbólguna." HERB Geriö verösamanburö og pantiö Simi: 52866 LOKI Hefði ekki verið þjóð- legra að kveða rímur í Bergen? Viðbótarskattar og sektir á Þýsk-íslenska hf.: Ónákvæmnin kost aði 52 milljónir Forstjóri þýsk-íslenska hf., Cmar Kristjánsson, segir að miklir gallar og ónákvæmni í bókhaldi fyrirtækis- ins hafi nú kostað það nærri 52 milljóna króna viðbótarskatta og skattsektir. Þar að auki segir hann yfirvofandi sakadómsrannsókn vegna málsins. Harla óvenjulegt er að forráða- maður fyrirtækis tilkynni með þessum hætti rannsóknar- eða ákærumál á hendiu því en ekki rannsóknaraðilar. Ómar segir í til- kynningu sinni að ríkisskattstjóra- embættið hafi nú lagt á fyrirtæki sitt viðbótargjöld með álögiun vegna hækkunar á eignamati vörubirgða, vantalinnar sölu og lækkunar á kostnaði. Viðbótarsöluskattur er 2.771.659 krónur, viðbótartekju- og eigna- skattur og fleira er 36.052.834 krónur. Þá eru viðurlög og dráttar- vextir 12.882.207 krónur, Sem fyrr segir Ómar ástæðu þessa viðbótarút- gjalda fyrirtækisins mikla galla og ónákvæmni í bókhaldi sem stafi aft- ur af verulegum erfiðleikum í tölvumálum vegna mjög hraðs vaxt- ar fyrirtækisins. Þá segir í tilkynningu forstjóra Þýsk-íslenska hf. að forráðamenn fyrirtækisins hafi strax boðið fullt samstarf við að komast til botns í skattskilum þess svo unnt yrði að leiðrétta þau. Þess vegna hafi tekist að ljúka málinu á svo skömmum tíma en aðeins fáir mánuðir eru síð- an rannsókn hófst. HERB Svona mun lcy- hópurinn líta út á sviði Grieg-hall- arinnar í Bergen í kvöld. Klæðn- aðurinn hefur vakið mikla at- hygli og þykir smart. I þessu gervi er vonast til að Pálmi, Ei- ríkur og Helga syngi Gleðiban- kann inn í hjörtu dómenda ogfæri íslendingum sig- ur í keppninni. -KB DV-símamynd GVA Nánar er fjallað um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva i blaðauka á bls. 21-24 og bls. 3. Meirihluti ríkis- stjómarinnar eykst - sjá niðurstöður skoðanakönnunar DV á bls. 4 Veðrið um helgina Norðanátt- in alls- ráðandi Um helgina verður norðanátt ríkj- andi á landinu. Norðanlands verða él og dálítið frost. Sunnanlands verð- ur þurrt og víða léttskýjað. Hiti verður 4 til 6 stig að deginum. Á Austfjörðum verður léttskýjað, þurrt og vægt frost. Á norðanverðum Vestfjörðum má búast við éljagangi og nokkru frosti. Vestanlands verð- ur léttskýjað, þurrt og hiti væntan- lega yfir frostmarki. Landsmenn verða því að bíða enn um sinn eftir sumrinu. Sigriður Dúna Kristmundsdóttir Kvennalista: Ríkisstjóm upp á punt? „Mér er nær að halda að þessi fylgis- aukning stjómarinnar sé vegna þess að hún hefúr bókstaflega ekkert gert í vetur. Hennar stærstu verk vora að taka við víðtækum efnahagstillögum frá aðilum vinnumarkaðarins þegj- andi og hljóðalaust og ef það er það sem fylgisaukningunni veldur þá er þetta auðvitað ekkert annað en van- traustsyfirlýsing á ríkisstjómina og traustsyfirlýsing á aðila vinnumark- aðarins. Kannski er fólk að segja með þessu að það vilji helst hafa ríkisstjóm sem er bara upp á punt - eða þá, og mér finnst það nú sennilegra, að þessi rík- isstjóm sér best á meðan hún gerir sem minnst." -baj Helgi Seljan Alþýðubandalagi: Kemur á óvart „Mér kemur þetta aukna fylgi við ríkisstjórnina á óvart, en kannski er það vegna þess að fólk hefur talið rík- isstjómina komast í gegnum samning- ana án þess að átta sig á því að þeir vom færðir í hendur hennar. Samn- ingarnir vom ekki hennar verk nema að takmörkuðu leyti,“ sagði Helgi Seljan, þingmaður Alþýðubandalags- ins, um niðurstöður könnunarinnar í blaðinu í dag. „En prófraun ríkisstjómarinnar er eftir, hvemig og hvort hún stendur við gefin loforð. Maður spyr að leiks- lokum. Annars tek ég svona skoðanakönn- unum með mikilli varúð,“ sagði Helgi Seljan. -KB Kolbrún Jónsdóttir, BJ: Róttækar breyt- ingar til var- anlegs árangurs „Svo virðist sem þessi niðurstaða bendi til þess að fólk hafi tiltrú á að- gerðum ríkisstjórnarinnar í kjölfar nýgerðra kjarasamninga auk þess sem hagstæðari afkoma þjóðarbúsins út á við vegna aukins afla og lækkunar olíu- og bensínverðs á heimsmarkaði auki á bjartsýni fólks og tiltrú á ríkis- stjómina. Bandalag jafnaðarmanna telur að til þess að varanlegur árangur náist þurfi að gera róttækar breyting- ar í stjómsýslu-, efnahags- og kjara- málum. Athyglisvert er hve þeim fjölgar sem svara ekki.“ -baj Bensín- lækkun Bensínlítrinn Iækkaði í gær úr 30 krónum í 28 krónur. Bensín hefur þá lækkað um 7 krónur, eða 20% frá ára- mótum. Bensínbirgðir eru nú til í landinu til næstu fjögurra mánaða. Þessar birgðir voru keyptar í mars og apríl á mjög hagstæðu verði, eða 129 dollara hvert tonn. Olíufélögin nýttu sér hið lága verð til að kaupa meira magn en venja er til. Undanfama daga héfur innkaups- verð á bensíni hækkað og er nú 152 dollarar hvert tonn. Þess má geta að innkaupsverðið fór í 210 dollara í upphafi ársins. -JH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.