Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1986, Qupperneq 9
DV. LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1986.
53
Höllin í Vauvenargues þar sem Picasso lést.
Picasso ásamt Palomu og Claude.
Picasso ásamt Claude meðan allt lék í lyndi.
sínu. Það gerði sennilega illt verra.
að bókin kom út um svipað leyti og
börn hans voru að vaxa úr grasi.
Allt um það komust ættingjar hans
skyndilega að því að Picasso vildi
ekkert með þá hafa lengur. Þetta var
ekki ýkja mikið áfall fyrir Paulo og
Maiu, sem voru þá ekki í nánu sam-
bandi við föður sinn. En yngri börnin
tóku afstöðu föður síns og afa mjög
nærri sér.
Paloma var hjá Picasso á jólunum
1963, en þegar hún ætlaði til hans
um páskana 1964 tilkynnti lögfræð-
ingur henni að hún fengi ekki að
koma. „Meistarinn var ekki við..í tíu
ár.“ sagði hún eftir á og var beisk.
Marina gerði sér ferð heim til afa
síns aftur og aftur en Jacqueline
sagði henni ævinlega að Picasso
væri of þreyttur til að taka á móti
henni. Hún skrifaði honum daglega.
uns lögfræðingur sagði henni að það
hefði ekkert upp á sig, hún mundi
aldrei fá svar. Eftir að hafa verið
gerðir afturrækir æ ofan í æ reyndu
þeir Claude og Pablito. sinn í hvoru
lagi. að komast inn í höll Picassos í
gegnum hallargarðinn. Claude var
fleygt á dyr en hundum var sigað á
Pablito.
Múr i kringum listamanninn
Vinir Picassos og Jacqueline héldu
því fram að börn listamannsins væru
aðeins á höttum eftir auðæfum föður
síns. í viðtölum báru þau öll á móti
því. Öllum þeim sem þekktu Claude.
Palomu og Marinu á þessum tíma
bar saman um að þau hafi verið mjög
elsk að föður sínum og afa.
Og hvað svo sem segja má um fórn-
fýsi Jacqueline þá er enginn vafi á
þvi að hún reisti nokkurs konar múr
í kringum Picasso. Enginn fékk að-
gang að honum síðustu ár ævi hans,
nema sá hinn sami fengi náð fyrir
augum Jacqueline. Jafnvel gömlum
vinum Picassos var snúið frá dvrum
hans.
Eftir dauða Picassos hefur Jacque-
line ríkt yfir eignum sínum eins og
drottning í ríki sínu. Vopnaðir verð-
ir, varðhundar og rafmagnsgirðingar
umkringja hús hennar. Arum saman
klæddist hún sorgarklæðum og ferð-
aðist um með fimm manna lífvörð.
Jacqueline var - og er enn - áhrifa-
manneskja í Frakklandi. Þegar
Pablito lést af völdum bleikiefnisins.
sem hann drakk í júlí 1973. voru vfir
50 ljósmyndarar við útför hans. Þó
birtist ekki ein einasta mynd af út-
förinni í nokkru blaði. Og í Suður-
Frakklandi, í héraðinu í kringum
Chateau de Vauvenargues og Moug-
ins, er ekki talið ráðlegt tala ógæti-
lega um frú Jacqueline og eignir
hennar.
Pablo Picasso var einstakur. risi í
samtímanum. Æviferill hans var
ævintýri líkastur en eftirmálar hans
eru eins og dæmisögur fyrir nútíma-
menn.
Hver og einn getur dregið af þeim
sínar ályktanir. .
(Stuðst við Sunday Times Magaz-
ine, Art. Forum o.fl. blöð)
hrestur í fjölskyldumynstur hans.
Paulo einum var boðið til brúð-
kaupsins. Þó hafði Picasso stuttu
áður leyft Claude og Palomu að kalla
sig Picasso-Ruiz. En það leyfi var út
af fy rir sig ekki lagaleg viðurkenning
á rétti þeirra.
Picasso var áttræður þegar hann
gifti sig öðru sinni. Þá var hann far-
inn að þreytast og Jacqueline virðist
hafa ákveðið að verja hann fyrir öll-
um utanaðkomandi truflunum.
Listsköpun hans skipti öllu máli.
Ættingjar Picassos fengu æ sjaldnar
að heimsækja hann. Þeim var sagt
að „meistarinn væri að vinna" eða
„meistarinn væri sofandi“.
Fyrir vikið töldu þeir að Jacqueline
vildi sitja ein að gamla manninum,
og þar með arfinum. Vinir Jacquel-
ine hrósa henni fyrir ósérhlífni
hennar á þessum árum og segja að
hún hafi verið vakin og sofin í um-
hyggju sinni fyrir Picasso.
Bálillur yfir bókinni
Sjálfsævisaga Francoise Gilot,
Sambúð okkar Picassos, sem út kom
1963, jók enn á missættið í fjölskyldu
Picassos. Hann var sjálfur bálillur
yfir bókinni og reyndi að fá hana
bannaða sem „atlögu að einkalífi“
UTANKJÖRSTADASKRIFSTOFA
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS__________________
___Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæö. Simar: 688322 og 688953
Upplýsingar um kjörskrá o.fl.
Sjálfstæðisfólk, vinsamlegast látið skrifstofuna vita um alla kjósendur sem verða ekki heima
á kjördegi, 31. mai nk.
FRÁ HÉRAÐSSKÓLANUM
í REYKHOLTL BORGARFIRÐI
Innritun vegna nýrra nemenda er að hefjast. Umsókn-
arfrestur er til 20. júní nk. Námsframboð skólaárið
'86-87 verður eftirfarandi:
Famhaldsnám á almennri bóknámsbraut, viðskipta-
braut, íþróttabraut, heilsugæslubraut og uppeldisbraut
fjölbrautaskólans.
Einnig verður 9. bekkur starfræktur við skólann. Um-
sóknir sendist merktar Héraðsskólanum í Reykholti,
320 Reykholt, Borgarfirði.
Allar nánari upplýsingar gefa skólastjóri og yfirkenn-
ari í símum 93-5200, 93-5201 og 93-5210.