Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1986, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1986, Síða 17
DV. LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1986. 61 Sérstæð sakamál - Sérstæð sakamál Búgarður svipaður á stærð og sá sem markgreifafrúin af Downshire átti nærri Ombersley. Frá hengingu. vörðun að leita til lögreglunnar í London og voru kvaddir til menn frá Bowstræti. Tveir mjög hæfir lög- reglumenn, Harry Adkins og Sam Taunton, voru sendir til Stourbridge þar sem þeir hófust þegar handa um yfirheyrslur. Varð brátt ljóst að mað- urinn í skinnvestinu var sá sem finna þyrfti. Brátt tókst og að upplýsa að hann hét William Howe og skömmu síðar héldu lögreglumennirnir til Ombersley til þess að handtaka hann en er þeir komu þangað fréttu þeir að Howe hefði tekið saman föggur sínar og væri farinn. Tveir trékassar Leynilögreglumennirnir héldu áfram rannsókninni í Ombersley og komust þá að því að 21. desember hafði maður sem líktist mjög Howe en sagst hafði heita John Wood látið senda tvo trékassa til gistihússins Castle and Falcon í Aldersgatestræti í London. Kvað hann þá myndu verða sótta þangað. Adkins og Taunton héldu nú til London. Var þá ljóst að maðurinn, sem þeir voru á eftir, hafði farið með leiguvagni til Worcester og síðan áfram til Warwick en þaðan hafði hann svo farið með venjulegum far- þegavagni til London. Lögreglumennirnir voru hins veg- ar of seinir því að þegar þeir komu til London var búið að sækja kassana í gistihúsið. Það upplýstist hins veg- ar að farið hafði verið með þá í leiguhúsnæði við Rose Alley, skammt frá Bishopsgatestræti. Byssa finnst Kassarnir reyndust vera í herbergi „herra Wood“ í þessu húsi. Er þeir voru opnaðir komu fyrst í ljós alls konar smíðatæki er. svo fannst skammbyssa, púður og þrjár kúlur. Var vopnið vafið innan í skinnvesti. Nú biðu lögreglumennirnir aðeins eftir því að ná „herra Wood“ en hann hafði ekki verið í herbergi sínu er þeir komu í það. „John Wood“ fór hins vegar mjög varlega. Hann gætti þess að fara sparlega með fé á krám og í spilastofum og forðaðist að koma í herbergi sitt. Þolinmæði Adkins og Taunton bar þó ávöxt því að á fjórða degi birtist maðurinn sem þeir biðu. Var hann þegar í stað handtekinn og fluttur til Stourbridge. „Wood“ reyndist vera Howe Er „John Wood“ var látinn koma fyrir lögreglufulltrúa í Stourbridge játaði hann að hafa verið í bænum er Robins var skotinn en neitaði að vera nokkuð við málið riðinn. „Ég er alsaklaus,“ sagði hann. Það var hins vegar ljóst að rétt nafn manns- ins var William Howe og var hann nú sendur í Staffordfangelsið þar sem hann skyldi bíða þess að vera leiddur fyrir rétt. Það var hins vegar fylgst afar vel með honum þar og sú ráð- stöfun reynist verða árangursrík. í síðustu viku í febrúar 1813 kom síð- ari kona hans í heimsókn til hans. Leynilegt bréf Á meðan Howe var að ræða við konuna laumaði hann til hennar bréfi. Athugull vörður kom hins veg- ar auga á það og var leitað á konunni áður en hún fékk að fara. í bréfinu bað Howe hana að leita í hlöðu næiri Stourbridge. Var þegar leitað í henni og fannst þá skamm- byssa sem svaraði nákvæmlega til þeirrar sem fundist hafði í London. Howe neitaði hins vegar stöðugt allri sekt og þannig stóð málið er hann kom fyrir Bayley dómara í réttinum í Stafford 16. mars 1813. Sækjandi var herra Jarvis en verjandi herra Campell. Hann fékk þó litlum vörn- um við komið, því að ákæruvaldið hafði undirbúið málsóknina vel og var það ekki síst að þakka Adkins og Taunton. Hættulegur vitnisburður Howe virtist rólegur framan af en svo fölnaði hann er gráhærður, eldri maður var leiddur í vitnastúkuna. Hann hét Powers og rak veðlána- skrifstofu í Warwick. Lýsti Powers yfir því að Howe væri maðurinn sem hefði komið til sín 21. desember til þess að veðsetja úr sem var með árit- un og reyndist hafa verið í eigu Benjamíns Robins. Úrskurður kviðdóms Það tók kviðdómendur aðeins sjö mínútur að komast að niðurstöðu. Howe var fundinn sekur og skyldi hann hengdur. Og aftakan fór svo fram þriðjudaginn 18. mars 1813 í Stafford. Howe viðurkenndi hins vegar sekt sína rétt áður en hann var tekinn af lífi. Á þessum tíma giltu allt aðrar reglur um meðferð líka manna sem teknir voru af lífi en nú og því var farið með líkið af Howe til Fir Treehæðar þar sem það var látið hanga uppi öðrum til viðvör- unar. Síðar voru svo gróðursett tré á hæðinni og henni gefið nafnið Gibbet Wood. Sögur um draugagang 1903 fannst beinagrind með ryðg- uðum hníf í rétt við staðinn þar sem lík Howe hafði verið látið hanga uppi og nokkru síðar fóru að heyrast sögur um draugagang við Gibbetveg en svo heitir vegurinn yfir hæðina. Skömmu fyrir árið 1950 var kona á gangi þarna i tunglsljósi er hún varð vör við að maður gekk á eftir henni. Hann tók mjög löng skref og fór hratt yfir en allt í einu gerði konan sér grein fyrir því að ekkert heyrðist þegar hann gekk. Þá féll enginn skuggi af honum á jörðina þrátt fyr- ir tunglskinið. Þegar hún virti hann svo nánar fyrir sér sá hún að hálsinn sýndist ótrúlega langur og mjór og virtist höfuðið sveiflast til beggja hliða. Er maðurinn kom að staðnum þar sem lík William Howe hafði ver- ið látið hanga uppi hvarf hann skyndilega. Margir forðast Gibbetveg á kvöld- in. RENNISMIÐUR Óskum að ráða rennismið hið fyrsta. Upplýsingar veit- ir Magnús Nikulásson verkstæðisformaður. Vegagerð ríkisins Borgartúni 5 105 Reykjavík LOPI - LOPI Þriggja þráða plötulopi, 10 sauðalitir, að auki rauðir, bláir og grænir litir. Opið frá kl. 8-5 mánudaga-föstu- daga og laugardaga kl. 10-12. Sendum í póstkröfu um landið. ULLARVINNSLAN LOPI SF., Súðarvogi 4, 104 Reykjavík. Sími 30581. Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra auglýsir laust til umsóknar starf iðnráðgjafa á Norðurlandi vestra. Allar nánari upplýsingar veitir núverandi iðnráðgjafi í síma 95-4181 eða á skrifstofu sinni, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi. Umsóknir berist Iðnþróunarfélaginu fyrir 6. júní nk. Stjórn INVEST. Námsstyrkur við Minnesotaháskóla Samkvæmt samningi Háskóla Islands við Minnesota- háskóla (University of Minnesota) er veittur styrkur til eins íslensks námsmanns á ári hverju. Styrkurinn nemur skólagjöldum og dvalarkostnaði. Nemendur, sem lokið hafa prófi frá Háskóla islands, ganga fyrir, en jafnframt þurfa þeir að hafa fengið inngöngu við skólann. Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu rektors. Umsókn- um skal skilað þangað fyrir 1. júní nk. Nánari upplýs- ingar fást hjá námsráðgjafa. Háskóli íslands Seljum í dag Saab 99 GL árg. 1982, 2{a dyra, sil- ver, beinskiptur, 4ra gíra, ekinn 65 þús. km, sumar- og vetrardekk. Verð kr. 270 þús. Saab 99 GL árg. 1979, 2|a dyra, gulur, beinskiptur, 4ra gira, ekinn 114 þús. km. Mjög fallegur. Verð kr. 180 þús. Lancia A 112 árg. 1983, 3ja dyra, rauður, beinskiptur, 4ra gíra, ekinn aðeins 21 þús. km, útvarp og kass- ettutæki, sumar- og vetrardekk. Bíll i algerum sérflokki. Verð kr. 170 þús. Saab 900 GLS árg. 1982, 4ra dyra, dökkblár, sjálfskiptur, ekinn aðeins 46 þús. km. Góður bill. Verð kr. 335 þús. Opið laugardag kl. 12-16. Ath. breyttan opnunartíma. TÖGGUR HF. UMBOÐ FYFUR SAAB OG SEAT Bíldshöfða 16, símar 681530 - 83104.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.