Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1986, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1986, Síða 19
DV. LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1986. 63 Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Þar sem kostnaður við kvikmyndagerð hefur aukist hröðum skrefum á undanförnum árum reyna kvikmyndaframleiðendur að minnka áhættuna með ýmsum ráðum. Hér á eftir verður fjallað um nokkra þá þætti. Það gildir það sama um kvik- myndaiðnaðinn og annað að tímarnir breytast og mennirnir með. Kvikmyndagerðarmenn af eldri kynslóðinni minnast hinna gömlu, góðu daga, lítið þurfti ann- að til heldur en góða hugmynd, góðan handritahöfund, leikstjóra og svo eina eða tvær stjörnur til að gera vinsæla mynd. Nú á dögum er þetta ekki orðið eins einfalt. Kostnaður við kvikmyndagerð er orðinn svo mikill að kvikmynda- framleiðendur reyna af fremsta megni að taka sem minnsta áhættu við gerð myndarinnar. Til þess eru ýmsar leiðir eins og nú verður nán- ar skýrt frá. Hingað til hefur verið talið öruggari leið að byggja mynd á þekktri skáldsögu eða leikriti heldur en að skrifa handrit byggt á góðri hugmynd. Við þurfum ekki að fara lengra heldur en í Laugar- ásbíó þessa dagana þar sem myndin Out Of Africa er sýnd en hún er einmitt byggð á hinni vinsælu bók Karen Blixen, Jörð í Afríku. Harðnandi samkeppni í kvik- myndaiðnaðinum hefur gert það að verkum að kvikmyndaverin bjóða nú stórar fjárhæðir fyrir rétt- inn til að mega kvikmynda met- sölubækur. Um leið og bókin kemst á metsölulista streyma tilboðin inn til höfundar. Ef um þekkta rit- höfunda er að ræða þá eru þeir oft beðnir um að hafa hönd í bagga við gerð kvikmyndahandritsins. Það ber þó að hafa í huga að yfir- leitt fara handritahöfundar kvik- mynda mjög frjálslega með efni þessara metsölubóka þannig að mörg atriði vantar og öðrum er bætt í sem ekki eru í bókinni. Því or raunhæfur samanburður, hvort vel eða illa hafi tekist til með að kvikmynda einhverja ákveðna bók, ekki fyrir hendi. Enda er það nafn bókarinnar sem dregur áhorfendur að en ekki endilega hve nákvæm- lega söguþræðinum var fylgt. Þeir kvikmyndaframleiðendur, sem ákveða að byggja myndir sínar á handriti som ekki er bvggt á metsölubók, eiga annan möguleika til að þéna aukalega á handritinu. Þetta á þó eingöngu við þær mynd- ir sem verða vinsælar. Æ algengara er að verða að bækur séu skrifaðar út frá kvikmyndahandriti sem sa- mið var sérstaklega til kvikmynd- unar. Hér hefur því dæmið snúist við, þ.e. kvikmynd, sem ekki var byggð á metsölubók, leiðir til met- sölubókar sem byggð er á kvik- myndahandritinu. Það að bók komist á metsölulista merkir að hún selst í mörgum eintökum og að um stórar upphæðir er að ræða. Því hafa kvikmyndaverin undan- farið lagt meiri natni og vinnu i að koma kvikmyndahandritum o'g þekktum myndum í bókarform. Kvikmvndaverið fær einhvern rit- höfund til þess að semja bók. byggða á handritinu, og gengur frá öllum texta ásamt því að velja ljós- myndir á forsíðu sem eru náttúr- lega teknar úr viðkomandi kvikntynd. Þegar þessu er lokið eru bókaforlögin látin bjóða í þennan pakka og yfirleitt fær hæstbjóðandi bókaforlag réttinn til þess að gefa út bókina. Einnig er að verða æ algengara að gefnar séu út „mvnd- bækur". Gott dæmi er „myndbók- in“ Close Encounters Of The Third Kind sem var gefin út árið 1978. Ef við lítum nánar á handritið sjálft þá eiga kvikmyndaverin um tvo kosti að ræða. Annaðhvort að láta einhvern óþekktan skrifa handritið fyrir lágt gjald eða ráða þekktan rithöfund til verksins með tilheyrandi kostnaði. Ef urn stór- mynd er að ræða er reynt að nýta seinni kostinn og fengin þekkt nöfn eins og t.d. William Goldman eða þá Vario Puzo. svo einhver dæmi séu nefnd. Þegar kemur að leik- stjóranum þá eru ákveðin nöfn sem næstum gulltryggja að myndin verði vinsæl. Þetta eru fáir leik- stjórar og þeim mun þekktari. I þessum hóp eru Steven Spielberg sem :i þann heiður ,tð vera tengdur fjórum söluhæstu kvikmvndum allra tima. Hins vegar liggja ekki leikstjórar eins og Spielberg á lausu og því leita kvikmyndafram- leiðendur frekar eftir fagmönnunt helduren þekktum nöfnum. Einnig ber að liafa í huga að þekktustu leikstjórarnir krefjast fulls ákvörð- unarréttar um hvernig kvikmyndin líti endanlega út sem er hlutur sem mörgurn kvikmyndaframleiðend- um er illa við að láta af heridi. Vilja framleiðendur hafa síðasta orðið varðandi klippingu áður en myndin er sett á markaðinn. Þegar unnið er að stórmynd er val leikara nyjög mikilvægt. Að þessu levti hefur kvikntyndagerð nú til dags lítið breyst frá því í gamla daga. Að vísu voru áhrif kvikmvndaleikara eða kvikmvnda- stjarna á þeim dögum miklu meiri heldur en nú. Nú er fjölbreytnin meiri og einnig gætir aukinnar samkeppni meðal leikara um sviðs- ljósið. Þó eru nokkur nöfn sem virká sem seglar bvað varðar að- sókn. Líklega er þekktasta nafnið nú til dags sjálfur Rocky eða Syl- vester Stallone. Þó eru leikarar á borð við Robert Redford. Dustin Hoffman og Eddy Murphy sem laða að áhorfendur. hvort sem myndin er slæm eða góð. Hins vegar er gengi leikara oft fallvalt og sá sent er vinsæll í dag er ekki vinsæll á morgun. Þeir leikarar sem hins vegar hafa náð hvað lengst eru rnjög krítískir í vali sínu á handrit- um. meðleikurum og framleiðend- um og leggja ekki nafn sitt við hvaða handrit sem er. Einnig verða kvikmyndaframleiðendur að vega og meta hvort þeir ófáu tugir nrilli- óna. sem stórstjörnurnar taka fyrir leik sinn. skili' sér aftur í aukinni aðsókn. Að undanförnu hefur tónlist skipað æ tneiri sess i vinsældum kvikmvnda. Kvikmyndaframleið- endur eru farnir að borga stórfé fvrir réttinn til að nota popptón- list. annaðhvort sem kvnningarlag eða annan þátt í mvndinni. Oft á tíðum kaupa kvikmvndaverin einnig réttinn til þess að gefa út plötu með tónlist úr myndinni. Kvikmyndaverin taka þarna tölu- verða áhættu því ef lagið verður ekki vinsælt sitja þau uppi með töluverðan kostnað en hins vegar eru tekjurnar fljótar að koma ef lagið fer á vinsældalista. Þar sem gjald fvrir notkun popptónlistar í kvikmyndum hefur farið miög hækkandi að undanförnu eru kvik- myndaverin farin að efast mjög um hvort þessi fjárfésting borgar sig. Sum kvikmyndaverin hafa brennt sig illilega. eins og t.d. Columbia kvikmyndaverið sem greiddi 30 milljónir kr. fyrir tónlistina sem leikin var i myndinni. Hún varð aldrei vinsæl og hliómplatan. sem gefin var út. séldist aðeins í nokkur hundruð þúsund eintökum. Ennþá meira sláandi er dæmið frá Univer- sal kvikmyndaverinu sem borgaði hvorki meira né minna en 53 milli- ónir kr. fyrir tónlistina í myndinni Streets Óf Fire en það var Ray Cooper sem samdi meginhluta hennar. Platan. sem MCA Records gaf út. seldist aðeins í 300.000 ein- tökum. Ef við litum hins vegar á pósitífu hliðina þá hafa tekjur af hljómplötuútgáfu úr kvikmyndum orðið umtalsverðar. Má þar nefna tónlistina úr Saturday Night Fe- ver. Flash Dance. og svo Beverly Hills Cop. Þeir sem sáu myndina Karate Kid sem sýnd var fyrir nokkru í Stjörhubíói inuna ef til vill betur eftir laginu heldur en söguþræði myndarinnar. Er sú tnynd gott dæmi unt það hve kynn- ingaclag getur verið mikilvægt fyrir vinsældir tnyndar. Einn af meginþáttum þess hve tónlist í kviktnyndum er að verða mikilvæg er tónlistarmvndbandið. Nú eiga vinsælustu lögin auðvelda leið til sjónvarpsáhorfenda. Er- lendis eru sérstakar stöðvar sem sýna eingöngu tónlistarmyndbönd og í stöðvum eins og t.d. Sky Channel eru tónlistarmyndbönd tnikilvægur þáttur i dagskránni. Eru þá hlutar úr kvikntyndinni oft notaðir sem bakgrunnur fyrir tón- listarmennina þegar þeir flvtja lag sitt. Gott dærni unt þetta er hvernig Duran Duran tengdi saman titillag Jarnes Bond tnvndarinnar A View To A Kill og atriði úr mvndinni sent gerðust i Eiffelturninum. Þannig fengu áhorfendur ekki eingöngu að hlusta á lagið heldur einnig að sjá atriði úr myndinnni sent var sérstaklega valið með tilliti til þess að vekja löngun sjónvarpsáhorf- enda til þess að sjá alla myndina. Má búast við þvi að mikilvægi popptónlistar í kvikmyndum fari vaxandi þótt ýrnis ljón séu á vegin- um. Eins og nteð leikstjórana þá eru það ennþá allra þekktustu nöfnin sem tryggja nokkurn veginn að lögin úr ntyndinni verði vinsæl. Þeir kvikmyndafrantleiðendur. sem eru tilbúnir að veðia á rninna þekkt nöfn. geta sloppið nteð tt.þ.b. hálfa ntilljón í útlögðum kostnaði. Því hafa kvikntyndaverin oft reynt að veðja á lítt þekkta tónlistar- menn til að sernja lög fyrir kvik- myndina sem þar á móti fá gullið tækifæri til að slá í gegn. Einnig hafa kvikmyndaverin reynt nýiar leiðir eins og t.d. CBS sem réð ' trommuleikara Police. Stewart Copeland. á ákveðnum vikulaun- um til að semja tónlist fyrir myndina The Equalizer. Einnig hafa kvikmyndaverin reynt fyrir sér með þvi að setja þekkta tónlist- armenn í aukahlutverk. Virðast poppstjörnur mjög veikar fyrir gylliboðum um frægð og frama á hvíta tjaldinu og eru oft á tíðum tilbúnar til þess að semia tónlist eða leika fyrir lítið fé til þess að komast í sviðsljósið. Þegar stórmynd hefur verið frumsýnd hefst ntikil sölu- og kynn- ingarstarfsenri á hlutum tengdum kvikmyndinni. Hver kannast ekki við Starwars-boli. Starwars-leik- föng. ljósmyndir. myndspiöld. bréfsefni og síðast en ekki síst dúkkur. saman lier Gremlin-dúkk- urnar úr samnefndri mynd sem hafa farið sigurför um allan heint og m.a. veriö fyrstu lirúðurnar. bvggðar á kvikmvnd. sem auglýst- ar hafa verið i íslenska sjónvarp- inu. Þegar allir þessi tekiustofnar eru lagðir saman kemur í ljós að ekki er hægt að byggja eingöngu á vinsældum mvndarinnar sjálfrar til að meta tekjur kvikmyndafram- leiðenda. Með því að hafa sem flest járn í eldinum eru mun meiri líkur - á þvi að viðkomandi nái inn fyrir kostnaði og vel það. Kvikmynda- framleiðsla er að verða iðnaður sem tevgir sig inn á flest svið. enda unt ntikla fjárntuni að ræða. Má segja með sanni að þarna rætist orðatiltækið „There is no business like show-business". -B.H. Meryl Streep sem Karen Blixen í „Jörð í Afriku“ (Out of Africa); hingað til hefur það þótt vænlegra að gera kvikmynd eftir þekktri skáldsögu en frumsömdu handriti. Þar sem dollararnir drottna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.