Dagblaðið Vísir - DV

Date
  • previous monthMay 1986next month
    MoTuWeThFrSaSu
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1986, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1986, Page 4
4 DV. FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1986. Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Sætur sig- ur hjá Framsókn? Það er engu líkara en að framsókn- armenn búist við sætum sigri í kosn- ingunum því á kosningaskrifstofu þeirra má sjá á hverju borði barmafull- ar skálar af sælgæti: konfekti, sleikip- innum, lakkrís og myndarlegum bolsíum. „Það er auðvitað skemmtilegra að hafa eitthvað að bjóða upp á með kaff- inu,“ segir Sigrún Sturludóttir kosn- ingastjóri þegar hún er spurð um tilvist þessa sælgætis. Skýringin kem- ur reyndar skömmu seinna. Dyggur og trúr framsóknarmaður og sælgætis- innflytjandi hefur lagt sitt af mörkum í kosningasjóðinn. I öllum herbergjum er fólk að vinna bæði til vinstri og hægri og sumir á hlaupum eftir miðjum ganginum. „Hingað koma margir til að bjóða fram aðstoð sína eða til að ræða það sem er að gerast. Við erum nefnilega á hraðri uppleið þó allir vilji þurrka okkur út,“ segir Sigrún. Hún er ein- mitt að undirbúa opið hús. Þangað á að bjóða þeim er flutt hafa til Reykja- víkur utan af landsbyggðinni. Þar mun Diddú syngja og Jóhannes Kristj- ánsson eftirherma leika kúnstir sínar. Án efa mun hann bregða sér í gervi hins vinsæla leiðtoga, Steingríms Her- mannssonar. „Þetta allt kostar auðvitað sitt þó að kosningabaráttan hjá henni Brynd- ísi kosti ekki neitt. Við reynum þó að vera mjög hófsöm í útgjöldum og ætl- um okkur ekki að skilja eftir okkur langan skuldahala. Við sníðum okkur stakk eftir vexti,“ segir Sigrún. I einu herberginu rekumst við á Halldór E. Sigurðsson, fyrrverandi Gamla kempan, Halldór E., leggur sitt af mörkum í kosningabaráttunni. Kosningastjórinn, Sigrún Sturludóttir, fylgist með og Sólveig Hjörvar flettir upp í kosningabiblíunni, götuskránni. DV-mynd GVA ráðherra flokksins, og Sólveigu Hjör- snýst allt um að ná í atkvæði. Tvö Halldór E. og mælir víst af reynslu. var. Þau eru önnum kafin. „Þetta atkvæði geta skipt öllu máli,“ segir -APH Gunnlaugur Sævar kosningastjóri ásamt Maren, Guðrunu og Petreu, sem eru að leggja seinustu hönd á flokkun seldra og óseldra happdrættismiða. DV-mynd GVA „Stóra mynd af Davíð“ Á kosningaskrifstofu Sjálfstæðis- flokksins var allt í fullum gangi er DV-menn bar að að garði. Sigurbjöm Magnússon, framkvæmdastjóri þing- flokksins, og Bjöm Bjömsson, fyrrum meðlimur í Savanna-tríóinu, vom önnum kafnir við að skipuleggja útlit fúndarins á Lækjartorgi. Ýmsar hug- myndir vori viðraðar. „Ætli við höfum ekki stóra mynd af Davíð fyrir framan Útvegsbankann, svo fundarmenn séu ekki að hugsa um þann banka meðan á fundinum stend- ur,“ segir Bjöm og hlær hátt. Næst liggur leiðin til kosningastjór- ans, Gunnlaugs Sævars Gunnlaugs- sonar. „Við erum hæfilega bjartsýnir en þurfum að vinna hörðum höndum fyrir þessu. Það er ekkert gefið í þess- um efnum,“ segir kosningastjórinn. Hann upplýsir okkur jafhframt um að starfandi séu einar átta kosninga- skrifstofur á vegum flokksins. Þaðan sé stjómað dreifingu bæklinga og þess háttar. Dagurinn hjá honum hefst kfukkan átta. Þá koma saman 19 efstu frambjóðendur ásamt honum og leggja á ráðin fyrir daginn. Sá háttur hefúr verið hafður á allan þennan mánuð. ,Jú, auðvitað er þetta fjárfrekt. Það liggja engar tölur fyrir um hvað kosn- ingabaráttan kostar. Við höfum m.a. staðið fyrir happdrætti til að standa straum af kostnaðinum," segir Gunn- laugur. í næsta herbergi er einmitt verið að flokka happdrættismiða niður, því dráttur er á næsta leiti. Þrír bílar og utanlandsferðir em í boði og aðeins er dregið úr seldum miðum. .^pjj Fullt hús af konum Á kosningaskrifstofú Kvennalistans em bara konur eins og gefúr að skilja. Og með komu okkar hafa hin hefð- bundnu hlutfoll snúist við; tveir karlar á móti fjölda kvenna. Kosningastýran, Kristín Ámadóttir, viðurkennir að þama sé ekki mikill vinnufriður. „ N/ið gerum okkar kosn- ingabaráttu aðallega út á götur, torg og vinnustaðafundi," segir hún. „Við gefúm ekki upp, að svo stöddu, hvað kosningabaráttan kostar. Reyndar hefúr fjárhagsáætlun okkar farið úr böndunum, en því verður kippt í liðinn. Við reynum að fjár- magna þetta með happdrætti, merkja- sölu og einnig höfum við selt hollt sælgæti. Svo hafa tínst hingað inn eldri menn sem lagt hafa fé í kosninga- sjóðinn. Þeir sjá okkur líklega í réttu ljósi og em komnir yfir stressaldur- inn,“ segir Kristín og hlær. Hún segir okkur einnig frá því að Kvennalistinn sé eini flokkurinn sem gefið hafi út stefnuskrá og er stolt af því. „ Við byggjum okkar baráttu á ákveðinni hugmyndafræði en ekki einstökum rnálum." Kvennalistakonur hafa haft nóg að gera undanfarið og ættu 50 til 60 vinnustaðafundir að gefa vísbendingu um það. Og fram að kosningum verður áfram nóg að gera. „Við munum halda áfram að vera sýnilegar meðal fólksins og á laugar- daginn verður hér opið hús,“ segir kosningastýran. -APH Kosningabaráttan í algleymingi. Kristín Arnadóttir i símanum og Kristín Jónsdóttir flettir stefnuskránni. Fyrir aftan þær má sjá Helgu, Guðrúnu og Magdalenu. DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue: 120. tölublað (30.05.1986)
https://timarit.is/issue/190658

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

120. tölublað (30.05.1986)

Actions: