Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1986, Síða 5
DV. FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1986.
5
Stjórnmál
Stjórnmál
Stjórnmál
Stjórnmál
„Eygi mögu-
leika á að
lyfta glasi“
A-listinn, góðan daginn. Jú, jú, við
getum sótt þig þó að þú sért í hjóla-
stól.“ Það er Jóhannes Guðmundsson,
kosningastjóri Alþýðuflokksins, sem
er að tala í símann, greinilega við
væntanlegan kjósanda.
„Frjálshyggjusteíinan er dauða-
dæmd. Ég er hneyksluð á því fólki sem
styður jafnaðarstefnuna en kýs svo
Sjálfstæðisflokkinn. Það er ekkert
sniðugt því jafnaðarstefnan næst ekki
fram með því,“ heyrist úr einu homi
kosningaskrifstofúnnar þar sem hópur
fólks er að raða saman kosningabækl-
ingum.
Annar dyggur stuðningsmaður hef-
ur þetta að segja og á greinilega von
á góðum árangri í kosningunum:
„Þetta er í fyrsta sinn sem ég eygi
möguleika á að lyfta glasi.“ Hann sér
fram á annasaman kjördag en er samt
staðráðinn í að horfa á fótboltann.
Og nú er kosningastjórinn laus úr
símanum. „Það er ljóst að þessi bar-
átta kostar peninga, en ekki svo mikið
miðað við áður. Við höfúm aðeins gef-
ið út einn bækling og eitt borgarblað,
sem stóð undir sér sjálft. Síðan hefur
Alþýðublaðið gefið út nokkur kosn-
ingablöð," segir kosningastjórinn.
Hann segir að útvarpsstöðin sé fyrir
utan þetta og það kosti reyndar ekki
Jóhannes kosningastjóri og Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir frambjóðandi bera saman bækur sínar.
DV-mync! GVA
mikið að reka hana. Aðaldrifijöðrin segir hann að sé Amundi Ámundason, óþrjótandi hugmyndalind á þessu
við íjármögnun kosningabaráttunnar sem að sögn Bryndísar Schram er sviði. -APH
Júlíus Valdimarsson og Hildur Tómasdóttir tara yfir stundartöflu kosningarbaráttunnar. DV-mynd GVA
„Aksjón út
um allan bæ“
„Hér er allt á fúllu, aksjón út um
allan bæ,“ sagði Júlíus Valdimarsson,
frambjóðandi Flokks mannsins og í
öðru sæti listans, er DV-menn bar að
garði á kosingaskrifstofu flokksins.
„Við höfum gefið út bæklinga, ekið
um á hátalarabíl, haldið götufúndi og
fjóra til fimm vinnustaðafundi á dag.
Þetta er fyrsta kosningabaráttan
sem Flokkur mannsins stendur í. Þrjár
skrifstofur eru opnai' daglega og að
sögn Júlíusar starfa að jafnaði 30 til
40 manns í sjálfboðastarfi fynr flokk-
irrn.
Hann viðurkennir að það fari miklir
peningar í kosningabaráttuna. Til að
lækka þennan kostnað bera félagar í
flokknum sjálfir út öll dreifibréfin.
„Við höfúm ekki efni á að dreifa
þeim gegnum póstinn. Kostnaðurinn
við að dreifa þannig er um 160 þúsund
krónur. Það er erfitt að segja hvað
þessi barátta kostar hjá okkur en lág-
mark er einhvers staðar milli 100 og
200 þúsund kr. Allur herkostnaðurinn
kemur frá flokksfélögum, almenningi
og svo hafa nokkur fyrirtæki stutt
okkur,“ segir Júlíus.
Hann segir að flokkurinn hafi lagt
mesta áherslu á vinnustaðafúndi og í
dag ætli þeir að vera með útifund á
Lækjartorgi. Einnig hafa þeir haldið
fundi úti í hverfunum undir berum
himni, til dæmis í Breiðholti þar sem
íbúar komu út á svalir og hlýddu á
boðskapinn.
-APH
Barátta upp á
eina milljón
„Þetta er barátta um fjórða mann
okkar og tíunda mann íhaldsins," seg-
ir Steinar Harðarson, kosningastjóri
Alþýðubandalagsins, am leið og hann
heilsar DV-mönnum. Hann er í miðju
kafi við að undirbúa fúnd sem á að
vera í Háskólabíói um kvöldið.
„Það hefúr verið mikill erill héma.
Hingað koma margir, sérstaklega eftir
vinnu á daginn. (Síminn hringir: „Nei,
Sigurjón er ekki héma. Hann er niðri
á Lækjartorgi.") Við höfum lagt mikla
áherslu á vinnustaðafundi í þessari
kosningabaráttu og einnig fundi úti á
götu til að ná beinu sambandi við kjós-
endur. Það er mikilvægt að ná til
fólksins þegar ríkisfjölmiðlarnir skýra
ekki frá augljósum spillingarmálum
sem við höfúm bent á,“ segir Steinar.
Hann upplýsir okkur einnig um að
mikið hafi verið gefið út af bæklingum
og merkjum og svo hafi Þjóðviljinn
gefið út tvö kosningablöð.
„Kosningabaráttan kostar ekki und-
ir milljón, það er klárt. Við reynum
að fjármagna þetta með frjálsum ffam-
lögum og svo happdrætti."
-APH
DV-mynd GVA
LEÐURSÓFASETT
Vörunarhaðurinn hl.
Svart eða grátt, 3ja sæta sófi og tveir stólar.
Útborgun 8.500,- eftirstöðvar á 6 mánuðum.
húsgagnadeild
sími 686112