Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1986, Qupperneq 12
12
DV. FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1986.
A FÉLAGIÐ SVÆÐAMEÐFERÐ
heldur starfsleikninámskeið í svæðameðferð í júní,
júlí og ágúst. Rétt-til þátttöku hafa þeir er lokið hafa
hæfnismati.
Námstími er 200 klukkustundir (300 kennslustundir).
Áætlað er að námskeiðið fari fram mánudaga til föstu-
daga kl. 8-12 fyrir hádegi. Nánari upplýsingar í símum
79736 og 617020. Þeir sem þegar hafa skráð sig til
þátttöku endurnýi umsóknir sínar.
Stjórnin
TVISVAR Á ÆVINNI
(sýnd í Tónabíó nýlega)
Genr iluchnau Ann’Margm FJU'n Humyn
Amv Mudijgan Allx Siuvdy < Brám í)t*n>u,h>
Fjórar stjörnur - fyrsta
fjögurra stjörnu kvik-
mynd þessa árs. Hún
er jafnvel betri þegar
menn sjá hana í annað
sinn. Kathleen Carol,
New York Daily
News.
Dreifing:
J.S. VIDE0
sími 611202,611080,611040.
BÍLAKJALLARINN
Fordhúsinu v/hliö Hagkaups.
Símar 685366 og 84370.
F0RD HÚSINU
Vantar tilfinnanlega á skrá hjá okkur allar gerðir
nýlegra bíla, '82, '83, '84, '85. Höfum kaupendur
með háar útborganir eða staðgreiðslur.
Okkur vantar:
Fiesta eða Uno '85, staðgr.
Ford Econline '78, '79, '80.
Suzuki st. 90, bitabox, '81 eða yngri.
Bronco, '74-77, á 300 þús., á skuldabréfi.
Taunus station, '82, eða japanskan, '82 eða '83, station.
Aðeins mjög góður bíll kemur til greina.
Escort, '82, '83, '84, staðgreiðsla.
Einnig bíl á ca. 50-70 þús. staðgr.
Framkvaamdastjóri: Finnbogi Ásgeirsson.
Sölumenn: Jónas Ásgelrsson, Halldór Úllarsson, Skúll Gislason, Þórarinn Flnnbogason
Magnús Halldórsson.
*3/ *3/ •?/ *3/ *3/ *3/ *J/ »í/ *j/ *3/ «3 / *3/ «3 / *3 / *3/ «3 / *3 / *3.
/S* /f* /S* /í* /f* /C* /í* /S* /S* /í* /f* /f*/i
Hollusta ávaxftadrykkja
í grein þessari ætla ég að fjalla um
hollustu ávaxtadrykkja og ávaxta-
safa.
Hollusta?
Það er enginn efi á því að ávaxta-
drykkir eru vinsælastir drykkja
meðal yngstu kynslóðarinnar. Þeir
hafa þótt sjálfsagðir sem drykkur
með mat á vel flestum leikskólum,
dagheimilum og jafnvel í skólum.
Minna hefur farið fyrir ávaxtasöf-
unum og er ástæðan örugglega sú
að þeir eru miklu dýrari.
En er einhver munur á ávaxta-
drykk (t.d. Hi-C, Svala eða Gosa) og
ávaxtasafa (t.d. Trópí, Flóridana eða
Blöndu)?
Jú, munurinn er töluverður. Ef við
skoðum ávaxtadrykkina fyrst.
Ávaxtadrykkir innihalda u.þ.b.
10-16% af hreinum appelsínu-, epla-
eða sítrónusafa, sem siðan er þynnt-
ur með vatni. Til þess að auka
geymsluþol þessa vatnsþynnta
drykks er sett út í hann rotvamar-
efni, yfirleitt natríum bensóat (E-
211).
Einnig er sett í drykkina litarefiii
(þó ekki í Hi-C, samkvæmt upplýs-
ingum á umbúðum). Mörgum finnst
þó sú ráðstöfun helst til öfgakennd
vegna þess að liturinn er yfirleitt
alltof sterkur og gefur vökvanum
óeðlilegan lit.
Að lokum er sett í drykkina holl-
ustustimpill, sem er C-vítamín.
C-vítamín hefur marga eiginleika,
ekki bara sem bætiefni. C-vítamín
virkar sem rotvöm og heldur litar-
efninu (litnum) stöðugu.
Ekki má gleyma sykrinum, sem
bætt er út í þessa drykki. Og eins
og sást í töflu 1 í fyrstu umfjöllun
minni er sykurmagnið yfirleitt á bil-
inu 11-12% í hverjum desilítra (100
ml).
Hægt er að velta því fyrir sér hvort
einhver munur væri á hollustugildi
ef sett yrði út í kók slatti af C-vítam-
íni (t.d. 25 mg í 100 ml). Yrði þá leyft
að gefa bömum það í leikskóla vegna
þess að það væri svo hollt (út af C-
vítamíninu auðvitað)?
Ætla ég lesendum að velta þessu
fyrir sér.
Ávaxtasafamir em töluvert öðm-
vísi. Þeir innihalda hreinan safa og
engan litar- eða rotvamarefni (sam-
kvæmt upplýsingum á umbúðum). í
þeim flestum er C-vítamín, sem kem-
ur úr safanum, en ekki er bætt í, og
kolvetnin em ávaxtasykur sem kem-
ur úr safanum.
Matur og hollusta
Gunnar Kristinsson
matvælafræðingur
Þar að auki er nokkuð af trefjaefn-
um í safanum.
Niðurstaðan er því sú að það sem
er hollt fyrir alla er selt á miklu dýr-
ara verði en það sem ekki getur talist
til hollustu.
Þannig er í raun verið að beina
bömum inn á óæskilega braut. í
neysluvenjum.
Lokaorð:
Frá mínum bæjardyrum séð skiptir
ekki máli hvort mikið er af C-víta-
míni eða lítið í ávaxtadrykkjum,
drykkurinn verður svo lítið hollari
fyrir það.
Vatn er ódýrasti drykkurinn sem
við getum fengið. Með breytingum á
neysluvenjum ætti að vera hægt að
fullnægja vökvaþörf með því að
drekka vatn og beina til dæmis
áherslunni að C-vítamínineyslunni í
gegnum neyslu á ávöxtum og græn-
meti.
Fyllsta ástæða er til að hvetja hlut-
aðeigandi yfirvöld til þess að styrkja
næringarfræðing til að gefa út upp-
lýsingabækling um vatn til þess að
kynna fólki kosti vatnsins.
Að lokum væri fróðlegt að vita
hversu mikinn sykur böm innbyrða
á heilu ári í gegnum neyslu sína á
ávaxtadrykkjum og er alls óvíst að
fólk geri sér grein fyrir því um hversu
mikið magn gæti verið að ræða.
Ljúffengur og fljótlegur túnfisksréttur.
Makkarónuréttur
með túnfiski
Þessi réttur er mjög fljótlegur og sér-
lega ljúffengur. Hann er skemmtileg
tilbreyting frá þyngri réttum nú með
hækkandi sól. 1 hann þarf:
200 g soðnar makkarónur
krydd eftir smekk, t.d. paprikuduft,
salt og pipar
200 g niðursoðinn túnfisk
30 g smjör
2- 3 matskeiðar hveiti
2-3 dl mjólk
120 g rifinn ost
Kryddið makkarónumar eftir smekk
og losið túnfiskinn í sundur. Bræðið
smjörið í litlum potti, bætið hveitinu
við og hrærið vel. Hellið mjólkinni
saman við í smáskömmtum, hitið að
suðumarki. Hrærið vel þar til blandan
þykknar. Látið þá helminginn af ostin-
um saman við og kryddið vel, látið
suðuna rétt koma upp. Komið makk-
arónunum og túnfiskinum fyrir í
grunnu, eldföstu móti og hafíð lag af
sósunni efst. Þar ofan á stráið þið því
sem eftir var af ostinum, setjið loks
nokkra smjörbita ofan á. Setjið mið-
svæðis í heitan ofh og látið bakast í
ca 15 mínútur við 200 gráður. Réttur-
inn er borinn fram vel heitur. Ferskt
grænmetissalat fer vel með. Ætlað fyr-
ir fjóra.
-RóG
SVEFNSOFAR
VörinarkaðBrin ht.
Húsgagnadeild - sími 686112