Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1986, Qupperneq 16
16
DV. FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1986.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
IÞ
• Rudi Völler.
Vóller skor-
aðil2mörk
-ogV-Þýskal. vann, 12-1
Vestur-þýska landsliðið í knatt-
spymu vann stóran sigur gegn
mexikönsku félagsiiði í gærkvöldi, 12-
1, en þetta var síðasti lcikur liðsins
fyrir fyrsta leik liðsins á HM sem er á
dagskrá á miðvikudaggegn Uruguay.
Franz Beckenbauer tók það til
bragðs að láta varaliðið leika fyrri
hálfleikinn en eftir hann var staðan
4 0. í síðari hálfleiknum stillti hann
síðan upp sínu sterkasta liði og það
skoraði 8 mörk en í'ékk á sig eitt.
Rudi Völler skoraði fjögur mörk í
gærkvöldi, Ixithar Mattheus tvö en
eitt mark skoruðu: Littbarski, Allofs,
Berchold, Förster, Olaf Tohn og Wolf-
gang Rolff. -SK
Búlgarir
sterkir?
Það eru ekki margir sem reikna með
góðum árangri hjá Búlgaríu i heims-
mcistarakeppninni í Mexíkó. Liðið er
þó greinilega sterkara en flestir vilja
viðurkenna. Nýlega lék HM-lið Búlg-
aríu æfingaleik við Uruguay og sigraði,
4 1. Úrslitin komu mjög á óvart þvi
Uruguay hefur verið talið með mjög
sterkt lið. Leikurinn var háður í 2.650
mctra hæð, í frekar köldu veðri og
rigningu. Ytri aðstæður vom þvi nokk-
uð hagstæðar leikmönnum Búlgaríu.
Búlgaría leikur fyrsta leikinn á HM
við heimsmeistara Italíu og greinilegt
að þar stefnir í erfiðan leik fyrir heims-
meistarana. Leikurinn verður sýndur
beint í íslenska sjónvarpinu á laugar-
dag, 31.maí. Hann hefst kl. 17.50.
hsim
Kærbo fékk
flesta punkta
- Á Kasco-mótínu hjá GR
Jóhann Kjærbo, GR, varð hlutskarp-
astur þátttakenda á Kasco-golfmótinu
sem fram fór í Grafarholti í gær. Alls
voru keppendur á annað hundrað.
Mótið var punktakeppni og hlaut
Jóhann 40 punkta. Hannes Eyvinds-
son, GR, varð annar með 39 punkta
þannig að minni gat munurinn ekki
verið. Einar L. Þórisson varð þriðji
með 37 punkta.
Hannes Eyvindsson, GR, lék á bestu
skori alira í gær en hann kom inn á
70 höggum og var því aðeins einu höggi
frá vallarmetinu i Grafarholti og einu
höggi undir pari vallarins.
Vouge-mótið á morgun
Næsta mót hjá GR í golfinu er fyrsta
opna kvennakeppni sumarsins. Vo-
uge-mótið byrjar á morgun og verður
leikið með og án forgjafar, 18 holur.
Vouge er bakhjarl mótsins og gefur
öll verðlaun. Ræst verður út klukkan
tvö.
Á morgun verður einnig punktamót
öldunga og verður byrjað að ræsa út
í það klukkan eitt á morgun. -SK
Læknirinn
fékk slag
„Gvfurlegt áfall,“ segir Robson
„Þetta eru gífurlega mikil vonbrigði.
Edwards var sterkur hlekkur í barátt-
unni við vandamálin sem koma upp
vegna hæðarinnar og hitans hér. Leik-
menn mínir eru miður sin eftir þetta
áfall,“ sagði Bobby Robson, fram-
kvæmdastjóri enska landsliðsins í
knattspyrnu, í gærkvöldi en þá hafði
aðallæknir enska landsliðsins fengið
hjartaáfall og liggur nú á sjúkrahúsi.
Vernon Edwards, 57 ára gamall, fann
til eymsla i brjóstholi á meðan á æf-
ingaleik stóð hjá enska landsliðinu og
mexikanska liðsins Monterrey í gær
en Englendingar unnu leikinn, 4-1.
Edwards var fluttur á sjúkrahús og er
nú á batavegi. Þar þarf hann að vera
i vikutíma og verður sendur til Eng-
lands að þeim tíma liðnum. Kallað
hefur verið á lækni 21 árs liðs Englend-
inga, John Crane. Edwards hefur verið
læknir enskra knattspymulandsliða í
15 ár og aðallæknir enska landsliðsins
síðan 1978. Hann hefur haft mjög mik-
ið að gera síðan enska liðið kom til
Mexíkó og er mjög vinsæll meðal
ensku landsliðsmannanna og fleiri.
Hann hafði til að mynda aðstoðað
blaða- og fréttamenn í baráttu þeirra
við magaverkjum en starfi hans við
undirbúning enska landsliðsins í þess-
ari heimsmeistarakeppni er nú lokið.
-SK
Wallace ráðinn
þjalfarí
Jock Wallace, fyrram stjóri Glasgow
Rangers og Leicester City, var í gær
ráðinn þjálfari spænska 1. deildar liðs-
ins Seviíla. Gerði samning til eins árs
eftir því sem varaformaður Sevilla,
Manuel Rodrigues, skýrði frá í SeviIIa
í gær.
Wallace er nú fimmtugur að aldri
og einn kunnasti stjóri í breskri knatt-
Sevilla
spymu. Gekk mjög vel hér á áram
áður hjá Glasgow Rangers. Fór þaðan
til Leicester og náði þar einnig góðum
árangri. Hins vegar hallaði undan fæti
hjá honum þegar hann tók við Ran-
gers öðra sinni. Hætti þar í apríl þó svo
sjö mánuðir væra eftir af samningi
hans við Glasgow-félagið.
hsím
Lineker enn á
sjúkrahúsinu
Miðheiji enska landsliðsins, Gary
Lineker, Everton, er enn á sjúkrahúsi
eftir meiðslin sem hann hlaut á laugar-
dag í landsleiknum við Kanada.
Lineker slasaðist á úlnlið og handar-
baki ekki á fæti eins og ranglega var
skýrt frá í fréttaskeyti. Vinstri hand-
leggur hans í fatla og úlnliðurinn í
gipsi. Talið er öruggt að hann leiki
með enska landsliðinu með sérspelku
um úlnliðinn en til þess þarf þó sér-
stakt leyfi FIFA. Fyrsti leikur Eng-
lands á HM verður við Portúgal 3. júní
eða á þriðjudag og verður sýndur beint
í íslenska sjónvarpinu. Hefst kl. 22.50.
hsím
• Hitinn mældur hjá Lineker á • sjúkrahúsi í Mexíkó.
• Ragnar Margeirsson sést hér á fullri ferð í landsleik íslendinga og Tékka
ar höfðu ekki erindi seni erfiði í leiknum og töpuðu, 1-2. DV-mynd Brynjar
„Maigt*
- sagði Pétur Pétursson, fyrir!
„Það var margt gott í þessum leik
hjá okkur og mér list bara vel á fram-
tiðina. Við hefðum að vísu átt að skora
fleiri mörk í þessum leik. Við lékum
fullaftarlega á vellinum en það mun
öragglega breytast,“ sagði Pétur Pét-
ursson, fyrirliði íslenska landsliðsins i
knattspyrnu, í samtali við DV eftir
landsleik íslands og Tékkóslóvakíu á
Laugardalsvelli í gærkvöldi. ísland
tapaði, 1-2, en hvoragu liðinu tókst að
skora í fyrri hálfleiknum.
Þetta var þriðji leikur þjóðanna í
knattspymu. Tékkar sigruðu í fyrsta
leiknum, 6-1, í Bratislava og í öðrum
leik þjóðanna vai-ð jafntefli, 1-1. Leik-
urinn í gærkvöldi var ekki sem best
leikinn af hálfu íslenska liðsins og
greinilegt að leikmenn eru að stilla sig
inn á nýtt leikkerfi eða nýjan leikstíl.
Nú heyra kílingamar og langspörk
fram völlinn liðinni tíð en í staðinn
er reynt að leika knettinum upp völl-
inn og leikmenn eru meira í boltanum.
Án nokkurs vafa á þessi leikaðferð
eftir að skila landsliðinu góðum ár-
angri í framtíðinni en hana verður að
æfa mjög vel og því kannski ekki
hægt að reikna með því að hlutimir
hafi smollið saman í landsleikjunum
gegn Irum og Tékkum á Reykjavíkur-
leikunum. Engu að síður sáust
skemmtilegir samleikskaflar en því
miður alltof stuttir og árangurslausir
í þetta sinn.
Leikið of aftarlega
íslenska liðið lék mjög aftarlega í
Íiessum leik og jafnvel aftar en gegn
rum. Oft myndaðist djúp gjá á milli
sóknar og vamar og um tíma var eins
og leikmenn islenska liðsins væru
feimnir við að sækja á Tékkana sem
nýttu sér hógværð íslenska liðsins til
sigurs í þessum leik. Þessu verður að
breyta í næstu leikjum. Við verðum
að sækja á andstæðinginn þegar við
höfum knöttinn og verjast andstæð-
ingnum þegar leikið er án knattar.
Daufur fyrri hálfleikur
Tékkamir voru mjög nærri því að
skora mark strax á upphafsmínútum
leiksins í gærkvöldi en sem betur fer
brást þeim bogalistin af stuttu færi.
Eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn
óx landanum ásmegin án þess þó að
hættuleg tækifæri sköpuðust. Litlu
munaði þó að Sigurði Grétarssyni
tækist að skora á 37. mínútu er hann
var í þann veginn að komast einn inn
fyrir en tékkneski sláninn í markinu
gómaði knöttinn af tám hans.
Tékkar náðu síðan forystunni i upp-
hafi síðari hálfleiks með skallamarki