Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1986, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1986, Síða 25
DV. FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1986. 41 * Menning Menning,Menning Eitt Iftið lauf Baltasar - Fyrir mjólk mennskrar góðvildar, teikning, 1985. Á sýningu Baltasars, Fimm þemu, sem nú stendur yfir í Galleríi Gang- skör, eru aðeins 26 teikningar, flestar í svart/hvítu og/eða grátónum, flestar af einfoldum fyrirbærum á heimilinu eða úti í náttúrunni. En þótt sýningin sé lítil (og kannski þess vegna) hefur Baltasar sjaldan verið í betra formi. Eins og margir Katalóníumenn er hann í eðli sínu harðsnúinn raunsæismaður með of- vaxið ímyndunarafl og list hans hefur gengið út á það að samræma þetta tvennt af sinni alkunnu verkkunnáttu. Sjálíúm finnst mér raunsæið fara Baltasar betur en ærslafengnar hugd- ettumar, sérstaklega þegar hann hefur einfalt mótíf að glíma við eins og hér, mjólkurbrúsa, sprek, eitt lítið lauf. En hið fábrotna stef opnar iðulega mögu- leika til frekari spuna, eins og í tónlist, þegar undirstef eru pijónuð við megin- stef. Þar nýtur sín frjósemi Baltasars, tæknileg leikni hans og glettni. Gamlir brúkshlutir, amboðin, halda sér eins og þeir eru, en listamaðurinn sveipar þá óræðri birtu, þannig að þeir virðast önnur og meiri en þeir eru. Þeir virðast búa yfir einhverri leynd sem okkur er ekki ætlað að ráða, en ertir okkur þó stöðugt. Tilbrigði Baltasars um laufblað gefa einnig mikið af sér. Við sjáum lauf að hausti, nýsprottin lauf, lauf sem eigna sér myndflötinn, lauf sem ríma við form líkamans. Möguleikamir virðast óendanlegir. Teikningar af sprekum og hestum em hins vegar opnari í forminu, en smæð þeirra gefur þeim innilegt yfir- bragð sem þau hafa fram yfir mörg stærri málverk listamannsins með sama útgangspunkti. „Ecce homo“ myndir Baltasars ættu eiginlega að kallast „Ad hominem". Þetta em „Goyeskur“, eins og nokkur málverk á síðustu sýningu hans, og fjalla á galsafenginn og nokkuð svo gráglettinn hátt um nokkra þekkta einstaklinga í íslensku listalífi. Hér fer áhorfandi eilítið hjá sér, finnst éins og hann hafi verið staðinn að því að hnýsast i einkamál lista- mannsins. Baltasar hefur sjaldan verið eins agaður, fimur og sjálfum sér sam- kvæmur og á þessari þokkafullu sýningu. Frágangur hennar er sömuleiðis til fyrirmyndar, allt frá innrömmun til sýningarskrár. -ai Nýr bamabókahöfundur verðlaunaður í fyrradag vom í fyrsta sinni afhent verðlaun úr Verðlaunasjóði íslenskra bamabóka, sem stofnaður var af fjöl- skyldu Ármanns Kr. Einarssonar og Bókaútgáfunni Vöku á síðasta ári. Áður óþekktur bamabókahöfundur, Guðmundur Ólafsson, hlaut þau fyrir fyrstu bók sína, Emil og Skunda. Nema verðlaunin 40.000 krónum, auk venjulegra höfúndarlauna sam- kvæmt samningi Rithöfundasambands íslands. Miðað við meðalupplag bamabóka gæti þetta samtals numið rúmlega eitt hundrað þúsund krónum. f ræðu, sem Ólafúr Ragnarsson út- gefandi hélt við afhendinguna, sagði hann að samkeppni sjóðsins hefði ve- rið auglýst um mitt síðasta ár og er ffestur rann út um áramót hefðu 45 handrit borist. „Öll handrit vom merkt dulnefnum höfunda og var verðlaunasagan sögð eftir Frans Fransson," sagði Ólafur. „Dómnefndarmenn vom á einu máli um að á bak við þetta dulnefrii leynd- ist einhver þekktur og reyndur höfundur, svo kunnáttusamlega væri sagan skrifuð. En reyndin var önnur. Hér er kominn fram á sjónarsviðið nýr höfundur bamabóka." Ármann Kr. Einarsson afhenti sjálf- ur verðlaunin og sagði ffá tildrögum sjóðsins, sem hann sagði vera sitt hjartans mál. Verðlaunahafanum ósk- aði hann velfamaðar og bætti við: „Emil og Skundi er skemmtileg og spennandi saga, persónusköpun er sterk og atburðarás listilega ofin.“ Guðmundur Ólafsson þakkaði fyrir sig og þakkaði sömuleiðis bömum sin- um og konu, Olgu Guðrúnu Ámadótt- ur rithöfundi, uppörvun og innblástur. í stjóm Verðlaunasjóðsins em Ólaf- ur Ragnarsson, Ármann Kr. Einars- son, Sigrún Klara Hannesdóttir, en ráðgjafar em Hildur Hermóðsdóttir, Eðvarð Ingólfsson og Halldóra Jóns- dóttir. Halldóra er fúlltrúi lesenda bama- og unglingabóka, en grunn- skólar landsins munu tilnefúa fulltrúa í dómnefnd sjóðsins til skiptis. -ai „Höfundakoss" gæti þessi mynd heitið. Olga Guðrún Amadóttir rithöfundur smellir kossi á eiginmann sinn, Guðmund Ólafsson, er hann hlaut verðlaun úr Verðlaunasjóði islenrfra barnabóka. Yngsta bam þeirra hjóna heldur sig við ungbarnabókmenntimar. DV-mynd GVA Boðsmót Taflfélags Reykjavíkur 1986 hefst að Grensásvegi 46 mánudaginn 2. júní kl. 20.00. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monradkerfi, þannig: 1. umferð mánudag 2. júní kl. 20.00 2. umferð föstudag 6. júní kl. 20.00 3. umferð mánudag 9. júní kl. 20.00 4. umferð miðvikudag 11. júní kl. 20.00 5. umferð föstudag 13. júní kl. 20.00 6. umferð mánudag 16. júní kl. 20.00 7. umferð miðvikudag 18. júní kl. 20.00 Öllum er heimil þátttaka í boðsmótinu. Umhugsunartími er 1 1/2 klst. á fyrstu 36 leikina en síðan 1/2 klst. til viðbótar til að Ijúka skákinni. Engar biðskákir. Skráning þátttakenda fer fram í síma Taflfélagsins á kvöldin kl. 20.00-22.00. Lokaskráning verður sunnu- daginn 1. júní kl. 20.00-23.00. Taflfélag Reykjavíkur, Grensásvegi 44-46, Rvk. Símar: 83540 og 681690. « Nauðungaruppboð sem auglýst var í 14., 19. og 23. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í Sörla- skjóli 66, þíngl. eign Árna Þ. Bjömssonar, fer fram eftir kröfu Guðmundar Agústssonar hdl. og Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri mánudaqinn 2. júní 1986 kl. 11.30. Borgarfógetinn í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 152., 155. og 164. tbl. Lögbritingablaðs 1985 á Lækjarseli 4, þingl. eign Ævars Breiðfjörð, fer fram eftir kröfu Guðjóns Á. Jónssonar hdl. og Iðnaðarbanka íslands á eigninni sjálfri mánudaginn 2. júni 1986 kl. 15.00. Borgarfógetinn í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 152., 155. og 164. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Kambaseli 7, þingl. eign Sigurðar G. Eggertssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Lands- bankans, Ara Isberg hdl. og Ólafs Gústafssonar hdl. á eigninni sjálfri mánudaginn 2. júní 1986 kl. 14.30. Borgarfógetinn í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 152., 155. og 164. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í Kaplaskjólsvegi 89, tal. eign Þráins Sverrissonar, fer fram eftir kröfu Veðdeild- ar Landsbankans, Áma Einarssonar hdl. og Gjaldheimtunnar i Reykjvík á eigninni sjálfri mánudaginn 2. júni 1986 kl. 11.15. Borgarfógetinn í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 152., 155. og 164. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Grjótaseli 9, þingl. eign Heiðars Guðmundssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Lands- bankans og Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri mánudaginn 2. júni 1986 kl. 14.15. Borgarfógetinn í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 152., 155. og 164. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í Tunguseli 1, þingl. eign Júníusar Pálssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans og Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri mánudaginn 2. júni 1986 kl. 16.00. Borgarfógetinn i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 152., 155. og 164. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í Flyðrugranda 20, þingl. eign Hauks Guðmundssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri mánudaginn 2. júní 1986 kl. 11.00. Borgarfógetinn í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 152., 155. og 164. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta i Flyðrugranda 14, þingl. eign Haraldar Haraldssonar en talin eign Bjama Þórðarsonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri mánudaginn 2. júni 1986 kl. 10.45. Borgarfógetinn í Reykjavík. :■> Nauðungaruppboð sem auglýst var í 152., 155. og 164. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í Teigaseli 1, þingl. eign Axels Sveinssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri mánudaginn 2. júní 1986 kl. 15.30. Borgarfógetinn í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 152., 155. og 164. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í Teigaseli 4, þingl. eign Rósu Ámadóttur, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Lands- bankans á eigninni sjálfri mánudaginn 2. júní 1986 kl. 15.45. Borgarfógetinn í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 152., 155. og 164. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta i Flúðaseli 93, þingl. eign Finnboga Karlssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri mánudaginn 2. júní 1986 kl. 14.00. Borgarfógetinn í Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.