Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1986, Blaðsíða 10
10 DV. MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1986. Útlönd Útlönd Utlönd Utlönd Nútiminn ber að dyrum í frönsku sjónvarpi Hér að ofan sést frjáls útvarpsstöð. Allt bendir til að meiri reisn verði yfir frjálsum sjónvarpsstöðvum í landinu. Nú hefur ríkisstjómin ákveðið að selja rás eitt hjá franska rikissjónvarpinu og er deilt hart um það þessa dagana. Hægri stjómin í Frakklandi ætlar að selja flaggskip franska ríkissjón- varpsins, sem er rás 1. Er þetta hluti af mikilli uppstokkun í sjónvarps- og útvarpsmálum í Frakklandi. Þessar fyrirætlanir hafa vakið upp mikil mótmæli hjá starfemönnum sjónvarpsins, leikurum og sósíalist- um, sem em í stjómarandstöðu á franska þinginu. Hristum upp í málunum Ríkisstjóm Jacques Chiracs segir að það sé nauðsynlegt að hrista upp í þessum málum áður en fjölmiðla- byltingin, sem fylgir gervihnöttum og kapalsjónvarpi, skellur yfir. Stjómin ætlar að selja rás 1 og endurskipuleggja einkaleyfi til handa einkaaðilum, sem sósíalistar veittu áður en þeir misstu völdin í mars. Menningar- og samskiptaráðherr- ann, Francois Leotard, segir að einkarekstur sé eina vonin fyrir Frakkland til að berjast gegn flóð- bylgju enskrar poppmenningar yfir Frakkland. Menningin í hættu? „Ef við færum ekki útvarpið okkar og sjónvarpið inn í nútíðina munum við verða undirokaðir af menningu annarra mikilla þjóða,“ segir hann. „Stríðið á skjánum er þegar komið af stað.“ Leotard, sem eitt sinn ætlaði að verða munkur, segir að gervihnatta- dagskrár muni sigra Frakkland jafnauðveldlega og herir Hitlers sigmðust á Maginotlínunni 1940. En rök hans fyrir því að koma á einkarekstri í sjónvarpsrekstri, og að það sé eina ráðið til að hressa upp á dauft og úrelt sjónvarpskerfi, hafa mætt harðri andstöðu. Verkföll sjónvarpsmanna Nokkur þúsund sjónvarpsmenn og tæknimenn, sem hafa barist mikið innbyrðis, bám klæði á vopnin og boðuðu til eins dags verkfalls þann 21. maí, og stöðvaðíst útsending að mestu þann dag. 3. júní gekk hópur leikara á fund forsætisráðherra og krafðist þess að hann endurskoðaði ákvörðun rikis- stjómarinnar, „sem yrði til þess að stétt okkar liði undir lok og frönsk menning bæri þess ekki bætur.“ Skoðanakönnun í Le Monde sýnir að 56% þjóðarinnar em á móti því að selja rás 1, og er þetta því ein óvinsælasta ákvörðun sem Chirac hefúr tekið á valdastóli. Stjóm Chiracs hafði það að kosn- ingaloforði að selja tvær rásir franska ríkissjónvarpsins - sem spor í áttina að minnka áhrif stjómvalda yfir fjölmiðlum, efnahags- og fjár- málum. Það kom hins vegar mjög á óvart þegar tilkynnt var að það yrði rás 1, fyrsta rásin sem sjónvarpið fékk, sem seld yrði. Ætla að sanna ágæti einka- framtaksins Leotard hafði áður sagt að það Umsjón: Ólafur Arnarson yrði rás tvö sem seld yrði. Fyrirætl- anir em einnig um að selja rás þijú, en óvíst er hvort af því verður. Stjómin vonar að það sanni ágæti einkareksturs að gefa honum tæki- færi á að reisa við fjárhag rásar eitt, sem hefur verið rekin með miklu tapi undanfarin ár. Allar ríkisrásimar eiga í miklum fjárhagsörðugleikum og hafa verið reknar með miklum halla í mörg ár. Hlutfall erlends efhis jókst árið 1985 um 500 klukkustundir, samkvæmt könnun sem þingið lét gera. Það er sjaldgæft að franskar myndir séu frumsýndar í sjónvarpi. Aðalefhið er hins vegar bandarískar sápuóperur eins og Dallas og Dyn- asty. Minnka gæðin? Andstæðingar áætlunarinnar segja að eina leiðin til að minnka kostnað sé að draga úr gæðum. Benda þeir á þá reynslu sem fengist hefur af rás 5, sem rekin er af ítalska fjölmiðlarisanum, Silvio Berlusconi, sem fékk leyfið hjá sósíalistum. Þar em aðallega sýndir ódýrir spumingaþættir og annað ómerki- legt efhi, sem frönskum mennta- mönnum stendur ógn af. Chirac vill segja upp 18 ára samningi ítalans, á þeim rökum að hann hafi fengið leyfi með óeðlilegum hætti, og úthluta leyfum hans til nýrra aðila. Popprásin, sem er á rás sex, mun líklega fara sömu leið en kapalrásin, sem menn verða að borga sérstak- lega fyrir, fær að vera áfram. Líklegt er að þeir sem koma til með að berjast um rás 1 séu Robert Hersant, sem rekur hægrisinnuð dagblöð, og Hachetteútgáfan, sem á stóran hlut í útvarpsstöðinni Europe-1. Meðal annarra sem líklegir em má nefna sir James Goldsmith, sem er hálfenskur, og nokkur smærri fyr- irtæki. Strangar reglur Einstaklingum verður bannað að eiga meir en 25% af heildarhlutafé, til að koma í veg fyrin.að of mikil völd safhist á fáar hendur. Starfefólki verður boðið allt að 10%. Þessi umstokkun er enn eitt skref- ið í átt frá gamla gaullistastílnum frá sjöunda áratugnum, þegar ríkis- stjómin ákvað næstum hvað skyldi vera í fréttum. Er Chirac tók við völdum gaf hann fréttamönnum aukið frelsi, en það hefur verið hefð að setja fréttamönn- um vissar línur við hver stjómar- skipti í Frakklandi. Frjálsari fréttamenn En mönnum fannst sem hann væri að bijóta eigin reglur er hann skammaði fréttamenn fyrir að hafa of vinstrisinnaðar skoðanir í mál- flutningi sínum. Rás eitt verður fyrsta sjónvarps- stöðin í einkaeigu, sem útvarpar fréttum, og er það talið stórt skref fram á við fyrir frjálsa og óháða fréttamennsku. 400 ára afmæli demanta í Amsterdam Amsterdam er höfuðborg demantsiðnaðar i heiminum. Um þessar mundir halda menn upp á fjögur hundruð ára afmæli demantsverslunar þar. Ef demantar eyðast aldrei er hag höfúðborgar Hollands, Amsterdam, vel borgið. Á þessu ári er haldið upp á fjögur hundruð ára afmæli gimsteinaversl- unar í borginni. Það er gimsteina- iðnaðurinn sem lagt hefur grunninn að veldi og hagsæld Amsterdam. Nýjasta nýtt í höfuðborg gim- steinaiðnaðarins er afhjúpun stsérsta svarta demants í heimi. Hann er 42 karöt. Svartir demantar eru raunar grá- leitir og eru afckaplega harðir. Erfitt er að skera þá og ekki á færi nema færustu skurðarmanna. Þeir eru aðallega notaðir við iðnað. Það tók þrjú ár að skera fyrmefhdan demant sem kallaður er Rembrandt demant- urinn. Upphaflega vó hann 125 karöt. Vegna þess hve steinninn er ein- stakur er ómögulegt að ákvarða verðmæti hans. Hann verður til sýn- is til frambúðar í Amsterdam. í tilefhi hátíðarinnar hafa flestir demantakaupmenn opnað vinnu- stofur sínar fyrir almenning. Þar er hægt að sjá ferlið frá því demantur- inn kemur „hrár“ og þar til hann er sendur fram í búðarglugga, óað- finnanlegur, til sýnis. Einn af hveijum tíu þúsund gest- um sýningarinnar fær demantshring frá samtökum demantskaupmanna. Upphaf demantsverslunar varð er demantsskurðarmenn, sem höfðu þurft að flýja frá Antwerpen í Belg- íu, settust þar að. Fyrr en varði voru komnir á þriðja tug þúsunda demantskaupmanna hvaðanæva að. Það var franska hirðin sem keypti mest til að byrja með en steinamir komu aðallega frá Brasilíu. í tvær aldir blómstraði hollenski demanta- iðnaðurinn. Þenslan varð of mikil og á átjándu öld fór að harðna í ári hjá demanta- iðnaðinum. Það var svo á 19. öldinni sem eftir- spumin jókst aftur. Þá vom Banda- ríkjamenn komnir í spilið og nýtt góðæri tók við hjá demantsverslun- inni í Amsterdam. Næstu árin og áratugina höfðu demantskaupmenn, og aðrir í iðnað- inum, fullar hendur fjár og settu sinn svip á skemmtanalífið í borginni er þeir reyndu að koma peningum sín- um í lóg. Fannst mörgum þeir setja leiðinlegan svip á borgina og þegar áfallið kom á síðasta áratug aldar- innar urðu fáir til að aumka sig yfir Þá- Þetta harðæri varð til þess að árið 1894 var stofnað fyrsta stéttarfélag demantsskurðarmanna sem var fyrsta raunverulega verkalýðsfélag- ið í Hollandi. Árið 1911 náði félagið fram 8 stunda vinnudegi og þá fóm at- vinnurekendur að borga orlof. Seinni heimsstyijöldin fór illa með hollenska demantsiðnaðinn. Þjóð- verjar fluttu gyðingana í burtu og settu í staðinn aría. Margir gyðing- anna hurfu í útrýmingarbúðum nasista. Frá því á seinni hluta 5. áratugar- ins hefúr demantsverslunin í Holl- andi reynt að endurvekja fyrri virðingu. Ekki er hægt að segja að það hafi tekist með öllu en iðnaður- inn er þó á mikilli uppleið. Demantar em keyptir frá svæðum með miklar demantsnámur, svo sem Sovétríkj- unum og Suður-Afríku, slípaðir upp og sendir um allan heim. Talið er að demantsiðnaðurinn hafi á síðasta ári velt um 200 milljón- um dollara. Demantsiðnaðurinn dregur líka næstum eina milljón ferðamanna á ári hverju til Amsterdam. Þeir skoða verslanir og vinnustofur og geta stundum gert mjög góð kaup. Hingað til hafa upp undir 70% ferðamanna verið Bandaríkjamenn, en kaupmenn segja að þeim hafi fækkað mikið í ár. Þeir haldi sig greinilega heima vegna ótta við hryðjuverk. „Við örvæntum samt ekki um okk- ar hag. Það koma bara aðrir í stað Ameríkananna. Þetta árið virðist straumurinn vera frá Ástralíu, Nýja-Sjólandi og Japan," sagði tals- maður kaupmanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.