Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1986, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1986, Side 2
2 DV. MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1986. Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Fimmtán manna lið bar ábúandann á Höfða út: Vegarriót •HÖf (5i Fimmtán manna lið undir forystu Jóhannesar Ámasonar sýslumanns braust inn í bæinn Höfða í Eyjahreppi í gærmorgun og bar út ábúandann, Sigurð Oddsson, og búslóð hans. Fimmtán til tuttugu sveitungar hans höfðu búið um sig á bænum og veittu óvirka mótspymu. Sannkallað stríðsástand ríkti er allt tiltækt lögreglulið í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, fimmtán lögreglu- þjónar, gerði áhlaup á bæinn Höfða um klukkan 9.30 i gærmorgun. Fimmt- án til tuttugu sveitungar ábúandans, Sigurðar Oddssonar, höfðu búið um sig á bænum og meinuðu lögreglulið- inu inngöngu. Lögreglumenn hófu aðgerðir með því að loka afleggjurum að Höfða í því skyni að koma í veg fyrir að ná- grannar hans kæmu honum til hjálp- ar. Njósn um aðgerðir sýslumanns hafði hins vegar borist og hafði fimm- tán til tuttugu manna lið þegar búið um sig á staðnum. Bílar dregnir burt Enginn svaraði er sýslumaður barði að dyrum á Höfða um klukkan hálf tíu í gærmorgun. Á annan tug harðlæstra bifreiða haföi verið lagt þétt upp að dyrum hússins og urðu lögreglumenn því að byija á því að opna bílana með vír og draga í burtu. Að svo búnu barði sýsiumaður að dyr- um og krafðist inngöngu. Vamarlið nágranna Sigurðar Oddssonar beið innandyra á meðan á þessu stóð og flugvélar fréttamanna, sem ekki fengu að komast landleiðina á staðinn, flugu lágflug yfir. inni og nota afl lögreglubifreiðar til að bijóta hurðina upp. Lögreglumenn gengu inn við svo búið með kylfur á lofti og hótuðu veij- endum líkamsmeiðingum ef þeir reyndu að koma í veg fyrir útburð með valdi. Veijendur reyndu ekki að koma í veg fyrir það er búslóð Sigurð- ar Oddssonar var tekin með valdi, borin út í bíla og keyrð í burtu. Sýslumanni tókst þama í annarri tilraun að bijóta á bak aftur mót- spymu Sigurðar Oddssonar og ná- granna hans við framkvæmd dóms Lögreglumenn brjótast inn með kylfur á lofti Er óskum sýslumanns um inngöngu var ekki sinnt bóf lögregluþjónn kylfu á loft og braut rúðu. Það dugði ekki til inngöngu og þá var gripið til þess ráðs að koma stólpa fyrir á útihurð- i..— r <5u Brelaafjor Stykkl aa Haffi i a ’m. Faxaflol Þegar mest var voru um 50 manns saman komnir í nágrenni Höfða. DV-mynd KAE. fógetaréttar um útburð. Dómur um útburð var kveðinn upp í fógetarétti í Stykkishólmi, að kröfii Jóns Steinars Gunnlaugssonar, lögmanns eiganda Höfða, sem er dánarbú Thors Thors, en þolandi hefur áfiýjað málinu til Hæstaréttar. - ás. að brjóta hurðina upp Notuðu lögreglubíl til DV-mynd: Ami Snævarr. Aðgerðin fór eðlileca fram eftir að hurðin var brotin upp. „Ekki var um annað að velja en valdbeitingii’ - sagði Jóhannes Ámason sýslumaður „Það var ekki um annað að velja en valdbeitingu eða beitingu lögreglu- valds við framkvæmd þessa útburðar- dóms vegna þess sem á undan hafði gengið,“ sagði Jóhannes Ámason, sýslumaður í Snæfellsnes- og Hnappa- dalssýslu, í samtali við DV er hann var inntur álits á atburðinum við Höfða f Eyjahreppi. „Er þessi framkvæmd var reynd í fyrra skiptið, þann 11. júní, voru hafð- ir í frammi tilburðir til að hindra hana og jafhframt haft í hótunum um að slíkt mundi endurtekið og því mættum við nú með fjölmennt lið lögreglu- manna.“ Jóhannes sagði ennfremur að sér þætti það fulllangt gengið að menn hefðu í frammi mótmæli, sem þau er þama áttu sér stað, gegn löglegri að- gerð yfirvalda. Um 15 manns hefðu verið inni í húsinu er hann og lögregl- an kom á staðinn og hefði verið neitað að opna húsið. Eftir að lögreglan braust í gegnum útidyrahurðina hefði aðgerðin hinsvegar farið eðlilega fram. Utburðardómurinn var kveðinn upp í ágúst í fyrra en Jóhannes sagði að ákveðið hefði verið að bíða með fram- kvæmd hans yfir veturinn. Þótt dóminum hefði verið áfrýjað í apríl sl. frestaði það ekki aðgerð en hún væri fr amkvæmd á ábyrgð gerðarbeiðenda. -FRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.