Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1986, Page 8
8
DV. MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1986.
Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd
Miklar breytingar í
ríkisstjóm Spánar
Pétur Pétuissan, DV, Barœlana
Ný ríkisstjórn meirihluta þingflokks
sósíalista verður mynduð á Spáni í lok
júli undir forsæti Felipe Gonzalez.
Þetta verður þriðja ríkisstjóm Felipes.
Munu ýmsar breytingar vera í deigl-
unni, svo sem að sameina ýmis
ráðuneyti og fækka ráðherrum. Orð-
rómur er á kreiki um að Alfonzo
Gurerra láti af ráðherraembætti og
snúi sér alfarið að því að stýra flokks-
maskínunni. Einnig gætu komið
konur inn í ríkisstjómina en það hefúr
aðeins gerst einu sinni áður í sögu
spánsks lýðræðis.
Aðalástæður fyrir fækkun ráðherra-
stóla em þær að ýmis ráðuneyti hafa
tapað mikilvægi sínu við valddreifingu
til fvlkisstjóma og em nánast mátt-
laus af þeim sökum.
15. júlí mun konungurinn he§a við-
ræður við talsmenn stjómmálaflokka
um stjórnarmyndun og hafandi það í
huga að sósíalistar hafa hreinan
meirihluta í báðum deildum þingsins
verða vióneður jjessar aðeins til mála-
mynda. Verðui' þeim sennilega lokið
viku síðar eða 22. júlí.
í lok þessarar sömu viku mun svo
Felipe Gonzalez geta hafið störf með
nýrri ríkisstjóm en þangað til mun
fyrri ríkisstjóm starfa. Það mun hins
vegar verða einungis til málamynda
þar sem leiðtogar hennar verða á stöð-
ugum ferðalögum næstu þrjár vikum-
ar.
Hin nýja ríkisstjóm mun svo hefja
hið vandasama verk að standa við
kosningaloforðin en þau hafa reynst
fyrri ríkisstjómum sósialista þung í
skauti.
Loforðin, sem flokkurinn gaf í þess-
ari kosningabaráttu, eru þessi:
1. Örva hagvöxt til að skapa ný at-
vinnutækifæri.
2. Minnka verðbólgu og koma henni
niður á það stig sem tíðkast hjá öðrum
löndum Evrópubandalagsins.
3. Visitölubindingu launa verði
komið á.
4. Aukin verði ríkisumsvif til að
minnka atvinnuleysi.
5. Einkarekstur sjónvarpsstöðva
verði leyfður.
6. Unnt verði með skattaívilnunum
að halda niðri vöxtum.
7. Greiddur verði ellilífeyrir til fólks
utan almannatrygginga.
8. Tryggður verði ellilífeyrir handa
öllum.
9. Fæðingarorlof verði aukið um
tvær vikur.
10. Umbætur á þeim lagabókstöfúm
sem fjalla um skilnaðarmál.
11. Aukin verði lögregluvemd til að
minnka glæpi.
12. Fækkað verði í herjum Banda-
ríkjanna á spánskri gmnd.
13. Samið verði við Breta um Gí-
braltarhöfða.
Næst á dagskránni hjá Felipe Gonzalez, forsætisráðherra Spánar, eftir glæst-
an kosningasigur um helgina, er að efna öll stóru kosningaloforðin. Fyrri
rikisstjórnir undir hans stjóm hafa lent í miklum erfiðleikum með það atriði.
blaðsölustöðum
um allt land.
Tímarít íyrir alla
■j^1986 ■ verð kr' 160
2 andlit
AÐ HANDAN
.................. ........... 3
Lóíalestur: Merkúrlman....... 8
......................... 13
■.. merkúrlinan
Trúir þú honum?.. 29
...„„T WVT.TjI
SSS^^::::::::::::::,a rLÆÐANDI HELL
Þegarkarlinner
SaganafShooShooBaby .. • “ ^ ----«fTT.TOl, I
Búlgaría, aldingarður Evropu .. 80
Þegar karlirm er konuþurfi.»
Völundarhús......
konuþtofi
KOSSINN:
HIÐ L]tFA
INNSIGLIÁSTARINNAR
BLS.
Úrval
LESEFNI
VIÐ ALLRA HÆFI
í rúminu,
flugvélinni,
bílnum,
kaffitímanum,
útilegunni,
ruggustólnum,
inni í stofu.
v
Askriftar-
síminn er
27022
Suður-Afnka:
Bretar íhuga
refsiaðgerðir
Lynda Chalker, aðstoðarutan-
ríkisráðherra Bretlands, átti í gær
tímamótafúnd með Oliver Tambo,
leiðtoga afríska þjóðarráðsins.
„Það bar ekki eins mikið á milli
og ég hafði óttast," sagði Chalker
eftir rúmlega klukkustundar lang-
an fund.
„Það ber hins vegar mikið á milli
vegna þess að ofbeldi er það sem
allir aðilar í Suður-Afríku beita og
það er ekki vænlegt til árangurs,“
sagði hún.
Breska ríkisstjómin hafði áður
neitað að ræða við fúlltrúa afríska
þjóðarráðsins, sem er bannað í
Suður-Afríku, þar til þjóðarráðið
féll frá þeirri stefnu sinni að nota
ofbeldi til að sigrast á hvíta minni-
hlutanum.
Fundurinn átti sér stað aðeins
degi áður en breska ríkisstjómin
tekur ákvörðun um hvaða aðgerð-
um hún hyggist beita til að þrýsta
á stjóm Suður-Afríku að falla frá
aðskilnaðarstefnunni. Embættis-
menn segja að nú sé vel mögulegt
að Bretar samþykki efnahagsrefsi-
aðgerðir.
Sir Geoffrey Howe utanríkisráð-
herra sagði að hann íhugaði að
vera í forsvari fyrir friðarfor
þriggja manna til Suðui'-Afríku. í
sendinefndinni myndu eiga sæti
fyrrverandi, núverandi og verð-
andi forsetar ráðhenanefndar
Evrópubandalagsins.
Howe tekur við forsæti í ráð-
herranefndinni i næstu viku.
Heimsmet í
sjónvarpsglápí
Haukur Lárus Haukssan, DV, Kaupmarmah.
Danir voru að vísu sendir út úr
heimsmeistarakeppninni i Mexíkó,
en um leið settu þeir heimsmet.
Á miðvikudagskvöld í síðustu
viku sáu hvorki meira né minna
en 90% dönsku þjóðarinnar leik-
inn milli Dana og Spánverja.
Svarar það til 4,5 milljón manns.
Upplýsingar þessar em fengnar
frá könnun Vilstrup-stofnunarinn-
ar. Vilja menn fullyrða að hér sé
um heimsmet að ræða hvað varðar
hlutfall heillar þjóðar fyrir framan
sjónvarpsskerminn á sama tíma.
Atburðir eins og jarðarför
Kennedys, Bandaríkjaforseta, eða
þegar maðurinn lenti fyrst á tungl-
inu komast ekki með tæmar þar
sem knattspymam hefúr hælana í
þessu sambandi.
Um leið má geta þess að um 44%
Þjóðverja sáu sína menn sigra
Mexíkó á laugardagskvöldið.
Sól og blíða
í Danmörku
Haukur Lárus Haukssan, DV, Kaupmannah
Sólin hefúr skinið glatt frá því í
síðustu viku í Danmörku. Síðustu
daga hefur ekki sést ský á himni
og hefur hitinn verið á bilinu 20-25
gráður.
Reiknað er með áframhaldandi
sól og hita og í vikulokin er búist
við að hitinn fari upp í 30 stig í
skugga. Njóta Danir hlýs lofts
simnan úr álfúnni en tiltölulega
hlýtt hefur verið í Evrópu undan-
fama daga.
Sjávarhiti er ekki mjög hár enn
sem komið er. Hitastigið við Kauj>
mannahöfn er í kringum 13—15
gráður. Til að fara í sjóinn verður
maður því að hafa hár á bring-
unni, eins og Danir segja.