Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1986, Blaðsíða 9
DV. MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1986.
9
Utlönd Utlönd
„Egótripp hjá
Paul Watson“
- segir háseti á Sea Shephard
Einkabréf frá Gorbatsjov til Reagans:
Vill leiðtogafund
strax á þessu ári
Eðvarð T. Jónsson, Þórshafn
Fullkomin upplausn ríkir nú um
borð í kanadíska umhverfisvemdar-
skipinu Sea Shephard eftir að fær-
eyska lögreglan handtók sjö manns
úr áhöfh skipsins fyrir helgina.
í gær staðfesti danska dómsmála-
ráðuneytið, sem fer með færeysk
utanríkismál, þá ákvörðun færeyska
landfógetans að vísa Sea Shephard úr
færeyskri lögsögu. I ljós kom að tveir
sjömenninganna, sem handteknir voru
á föstudag, voru fi-éttamenn Assoc-
iated Press en skráðir sem hásetar um
borð í skipinu. Þeir voru látnir lausir
þegar í stað.
Lögreglan fór aftur um horð í skipið
í gær og tjáði skipstjóranum, Paul
Watson, að hann væri óvelkominn til
Færeyja næstu þrjú árin og hann yrði
handtekinn og skipið gert upptækt ef
hann færi ekki strax úr færeyskri lög-
sögu. Jafnframt var fimmmenningun-
um, sem verið hafa í haldi í Þórshöfn,
gefinn kostur á að fara um borð í skip-
ið aftur eða fá ókeypis fiugfar til
Bretlands. Allir nema einn tóku þann
kostinn að fara til Bretlands aftur.
Áhöfninni var einnig gefinn kostur
á því að yfirgefa skipið og fara tii
annars lands. Tveir tóku boðinu og
hafði annar þeirra ófagra sögu að
segja a£ ástandinu um borð.
Sagði hann að bresk yfirvöld hefðu
aldrei leyft skipinu að fara frá Bret-
landi hefðu þau gert sér grein fyrir
ástandi skipsins. Það væri í rauninni
ósjóhæft, vélamar úreltar og illa við-
haldið og dælibúnaðurinn nánast
ónothsefur.
Hann sagði jafhframt að þessi ferð
skipsins væri „egotripp" Paul Watsons
og yfirvélstjórans sem höguðu sér eins
og flotaforingjar og litu á áhafnarmeð-
Mikhail Gorbatsjov, leiðtogi Sov-
étrikjanna, hefur gefið til kynna, í
einkabréfi sínu til Reagans að hann
vilji halda leiðtogafund um afvopn-
unarmál á þessu ári, að því er kemur
fram í 'lTie New York Times í gær.
Blaðið hafði eftir háttsettum emb-
ættismönnum að. Bandaríkjastjórn
hefði trú á að leiðtogafundur myndi
eiga sér stað á þessu ári.
Þetta voru viðbrögð við bréfi því
sem hinn nýi sendiherra Sovétríkj-
anna í Washington afhenti Reagan
á mánudaginn.
Blaðið sagði að þrátt fyrir að Gor-
batsjov segði í bréfinu að leiðtoga-
fundur væri óskynsamlegur án þess
að fyrst hefði náðst verulegur árang-
ur í kjamorkuafvopnunarviðræðum
stórveldanna, þá varaðist Gorbat-
sjov að gera það að skilyrði fyrir
fundi leiðtoganna.
Embættismenn sögðu að bréfið
hefði verið „jákvætt" og „skynsam-
legt“ og í því hefði Gorbatsjov mikið
minnst á viðræður stórveldanna í
september.
Haft var eftir háttsettum embætt-
ismanni að greinilegt væri að
Gorbatsjov vildi athuga hvemig
málin þróuðust.
Mikhail Gorbatsjov hefur nú lýst vilja sinum til að hitta Ronald Reagan á
þessu ári eins og um var talað eftir fund þeirra í Genf síðastliðið haust.
Mikil upplausn ríkir nú um borð í skipi Paul Watsons, Sea Shephard, og tinist
áhöfnin af „dallinum" og þiggur boð færeyskra stjórnvalda um ókeypis flug-
ferð til Bretlands. Hér sést islenskur
Reykjavikurhöfn í fyrra.
limina eins og óæðri lífvenu-. Af
þessum sökum hefði hann ekki getað
hugsað sér að vera lengur um borð.
Við þetta bætist að vatnsbirgðir
skipsins eru á þrotum og matur af
mjög skomum skammti.
Paul Watson á yfir höfði sér 15 mán-
lögreglumaður á verði við skipið í
aða fangelsisdóm fyrir að hafa stofnað
lífi kópaveiðimanna í Kanada í hættu
með framferði sínu.
Sea Shephard liggur nú fyrir utan
þriggja mílna lögsöguna og óvíst er
hvað yfirmennimir taka til bragðs.
Næturvörður
f
Næturvörður óskast sem fyrst. Vinnutími frá kl. 20-8
í fjóra daga, síðan 4ra daga frí. Þeir sem áhuga hafa
á starfinu sendi upplýsingar um nafn, aldur og fyrri
störf, ásamt meðmælum, til auglýsingadeildar DV fyr-
ir 26. þ.m., merkt „Næturvörður T-126".
KENNARAR!
tvo kennara að Egilsstaðaskóla. Ódýrt
húsnæði í boði og flutningskostnaður greiddur.
Upplýsingar gefur Ólafur (í síma 97-1217) eða Helgi
(í síma 97-1632).
Skólanefnd
Egilsstaðaskólahverfis
Lada sporl árg. ’84, ekinn 38.000, Toyota Camyr dfsil árg. ’84, sjálfsk.,
hvltur. Verð 240.000.- ekinn 10.000 á vél. Verð 495.000.-
Toyota Corolla Lift Back árg. 78,
ekinn 97.000, grænn. Verö 140.000,-
K-S8I . B3BR:.
Toyota Tercel árg. ’82, ekinn 38.000,
hvitur. Verð 260.000.-
Enn vantar
Toyota HI-LUX árg. ’81, ekinn
70.000, hvítur. Verð 380.000.-
Toyota HI-LUX disil árg. ’84,
m/tvöföldu húsi, ekinn 35.000, rauð-
ur. Verð 695.000.-
Honda Civic station árg. ’81, ekinn
68.000, grár. Verö 230.000,-
Range Rover árg. 79, ekinn 81.000,
beige. Verð 650.000.-
TOYOTA